Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurapríl 1992næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    262728293012
    3456789

Morgunblaðið - 15.04.1992, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 15.04.1992, Blaðsíða 3
2 B MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. APRIL 1992 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. APRIL 1992 B 3 Óreiðan, efinnog... þér, dregur Margrét upp mynd af ástarfundi þar sem elskendurnir samsamast umhverfinu og verða eitt með því: allt er bláhvítt undir súðinni uns húmið rennur inn í skaut næturinnar allt er bláhvítt undir súðinnni þinni Erótíkin virðist síður höfða til karlskálda. Sum þein-a yrkja að vísu ástarljóð, t.d. Hrafn Jökulsson, Matthías Johannessen og Sjón. Hins vegar getum við allt eins átt von á því að ástarjátningar karlanna verði í sérkennilegra lagi, samanber kvæði Þórarins Eldjárns Orðsif í Hinni háfleygu moldvörpu: Ég elska þig Orðsif með venslin og tengslin og kennslin og vermslin Framandleikinn, hugveran og orðið Framandieikinn er bróðir óviss- unnar. Við þekkjum engin kenni- leiti, verðum að raða brotunum saman í eigin hugarheimi til að koma reglu á hlutina og vafalaust tekst það ekki. Sjón yrkir um fram- andleikann í bók sinni ég man ekki eitthvað um skýin. í (café selsíus) snýr ljóðmælandi aftur til framandi borgar eftir klukkustundar íjar- veru. „:hún hefur minnkað en ég er með götukort/ og get verið viss um að villast" og áfram í þessum dúr. Ansjósur er framandi nafn á Ijóðabók. Bragi Ólafsson, skáld- bróðir Sjóns, er líka gjaman á fram- andi slóðum í ljóðum sínum. I>au eru oft svipmyndir úr ferðalögum Braga af borgum, stöðum og fólki og leysast gjarnan upp í ákveðna huglæga skynjun. Þegar Ijóðmæ- landi lítur í baksýnisspegil á leið frá borg „er hún ekki lengur borg/ heldur bara sá staður/ þar sem hægt var að ná í bíl“. Þeir Bragi og Sjón reyna að ná tökum á framandlegum veruleikan- um með því að fella hann að hug- veru sinni og koma á hann skipu- lagi. Þannig er reynt að túlka hann sem skynjun eða undirmeðvitund- armuldur. En í bók Hrafns Jökuls- sonar Húsinu fylgdu tveir kettir verður svarið við efanum og fram: andleikanum gleymska og flótti. í kvæðinu jean genet á ferð um mið- borg reykjavíkur. það er nótt segir svo: „gleymum rimlunum líka/ sem umlykja líf okkar / hugsum um eitt- hvað / hugsum um eitthvað fallegt / kannski er það ekki varanlegt/ hugsum ekki:“ og svo ómar útþrá- in: „Að komast burt... hvað sem það kostar", segir í kvæðinu Fyrir Sigfús og Arthur. Ógnir sækja stundum að bernsk- um og smágervum heimi Gyrðis Elfassonar í bókinni Vetraráform um sumarferðalag en alla jafnan er þó eitthvað til vamar, pabbi gegn tröllum eða viti eða Ijós gegn myrkri og þoku. Að sönnu sækir Gyrðir hugmyndir sínar að ljóðum úr öllum áttum í anda eftirmódernismans. En í meginatriðum er ljóðheimurinn verndaður heimur sem minnir um margt á dal múmínálfanna eða ævintýraheima G.Th. Rothmans. Við fylgjumst m.a. í kvæðinu Við svalardyr með randaflugunni inn í njólaskóginn: • Og njólaskógurinn breiðir úr sér skýlir músura og dísum með Ijósa vængi og stjömur í enni sem glampa í vorsól Heimur Gyrðis er einsleitur feg- urðarheimur, smáveröld hugans. Annars konar fegurðarheimur, miklu stórbrotnari, birtist okkur í bók þeirra Einars Más Guðmunds- sonar og Tolla, Klettur í hafi. Nátt- úruöflin leika þar lausum hala. Gegn óreiðunni og framandleikan- um teflir Einar Már andanum sem hann gæðir fuglseigindum að forn- um sið, „andinn svífur sem mávur/ um hálendi húsa“ (s.ll). Borgar- skáldið Einar Már leitar nú út fyrir borgina og kannar sjávardjúpin, kletta og björg, þorpin og fólkið í landinu en einnig „öræfi hugans" (s.ll). Andinn er ekki síst andi orð- anna, sagnanna og ævintýranna sem ekkert drepur og „elta okkur öld eftir öld“ (s.122) eða standa „sem vörður á leið yfir heiminn“ (s. 122) í landi þar sem alræði vindsins gerði líf eyjarskeggja annars óbæri- legt. Orð eru þeim Einari Má og Sjón hugstæð. Það er raunar freistandi að skoða afstöðu þeirra til ljóðmáls- ins í samhengi vegna þess hversu ólík hún er. Sjón er í hinni nýju bók sinni ákaflega sparsamur á orð og myndir. Afstaða hans byggist á efasemdum um mátt málsins til að skila upplifun óbrenglaðri. Þess vegna vinnur hann ljóðin meir en áður, tálgar þau jafnvel niður í eitt orð. Orðin, frásagan og hefð orðlist- arinnar er hins er hins vegar sá grunnur sem kveðskapur Einars Más hvílir á. í fyrri Ijóðabókum sín- um leitaðist Einar við að bijóta upp ljóðmál hefðarinnar með ýmsum Annars einkennir það ljóðmál margra hinna yngri skálda, hversu tamt þeim er að rabba við lesendur og önnur skáld. Þau tileinka skáldum ljóð sín, ávarpa þau og yrkja jafnvel til þeirra eins og ljóðasæl- kerar með snert af róm- antík. hætti. Nú gætir hins vegar tilhneig- ingar hjá honum til að samsama sig hefðinni. Málfarið verður upp- hafnara og fágaðra og hann nálg- ast meðvitað málfar og hugarheim skálda á borð við Einar Benedikts- son, Matthías Jochumsson, Jón úr Vör og Hannes Sigfússon. Til gam- ans má svo benda á gagnrýna af- stöðu Þórarins Eldjárns til orðfæris ljóðhefðarinnar í kvæðinu Æsking í Hinni háfleygu moldvörpu þar sem hann beinir samúð sinni að orðum sem ekki komast í ljóð og segist enn sjá í þeim orð eins og sprek, þrá og eilífð og spyr: „Hvar eru/plastbrúsi /gredda/ og andrá// Hvað þá kísilflaga?" Annars einkennir það Ijóðmál margra hinna yngri skálda, hversu tamt þeim er að rabba við lesendur og önnur skáld. Þau tileinka skáld- um Ijóð sín, ávarpa þau og yrkja jafnvel til þeirra eins og ljóðasæl- kerar með snert af rómantík. „:eina krónu fyrir lóuna!“ (s.6) yrkir Sjón til Jónasar Hallgrímssonar og Hrafn Jökulsson sýpur af flöskunni frægu á myndinni af Kristjáni Fjall- askáldi í líki drykkjumanns: „Teyga hundrað ára gamalt myrkur/ og einhvernveginn/ nær sólin/ að bijótast inn“ (s.64). Ljóðið er þess- um skáldum verndarsvæði og ef til vill túlkar Gyrðir Elíasson best ör- yggistilfinningu hugverunnar og ástina á skáldskapnum og hugsun- inni í kvæðinu Kvöldþankar í austurvegi þar sem Ijósker vekur honum hugleiðingar um fornöld og vita við dökkan hugarsand: Það er til að hafa logandi í rökkri á lygnum kvöldum og skygpa glas í skini þess Og hugsa um dauða og hugsa um líf Andsvarið, ádeilan og kaldhæðni í ljóði eftir Þórarin Eldjárn sem birtist í Hinni háfleygu moldvörpu og nefnist Ljónið segir frá vegaljóni sem sjálfsagt hefur áður geyst um vegina bjarsýnt og baráttuglatt en liggur nú í vegkantinum úrvinda og útbrunnið með dvínandi makka og hvíslar: ,,/Er nú aldrei fyrir