Morgunblaðið - 07.05.1992, Side 6
6 C
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 1992
Tölvunet er vaxtabroddur
tölvuvæðingarinnar
Tölvusamskipti eru mjög heill-
andi svið tölvuvinnslu. Frá því
að kveikt var á fyrstu tölvunni
til dagsins í dag, hafa tölvusam-
ékipti verið hjúpuð leyndar-
dómsfullri dulu, jafnvel fyrir
þeim, sem vinna við tölvur.
Tólk finnur fyrir eins konar
aðdáun þegar rætt er um sam-
skipti tölva, hvort sem það er
innanbæjar eða landshorna á
milli. Og sumir furða sig á því
hvernig útstöð getur unnið þeg-
ar móðurtölvan er svona langt
í burtu.
Flesta tölvunotendur vantar
allan skilning á því hvern-
ig tölvusamskipti eiga sér
stað. Og undrun þeirra
c*ykst eftir því sem þeir kynnast
nýrri og fullkomnari tækni. Undan-
farin ár hefur athyglin beinst æ
meira.að staðarnetinu þegar tölvu-
samskipti hafa verið rædd. Staðar-
rietin bjóða upp á fullkomlega nýja
tækni og hugmyndafræði varðandi
tölvusamskipti, þar sem þau færa
samskiptin frá stórtölvunum til
smærri einmenningstölva.
Saga staðarneta
Það var 1984, sem fyrstu staðar-
iletin, eins og við þekkjum þau,
komu á markað. Það ár kynnti
Microsoft MS Networks og IBM
PC-Network Program. Bæði þessi
net byggðu á MS-DOS stýrikerfinu.
A sama tíma var þriðja fyrirtækið,
Novell Inc., að vinna að sjálfstæðum
nethugbúnaði, sem notaði ekki
MS-DOS. Hugmynd allra var að
búa til kerfi, sem gæti leyft tölvum
að hafa samskipti sín á milli og
samnýta gögn, hugbúnað og vél-
búnað.
Notendur voru tregir að taka við
þessari nýjung og það var ekki fyrr
en 1988, að einhver kippur komst
í sölu staðarneta. Á því ári tvöfald-
aðist því sem næst fjöldi uppsettra
staðarnet, þ.e. fór úr um það bil
420.000 í 820.000. (Þetta er að
sjálfsögðu á heimsvísu.) í lok þessa
árs er því spáð að uppsett staðar-
net verði um 2,2 milljónir og 60%
allra einmenningstölva verði tengd
við þau.
Hvað er staðarnet?
IEEE (Institute of Electrical and
Electronic Engineers) staðlastofn-
unin bandaríska hefur komið með
Tölvukerfi
Íslandsbanka
30 notendur
Tókahringur) gS^Tölva m. 386 örgjörva
Tölvunetkerfi fslandsbanka er fullkomnaSta kerfi sinnar
tegundar hér á landi og þótt víðar væri leitað. Öll 32
útibú bankans, auk aðalstöðva oa sérdeilda eru tengd
saman með víðneti og beinum. í flestum útibúum eru
tókahringsnet, en í þeim stærstu eru ethernet einnig til
staðar, I aðalstöðvum og sérdeildum í Reykjavík er
Ethernet
byggt á ethernetum. Alls eru 750 notendur tengdir tóka-
hringsnetunum og 180 notendur ethernetunum, en not-
endur vinna á 386 tölvur. Notað er Novell Netware net-
stýrikerfi og það tengt við VAX tölvu bankans og UNIX
net. Kerfið allt tengist svo Reiknistofu bankanna í
gegnum gáttir.
(t.d. fyrir teiknivinnu) en síðan haft
hver um sig afkastaminni og ódýr-
ari tölvu á sínu borði.
Það er ekki svo að öll staðarnet
séu vel nýtt. T.d. er talið að 90%
staðarneta séu notuð til að samnýta
prentara, en ekki vegna annarra
kosta.
Ethernet og tókahringur
Hér á landi eru tvær netgerðir
algengastar: ethernet og tókahring-
ur. Þriðja netgerðin, ARCnet, hefur
aldrei náð almennilegri fótfestu.
Ethernet kom fyrst á markað og
hefur átt miklum vinsældum að
fagna. í upphafi var það brautar-
net, en þá eru tölvur tengdar á
sameiginlegan kapal eða braut. í
seinni tíð eru stjörnunet algengari.
Þá eru tölvurnar tengdar í tengibox,
sem síðan eru tengd í önnur
tengibox eftir stærð netsins. Mun-
urinn á þessum tveimur aðferðum
er bilanahættan. í brautarneti getur
allt netið farið niður, ef ein tenging
bilar. í stjörnuneti hefur slík bilun
bara áhrif á eina tölvu (eða eitt
tengibox), en vinnslan er ótrufluð
hjá öllum hinum. Ethernetið gefur
góð afköst við lítið álag og heldur
þeim eftir því sem sendingin stækk-
ar.
