Morgunblaðið - 26.03.1992, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.03.1992, Blaðsíða 20
Höföar til .fólks í öllum ,starfsgreinum! VIDSiaFTI AIVINNULÍF VZterkurog k/ hagkvæmur auglýsingamiðill! JMtoqptttirlbtfrffe FIMMTUDAGUR 26. MARZ 1992 Auglýsingar „SHOTS“ þættímir ijúfa einangrunina - segir Björn G. Björnsson umboðsmaður myndbandsþátta um sjón- varpsauglýsingar Morgunblaðið/KGA SHOTS Á ÍSLAIMDI ■— Björn G. Björnsson hefur tekið að sér umboð fyrir myndbandsþættina „SHOTS“ þar sem sýnt er það nýjasta sem er að gerast í sjónvarpsauglýsingagerð í Evrópu. NÚ gefst auglýsingastofum, kvik- myndaframleiðendum og öðrum sem framleiða og fást við sjón- varpsauglýsingar hér á landi kostur á að gerast áskrifendur að „SHOTS“ sem eru 60 mínútna ""hnyndbandsþættir um sjónvarps- auglýsingagerð. Björn G. Björns- son, sem rekur sjálfstæða dag- skrárgerðar- og fjölmiðlaráðgjöf, hefur tekið að sér umboð fyrir „SHOTS“ og segist á þeirri skoð- un að þættirnir ijúfi ákveðna ein- angrun. „Við sem vinnum að gerð sjónvarpsauglýsinga hér á landi sjáum bara okkar eigin fram- leiðslu á skjánum og erum því nokkuð einangruð frá því sem er verið að gera í öðrum löndum. I háttunum gefst tækifæri til að sjá það nýjasta sem er að gerast hveiju sinni í sjónvarpsaug- lýsingagerð í Evrópu." Þættirnir sem eru framleiddir í London koma út 6 sinnum á ári. í hvetjum þætti eru sýndar um 30 nýjar sjónvarpsauglýsingar víða að úr heiminum, einnig eru viðtöl og ýmis fróðleikur um tölvugrafík og tækninýjungar er snúa að gerð sjón- varpsauglýsinga. í nýjasta þættinum eru meðai annars sýndar nýjar aug- lýsingar frá Levis, British Airways, France Telecom og Swiss Air. Fyrsti þátturinn af „SHOTS“ kom út fyrir um 2 árum en áskrifendum hefur fjöigað ört og eru nú tæplega J 2.000 í 31 landi. Gefnir hafa verið ut 10 þættir og kostar einn þáttur £60 en ársáskrift £330 eða tæplega 34.000 krónur. Hverjum þætti fylgir bæklingur þar sem koma fram upplýsingar um auglýsingarnar og aðilana sem kynntir eni í þættinum. Björn segir að þær upplýsingar sé hægt að nota til að komast í sambönd við erlenda aðila. Þrír auglýsingatímar eru í hveijum þætti og geta framleiðendur auglýst þar þjónustu sína. „íslensk auglýsingafyrirtæki gætu jafnvel nýtt sér þessa auglýsingatíma. Ég tel gæði íslenskra auglýsinga sam- bærileg við það sem gerist erlendis og þarna er ágætis ieið til að koma sér á framfæri." Þeir sem hafa áhuga á að gerast áskrifendur senda áskriftarbeiðni sem Björn útvegar beint til London án nokkurrar milligöngu. En hvers vegna tók Björn að sér umboð fyrir „SHOTS“? „Ég vissi af þessum þáttum og fannst að fag- og áhugafólk hér á landi ætti að hafa aðgang að þeim. Þættirnir eru mjög fagmannlega unnir og fróðleg- ir. Ég held að efni þeirra sé gagn- legt fyrir alla þá sem tengjast aug- lýsingum og markaðsmálum hér á landi því í hveijum þætti er sýnt það nýjasta í útliti og stíl sjónvarpsaug- lýsinga. Menn fara einu sinni á ári í Háskólabíó og horfa á verðlauna- sjónvarpsauglýsingar frá Cannes en með þáttunum er hægt að fylgjast með því sem er að gerast í auglýs- ingaheiminum allt árið,“ segir Björn. Fólk Markaðssljóri hjá Borgar- plastí MGÍSLI Baldvinsson hefur verið ráðinn markaðsstjóri hjá Borgar plasti hf. Gísli er fæddur 25.04.1965. Hann lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Hamrahlíð og útskrifaðist af stjórnunarsviði viðskipta- og