Morgunblaðið - 07.05.1992, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MAI 1992
C 15
ÞA OG
Ungt fólk og tölvur
Það var öðruvísi umhorfs í tölvu-
heiminum hér á landi fyrir rúm-
um áratug og hætt er við að fólki
hefði brugðið illilega við að heyra
tölvur auglýstar til fermingar-
gjafa. Á þessum tíma þóttu tölvur
fremur ógnvekjandi tæki og þeir
sem eitthvað fengust við þær
þóttu afar merkilegir menn. Sum-
ir urðu hins vegar ásfangnir um
Ieið og þeir komust í návígi við
tölvur í fyrsta sinn. Það á svo
sannarlega við þá Friðrik J. Skúl-
ason og Vilhjálm Þorsteinsson, en
tölvan kom inn í líf þeirra beggja
í kringum 1980 og ástríðan hefur
síst dvínað. Báðir eru þeir með
VILHJALMUR
Byrjaði í
eldhúsinu
Morgunblaðið/KGA
Vilhjálmur: Fékk
vinnu 14 ára við að
þýða forrit.
sitt eigið fyrirtæki í dag og hafa
getið sér gott orð fyrir samningu
á tölvuforritum. Þeir eru sam-
mála um að ekki sé hægt að líkja
saman aðstöðunni sem krakkar
hafa í dag hvað varðar aðgang
að tölvjum við það þegar þeir voru
ungir en um leið væri kannski
erfiðara fyrir ungt fólk í dag að
skapa sérstöðu á tölvumarkaðn-
um. Aðalatriðið fyrir ungt tölvuá-
hugafólk væri þó að vera með
opinn huga og vera iðið að til-
einka sér nýja hluti, skapa sér
sérstöðu með skemmtilegum og
óvenjulegum verkefnum.
gþg
FRIDRIK
„Klassískt
tölvufnk“
Yilhjálmur Þorsteinsson
fékk snemma mikinn
áhuga á rafeindatækni og
• þegar fyrstu erlendu tölvu-
blöðin komu á markaðinn fór
hann fyrir alvöru að fikta
við tölvur. Þegar hann var
um 14 ára var hann að leita
sér að sumarvinnu og slædd-
ist þá inn á námskeið hjá
Tölvuskólanum sem Reynir
Hugason var með á sínum
tíma. Vilhjálmur var um-
svifalaust settur í það að þýða leikjaforrit fyrir Comad-
or-tölvur. „Ég var þarna öllum stundum og þetta
smávatt svo upp á sig.“ Þegar menn fóru svo að nota
þessar tölvur í fyrirtækjunum vantaði bókhaldshugbún-
að og það kom í hlut Friðriks að þýða bandarískan
hugbúnað yfir á íslensku. „En það kom fljótt í ljós
að hann hentaði ekki að öllu leyti og ég hófst handa
við að breyta honum og þar með festist ég í þessum
viðskiptahugbúnaði og hef verið þar síðan.“
Árið 1983 stofnaði Vilhjálmur fyrirtækið íslenska
forritaþróun ásamt félaga sínum Erni Karlssyni. Starf-
semi fyrirtækisins hófst við eldhúsborðið hjá Erni, þar
sem þeir félagar skrifuðu bókhaldsforrit fyrir PC-tölv-
ur. Fyrirtækið hefur heldur betur undið upp á sig og
er nú í 500 fermetra húsnæði og starfsmenn eru 22.
Þeir félagar í íslenskri forritaþróun hafa búið til Opus-
alt forritið sem er alhliða viðskiptahugbúnaður notaður
í fyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum, víðsvegar
um landið.
Vilhjálmur hefur ekki lokið neinu prófi í tölvunar-
fræðum og telur það ágætt því þá sé hann í raun allt-
af að læra og bæta við sig.
Morgunblaðið/KGA
Friðrik; „Tölvur
heilla vissar týpur af
fólki.“
Friðrik J. Skúlason fékk
sína fyrstu tölvu árið
1980 þegar hann var 16
ára. „Það var Atari 800. Hún
var ágæt á sínum tíma en
þætti víst lítið merkileg leikj-
atölva í dag.“ Friðrik segir
tölvur hafa þá eiginleika að
vissar týpur af fólki heillist
af þeim og verði gjörsamlega
forfallnir tölvusjúklingar.
„Ég er svona klassískt tölvu-
frík og hef verið með putt-
ana á lyklaborðinu í samfellt 11-12 ár.“ Þetta byrjaði
allt saman með heimsókn á heimilissýningu þar sem
tölva var til sýnis hjá fyrirtækinu Sameind. Friðrik
dvaldi allan þann dag í básnum og lék sér í tölvunni.
