Morgunblaðið - 14.05.1992, Side 10

Morgunblaðið - 14.05.1992, Side 10
10 B MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVl 'Æmi FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1992 Flug Maersk Air vonast eftir aðstoð EB ÞEGAR á síðasta ári sótti danska flugfélagið Maersk Air um leyfi til að hefja áætlunarflug milli helstu borga Skandinavíu, en þrátt fyrir fjölmargar yfírlýsingar SAS þess efnis að félagið myndi fagna slíkri samkeppni fæst Ieyfíð ekki. Þrátt fyrir þessar fögru yfirlýs- ingar Jan Carlzons forstjóra SAS er það engu að síður SAS-sam- steypan sem hefur komið í veg fyrir að yfirvöld hafi veitt Maersk Air umbeðið leyfi. Forsvarsmenn Maersk Air vonast því til þess þriðji flugmálapakki EB, sem tek- ur gildi 1. janúar 1993, geri þeim kleift að he§a flugið. Maersk Air hefur þegar hafíð að fjárfesta í nýjum fluvélum vegna þessa verkefnis. Nú í ár fær félagið afhentar 2 nýjar Boeing vélar af gerðinni B737-300 og kosta þær um 5 milljarða ísl.króna. Áður hafði félagið þegar íjárfest fyrir um 30 milljarða í nýjum vél- um og á nú alls 13 Boeing vélar af gerðinni B737-300 og B737- 500. Að auki á félagið 8 Fokker F-50 vélar og 5 þyrlur sem þjón- usta olíuborpalla í Norðursjó. Eins og staðan er í dag hefur Maersk Air brugðið á það ráð að Ieigja um helming véla sinna út, en um leið og umrætt leyfi fæst er ætlunin að félagið taki sjálft vélamar í notkun. Miklar og örar framfarir hafa átt sér stað á undanfömum ámm á ýmsum sviðum í tölvuheiminum og hefur valmöguleikum stórfjölgað. Vegna þess meðal annars hefur Nýherji ákveðið að standa fyrir ráðstefnu á Hótel Selfossi dagana 26. og 27. maí n.k. og er ráðstefnan ætluð tölvuráðgjöfum, starfsmönnum tölvudeilda og fyrirtækjum sem sclja ráðgjöf á sviði tölvumála. Fjallað verður um málefni sem mikilvæg em fyrir alla þá sem þurfa að veita ráðleggingar á sviði upplýsingatækni. Dagskrá Þríöjudagur 26. mal Kl. 10:00 10:30 11:00 11:15 12:30 13.30 15:00 16:00 16:20 1730 19:00 Nýherji - Skipulag og markmiO Jón Vignir Kartsson, framkvæmdastjóri Nýherja Mismunandi kostír viö tölvuvæöingu Emil G. Einarsson, viöskiptafræöingur Hlé OS/2 - Þróun eöa byiting? Helgi Pétursson, kerfisfræöingur Matarhlé Unix: Próun, staöa og iramtíöarsýn Kaj Christiansen, ráögjafi hjá IBM I Danmörku AS/400 frá nýjum sjónarhóli Bergsveinn Þórarinsson, kerfisfræöingur Hlé Nýjar leiöir i tölvusamskiptum Dagný Halidórsdóttir, kerfisfræöingur Ethemet eöa tókanet? Ólafur Daðason, tölvunarfræöingur Kvöldveröur Miövikudagur 27. mal Kl. 09:30 1030 10:45 12:00 12:30 1330 1400 1430 15:15 RS/6000 véibúnaöur og AIX stýrikerfi Einar Jóhannesson, kerfisfræöingur Hlé Afkastamælingar og samanburöur tölva Kaj Christiansen ÞjónustutHboö Nýherja Pétur Ragnarsson, deildarstjóri Matarhlé Skjáfax og staöamet Ásgrlmur Skarphéöinsson, framkvæmdastjóri hjá Tðh/usamskiptum hf. FAX/400 Ágúst Þóröarson, kerfisfræöingur hjá Miðverki hf. Kapafkerfi framtíöarinnar: 100 Mb fiutningsgeta á óskermuöum köpium