Morgunblaðið - 07.05.1992, Page 14

Morgunblaðið - 07.05.1992, Page 14
14 C MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 1992 Varaaflgjafar geta bjaigað ómældri vinnu ef nifmagnið fer Varaaflgjafi eða rafbakhjarl er tæki sem tengja má við tölvur og tölvukerfi til að draga úr hættu á að gögn eyðileggist vegna rafmagnstruflana. Truflanir á rafmagni koma oftar fyrir en menn grunar eða nálægt þijú þúsund sinnum á ári í kerfi Rarik. Straumrof er ekki alltaf langt en nógu langt til þess að tölvur hrökkva úr sambandi og gögn eyðileggjast. Það er I raun ekkert til sem heitir 100% öryggi í rafmagni og þess vegna er það sjálf- sögð ráðstöfun fyrir tölvunotendur að búast til varnar gegn straumrofi og sveiflum. Tilgangur varaaflgjafa er eins og nafnið bendir til sá að halda tölvu gang- andi í ákveðinn tíma er rafmagnsleysi verður, segir Sig- hvatur Lárusson sölustjóri hjá Tölvulögnum hf. sem selur slíkan búnað. Varaaflgjafi verndar einnig tölvuna fyrir spennupúlsum, og lágri eða of hárri spennu eða öðrum óhreinindum í rafmagni sem einnig geta truflað vinnslu og skemmt harða diska. Varaaflgjafar eru fá- anlegir í mismunandi gerðum og geta haldið tölvunum gangandi í ákveðinn tíma, oftast 5 til 25 mínútur eftir því hversu öflugar rafhlöður þeirra eru. Við straumrof geta skemmst þau gögn sem unnið er með þá stundina og jafnvel fleiri gögn á hörðum diski. Sé varaaflgjafi fyrir hendi má halda áfram vinnu ótrufl- að í nokkum tíma en standi raf- magnsleysið fyrirsjáanlega lengur en rafhlöður varaaflgjafans duga verður að loka skrám og hætta vinnslu. Sighvatur segir að hægt sé að fá ýmsan aukabúnað með vara- aflgjöfum, einkum fyrir netkerfí. Til er t.d. hugbúnaður sem fylgist með varaaflgjafanum og varar notendur við ef rafmagn fer af. Þegar lítið er orðið eftir á rafhlöð- unum lokar búnaðurinn skrám og slekkur á tölvunni. Þegar straumur er kominn á að nýju ræsir búnaður- inn tölvuna og hleður hana upp til áframhaldandi vinnslu. Sighvatur bendir á að varaaflgjafi sé hins vegar ekki síður nauðsynlegur fyr- ir einkatölvur og kostar hann með 10 mínútna rafhlöðum kringum 19 þúsund krónur. Hætta á að missa út gögn af tölvum hefur alltaf verið fyrir hendi og varaaflgjafar hafa verið til í mörg ár. Það er hins vegar ekki fyrr en á síðustu árum að þeir eru nú fáanlegir á viðráðan- legu verði og menn hafa líka gefíð þessum vanda miklu meiri gaum en áður, segir Sighvatur ennfrem- ur. Þegar við höfum kynnt aflgjaf- ana meðal tölvunotenda höfum við fengið að heyra ýmsar sögur af gögnum sem hafa horfið á sek- úndubroti, heilú bækumar eða árs- skýrslurnar, og það er dýrt að þurfa að kaupa slíka vinnu aftur. Hjá Rafmagnsveitum Reykja- víkur er verið að undirbúa kynn- ingu á þessum vanda bæði meðal verktaka og verkfræðistofa og hins almenna orkunotanda. Truflanir á rafmagni geta verið af ýmsum or- sökum og þannig getur t.d. lyfta eða öflugur rafmótor tmflað við- kvæm tæki í sama húsi. Verði menn varir við slíkar traflanir er hægt að kalla til starfsmenn Raf- veitunnar sem mæla truflanir og leita þær uppi. Sem fyrr kosta varaaflgjafi fyrir einkatölvu kringum 19 þúsund krónur en sé verið að tala um tölvu- net sem kostað geta í kringum eina milljón má telja eðlilegt að veija um 10% af fjárfestingunni í slíkan vamarbúnað. Að lokum má minna á staðhæf- ingu sem sett hefur verið fram og á vel við í þessu sambandi: Þremur mánuðum eftir að tölvan var tekin í notkun em gögnin í henni orðin verðmætari en tölvan sjálf. Hcfur þú.... séð bctra vcrð en okkar, boðið jafngóðum tölvum og okkar ? OSICOM 386 SX Tilboðsverð ml 40 Mb HD 110,874 ml 90 Hb HD 125.723 mi 128 Mb HD 134.138 Örgjörvi Intel 386SX, 25 Mhz. 1 Mb vinnsluminni, stækkanl. í 8 Mb. 1,44 Mb 3,5" disklingadrif SVGA skjástýring, 512 Kb (1024x768). SVGA litskjár (punktst 0.28). Hraðvirkir IDE diskar (19-28 ms). OSICOM 386/40 Tilboðsverð m/ 90 Mb HD 162.S46 m/ 128MbH£> 171 Z61 m/180MbHD 184.130 ml 330 Mb HD 240.062 Örgjörvi AMD 386,40 Mhz. 4 Mb vinnsluminni, stækkanl. í 32 Mb. 64 Kb flýtimynni (Cache). 1,44 Mb 3,5" disklingadrif SVGA skjástýring, 1 Mb (1024x768). SVGA litskjár (punktst. 