Morgunblaðið - 26.03.1992, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSIUPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 26. MARZ 1992
B 19
Tölvur
Marinó G. Njálsson
Hvað ber Islendmgum að gera
ímálum upplýsingatækni?
iðnaðurinn haldi samkeppnisstöðu
sinni. Fyrir íslendinga skiptir höf-
uðmáli að halda samkeppnishæfni
í veiði, vinnslu og sölu sjávaraf-
urða. Bók Petersens getur vakið
upp hugmyndir í því efni auk þess
sem hún fjallar um það m.a. hvern-
ig innleiða skuli þá gæðastjórnun
sem nú er ofarlega í hugum okkar
allra. Bækur segja oft margt um
reynslu höfundar og í þeim getur
leynst kveikjan að hugmyndum
sem stuðla að breytingum.
Teamwork er fljótlesin, einföld
og ágætlega rituð bók. Eftir að
hafa lesið bókina sannfærðist ég
enn einu sinni um að gæðastjórnun
er ekki tískufyrirbrigði eða sölu-
vara ráðgjafa sem eru að leita að
nýjum verkefnum. En varið ykkur
á eftirlíkingunum. Of margir gefa
sig út fyrir að vita hvað gæða-
stjórnun er, en eru í raun eingöngu
að tala um tæknilegar lausnir og
ISO 9000 staðla, sem eru ekki
nema brot af viðfangsefninu, „al-
tæk gæðastjórnun“ eða „Total
Quality Management". Varið ykk-
ur einnig á því að gæðastjórnun
leysi allan vanda. Eftir margra ára
þrotlaust starf að gæðamálum tap-
aði Ford Motor Company 130 millj-
örðum íslenskra króna á árinu
1991, sem er mesta tap í sögu
fyrirtækisins. Árangur í rekstri
fyrirtækja byggist því á mörgum
samverkandi þáttum, þar sem
gæðastjórnun er eitt af mörgum
stjórntækjum sem eru nauðsynleg
svo fyrirtækið lifi af í sífellt kröfu-
harðari samkeppnisumhverfi. Pet-
ersen var mjög sérstakur persónu-
leiki. Fyrrverandi stjórnandi hjá
Ford, sem ég hef fe’ngið tækifæri
til að kynnast nýlega, sagði að
bókin endurspegla það sem Peter-
sen var alltaf að predika. Ég ætla
ekki að dæma um hæfiieika hans
og hvað má þakka honum um
árangur Ford, en bókin er þess
virði að lesa hana með þeim fyrir-
vara að fjarlægðin gerir fjöllin blá
og mennina meiri.
Ilöfundur er framkvæmdastjóri
þróunarsviðs Eimskips.
OnTime er einfalt dagbókarforrit
og óskadraumur þeirra sem vilja
skipuleggja tíma sinn áreynslulaust.
Það gerir allt sem
skipulagshlunkurinn gerir en er
fljótara að því og gerir það betur.
Fundir, stefnumót og annað sem
þarf að raða er fært inn á
dagbókarform og til hliðar sést hvar
er laus tími. Það er hægt að skoða,
skipuleggja og færa langt fram í
tímann, raða atburðum í forgangsröð
með litum, flokka þá, og einnig er
forritið með vekjara sem minnir á
áríðandi stefnumót, jafnvel þótt verið
sé að vinna í öðrum forritum. OnTime
varar við árekstrum í dagskránni og
sýnir hana á marga vegu á
myndrænan hátt. Hvenær sem er
má prenta á einblöðung allt að sjö
vikna dagbók ásamt minnislista og
öllu tilheyrandi.
OnTime er einnig hægt að fá í
netútgáfu sem gerir kleift að velja
notendahóp, bera saman dagskrár
í síðasta tölvupistli fjallaði ég um
ráðstefnu, sem haldin var 9. mars
sl., um stefnu Evrópubandalagsins
í málum upplýsingatækni. Lokahluti
ráðstefnunnar fjallaði um þá kosti,
sem við íslendingar höfum í málum
upplýsingatækni. Gestur ráðstefn-
unnar, Tilo Steinbrinck forstjóri
Datenzentrale Schleswig- Holstein
og formaður Samtaka félaga tölvu-
notenda í Evrópu, hafði ákveðnar
skoðanir á þessu. Megin atriðin má
raunar taka saman í eina setningu:
Að sníða sér stakk eftir vexti og
notfæra sér að aðrir eru þegar bún-
ir að finna upp hjólið.
Þetta eru orð að sönnu. Seinna
atriðinu til sönnunar benti Tilo Stein-
brinck á að lýsingar á ýmsum tölvu-
og samskiptastöðlum eru þetta frá
5 til 80 hillusentimetrar fyrir hvern
staðal. Að ætla sér fyrir litla þjóð
að blaða í gegnum handbækur og
prófa búnað, er óðs manns æði.