Ekki var boðið upp á almenna tölvukennslu í mennta-
skólum á þessum tíma og segir Friðrik að það hafi
bara verið ákveðin klíka sem hafi hangið allan daginn
í þeim fáu tölvum sem til voru í skólanum. „í dag eru
þessir menn flestir deildarstjórar tölvudeilda virtra
fyrirtækja eða reka sín eigin hugbúnaðarhús."
Friðrik fór í töRunarfræði í Háskólanum en segist
lítið hafa lært nýtt um tölvur, hann hafi helst tekið
kúrsa eins og stærðfræði og eðlisfræði. Friðrik hefur
alltaf fengist við að skrifa forrit og árið 1987 skrifaði
hann kosningaútreikningaforritið Þjóðráð, það fyrsta
sem hann seldi á almennum markaði og upp úr því
fór hann að starfa sjálfstætt. Síðan hafa forritin
streymt frá honum og má þar nefna Púkann (villu-
leitarforrit), Espólín (ættfræðiforrit), Lykla-Pétur (vír-
usaleitarforrit). Að sögn Friðriks er þó ekki mikið um
að tölvufræðingar geri mikið af því að selja forrit á
almennum markaði.
MORE TÖLVUR
■W'
,tTT I 1 IL.fc.tXil t 11 lUflBSEI'
Innifalið í verði allra MORE véla:
Litaskjár: 14“ Super VGA, upplausn 1024x768
Skjákort: Super VGA, upplausn 1024x768
Lyklaborð: 102 lykla
3,5“ eða 5,25“ diskettudrif
2 rað-, 1 hlið- og 1 leikjatengi
MS-DOS 5,0
Turn eða borðkassi
386sx-20MHz, 2MB 92.030 kr.
386-25MHZ, 2MB, 64K flýtiminni 116.607 kr.
386-40MHz, 4MB, 64K flýtminni 145.889 kr.
486-33MHZ, 4MB, 256K flýtiminni 187.721 kr.
486-50MHz, 4MB, 256K flýtiminni 240.011 kr.
Viðbótarverð:
43MB harður diskur, IDE, (23ms) 18.302 kr.
105MB harður diskur, IDE, (17ms) 30.328 kr.
210MB harður diskur, IDE, (15ms) 65.467 kr.
NI6510, 16-bita „thin ethernet" netkort 14.118 kr.
1MB minnisstækkun 4.183 kr.
3,5“ eða 5,25“ diskettudrif 5.752 kr.
Windows 3.0a og serial mús 6.798 kr.
Músarmotta 598 kr.
ViewSonic 5E, 14“ ultra litaskjár 1024x768 14.641 kr.
Trident skjákort, Super VGA, 1024x768,
1MB skjáminni, 256 litir 3.137 kr.
Speed Star, Super VGA, 1024x768,
1MB skjáminni, 32768 litir 9.412 kr.
PREMIER S3 Windows „accelerator"
skjákort, 1MB skjáminni, 32768 litir 25.099 kr.
Reikniörgjörvi 387-16 og 20MHz 12.654 kr.
Reikniörgjörvi 387-25, 33 og 40MHz 21.334 kr.
SONY CD drif, stýrispjáld og hugb. 36.603 kr.
EISA gagnabraut fyrir 486 MORE tölvur 57.519 kr.
Innbyggt mótald, myndsendir og hugb. 13.446 kr.
Aðrar uppsetningar fáanlegar.
Leitið upplýsinga hjá sölumönnum.
Verð á tölvum 5% hærra ef ekki er tekinn harður
diskur eða netkort.
Verð miðast við staðgreiðslu og getur breyst
án fyrirvara. Verð innifelur vsk.
-BQÐEIND SF:
AUSTURSTRÖND 12
170 SELTJARNARNES
SÍMI 612061
FAX 612081
Fjárhagsbókhald
Hringdu og fáðu sendan ÓK€YPIS
15 síðna kynningarbaekling.
3.
Hötum einnig:
Vióskiptamannakerfi
Birgdakerfi
Sölukerfi
Markaöskerfi og hid
vinsæla tjölskylduforrit
GullKORN heimilanna
ásamt fleiru.
sem vir^
-á^KORh^-
Ármúla 38. Síml 91-689826
íslenskgæðahúsgögn
með 5 ára ábyrgð.
Skrifborðsstólar
ímiklu úrvali.
Verð frá kr. 7.125,-stgr.
Margargerðiraf
tölvuborðum.
Verðfrákr. 12.500,-
BIR0
SKRIFBORÐSSTÓLL
VERÐKR.12.350,-STGR.
MEÐÖRMUMKR. 16.500,-
b j r Ó TB-10TÖLVUBORÐ
. . VER0 KR. 11.875,- STGR.
steinar meðhliðarplötu
SMIÐJUVEGI2 - 200 KÓPAV0GI - SÍMI46600 KR. 14.700,-