hagfræðideild- ar Háskóla Islands haustið 1991. Frá 1986 til 1990 vann Gísli yfir sumartímann hjá Gislason & Marr Ltd. í Hull í Englandi. Staðlamál hjá Neytendasam- tökunum MSIGRÍÐUR Á. Ásgrímsdóttir hóf störf hjá Neytendasamtökun- um um síðustu mánaðarmót. Hún mun vinna þar að staðlamálum auk þess að sinna verkefnum sem lúta að öryggi neysluvöru og vera kvörtunar- og leiðbein- ingaþjónustu samtakanna innan handar. Sigríður er 48 ára. Hún lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík árið 1963, stundaði nám í verkfræði við Háskóla íslands og lauk prófi í rafmagnsverkfræði frá Tækniháskóla Noregs í Þránds- heimi 1968. Þar var hún einnig í framhaldsnámi með vinnu 1979- 1984. Sigríður hefur m.a. starfað við Ríkisspítalann í Osló, Orku- stofnun, Rafmagnsveitu Reykja- víkur og Rafmagnsveitur ríkisins. Hún hefur líka stundað kennslustörf við Fjölbrautarskólann í Reykja- vík og Háskóla Islands auk þess að vera með eigin rekstur. Sigríður er gift Birni Erlendssyni, tækni- fræðingi. Kostnaður vegna ráðningu Sigríðar er að hluta til greiddur úr ríkissjóði, enda sinna Neytenda- samtökin staðlamálum fyrir hönd Islands, m.a. í norrænu samstarfi. Nýrmaður hjá Lýsingu MJON Snorri Snorrason hefur verið ráðinn aðstoðarframkvæmda- stjóri Lýsingar hf. Jón Snorri er fæddur 07.12.1955 og lauk prófi frá viðskiptadeild Háskóla íslands 1979. Hann tók meistaragráðu í hagfræði í Essex í Eng- landi 1981 og var þar við rannsóknar- störf og kennslu næstu tvö ár á eftir. Jón Snorri hefur yerið stundakennari við Há- skóla íslands frá 1983. Hann starf- aði sem sérfræðingur í hagdeild Landsbanka íslands frá 1984 og varð forstöðumaður þar 1986. í des- emberbyijuri 1990 var Jón Snorri ráðinn forstöðumaður verðbréfa- sviðs Kaupþings þar sem hann vann þar til í síðustu viku að hann tók til starfa hjá Lýsingu. Hótelsijóri Hót- el Norðurlands MSIGRÚN B. Jakobsdóttir hef- ur verið ráðin hótelstjóri á Hótel Norðurlandi. Sigrún lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum við Sund árið 1985 og útskrifaðist frá IHTTI hótelskólanum í Lucerne, Sviss árið 1990. Síðasta hluta námstímans var hún hjá Fujiya hótelkeðjunni í Ha- kone, Japan. Sigrún hefur unnið sem hótelstjóri á Hótel Austurlandi á Fáskrúðsfirði og starfað í mark- aðsdeild Arnóls hf. Gísli Sigríður Sigrún B. Torgid Ófremdarástand á hlutabréfamarkaði MJÖG erfiðar aðstæður hafa ríkt á hlutabréfamarkaði frá því sl. haust þegar almenn lækkun ^ferð á gengi hlutabréfa og mjög dró úr viðskiptum. Nokkuð lifn- aði yfir viðskiptunum í desember þegar einstaklingar keyptu bréf í nokkrum mæli í þeim tilgangi að tryggja sér skattaafslátt en eftir áramót hefur mikil logn- molla ríkt á markaðnum. Við- skiptin hafa verið sáralítil og eig- endur hlutabréfa hljóta augljós- lega að eiga í miklum erfiðleikum með að gera sér grein fyrir markaðsverði bréfa sinna. í þessu sambandi nægir að benda á að verðbréfafyrirtækin bafa ekki auglýst gengi á hluta- • bréfum frá því í desember og má segja að gengið sé hvergi birt opinberlega nema í dag- blöðum. Þetta hefur t.d. valdið erfiðleikum við áramótauppgjör hlutabréfasjóða þar sem ekki blasir við hvaða skráningu á að miða við. Gengi hlutabréfa hefur verið birt í peningamarkaði Morgun- blaðsins og má segja að þar sé um ótrúlega fjölskrúðuga skrán- ingu að ræða hjá þeim fimm fyrirtækjum sem hafa annast kaup og sölu hlutabréfa. T.d. er þar skráð kaup- og