Haraldur Leifsson, framkvæmdastjóri hjá Tölvulögnum hf. Ribstefnusflt Brottför frá Skaftahlíð 24 kl.09:00, þriðjudagsmorgunn, 26. maí. Frá Selfossi kf. 15:30, miðvikudag. Ráðstefnugjald kr. 29.000. Innifalið: Ferðir fram og til baka, gisting í cinstaklingshcrbergi, 11 máltíðir og öll ráðstefnugögn. Þátttaka tilkynnist sem fyrst til Nýherja í síma 697700 eða á myndsendi í síma 680377. NYHERJI HF Sjónvarp Áhorfendur í aðalhlutverki ÞRÁTT fyrir miklar tækniframfarir innan sjónvarpsiðnaðarins á síðustu árum er þó eitt sem aldrei breytist. Sjónvarpsgláp er og verður án beinnar þátttöku þess sem horfir. Eða hvað? Á síðasta ári setti hollenski raf- eindatækjaframleiðandinn Philips á markaðinn í Bandaríkjunum tæki sem breytir þessu. Um er að ræða nokkurs konar geislaspilara sem tengdur er sjónvarpinu í stað hljómflutningstækjanna. Um síð- ustu mánaðamót hófst markaðs- setning tækisins í Evrópu. Hin nýja tækni nefnist Compact Disc Interactive, eða CD-I. Helsti munurinn frá eldri tækni sem not- að hefur sjónvarpið sem miðil felst í því að með aðstoð fjarstýringar getur áhorfandinn haft áhrif á hvaða efni, eða hvaða hluti efnis- ins, kemur fram á skjánum hveiju sinni. I stað þess að horfa á ein- hveija ákveðna dagskrá frá upp- hafi til enda má nú skjótast hvar sem er inn í efnið og fara fram og til baka að vild, líkt og þegar tónlist er spiluð af geisladiski. Ennfremur er efnið í mörgum lögum á disknum. Þannig má til dæmis þegar horft er á fræðslu- disk skipta á milli kyrrmyndar af vél, teikningar af vélinni, textalýs- ingar og hreyfimyndar af vélinni í notkun. CD-I er því að mörgu leyti lík tölvu. Líkt og tölva geymir CD-I gífurlegt magn upplýsinga, að- gangur að öllu efni er viðstöðu- laus, það er að segja ekki þarf að spóla fram og til baka líkt og á myndbandsspólu, og ennfremur er unnt að vinna með fleiri en eina tegund upplýsinga í einu á skján- um og breyta þeim þar. Þó svo að ljóst sé að CD-I megi hagnýta á marga vegu ætlar Philips að leggja áherslu á hönnun nýs hugbúnaðar, svo sem leikja og fræðsludiska þar sem áhorf- andinn tekur virkan þátt í að móta atburðarásina. Enn sem komið er telja markaðssérfræðing- ar þó að Philips verði að einbeita sér að því að sannfæra neytendur um að þeir vilji stunda Sjónvarps- gláp þar sem þeir eru sjálfir í aðal- hlutverki. , 'f >> ' TIL HAMINGJU ÍSAL íslenska álfélagiö er fyrsta fyrirtœkiö sem fcer heimild Ríkistollstjóra til aö senda tollskýrslur um símalínu beint í tölvu embœttisins. Meö þessari nýjung mun fyrirtœkiö spara sér tíma, fyrirhöfn og ómœldan pappir. ÍSAL notar ÓpusAllt SMT hugbúnaöfrá íslenskriforritaþróun bf, en SMT stendur fyrir „skjalaskipti milli tölva“. ÓpusAllt er eini íslenski SMT hugbúnaöurinn og er þessi viöurkenning Ríkistollstjóra því sérstakt ánœgjuefni. Viö þökkum ÍSAL frábœrt samstarf í SMT- verkefninu. Islensk forritaþróun hf. ENGJATEIGI 3 • REYKJAVlK • SlMI 67 15 11 NNiunxiyi*i

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.