Morgunblaðið

Dato
  • forrige månedmaj 1992næste måned
    mationtofr
    27282930123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Morgunblaðið - 07.05.1992, Side 8

Morgunblaðið - 07.05.1992, Side 8
8 C MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 1992 Tölvunet... allri skráarvinnslu og gagnasam- skiptum miðstýrt, auk þess sem reiknigeta kerfisins er hjá móður- tölvunni. í staðarneti er vinnsluget- unni dreift á milli tölvanna á netinu. Staðametin eru að breyta ailri tölvuvinnslu í flestum fyrirtækjum. Með nýjum hugbúnaði og vélbúnaði hefur afkastageta staðarneta aukist mjög mikið. Sérstakar tölvuvinnslu- deildir heyra sögunni til, en í staðinn er tölvuvinnslan að færast inn til notandans og þannig getur hann fylgst betur með eigin gögnum og nýtt sér kosti tölvukerfisins. En þessi þróun hefur ekki eingöngu átt sér stað í örtölvuumhverfinu, heldur hafa stærri kerfín fylgt á eftir. Staðarnet hafa ýmsa aðra kosti fram yfír stórtölvuumhverfið, sér- staklega fyrir lítið land eins og ís- land. Aðalkosturinn er sparnaður, þó um það séu skiptar skoðanir. Nýjungar eru ódýrari og koma að jafnaði hraðar fram í PC-umhverf- inu, en stærri kerfin geta boðið. Á þessu eru heiðarlegar undantekn- ingar, sbr. AS/400 línan hjá IBM. Þó svo að vélbúnaður úreldist hratt í PC-heiminum, er oftar en ekki hægt að nota hann áfram, sem netstöð á staðameti. Gamlir net- stjórar þjóna nú sem ritvinnslutölv-, ur og öflugri tölvur eru komnar í þeirra stað. Bæði umhverfin hafa þann kost að stækka má minni, diskrými og auka reiknigetu tölv- anna á einfaldan máta. Skoða má hvar breytinganna er þörf og gera breytingar í samræmi við kröfur. Það skal tekið skýrt fram enn sem komið er, er sjaldgæft að þeir sem á annað borð eru með millit- ölvukerfi skipti því út fyrir staðar- netið. Algengast er að staðarnetin verði ofan á í nývæðingu eða'a.m.k. að útstöðvarnar á millitölvukerfinu séu tengdar saman í staðarnet. Hvað er framundan? Samtengingar neta, biðill-miðill kerfi, „downsizing", PeerNetwork- ing og aukið rekstraröryggi er það sem flestir viðmælenda Mbl. sögðu, hagræðingar í rekstri ...er lykilatriði að ráða yfir sveigjanlegum viðsldptahugbúnaði sem má laga að í nýjum aðstæðum. Bústjóri er alhliða lausn í öllum geirum atvinnulífsins. í krafti sveigjanleikans má sníða hann að hvers kyns rekstri og laga að kröfum allra fyrirtækja, jafnt stórra sem smárra. * Bústjóri byggir á nýjustu tækni í hönnun hugbúnaðarkerfa þar sem notendur geta sjálfir ráðið útliti skjámynda og skýrslna. Bústjóri státar af mjög breiðum hópi notenda: Áburðarverksmiðja ríkisms Bónus Byggðaverk Bæjarsjóður Hafiiar í Homafirdi Dagbladid Vísir Endurskoðun hf. Foldahf. Flísabúðin Gunnar Kvaran hf. Hjábnur hf. Flateyri IBM á fsiandi Innkaupastofhun ríkisins Lslandsflug hf. Jón Bakan Pizzabakarí K. Jónsson og Co Kraftvélar hf. Marel hf. MjóDíursamlag ísfirðinga Póstur og súni Prentverik Austuriands Löggðtir endurskoðendur Vestfjöröuin Landvélar hf. Sæfang hf. Gmndarfirdi Borgarspítalinn Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna Togaraútgerð ísafjarðar hf. Vaka Helgafell Öm og Öriygur Þorgeir og Eflert hf. Sýniútgáfur (Demo), persónuleg ráðgjöf og glæsilegar handbækur gera væntanlegum notendum kleift að skilgreina nákvæmlega hvemig þeir vilja hafa sitt Bústjórakerfi. Bústjóri er öruggur og hraðvirkur hugbúnaður. Hann er kjörið tól í harðnandi samkeppni og á vaxandi markaði. Bústjóri er sériega hagstæður kostur þar sem notandinn þarf ekld að greiða fyrir fleiri kerfishluta en