sölugengi hjá hlutabréfamarkaðnum HMARKI en einungis eru þar keypt bréf fyrir 200 þúsund krónur að hámarki. Hjá Verð- bréfamarkaði fjárfestingarfé- lagsins er eingöngu birt sölu- gengi að fjórum félögum undan- skildum þar sem einnig er birt kaupgengi. Þessi markaður hef- ur aftur á móti lýst sig reiðubú- inn að taka hlutabréf í umboðs- sölu. Þriðja afbrigðið í skráningu hlutabréfa er síðan tilboðsmark- aður Kaupþings þar sem jafnan er birt hæsta kauptilboð og lægsta sölutilboð hverju sinni. A þessum markaði er unnt að leggja inn kaup- og sölutilboð í hlutabréf og þar liggja jafnan fyrir upplýsingar um gengi í síð- ustu viðskiptum með bréf ein- stakra hlutafélaga. Eins og sakir standa er markaðurinn eini vett- vangurinn þar sem unnt er að fá vísbendingu um raunverulegt markaðsverð hlutabréfa. Loks má nefna að Landsbréf og Verð- bréfaviðskipti Samvinnubank- ans auglýsa nær eingöngu sölu- gengi en væntanlega eru þar tekin hlutabréf í umboðssölu. Um skeið hafa forráðamenn verðbréfafyrirtækjanna rætt um þann vanda sem við er að etja á hlutabréfamarkaði og var sú hugmynd til umræðu um skeið að öll fyrirtækin beindu sínum viðskiptum inn á tilboðsmarkað Kaupþings. Samstaða náðist ekki um þessa lausn og varð niðurstaðan sú að óska eftir því við Verð bréfaþing að taka að sér rekstur sameiginlegs tilboðs- markaðar fyrirtækjanna. Mun nú erindi þeirra vera til umfjöllunar hjá stjóm þingsins sem undirbýr nú jafnframt eigin skráningu hlutabréfa. Það eru óneitanlega mikil vonbrigði að ekki skuli ennþá hafa tekist að hefja samræmda skráningu hlutabréfa á Verð- bréfaþingi eða einhvers konar sameiginlegum tilboðsmarkaði og má ætla að sá dráttur sem orðið hefur á framkvæmdum hafi dregið mjög úr trausti al- mennings á hlutabréfum. Ríkisfyrirtæki á hlutabréfamarkað! Nú hefur framkvæmdanefnd um einkavæðingu leitað eftir til- boðum verðbréfafyrirtækjanna um sölu á þremur fyrirtækjum sem ríkið á annaðhvort að fullu eða hlut í, þ.e. prentsmiðjunni Gutenberg, Ferðaskrifstofu ís- lands og Jarðborunum hf. í þessu sambandi vaknar spurn- ing um hvernig hægt verði að selja á hinum vanþróaða hluta- bréfamarkaði hlut ríkisins í hin- um þremur fyrrgreindu fyrir- tækjum og síðan öðrum ríkisfyr- irtækjum sem munu koma á markaðinn. Á móti hefur verið spurt hvort hlutabréfamark- aðurinn þurfi ekki á auknum umsvifum, líkt og sölu ríkisfyrir- tækja, að halda til að komast upp úr þeirri lægð sem hann nú er í. Gunnar Helgi Hálfdánarson, forstjóri Landsbréfa hf., sagði á ráðstefnu í nóvember sl. að einkavæðing hefði alls staðar reynst mikil lyftistöng fyrir þróun hlutabréfamarkaða. Hér á landi gæti útboð og einkavæðing orð- ið sú hvatning sem atvinnulífið vantaði. Gunnar Helgi sagði einnig að til að einkavæðing tækist sem best þyrftu verðbréf- afyrirtækin að vera þannig í stakk búin að fullkomið traust inyndaðist á milli aðila. Augljóst er að hlutabréfa- markaðurinn er alls ekki búinn undir aukið framboð á hlutabréf- um eins og sakir standa. Niður- staða þessa alls er sú að til að hlutabréfamarkaðurinn treysti sinn sess þarf a.m.k. tvennt til. Fyrst þarf að eiga sér stað endurskipulagning og samvinna á milli verðbréfafyrirtækja. Fyrr mun hlutabréfamarkaðurinn ekki ná sér upp úr öldudal stöðnunar og skipulagsleysis. Að því loknu verður unnt auka framboð hlutabréfa og efla um- svif markaðarins. KB/ÁHB

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.