Tókahringur er svokallað
stjörnuhringsnet. Netið byggir á því
eftirfarandi skilgreiningu: Staðar-
net er tölvusamskiptakerfi, sem
leyfir tilteknum fjölda sjálfstæðra
tækja að skiptast á gögnum um
hæfilega vegalengd. Yfirleitt er
miðað við mikinn hraða (a.m.k. 1
Mbitar/sek), að netið sé í einkaeign
eða innan lóðarmarka eiganda og
að mesta vegalengd sé fáeinir kíló-
metrar.
Þetta er mjög einfölduð skilgrein-
ing á staðarnetum, en mun duga
til að skilja undirstöðuatriði þeirra.
Tekið skal fram strax, til að fyrir-
byggja misskilning, að hægt er að
tengja tölvur í öllum stærðum við
staðarnet og hefur það raunar færst
í vöxt upp á síðkastið að samtengja
þannig PC-töIvur og millitölvur.
Kostir staðarneta
Það er mjög algengt að fyrir-
tæki, sem eru að netvæðast, eigi
fyrir einhveijar örtölvur. Þessar
tölvur hefur fyrirtækið eignast á
nokkurra ára tímabili í samræmi
við þarfir fyrirtækisins (og kröfur
skattayfir\Talda). Eftir því, sem tölv-
Wordnámskeiö áífacintosh
Word er fjölhæfasta ritvinnsluforritið fyrir Macintosh og PC.
Námskeið fyrir þá sem gera kröfur um góða ritvinnslu.
Höfum kennt á Word frá árinu 1987.
Tölvu- og verkfræðiþjónustan
Verkfræðistofa Halldórs Kristjánssonar
Grensásvegi 16“ stofnuð 1. mars 1986 (J)
unum hefur fjölgað, hefur þörfin á
samnýtingu gagna, hugbúnaðar og
vélbúnaðar (jaðartækja) aukist.
Einföld lausn á því er að flytja
gögnin á milli tölva á disklingum,
setja sama hugbúnaðinn upp á
mörgum tölvum og hafa sérstakar
tölvur, þar sem prenta má út skjöl
og lista.
Tölvusamskipti bjóða einmitt upp
á handhæga lausn á þessu vanda-
máli. En auk samnýtingar á gögn-
um, vélbúnaði og hugbúnaði bjóða
þau upp á betri nýtingu á búnaði,
samskipti milli notenda með tölvu-
pósti, háhraða gagnasamskipti og
dreifða vinnslu. Stækka má netin
eftir þörfum notandans, staðsetja
öflugar tölvur þar sem þeirra er
þörf og hver notandi getur verið
sjálfstæður á netinu, ef tölvan hans
er með ákveðinn lágmarks búnað.
Með miðlægri gagnageymslu á
netstjóra eða miðli geta allir notend-
ur haft aðgang að gögnum sínum
frá hvaða netstöð sem er. Þetta
þýðir að notendur geta ekki bara
samnýtt gögn og hugbúnað heldur
líka vélbúnað. Þörfin fyrir margar
dýrar og afkastamiklar tölvur
minnkar, vegna þess að starfsmenn
geta skipst á að nota slíkar tölvur
að tengibox eru hringtengd. Þau
geta öll verið á einum stað eða
dreifð um alit netið, en verða bara
að vera fullkomlega hringtengd.
Ef hringurinn rofnar, stoppar netið.
Tölvurnar eru tengdar við hringinn
í geisla út frá tengiboxunum, sem
telst þá stjörnuhluti netsins. Tóka-
hringurinn gefur góð afköst við allt
álag, ef því er dreift jafnt á milli
tölvanna á netinu.
Breytingar á vinnsluumhverfi
Staðarnet eru í mörgu ólík mið-
stýrðu tölvukerfunum. Stór munur
er t.d. að í stórtölvukerfunum er
Goldstar símkerfí, þar sem ekkert er gefíð eftir.
S fate\
Traust fyrirtœki sem tekur réttar
ákvarðanir, og er í góðu sambandi
við viðskiptavini sína. Það velur
traust, fullkomið og tœknilegt
símkerfi frá Goldstar.
Gœði, þœgindi og tœkni.
GoldStar
Örugg þjónusta.
Rúmlega 800 fyrirtœki og stofnanir,
hafa kosið símkerfi frá ístel.
Komdu við í Síðumúlanum, eða
sláðu á þráðinn.
Og tryggðu góðan árangur.
SÍÐUMÚLA 37 SÍMI 687570