hann hefúr þörf fyrir í rekstrinum. Notandinn setur fram óskir og fær síðan tilboð í Ijósi nauðsynlegra breytinga og þeirra stöðluðu eininga sem henta hans rekstri. Bústjóri____________ - sveigjanlegur í samstarfi STRENGUR verk- og kerfisfrœðistofa Stórhöfða 15 • 112 Reykjavík Sími 91-685130 • Fax 91-680628 Strengur er samstafsaðili IBM þegar leitað var álits á framtíð tölvusamskipta. Einnig eru farin að sjást netkerfi þar sem tölva not- andans leitar að reikniafli á netinu, en nýtir ekkert endilega sitt eigið. Þetta er m.a. hægt með auknum hraða á netunum og því er unnið að því að þróa búnað til að auka hraðann á gömlu koparvírunum úr 10 Mbitum á sekúndu í 100 Mbita á sekúndu, svo kölluð CD’DI net. Samtengingar neta er án efa mest spennandi svið tölvusam- skipta. Ný tækni er stöðugt að koma fram, sem býður tölvunotend- um að hafa samskipti við nánast hvern sem er nánast hvar sem er í heiminum. „Netkerfín takmarkast í raun ekki af neinu stærðarlega séð,“ sagði Viggó Viggósson hjá EJS hf. „nema kostnaði við að koma tengingum á frá íslandi til annarra landa“. Hægt er að tengja saman tvö eða fleiri tölvunet eða tölvukerfi á marga vegu. Notast er við brýr, beina, gáttir og baknet. Brýr eru notaðar til að tengja saman tvö sjálfstæð net. Beinarnirtil að tengja saman mörg sjálfstæð net. Gáttir tengja saman tölvukerfi með gjör- ólíkri uppbyggingu, t.d. staðarnet og stórtölvu. Og baknetið er mið- lægt net, sem önnur net tengjast með bfú, beina eða gátt. Einnig er hægt að nota svokallaða endurvaka til að tengja saman nokkra hluta af sama neti og framlengja það. Biðill-miðill kerfi bjóða upp á að tvær tölvur geti verið að samkeyra hugbúnað. Biðillinn (tölva notand- ans) keyrir upp forrit, sem geymir meðal annars aðalvalmyndir fyrir hugbúnaðinn, en miðillinn sendir gögn og stöku undirvalmyndir. Þannig er eingöngu sent á milli tölvanna það, sem er nauðsynlegt. Með þessu aukast afköst og svar- tími styttist. Framundan er að margra áliti tími breytinga á tölvuumhverfinu, sem kennt er við „downsizing" og hefur því miður ekki verið íslensk- að. Það er átt við þegar millistórum tölvum er skipt út fyrir staðarnet. Aðrir vilja halda því fram að svo verði ekki. „Ég get ekki séð að miðlungstölvurnar verði út úr myndinni þrátt fyrir þessa þróun. Það eru ákveðin verkefni, sem ekki verða unnin nema í miðlungstölv- um, t.d. stórir gagnagrunnar. Miðl- ungstölvurnar færast þá yfir í að gegna hlutverki netstjóra, þannig að eðli þeirra breytist,“ sagði Heim- ir Sigurðsson framkvæmdarstjóri Örtölvutækni. í PeerNetworking er enginn einn netstjóri, heldur eru netstöðvarnar almennt öflugri, en í venjulegu neti og skipta á milli sín netvinnsluþátt- unum. Árni Gunnarsson hjá Ný- herja hf. hafði þetta að segja: „Menn líta mjög björtum augum á netvæðingu í dag. Það má benda á leiðir eins og PeerNetworking, sem eiga eftir að nýtast litlum fyrirtækj- um með fáar tölvur mjög vel. Þá lítur dæmið þannig út að enginn netstjóri er til staðar, heldur er keyptur hugbúnaður á hverja stöð í netinu, ein tölva geymir gögnin, önnur forrit, þriðja tengist prentara og þær samnýta þetta allt. Ég myndi skjóta á að það yrði hálft til eitt ár í að PeerNetworking yrði almennt komið í notkun." Rekstraröryggi staðarneta, eða öllu heldur skortur á því, hefur ver- ið helsta röksemdafærsla margra, sem telja að millitölvukerfi sé betri lausn. Nú er fundin lausn á þessu vandamáli. Það er kerfi, sem er samsetning á hörðum diskum og hugbúnaði. Að sögn Magnúsar S. Norðdahl hjá ACO hf. sér slíkt kerfi um