Morgunblaðið - 15.04.1992, Blaðsíða 1
Stefnumót austurs og noróurs/Rætt við Tamiji Yokoyama prófessor við Tokai-hóskóla 2/3
Edith Södergran 2 3 Gunnar Björling 3 Seamus Heaney/3 Soren Ulrik Thomsen 4
Um ffrelsi Frá baltneskum meningardögum á Kjarvalsstöðum 7.-8. mars sl./4
MENNING
LISTIRH
B
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
MIÐVIKUDAGUR 15. APRIL 1992
BLAÐ
LJÓÐAGERÐ
Á LIÐNU ÁRI
LJÓÐIÐ í auga óreiðunnar.
Skáld eru sjáendur. Hvað sjá þau?
Um hvað yrkja þau árið 1991?
Ár óreiðunnar. Það finnst í það
minnsta sumum skáldum. Þetta
ár komu reyndar út fjölmargar
frumsamdar Ijóðabækur, ljóða-
þýðingar og heildarútgáfur á ljóð-
um skálda. Skyggnumst aðeins
inn í heim ljóðsins, skoðum brot
af honum í nokkrum ljóðabókum
sem út komu á árinu.
Myndin er eftir Erró.
Oreiðan, efinn
og andsvarið
eftir Skafta Þ.
Halldórsson
Óvissan, efinn og erótikin
Árið skilur eftir sig spor í ljóðum
skálda. Einkum allar þessar bylt-
ingar í austri sem Hannes Sigfússon
gerir að yrkisefni í kvæðinu Um-
skiptin í bókinni Jarðmunir. Á
langri ævi hefur hann séð margar
umbyltingar verða en aldrei svona
hratt, aldrei svona „E-i-n-s— o-g—í-
/-d-r-a-u-m-i“. Og Matthíasi Jo-
hannessen finnst nóg komið þegar
gamlir stalínistar eru nú orðið kall-
aðir hægri klíka. „Það verður ein-
hver/ að stöðva leikinn og stokka
upp í Iiðinu“, segir hann í kvæðinu
Ósýnileg hönd sögunnar sem birtist
í bókinni Fuglar og annad fólk.
Mikil óvissa ríkir um framvindu
mála. Raunar lifum við öld óviss-
unnar, jafnvel hinnar framandlegu
óvissu um okkur sjálf. Hana túlkar
Hrafn Jökulsson býsna vel í ljóðinu:
eða í bók sinni Húsinu fylgdu tveir
kettir: „ég man ekki hvar það byrj-
aði/ og veit ekki hvar það endar/
en ég held að ég sé að bíða/ eftir
einhveiju".
Eftir hverju erum við að bíða?
Sá sem skilur ekki tilganginn með
biðinni er allt eins óviss um tilvist
sína. Hver er ég? Ljóðið er spegla-
salur sjálfsins. í spéspeglunum
sjáum við okkur í nýju ljósi. Ljóða-
bálkur Steinunnar Sigurðardóttur
Sjálfsmyndir á sýningu í bókinni
Kúaskítur og norðurljós sýnir okkur
ymsar birtingarmyndir sálarinnar í
íjörlegu myndmáli. Sálin birtist
okkur í ýmsum persónum sem virð-
ast hafa það eitt sameiginlegt að
uppfylla ekki væntingar, hvoit sem
um er að ræða búskussa, fallinn
engil, fakír sem þráir helst hand-
slökkvitæki eða naglbít eða eitthvað
annað. Umfjöllun Steinunnar ein-
kennist af háðsku æðruleysi eins
og hennar er von:
Sál minni er allri lokið
(eins og áður sagði)
Ef hún fengi að ráða væri hún reglulega glöð
eins og þægur vistmaður á afmælinu sínu.
Eigi að síður er undirtónninn al-
varlegur enda eru „sálirnar" ýmist
einmana, misskildar, útilokaðar eða
ófrjálsar.
Vigdís Grímsdóttir tekur einnig
þátt í leitinni að týnda sjálfinu.
Ljóðabók hennar, Lendar elskhug-
ans, er eins konar ljóðsaga af tilvist-
arlegri leit ljóðmælanda að kjarna
sjálfsins og svörum við gátum sköp-
únarinnar. Um margt líkist ljóðsag-
an með táknum sínum og vísunum
allegóríum og leiðslubókmenntum
fyrri alda. Ljóðsjálfíð, sem er kven-
kyns, gengur í gegnum skýrslu í
einhvers konar hreinsunareldi og
umbreytingu sem örvuð er með
ákalli dauðrar veru sem eins gæti
verið móðir jörð, gyðjan hvíta. í
bókarlok er ljóðmælandinn annar
en í upphafi, virkari og.holdlegri.
Efinn greinir þó bók Vigdisar frá
leiðslubókmenntum. Hann rammar
ljóðsöguna inn:
Enn reika ég um spegilfægðan
tuniinn sem mennimir reistu
efanum.
I lok ljóðsögunar er aftur komið
að upphafinu. Eini fasti punkturinn
í tilverunni er efinn. Ef til vill er
það efahyggjan sem kemur í veg
fyrir að sjálfið fínni sig en hann
rekur það á stað aftur og aftur í
nýja leit. Efínn í bók Vigdísar hefur
því tvær hliðar. Þannig verður liann
hreyfiafl.
Ekkert er einfalt. Lendar elsk-
hugans býður upp á ýmiss konar
túlkunarleiðir, t.a.m. sú viðleitni
Vigdísar að stilla ástinni og fijó-
seminni upp sem andsvari við óreiðu
tímans, Eros gegn Kaosi.
Athyglisvert er hversu konum
virðist það tamara en körlum að
tengja leitina að kjarna sjálfsins
umfjöllun um samband kynjanna,
ást og erótík. Oft er umræðan hisp-
urslaus. Annar tveggja ljóðmæl-
enda í bók Vigdísar segir þannig
að gott væri að hvíla í faðmi elsk-
hugans, „fínna ilm hans/liminn/ og
lendarnar stinnu“ og í ljóðabók
Hallfríðar Ingimundardóttur, í skini
brámána, tengist erótíkin spennu
og átökum kynjanna, ást og of-
beldi: „dýfðu þér/í skaut mitt/ áður
en þú/ drekkir mér/ í hylnum“.
Astin og dauðinn eru yrkisefni
Margrétar Lóu Jónsdóttur í bók
hennar Avextir. Samvistir og nánd
upphefja þar einsemdina og angist-
ina. í knöppu, erótísku ljóði, Hjá