Hann benti líka á að vegna EES
hefðu verið samdar um 300 reglu-
gerðir um allt mögulegt fyrir tölvur,
tölvuvinnslu og tölvusamskipti.
Skynsamlegast væri að notfæra sér
þá vinnu, sem Evrópubandalagið
hefur þegar gert, 'en samt á gagn-
rýninn máta.
Með þessu er verið að varpa bolt-
anum til íslenskra stjórnvalda. Engin
stofnun eða samtök eru nógu öflug
hér á landi til að standa fyrir stefnu-
mörkun í upplýsingatækni. Raunar
er þegar að störfum ráðgjafarnefnd
um upplýsinga- og tölvumál á vegum
íjármálaráðuneytisins, en fyrir þetta
verk þarf að virkja þær mennta-
stofnanir í landinu, sem sjá um
kennslu og rannsóknir á sviði upp-
lýsinga- og tölvumála. Einnig þarf
þeirra og sjá hvenær allir geta komið
á fund.
OnTime er frá Campbell Services
í Bandaríkunum og kostar þar 130
USD fyrir einstaklingsútgáfuna. Mér
er ekki kunnugt um seljanda á Islandi
en það er hægðarleikur að panta
forritið að utan i gegnum síma og
má þá gera ráð fyrir að það kosti
hingað komið á rnilli 8.000 og 11.000
krónur. Netútgáfa fyrir 3 notendur
kostar 534 USD og fyrir 10 notendur
828 USD.
Að lokum ...
Sparið ykkur peninga, tíma, erfiði
og armæðu — iátið tölvuna og
OnTime leysa skipulagshlunkinn af
hólmi! Stöðutáknið hverfur en tíminn
nýtist betur og þá eru allir ánægðari
— vinnuveitandinn og þú. Hver veit
nema einblöðungurinn sem
prentaður er með OnTime taki við
sem stöðutákn tíunda áratugarins?
Höfunduv er áhugamaður uni
tölvur.
að virkja fagfélög (Félag tölvunar-
fræðinga, KERFIS o.fl.), samtök
tölvunotenda (Skýrslutækniféiag ís-
lands) og ýmis-sérfélög og nefndir
um afmörkuð efni (EDI-félagið, IC-
EPRO-nefndin). Skynsamlegt er að
samtök töivunotenda gegni stóru
hlutverki í þessu starfi. Æskilegt er
fyrir þetta starf að hafa samráð eða
samstarf við sérfræðinga erlendis
þar sem þekking innanlands brestur.
Mestu máli skiptir að mörkuð verði
stefna, sem allir geti verið nokkurn
veginn sammála um að fylgja.
Hvað þarf að gera strax?
Tilo Steinbrinck var með nokkrar
tillögur um hvað væri rétt að gera
strax og getur sá, sem þetta skrif-
ar, verið sammála honum um flest
atriðin. Tilo Steinbrinck nefndi að
ákveða þyrfti hvers konar gagna-
samskiptakerfí væri rétt að hafa til
staðar, þ.m.t. ISDN, textavarp og
leigðar línur. Rétt er að halda áfram
vinnu sem hafin er með pappírslaus
viðskipti. Að taka upp í sem flestum
þáttum þá staðla, sem Evrópubanda-
lagið hefur ákveðið að gildi innan
þess, svo kallaða EPHOS-handbók.
Koma á ákveðnum reglum varðandi
verndun höfundarréttar á hugbún-
aði, en þar er mikil vinna ógerð.
(Verndun höfundarréttar er ein al-
varlegasta brotalömin í íslensku rétt-
arkerfi og virðist helst, sem löggjaf-
inn hafi engan áhuga á að koma í
veg fyrir stórfelld brot, sem þar eiga
sér stað.) Einnig er verndun eignar-
réttar á gagnasöfnum líka mikilvæg,
sem og allt, sem snýr að öryggi
gagna. Evrópubandalagið hefur þeg-
ar látið semja reglugerðir um þessi
málefni, sem væri auðvelt að þýða
og aðlaga íslenskum aðstæðum.
Hvað hefur þegar verið
gei-t?
Áður hefur komið fram, að starf-
andi er ráðgjafarnefnd um upplýs-
inga- og tölvumál á vegum fjármála-
ráðuneytisins (RUT-nefndin).
Nefndin hefur unnið plagg um upp-
lýsingastefnu fyrir íslenskar ríkis-
stofnanir og var það lagt fyrir ríkis-
stjórnina í nóvember á síðasta ári.