0.28). Hraðvirkir IDE diskar (14-18 ms). OSICOM 486/33 Tilboðsverö m/ 90 Mb HD 202.939 ml 128 Mb HD 211.354 ml 180 MbHD 224,2Z3 m/ 330 Mb HD 280.155 Örgjörvi Intel 486DX, 33 Mhz. 4 Mb vinnsluminni, stækkanl. í 64 Mb. 256 Kb flýtimynni (Cache). 1,44 Mb 3,5" disklingadrif SVGA skjástýring 1 Mb (1024x768). SVGA litskjár (punktst. 0.28). Hraðvirkir IDE diskar (14-18 ms). Komdu þó og skoðaðu alvöru bandarískar hógœðatölvur! p þór m íslenska menntanetíð HUGMYNDIN um íslenska menntanetið er komin frá Kópa- skeri og er það ekki í fyrsta sinn sem tölvumál tengjast því bæjarfélagi, en um árabil hefur grunnskólinn á staðnum verið einn best tölvuvæddi skólinn á landinu. Þá er Kópaskerið fæðing- arstaður IMBU, tölvumiðstöðvar skóla sem komið var fyrir vor- ið 1988 og tengdist fyrstu menntastofnunum í byrjun árs 1990. Vöxtur IMBU hefur verið ör og í dag tengjast rúmlega 100 menntastofnanir þessari tölvumiðstöð. Til marks um notkun má nefna á á fyrstu þremur mánuðum þessa árs voru um 11.000 uppköll frá notendum. Upphafsmaður IMBU, Pétur Þorsteinsson, skólastjóri á Kópaskeri, vill gera meira og nýta þá tölvutækni sem fyrir er á ís- landi til að gera öllum mennta- stofnunum og öðmm kleift að tengjast inn á það sem kallað hefur verið „íslenska menntanetið“. Að undanfömu hefur hann rætt við ýmsa aðila í menntakerfinu um það að að jafna aðgang menntastofn- ana á Islandi að upplýsinganetum heimsins, auka samskipti á milli skóla, innanlands og utan og að skapa forsendur fyrir markvissri notkun tölvusamskipta í kennslu og í sjálfsnámi. Þessar hugmyndir hafa mælst vel fyrir, til að mynda er mikill áhugi fyrir tengingu grannskólanna í Reykjavík við menntanetið, að sögn Árna Sigfússonar, borgarfulltrúa og ínnan Kennaraháskóla ís- lands bíða menn spenntir eftir að sjá málið í höfn. En hvað þarf til að gera íslenska mennta- netið að veraleika? Að sögn Péturs þarf að byggja upp tölvum- iðstöðvar um land allt, a.m.k. eina í hveiju fræðsluum- dæmi. Þá þarf að safna reynslu og þekkingu á sviði tölvusamskipta og aðstoða þá notendur sem vilja notfæra sér þjónustuna. Þá þarf að byggja upp upplýsinga- og hugmyndasöfn er henta menntastofnunum. Pétur segist sjá fyrstu skrefin í uppbyggingu netsins þannig stigin, að settar verði upp tvær nýjar mið- stöðvar, önnur í KHÍ og hin á Fræðsluskrifstofunni á Akureyri. Þessar tvær vélar yrðu þá tengi- punktar fyrir menntastofnanir á viðkomandi svæðum og þjónustum- iðstöðvar þeirra. Að hvorri miðstöð yrði ráðinn starfsmaður sem þjónaði skólunum í aðliggjandi svæðum, þ.e. á höfuð- borgarsvæðinu annars vegar og svo á miðnorðurlandssvæðinu. Einnig myndi hann eiga samstarf við þessa starfsmenn um þjónustu við menntastofnanir i öðram lands- hlutum. „Það er nú þegar ein |-|j \ slík miðstöð starfandi, á Kóp- KHI Fræðslu- skrifstofur askeri, og hún yrði áfram tengipunktur fyrir stofnan- ir sem hvorki væra á stöðvarsvæði vélarinnar Framhaldsskólar Grunnskólar Áhugahópar Islenska menntanetið Dregin saman reynsla og þekking á sviði tölvusamskipta og safna og miðla upplýsingum. Tæknileg undirstaða Háhraðanet Pósts og síma, samskiptastaðlar i Akureyri eða í Reykjavík," segir Pét- ur. Hann segir að þessar þijár mið- stöðvar yrðu svo tengdar saman með háhraðalín- um, þannig að notandi á einni þeirra gæti um leið notfært sér þjónustu og gögn þeirra allra. Tölvunámskeið Afköstin aukast, gæði vinnunnar verða meiri og atvinnumöguleikar verða betri sé tölvuþekkingin í lagi. Fjárfesting í námskeiði skilar sér margfalt til einstaklinga og fyrirtækja. Macintosh: • Macintosh fyrir byrjendur • Excel • Word • FileMaker • PageMaker • Unglinganámskeið Windows/PC: • Windows • Excel • Word •Works • PageMaker • Unglinganámskeið Fjöldi annarra námskeiða í boði. Gerum tilboð til fyrirtækja og hópa. Námskeið 12 mánuði á ári. Ókeypis aöstoö «ö loknu námi 10% staögroiösiuofsláttur Sox éra roynsla Tölvu-ogverkfræðiþjónustan Verkfræðistofa Halldórs Kristjánssonar Grensásvegi 16 • stofnuö 1. mars 1986 (J)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.