að kippa biluðum diski út og aðlaga nýjan í staðinn. Notandinn hefur ekki hugmynd um að diskur- inn hafi bilað eða skipting hafi átt sér stað og finnur ekki fyrir því að nokkuð hafi yfirhöfuð gerst. Þetta á að vera trygging fyrir því að ekki þurfí að stoppa þótt einn diskur bili. Marínó G. Njálsson, tölvunarfræðingur. MARGIR sitja uppi með það að hafa keyþt sér tölvu sem ekki hefur pláss fyrir nema eitt disklinga- drif, sem skapar vandræði ef þarf að taka við upplýsingum víða að, ýmist á 3'/2“ eða 5‘/4“ disklingum. Fyrir stuttu setti TEAC á markað disklingadrif sem leysir þennan vanda, því í einu drifí eru tvö, eitt fyrir 3‘/2“ disklinga og eitt fyrir 5‘/4“. Þrátt fyrir það tekur drifið ekki meira pláss en venjulegt drif, en baggamuninn ríður að 3 'h“ drif- ið sjálft er ekki nema Vh senti- metri að þykkt. W ORDPERFECT hefur rriikla yfirburði á PC-markaðnum, en fyrirtækinu hefur gengið miður að fóta sig á Macintosh. Það á kannski eft- ir að breytast, því fyrir stuttu kom á markað ný útgáfa af Word- Perfect, 2.1, fyrir Macintosh, sem er fyrsta útgáfa ritvinnsluforrits sniðin að nýjustu útgáfu Makka- stýrikerfisins, System 7.0. Word- Perfect 2.1 nýtir að auki Quick Time-stuttmyndastaðalinn frá Apple, sem þýðir að hægt er að tengja stuttmyndir við íkon til nán- ari skýringa í texta. Kunnugir segja að þessi nýjasta útgáfa Word- Perfect sé til marks um það að fyrir- tækið hyggist vera í fararbroddi í að taka upp nýja tækni í slagnum við Word, sem er vinsælasta rit- vinnsluforritið fyrir Makkann. Starfsmenn WordPerfect halda því fram að fyrirtækið hafí náð undir sig fjórðungi Makkamarkaðárins með útgáfu 2.0 af WordPerfect fyr- ir Macintosh og ætla sér frekari vinninga með 2.1. FYRIRTÆKIÐ Boð- eind sf. hefur hafið samvinnu við banda- ríska hugbúnaðarfyr- irtækið Cheyenne Software Inc. sem sérhæfir sig í gerð hugbúnaðar fyrir staðarnet. Cheyenne er þekkt fyrir skilgrein- ingar á öryggisafritun í Novell NetWare 3.11, en hugbúnaðarþró- un fyrirtækisins miðar að því að leysa vandamál við rekstur staðar- neta s.s. öryggi, afritun og stjórn- un. Áhersla er lögð á að hugbúnað- urinn keyri á miðlara staðarnetsins og þjóni þannig öllum notendum. Sú þjónusta innifelur afritun á miðl- ara og DOS, Windows, OS/2, Mach- intosh og UNIX útstöðvum, net- stjórnun, miðlara og skrárstjórnun, vírusvörslu á miðlara og útstöðvum og myndsendiþjónustu. Æ Nemendur í tölvun- arfræði við Háskóla ÍSlands ætla í byijun septembermánaðar nk. að standa fyrir vjðamikilli tölvusýningu í Laugar- dalshöll, en þeir hafa staðið fyrir slíkum sýningum annað hvert ár. Á sýningunni verður íslenskum fyrirtækjum gefinn kostur á að kynna helstu nýjungar sem þau hafa upp á að bjóða og samhliða sýningunni verður haldin ráðstefna um tölvumái og gefið út sérstakt blað. Ný 16 bita/128 kb sjónvarpsleiktölva frá Nintendo kemur á markað í júní, en þar er fyrir 8 bita tölva frá sama framleiðanda. Nýja tölvan er með mun öflugri grafískum lita- skjá, en leikir fyrir eldri gerðina koma ekki tit með að passa í þá nýju. Æ= Nárnskeið fyrir þá fjölmörgu sem þurfa að reka og nota Noveil netkerfi án þess að hafa fengið sérstaka þjálfun tii þess. Einstakt námskeið. Töivu- og verkfræðiþjónustan . O0 Verkfræðistola Halldórs Kristjánssonar Grensásvegi 16 • stofnuð 1, mars 1986 ©

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar: Morgunblaðið C - Tölvur (07.05.1992)
https://timarit.is/issue/124735

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

Morgunblaðið C - Tölvur (07.05.1992)

Handlinger: