Morgunblaðið - 23.04.1992, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.04.1992, Blaðsíða 8
 VE)SKIFTI AIVINNULÍF FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1992 Þjónusta Aðstoð í rekstrarerfiðleikum Rætt við Gísla Maack, fyrirtækjaráðgjafa og framkvæmdastjóra Hugboðs hf. ERFIÐLEIKAR — „Rekstur fyrirtækja sem eru komin í vandræði er mjög ólíkur öðrum rekstri og þó að stjórnandi hafi mikla reynslu í fyrirtækjarekstri þá er alls ekki víst að hann kunni að taka rétt á þeim vandamálum sem upp koma þegar fjárhagslegir erfiðleik- ar steðja að,“ segir Gísli Maack. HUGBOÐ hf. sérhæfir sig í að- stoð við fyrirtæki í verulegum rekstrarerfiðleikum og annast milligöngu um samruna við önn- ur fyrirtæki. Fyrirtækin sem leit- að hafa til Hugboðs eru yfirleitt komin í það mikil fjárhagsleg vandræði að ráðgjöfin felst að miklu leyti í sölu þeirra eða sam- runa við önnur fyrirtæki. Að sögn Gísla Maack, ráðgjafa og framkvæmdastjóra Hugboðs, er fyrirtækið hið eina sem sérhæfir sig á þessu sviði á Islandi. Einnig býður Hugboð bönkum og lána- stofnunum að annast reglulegt eftirlit í skuldugum fyrirtælgum þeirra. A síðastliðnum 6 árum hefur Gísli Maack unnið fyrir 11 fyrirtæki í rekstrarerfiðleikum, bæði á íslandi og í Danmörku. Hann sá t.d. um söluna á Velti til Brimborgar og einnig hefur hann verið framkvæmd- astjóri hjá Gunnari Ásgeirssyni hf. og Von Veritas í Danmörku. Eftir að hafa öðlast reynslu á þessu sviði stofnaði Gísli Hugboð hf. ráðgjafar- þjónustuna í mars á sl. ári. Gísli hefur yfirleitt starfað sem- fram- kvæmdastjóri fyrirtækjanna en eftir að hann stofnaði Hugboð er mark- miðið að hann komi inn í fyrirtæki og starfi við hliðina á framkvæmda- stjóra þess. „Framkvæmdastjóri hjá illa stöddu fyrirtæki þarf bæði að sinna rekstri fyrirtækisins og að glíma við lánadrottna," segir Gísli. „Það er meira en einn maður ræður við þó margir reyni það. Mitt hlutverk er að taka á vandamálum fyrirtækisins með skuldbreytingum, endurfjár- mögnun eða sameiningu við annað fyrirtæki þannig að sá framkvæmd- astjóri sem er fyrir geti einbeitt sér að rekstrinum. Auk þessa er mikið álag á mönnum þegar fyrirtæki á í erfiðleikum og því geta þeir ekki sinnt rekstrinum sem skyldi.“ Gísli leggur fyrir fyrirtækin til- lögu um grófa aðferðalýsingu og þegar menn eru sammála um að- gerðir þá aðstoðar Gísli við fram- kvæmdina á þeim. Þ.á.m. gengur hann á milli lánadrottna og semur um skuldir fyrirtækisins. Þá getur hann einnig séð um að útvega fjár- magn inn í fyrirtækið ef þau eru líf- vænleg, annast niðurskurð og hag- ræðngu, þ.á.m. endurmeta vinnu- aflsþörf. Samruni oft æskilegur kostur „Algengast er að ég ráðleggi fyr- irtækjum niðurskurð, sölu á eignum og endurfjármögnun á skuldu n þeg- ar það á við. Dugi það ekki þá getur samruni við aðra einingu í sömu grein verið lausnin. Reyndin er því miður sú að staða fyrirtækjanna er oft verri en eigendur telja. Algengt er að stjórnendur afneiti ástandinu og því grípa menn oft of seint til nauðsynlegra aðgerða. Það hefði mátt bjarga mörgum fyrirtækjum hérlendis ef fyrr hefði verið gripið í taumana. Stjórnendurnir fljóta með straumnum þangað til einhver lána- drottin tekur ákvörðunina fyrir þá. í millitíðinni safnast mikið af skuld- um og fleiri og fleiri verða fyrir tjóni. í öllum rekstri gildir að það þarf einnig að taka óþægilegu ákvarðan- irnar. Eins og markaðsaðstæður eru í dag er góður kostur fyrir mörg fyrir- tæki að finna sér aðila að renna saman við. Það sem er þó vandasam- ast við samruna er að samkeppnisað- ilinn fái ekki of miklar upplýsingar um rekstur fyrirtækisins ef ekki af samruna verður. Því er gott að fá milligöngumann til að skoða rekstur- inn hjá báðum aðilum sem getur valið úr hvaða tölur skipta máli án þess að þær upplýsi of miklu um viðkomandi rekstur. Hugboð hf. sérhæfir sig ekki í neinni einni tegund fyrirtækjarekstr- ar þar sem Gísli segir að þau sjónar- mið sem mestu máli skipta séu þau sömu í öllum rekstri. „Yfirleitt má rekja erfiðleika til offjárfestingar, t.d. eiga margir í erfiðleikum núna sem fjárfestu of mikið 1986 og 1987 þegar mikil bjartsýni ríkti.“ Gísli býður bönkum og lánastofn- unum einnig sína þjónustu. Hann segir jafnvel algengt að lánastofnan- ir hafi meiri hagsmuna að gæta í fyrirtæki en sjálfir hluthafarnir. „ T.d. geta verið lögð gögn fyrir bank- ann sem eru mjög trúverðug en með því að fara út í fyrirtækin -og skoða bókhald, undirgögn og ræða við starfsmenn kemst maður e.t.v. að því að væntingar fyrirtækisins eru ekki raunhæfar. Slík vinna hlýtur að vera arðbær fyrir banka sem láta miklar fjárhæðir í afskriftasjóði." Gísli segir fjármál og hagræðingu ekki vera það eina sem máli skipti í rekstri fyrirtækis. „í þjóðfélaginu vill hin mannlega hlið á þessum málum gleymast. Fyrirtæki í erfið- leikum valda stjórnendum miklum vanda. Hluti af minni vinnu er því að hjálpa mönnum að halda reisn sinni og sætta sig við hlutina. Það þarf að sýna þessum mönnum nær- gætni en nauðsynlegt er að segja þeim satt. Það á ekki að fegra ástandið en jafnframt þarf að benda þeim á leiðir út úr ógöngunum," segir Gísli Maack. Fólk Útíbússijóri fs- landsbanka MBJÖRN Eysteinsson hefur tekið við stöðu útibússtjóra Islandsbanka Kringlunni 7. Hann lauk stúdentsprófi frá Verslunar- skóla Islands árið 1970. Á árunum 1972 til 1987 .starf- aði Björn sem skrifstofustjóri hjá Berki í Hafnar- firði, en árið þar á eftir var hann framkvæmdastjóri Hraðfrystihúss Stokkseyrar. Frá miðju ári 1988 var Björn útibús- stjóri Útvegsbanka íslands og síðar Islandsbanka við Reykjavíkurveg í Hafnarfírði. Þann 1. desember 1990 tók hann við starfi útibússtjóra Is- landsbanka í Garðabæ. Björn á 4 böm og er kvæntur Björgu Kristins- dóttur. Forstjóri Verk- fræðistofu Sig. Thoroddsen MVIÐAR Ólafsson mun taka við forstjórastöðu á Verkfræðistofu Sig- urðar Thoroddsen hf. í dag, sumar- daginn fyrsta. Loftur Þorsteins- son verkfræðingur, sem verður hefur forstjóri síðastliðin 17 ár lætur af því starfi og kemur til með að snúa sér að vinnu við áætlanir og hugmyndir um nýjar vatnsaflsvirkjanir.Viðar er 46 ára gamall verkfræðingur. Eftir nám í verkfræði við NTH í Þrándheimi hóf hann störf hjá Rannsóknastofn- un byggingariðnaðarins. Viðar hóf störf hjá Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf. árið 1971 og hefur starfað þar síðan, þar af síðustu fimm árin sem einn af þremur fram- kvæmdastjórum. Eiginkona hans er Birna Björnsdóttir blómakaupmað- ur. Björn Eysteinsson Viðar Ólafsson T o r g i ð Hvers virði er viðskiptamenntun? Fyrir skömmu efndi mennta- málaráðuneytið og NKH, sem er íslandsdeild norrænnar nefndar um viðskiptamenntun, til ráð- stefnu um gildi viðskiptamenntun- * ar framhaldsskóla fyrir einstakling- inn og atvinnulífið. Önnur ráð- stefna um tengsl menntunar og atvinnulífs verður síðan haldin þann 7. maí nk. en að henni stend- ur Sammennt sem er samstarfs- nefnd atvinnulífs og skóla um menntun og þjálfun í tengslum við COMETT. Þetta ráðstefnuhald staðfestir vaxandi áhuga í skóiakerfinu um að ná betri tengslum við atvinnulíf- ið. Eitt meginmarkmið ráðstefnu . menntamálaráðuneytisins var ein- mitt að fá atvinnulífið til að tjá sig um viðskiptamenntun eins og það vildi hafa hana. Sérstaka athygli vakti erindi Þórðar H. Hilmarsson- ar, forstjóra Globus en það bar yfirskriftina „viðskiptamenntun — samskiptamenntun". Þórður kvaðst m.a. telja að í námsskrá • viðskiptamenntunar, eins og hún liti út í flestum framhaldsskólum, vantaði það sama og alls staðar annarsstaðar í íslenska skólakerf- inu, þ.e. aukin áhersla á samskipt- amenntun eða ræktun samskipta- þáttarins. Afleiðingar þessa blöstu alls staðar við og nefndi Þórður nokkur dæmi þar um: „Útlendingar telja okkur í flestum tilfellum hæfa einstaklinga en í hæsta máta ein- kennilega þjóðarheild og benda í því sambandi á agaleysi, ein- staklingshyggju og ákveðinn skort á virðingu fyrir almennum gildum. Við kunnum sáralítið fyrir okkur í hópvinnu og eigum erfitt með að tileinka okkur slík vinnubrögð and- stætt því sem ég veit af eigin reynslu að er lögð mikil rækt við í menntun nágrannaþjóða okkar. Hjónaskilnaðir eru tíðir sem ber vott um samfélagslega upplausn. Þjónustulund er hugtak sem flest- um okkar er framandi og stafar af uppeldisskorti á almennum mannasiðum og virðingarleysi fyrir öðru fólki. Agaleysi í skólum og á heimilum er vaxandi vandamál og reyndar er talið að hvorki meira né minna en 50% 6 ára barna á íslandi eigi við hegðunarvandamál að etja.“ Þórður kvaðst telja að breyta þyrfti vægi náms í grunnskóla þannig að huglægar greinar fengju þar aukið vægi. Hann tók fram að viðskiptamenntunin væri almennt viðunandi hvað varðaði hina tækni- legu hlið. Þó sagðist hann frekar vilja sjá fög eins og siðfræði, sál- fræði, heimspeki og hópvinnu í staðinn fyrir vörufræði rekstrar- hagfræði og þjóðhagfræði. „í heimi stórfelldra og örra breytinga verða hin almennu gildi það sem upp úr stendur, sérhæfingin lærist þegar út í starfið eða háskólann er komið." Þessar ábendingar Þórðar hafa án efa orðið mörgum framhalds- skólakennaranum á viðskipta- brautum nokkuð umhugsunarefni en jafnframt sú fullyrðing að stjórnendur sem ráði fólk til skrif- stofustarfa leiti í litlum mæli sér- staklega eftir fólki með próf frá einhverjum framhaldsskóla. Odd- rún Kristjánsdóttir, framkvæmda- stjóri Liðsauka, benti á í máli sínu að tiltölulega fáir stjórnendur væru útskrifaðir úr viðskiptadeildum fjöl- brautarskólanna. Hins vegar væru mjög margir útskrifaðir frá Versl- unarskóla íslands. „Þeir eru eflaust flestir á þeirri skoðun að það sé ákveðinn gæðastimpill á umsækjanda að hafa lokið prófi frá sama skóla. Þeir sem setja stúd- entspróf sem almenna menntun- arkröfu vegna skrifstofustarfa eru oftast stærri fyrirtæki sem sjá að verulegu leyti um þjálfun eigin starfsmanna og líta á prófið sem grunnmenntun. Smærri fyrirtæki leggja meiri áherslu á starfs- reynslu viðkomandi og að þeir hafi öðlast sérstaka þekkingu t.d. af notkun tölvuforrita. Oddrún sagði að ef það væri álitið æskilegt að menntun fram- haldsskólanna verði hagnýtari, færri sæki í háskólanám og nem- endurnir eftirsóttari á vinnumark- aðnum, þá hljóti breytinga að vera þörf. „Bóknámið í gömlu mennta- skólunum var ekki ætlað að sinna þörfum vinnumarkaðarins heldur var það inntökuskilyrði í háskóla. Nám af viðskiptasviðum fram- haldsskólanna virðist ekki enn hafa hlotið viðurkenningu hjá atvinnu- rekendum, enda fæstum kunnugt um hvort þar er í raun um að ræða hagnýtt viðskiptanám eða fornám að viðskiptafræðum í háskóla. Gefandi sér þá forsendu að stjórn- endum sé umhugað um að ráða til sín vel menntaða starfsmenn, þá hefur þarna myndast bil á milli fyrirtækja og verðandi starfs- manna sem nauðsynlegt er að brúa.“ Þessir tveir fulltrúar atvinnulífs- ins varpa hér fram býsna athyglis- verðri gagnrýni á íslenska mennta- kerfið og framhaldsskólana. Raun- ar hefur annar athafnamaður, Jó- hannes Jónsson, kaupmaður í Bónus, einnig bent á að hér á landi vantaði nám í verslunarrekstri. Þessar ábendingar hljóta að koma til alvarlegrar athugunar hjá nefnd sem nú hefur skipuð til að endur- skoða lög um framhaldsskóla og grunnskóla. KB

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.