nein- um/ þrái að eitthvað hræri mig/ þó ekki væri nema eins og sleif kalda kjötsúpu/ finn grunnstingul kvíðans dansa eins og norðurljós í iðrum/ brýna kutann' til kviðristu innan frá/“. Nú eru vafalaust ýmsar túlk- unarleiðir að þessu ljóði en ég kýs að túlka það þröngt — að það snú- ist um ástand skáldskaparins sem raunar er Þórarni mjög hugstætt yrkisefni. Er búið að draga tennurn- ar úr skáldskapnum? Er hann mein- laus leikur í hugveru og endar hann með grunnstingul kvíðans í iðrun- um? Sum skáld viðra þess háttar gagnrýni á skáldskapinn: í bók sinni Innhöf veltir Pjetur Hafstein Lárus- son fyrir sér ábyrgðarleysi þess að segjast með góðri samvisku „lifa í hugveruleika“ (s.15). í svipuðum hugleiðingum er Anton Helgi Jóns- son víða í bók sinni Ljóðaþýðingar úr belgísku. Efinn er tekinn til bæna: „Sumir hlífa sér með efan- um“, segir í kvæðinu Regnhlífar og hæðst er að einkalífsljóðagerð í kvæðinu Samband óskast sem minnir á auglýsingu í einkalífsdálki dagblaðs: „Liðlega þrítugt skáld/ óskar eftir sambandi við/ lesanda sem skilur/ einkalega reynslu“. í kvæðum þessara höfunda og annarra sést raunar að ádeiluljóðið er ekki útbrunnið heldur lifir sæmi- legu lífi. Að vísu ber lítið á bein- skeyttri, pólitískri gagnrýni en meira er um almennar umræður og umhverfismálin brenna einna heit- ast á sumum höfundum, s.s. Frið- riki Guðna Þórleifssyni í bók hans Kór stundaglasanna, Antoni Helga Jónssyni og Þórunni Valdimarsdótt- ur en í bók hennar Fuglar víkur hún að ýmsum umhverfishættum, m.a. eyðingu regnskóganna: „Amazon Amazon/ búið að skera/ annað bijóstið af jörðinni“ (s. 28). Menn skyldu varast að fullyrða nokkuð um endurvakið (ný-) raun- sæi í ljóðlistinni. Hversdagsraunsæi má þó t.a.m. sjá í bók Sveinbjörns I. Bajdvinssonar, Felustaður tímans. í samnefndu ljóði segir frá ljóðmælanda er fullorðinn kemur í lítið breyttan garð bernskunnar og finnur tíma hennar á ný. Fortíð og nútíð fléttast saman í nákvæmri lýsingu á garðinum: „tígulhellurnar enn/ á leið niður í svörðinn/sífellt auðveldara að slá/ kringum þær“. Lítið ber þó á gagnrýnu þjóðfélags- raunsæi í ljóðlistinni á hugmynda- legum grunni enda leggja skáldin jafnframt áherslu á efasemdir sínar um alla hugmyndafræði. Ekki gæla við hugmyndir heitir eitt ljóða Þór- arins Eldjárns í bókinni Ort þar sem varað er við hugmyndum: „Þess sem átti að þjóna/ þræll verðurðu í staðinn". Og mörg ljóð Antons Helga sveija sig meira í ætt við hugmyndalist og dada er raunsæi. Efasemdirnar lama beinskeytta þjóðfélagsgagnrýni því að viðmiðin vantar og þá er gripið til kaldhæðni og satíru eins og einkennir t.a'.m. svo mjög Ijóðabók Matthíasar Jo- hannessens Fuglar og annað fólk. Ætli Matthías komist ekki býsna nálægt tíðarandanum í einu ljóða sinna (s.5); Lifið er broslegt leikhús, þú átt að leika sem verst og spm flesta grátt. Ljóðlistin er fjölbreytileg árið 1991. Ef til vill skortir skáldin að einhveiju leyti hugmyndalegan grundvöll til að standa á en þau takast á við óreiðu tímans og efa- semdirnar. Hver veit nema andsvar- ið sé fólgið í því. Stefnumót austurs og norðurs Rætt við Tamiji Yokoyama, prófessor við Tokai-háskóla eftir Inga Boga Bogason í FLJÓTU bragði virðist ekki margt líkt með Japönum og íslendingum. Þó er víst að þeir þurfa ekki lengi að tala saman