í plagginu er tekið á fimm atriðum,
sem eru mjög almennt orðuð, enda
sýnilega ætlað öðrum en ráðherrum
að útfæra þau nánar. Atriðin eru
eftirfarandi:
Framleiðni og hagkvæmni. Bent er
á að markmiðið með upplýsinga-
stefnu hins opinbera er að auka
framleiðni í opinberri stjómsýslu og
að gæta þurfi hagkvæmni við öflun
búnaðar og við rekstur.
Samræming og stöðlun. Hvatt er til
þess að samræmdar reglur gildi um
eignarhald upplýsinga og sölu þeirra
og skyldur þeirra sem annast upplýs-
ingasöfn og veita aðgang að þeim.
Við öflun og rekstur tölvukerfa sé
fylgt viðurkenndum, traustum að-
ferðum og stöðlum eins og við verði
komið. Að efni í opinberum upplýs-
ingasöfnum sé aðgengilegt og auð-
velt sé áð miðla því milli upplýsinga-
kerfa. Og að samræming sé milli
skráningar efnisatriða, sem koma
fyrir í mörgum upplýsingasöfnum.
Þjónustuhæfni opinberra kerfa.
Gerðar verði kröfur um þjónustustig
opinberra kerfa og tekið sé tillit til
upplýsingaskyldu til almennings.
Þar með talið að upplýsingar í opin-
berum upplýsingasöfnum séu að-
gengilegar öllum þeim, sem heimil
eru afnot af þeim og gerðar séu
kröfum um áreiðanleika þeirra. Lögð
er áhersla á að notendaskil séu sam-
ræmd og notkun kerfa auðvelduð.
Landskerfi. Gerðar séu sérstakar
kröfur til mikiivægra opinberra upp-
lýsingakerfa, sem notuð eru um allt
land. Svokallaðra landskerfa.
Tæknilegar kröfur. Miða skal við að
tæknilegar kröfur til opinberra upp-
lýsingakerfa taki til gæða, samræm-
ingar og afkastagetu. Einnig skal
miða við gildandi staðla og reglu-
gerðir.
Erfitt er að gera sér fulla grein
fyrir hvernig þessi atriði verða út-
færð nánar, til þess eru þau of al-
mennt orðuð. Á þessu stigi skiptir
það ekki aðal máli, heldur hitt að
verkið er hafið.
Samhliða stefnumörkuninni er
nauðsynlegt að átta sig á stærð ís-
lenska tölvumarkaðarins. Með því
að vita umfang hans og veltu er
MAJTER O F BUSINE
mögulegt að koma með spár usa,
vöxt hans á næstu árum. Stjómvöla
og kaupendur sjá betur hvar og
hvernig peningunum er varið.
RUT-nefndin hefur áætlað að
heildarkostnaður opinberra aðihr
vegna tölvunotkunar hafi verið um
3 milljarðar króna á árinu 1991 eða
um 3% af íjárlögum. Nefndin hefur
skoðað þessar tölur í tengslum við
hlutfallstölur frá þekktu erlendu ráð-
gjafarfyrirtæki sem heitir Gartner
Group. Það spáir því að 1995 verji
fyrirtæki um 7,7% tekna sinna til
tölvumála. Gangi þetta eftir verður
kostnaður opinberra aðila um 5 millj-
arðar króna það ár. Tölvukostnaður
hins opinbera er því miður of langt
mál til að fjalla um hér og nú, ejj^
mun fá sinn pistil innan skamms.
Ég vona að þetta innlegg um
stöðu upplýsingamála á íslandi megi
verða til þess að einhver skriður
komist á stefnumótunina. Ekki dug-
ir að sofa lengur Þyrnirósarsvefni,
ef við ætlum að vera tilbúin að taka
þátt í sameiginlegum markaði. En
áður en það getur gerst verður að
vera mótuð stefna. Stefna, sem allir
geta sætt sig við og er til hagsbóta.
Höfundur er töJvunarfræðingur.
★ Pitney Bowes
Frímerkjavélar
OTTO B. ARNAR HF.
Skipholti 33 -105 Reykjavík
Sfmar 624631 / 624699
SS ADMINISTRATION
■ 9
Eina alþjóðlega MBA-
námið á Norðurlöndum
Verið velkomin til kynningarfundar
um MBA-nám við viðskiptaháskólann í Osló.
Rektor MBA-deildar (Dean of Graduate Program)
kynnir námið og veitir allar nánari upplýsingar.
Kynningarfundurinn verður haldinn í ráðstefnusal
Perlunnar í Öskjuhlíð (kjallara), föstudaginn
27. mars næstkomandi, kl. 16.00.
IV
OSLO HANDELSH0YSKOLE
Oslo Business School
Karlsborgvn. 4,0193 OSLO 1, Norway, phone (+472) 67 90 00, fax (+472) 67 91 10
Meira um OnTime.