áður en þeir uppgötva sitthvað. Báðir eru eyjaskeggjar, báðir eru miklar fiskiætur enda vísast komnir af sjó- mönnum. Og eins er bókmenning þeirra Iík um sumt; glæstar hetjur riðu um héruð beggja, tilbúnar að vega mann og annan. Þetta var meðal þess sem kom fram í spjalli undirritaðs við prófessor Tamiji Yokoyama. Hann kennir norræn tungumál við háskólann í Tokai, er þar prófessor í norsku og þýsku. Tamiji Yokoyama Yokoyama er hingað kominn til að heimsækja Stofnun Sigurðar Nordals og til að viða að sér bókum um sögu íslands, menn- ingu og tungu. Hann kom fyrst til íslands fyrir tveimur árum og segir mér skrýtna sögu af því þegar hann spreytti sig á því að skilja talaða íslensku. Hann fór í einhvern stórmarkaðinn eins og gengur og gerist til innkaupa. Meðal þess sem hann vantaði var tannkrem. Hann kom ekki fyrir sig íslenska orðinu og reyndi því að gera sig skiljanlegan við afgreiðslu- stúlkuna á einhvers konar tákn- máli. Hún teymdi hann inn eftir búðinni, benti nokkrum sinnum og sagði: „Hérna, hérna." Lengi eftir þetta var tannkrem í huga prófess- ors Yokoyama „hédna-hédna“. Við norrænu deildina við háskól- ann í Tokai eru alls 520 nemendur. Nám til iokaprófs tekur 4 ár svo að um 130 stúdentar tilheyra hveiju ári. Við deildina eru 5 prófessorar; einn í sænsku, 1 í finnsku, 2 í dönsku og að lokum hann sjálfur í norsku. Skyldi íslenska vera kennd við háskólann? Yokoyama upplýsir að í næsta mánuði mun í fyrsta sinn verða boðið upp á kennslu í íslensku og líklega 30 til 50 nemendur notfæri sér kennsluna. Hvaða námsbækur- skyldu nem- endur geta nýtt sér? Eru til kennslubækur í íslensku fyrir Jap- ani? Yokoyama svarar spurningunni með því að sýna mér litla en þykka kennslubók í íslensku. Þar eru text- ar á íslensku en megnið af megin- málinu er á japönsku. Að stofni til er þetta gömul kennslubók eftir Susumu Okazaki. Yokoyama hefur fært hana til betri vegar, endurnýjaði efni hennar að stórum hluta. Alls tók það hann fimm ár. Yokoyama sagði að erfitt hefði verið að vinna bókina því Ís- lendingar í Japan væru fáir og erf- itt að finna þá. Þó tókst honum að hafa uppi á tveimur sem reyndust honum haukar í horni. Að auki naut hann hér heima aðstoðar Margrétar Jónsdóttur sem annaðist íslenska textann, Kennslubókin er í ritröð tungu- málabóka sem útgáfufyrirtækið Hakusuisha gefur út. Út hafa kom- ið nokkrir tugir bóka, þ. á m. um tungumál eins og tékknesku, serbó- króatísku, grísku og rússnesku. Sjálfur samdi Yokoyama kennslu- bækur í dönsku, sænsku og norsku fyrir þetta útgáfufyrirtæki. Meðal annarra ritstarfa Yokoy- amas má nefna ritstjórn á hluta af alfræðisafni Brittanicu í Japan. Sérsviðið sem hann ritstýrir er nor- rænar bókmenntir. Þegar hér er komið sögu er ekki laust við að mig langi að spyija klassískrar spurningar. Áður en ég næ að orða hana segir Yokoyama: „Hvers vegna ég hafi áhuga á íslensku?" Og bætir síðan við: „Ég hef lengi haft áhuga á evrópskri menningu og bókmenntum. En því betur sem ég kynntist bókmenntum Norður- landanna - annárra en íslands - fannst mér þær minna spennandi. Svo kynntist ég íslendingasögun- um, Njálu og Eglu, þá opnaðist ný vídd. Og lykillinn að þessari vídd er náttúrlega tungumálið ykkar.“ Síðan talaði Yokoyama langt mál um sérstöðu íslenskra miðaldabók- mennta. Sérstaklega fannst honum merkilegt að við skyldum hafa ver- ið að skrifa langar sögur á okkar eigin tungu þegar aðrar þjóðir rit- uðu annaðhvort á latínu eða hreint ekki neitt. „Það er þess vegna sem ég hef áhuga á íslensku.- og það er líka þess vegna sem ég ætla að kenna nemendum mínum íslensku." Hann brosir. „Annars er það skrýtið," bætir hann við og brosir. „Ég er prófess- or í þýsku og norsku en samt hef ég aðeins dvalið 3 vikur í Noregi og aldrei stigið fæti mínum á þýska grund,“ segir þessi hægláti maður og brosir breiðar. Það er eitthvað Ég skil ekki ort Ijóð ég yrki ekki ljóð sjálfur það er eitthvað eitt orð og annað orð og af skáldskap hjá einhveijum Þannig komst finnska skáldið Gunnar Björling (1887-1960) að orði. Erindið er að finna í Jag visk- ar dig jord, úrvali Michel Ekmans á ljóðum skáldsins frá 1956-1960, útg. Söderström. .Síðasta frum- samda Ijóðabók Björlings kom 1955, en eftir það sá hann um við- amikla þriggja binda útgáfu úrvals ljóða sinna. Skáldskapinn lagði hann þó ekki á hilluna, hann var alltaf mjög afkastamikill og mikið liggur eftir hann af óprentuðum ljóðum. Gunnar Björling var sérstætt skáld og einn af brautryðjendum norrænnar nútímaljóðlistar, áhrifavaidur kynslóðar sinnar og enn í fullu gildi. Beinskeytt og írska skáldið Seamus Heaney (f. 1939) er meðal þekktustu skálda enskumælandi þjóða og fer hróður hans vaxandi. Eftir að hann var skipaður í virðingarstöðuna ljóðlistarprófessor í Oxford í fyrra hafði hann fengið sinn breska lár- við, en annar og meiri heiður gæti verið á næsta leiti. Nýjasta bók Heaneys er Seeing Things (útg. Faber 1991). í þess- ari bók stígur Heaney enn eitt skrefið í þá átt að verða eitt lærð- asta skáld samtímans, vísanir hans i klassískan bókmenntaarf gera það að verkum að það þarf mikla þekkingu til að vita hvað hann er að fara. Það girðir ekki fyrir að stundum (eins og áður) yrkir hann einföld ljóð þar sem tilfinningum er ekki úthýst og náttúran setur svip sinn á myndavalið. Gunnar Björling hnitmiðuð ljóð hans minna stund- um á spakmæli, en í þeim fer hann ekki alltaf að settum reglum máls. í The Haw Lantern (útg. Faber 1987) er hnyttið ferðaljóð frá ís- landi og í Seeing Things er vikið að Snorra Sturlusyni og Snorra- laug í Reykholti, efni sem vel á heima innan viðja skáldskapar sem byggir á þekkingu og sögu. Þetta skildi W.H. Auden á sínum tíma. Argentíska skáldið Jorge Luis Borges orti líka um Snorra. Einkalíf skáldsins speglast yfir- leitt hóflega í ljóðum þess, en í Seeing Things til dæmis skipar föðurminning töluvert rúm. Hið persónulega helst þó í hendur við gríska og rómverska goðafræði, samtími og fornöld renna saman í eitt. Mörg ljóðá Heaneys eru samsett og hann hefur gaman af formi af ýmsu tagi. Ljóð hans eru flest háttbundin með einhveijum hætti. Hann býr sér til eigið ljóðmál me<’ sérkennilegri hrynjandi. Stundun hefur hann verið kallaður dadaist sem kannski má til sanns vega færa. Að minnsta kosti var hani furðulegur einfari. Finnlandssænsku skáldin von að mörgu leyti fyrst á Norðurlönd um til að ijúfa gamla hefð o| sækja á ný mið í skáldskap, bylt; forminu. Áuk Björlings má nefn; Edith Södergran, Elmer Diktoniu og Rabbe Enckell. Um þessa mundir eru liðin 100 ár frá fæð ingu Södergrans og er þess ekk aðeins minnst í Finnlandi heldu víða um heim með nýjum þýðing um á ljóðum hennar og bókum un hana. Jag viskar dig jord veitir góð: innsýn i skáldskap Gunnars Björl ings, er þeim sem þekkja til verk hans kærkomin viðbót og öðrur kjörið tækifæri til að læra að met þetta finnska skáld. Jóhann Hjálmarsson Seamus Heaney íslenskir lesendur ættu að vera v< búnir undir að meðtaka þetta írsk skáld, einkum ljóðin í fyrstu bókur um sem sækja yrkisefni til víkingg aldar. Nokkrir kjarkmiklir þýðendu hafa glímt ■ við Heaney, með; þeirra Karl Guðmundsson. Á næsl unni er væntanlegt úrval ljóð Heaneys i þýðingu Karls. Jóhann Hjálmarsson frskur Janus Bláni himinn og múrveggur með rósum eftir Jóhann Hjálmarsson Edith Södergran: Landið sem ekki er til. Njörður P. Njarðvík íslenskaði. Bókaútgáfan Urta 1992. í ljóði sem nefnist Kvölin yrkir Edith Södergran um það sem hún þekkti svo vel af eigin raun, kvölina sem drottnar yfir öllum og gefur ástvinum sínum gjafir: „Hún gefur okkur undarlegar sálir og furðuleg viðhorf,/ hún gefur okkur æðsta ávinning lífsins:/ ást, einveru og ásýnd dauðans.“ Síðar yrkir hún ljóðið Ekkert þar sem spurningunni „hvað vildir þú dauðanum?" er svarað með því að minna á viðbjóð dauðans og að við- urstyggilegast sé að farga sjálfum sér. Því barni sem hún vill hugga er ráðlagt eftirfarandi: „Við eigum að elska langar sóttarstundir lífs- ins,/ hin þröngu ár löngunarvon- ar..." Edith Södergran lifði í skugga dauðans þótt segja megi að dauðinn hafi verið henni sá lífgjafi sem gerði hana að miklu skáldi. Hún fékk ung berkla og lést af völdum þeirra aðeins þijátíu og eins árs, 1923. Hún fæddist í Sankti Pétursborg, en ólst að mestu upp og bjó lengst í þorpinu Raivola á Kiijálaeiði þar sem hún dó. Á tímabili hafði fjöl- skyldan vetrardvöl í Pétursborg og þar stundaði Södergran nám í þýsk- um kirkjuskóla. Hún dvaldist um skeið á heilsuhæli í Sviss. Þýsk menningaráhrif skýra að nokkru tengsl hennar við það sem efst var á baugi í samtímanum í skáldskap og heimspeki. Ekki aðeins í heima- landi hennar, Finnlandi, heldur um öll Norðurlönd er litið á hana sem einn helsta brautryðjanda nútíma- ljóðlistar. Skarpskyggni hennar og næmi hafa gefið ljóðum hennar varanlegt gildi og margt í þeim er enn nýstárlegt þrátt fyrir hið róm- antíska yfirbragð sem tekið er að fjarlægjast og dofna. Landið-sem ekki er til var það land sem Edith Södergran þráði: Mig langar til landsins sem ekki er til, því allt sem er til hef ég þreyst að þrá. Tunglið mér segir í silfurrúnum frá landi sem ekki er.til. Land þar sem allar óskir rætast, land þar sem allir fjötrar falla, land sem svalar sárþreyttu enni í tunglskinsdögg. Líf mitt var logandi villa. En citt hef ég fundið og eitt er mér sann- lega gefið - leiðin til landsins sem ekki er til. í Ekkert er talað um fjarlægt land þar sem „er blárri himinn og múrveggur með rósum/ eða pálmi og hlýrri vindur — Það er aftur á móti mikill lífs- þorsti og stundum hlakkandi fögn- uður í ljóðum Edith Södergran. Ljóð eins og til dæmis Björt dóttir skóg- arins og Safnið ekki gulli og eðal- steinum fylla lesandann bjartsýni og eru áskorun í þágu lífsins. Skáld- ið veit að maðurinn getur ekki lifað án fegurðar. Eitt af einkennilegustu og um leið fegurstu ljóðum Edith Söder- gran er Líf mitt, dauði og örlög: Ég er ekkert nema takmarkalaus vilji, takmarkalaus vilji, en til hvers, til hvers? Allt er myrkur umhverfis mig, ég megna ekki að lyfta einu hálmstrái. Vilji minn vill aðeins eitt, og þetta eina þekki ég ekki. Edith Södergran Þegar vilji minn biýst fram, mun ég deyja: ég heilsa þér, líf mitt, dauði og örlög. Meðal þeirra sem hafa túlkað þetta ljóð eða réttara sagt freistað þess er sænska skáldið Lars Gustafsson. Hann bendir m.a. á að Södergran hafi verið orðin svo veik af berklun- um þegar hún orti ljóðið að hálm- stráið sé ekki aðeins skáldleg líking heldur reynsla illa haldins sjúk- lings. Notkun orðsins vilji er þó einkum tilefni hugrenninga Gust- afssons. Það er rétt að notkun orðsins kallar fram þversagnir, en skáldið notar það í upprunalegri merkingu. Viljinn er það sem hún sjálf vill, en ekki það sem aðrir vilja að hún geri. Friedrich Nietzsche talaði um „hreinan vilja“, en hann var meðal þeirra heimspekinga sem höfðu sterk áhrif á Edith Södergran. Ljóðið fjallar ekki um klassíska dauðaþrá að mati Gustafssons. Han'n skrifar: „Skáldkonan óskar sér ekki þess að deyja. Það sem hún tjáir er að hún eigi sér eina ósk sem hún þekk- ir ekki sjálf. Og þegar óskin brýst fram, þegar hún tekur á sig mynd, mun skáldkonan deyja. Það er hið óþekkta í ósk hennar sem fær hana til að halda út.“ Líf mitt, dauði og örlög sýnir hve stutt ljóð getur sagt mikið og hve leyndardómsfullt það getur verið. Töfrarnir eru þeir að segja ekki allt. Hver og einn má halda áfram að túlka það, en allir sem unna góðum skáldskap njóta þess. Um leið og það kemur til móts við þá kenningu að vitneskja um einkalíf skálds auki skilning á ljóðum þess stendur það algerlega sér sem lista- verk og jafnframt sammannieg reynsla. Það má vissulega taka undir með Nirði P. Njarðvík að „ljóðagerðin hafi verið aðferð Södergran til að hefja sig yfír jarðneskt hlutskipti sitt“. Njörður hefur með Landinu ser ekki er til heiðrað aldarminning Edith Södergran og unnið þarí verk með þýðingum sínum. Þett er gott úrval. Margir hafa þýtt ljó eftir skáldið, en hér eru flest helst ljóð hennar á einum stað í smekk legri og aðgengilegri bók. Að þýða ljóð Edith Södergra getur í fyrstu virst auðvelt. Þa gerir einfaldleiki sumra ljóðanng En þau eru afar viðkvæm og krefj ast þess að hárrétt orð séu valir Frjálst formið er þrátt fyrir hátt leysu sína ekki svipt hrynjandi. Eins og alltaf hljóta að verð skiptar skoðanir um þýðingar, m.; hve nákvæmar þær eigi að ver; trúar frumtexta, eða hvort éin göngu eigi að meta þær sem skáld skap á íslensku. Njörður P. Njarð vík þýðir ljóð vandvirknislega o; fellur ekki í algengar giyfjur ljóða þýðenda. Stundum má deila um hverni; tekst að túlka hin lýrísku blæ brigði, hið ofurfína hjá skáldur eins og til dæmis Edith Södergrar Önnur línan i Landinu sejn ekki e til, „því allt sem er til hef ég þreys að þrá“, er of hnjóskótt fyrir min smekk. Á frummálinu er hljómu hennar mýkri: „ty allting som á'i ár jag trött att begára“. Hvað sem öllum slíkiim bolla leggingum líður hefur Nirði I Njarðvík heppnast einkar vel.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: Morgunblaðið B - Menning og listir - Bækur (15.04.1992)
https://timarit.is/issue/124699

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Morgunblaðið B - Menning og listir - Bækur (15.04.1992)

Aðgerðir: