Morgunblaðið - 14.05.1992, Blaðsíða 14
14 B
f---------
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1992
--- —---------------------------------------- . : ....------
4
Tölvúr
Marinó G. Njálsson
Nýr aðiti á meðal hinna stóru
Binnig hefur einn-tækmrrraðurfyr-
- irtækisins- féngið 'CNE (Gértified
Novell Engineer) viðurkenningu
frá Novell, einn manna á íslandi.
Samkvæmt upplýsingum frá Rún-
Tæknival hf. komið í hóp stærstu tölvufyrirtækja landsins
Nýr tölvurisi varð til á íslenska
tölvumarkaðnum með sameiningu
Tæknivals hf. og Sameindar hf. á
dögunum. Með þessu komst
Tæknival hf. í hóp með EJS hf.
og Nýheija hf., sem eitt þriggja
stærstu tölvusölufyrirtækja lands-
ins.
Undanfarin ár hefur Tæknival
hf. vaxið mjög ört, frá því að vera
eitt margra meðalstóru fyrirtækj-
anna árið 1989 með veltu upp á
137 milljónir króna í það að kom-
ast í hóp hinna stóru með veltu
upp á 646 milljónir króna árið
1991. Ef veltu Sameindar hf. er
bætt við (176 milljónir króna árið
1991) er Tæknival hf. komið upp
að hlið EJS hf. og IBM á ísland
fyrir árið 1991. Fjórða stærsta
fyrirtækið árið 1991 var Örtölvu-
tækni með rúmlega 400 milljónir
króna eða um 500 milljónir króna,
ef veltu Tölvutækni (sem Örtölvu-
tækni keypti af Hans Petersen
hf.) er bætt við.
Að sögn Rúnars Sigurðssonar
framkvæmdastjóra Tæknivals hf.
hljómar söluáætlun fyrir þetta ár
upp á 890 milljónir króna, sem er
10% aukning á milli ára.
Ríkissamningurinn fer á
milli dyra í Skeifunni
Annað árið í röð efndi Inn-
kaupastofnun ríkisins til útboðs á
kaupum á einmenningstölvum
handa opinberum stofnunum og
fyrirtækjum í eigu ríkisins, bæjar-
og sveitafélaga og starfsmanna
þeirra. Á síðasta ári hreppti Ört-
ölvutækni hnossið, en í ár fór
samningurinn yfir ganginn í Skeif-
unni 17 til Tæknivals. Sagt er að
gleðin sé jafnmikil hjá Tæknivali
og sorgin er hjá Örtölvutækni,
enda skiptir samningurinn miklu
máli. Áætlað verðmæti samnings-
ins er 100-150 milljónir króna og
munar um minna á samdráttartím-
um. Hvort að samningur er jafn-
mikils virði á efti'r að koma í ljós.
Samningurinn ætti að auðvelda
fyrirtækinu að ná settum sölu-
markmiðum fyrir þetta ár. Hann
er þó.fyrst og fremst viðurkenning
á fyrirtækinu. Ekki eru nema fjög-
ur ár síðan Tæknival hóf innflutn-
ing og sölu á tölvum. Á þessum
tima hafa selst 6.000 Hyundai-
tölvur, þar af 3.400 á síðasta ári.
Áður en ljóst varð að fyrirtækið
fengj ríkissamninginn var búið að
ákveða að 1992 yrði ár endur-
skipulagningar og aukinnar fram-
Ieiðni. Ör vöxtur fyrirtækisins
undanfarin ár hefur kallað á mikl-
ar breytingar innan þess. Á síð-
asta ári einu fjölgaði t.d. starfs-
mönnum úr 30 í 60.
Sameining við Sameind
Það kom fáum í tölvuheiminum
á óvart að Sameind hf. vildi sam-
einast einhverju tölvufyrirtæki til
að mynda stærri heild. Eftir að
það fékk söluumboð fyrir IBM-
tölvubúnað í kjölfar gjaldþrots
Skrifstofuvéla - GJJ hf. fyrir
tveimur árum leitaði fyrirtækið að
samstarfsaðilum. Að selja IBM-
tölvubúnað er stór biti, sem staðið
hefur í mörgum hingað til. Þegar
ljóst varð að Sameind hf. yrði ekki
hluti Nýheija hf. og fyrirtækið
mundi missa IBM tölvusöluna lá
beinast við að finna samstarfsað-
ila. Eftir nokkrar viðræður náðist
samkomulag milli Sameindar hf.
og Tæknivals hf.
Með sameiningunni tryggir
Sameind hf. að starfí fyrirtækisins
er haldið áfram. Hvað Tæknival
hf. fær út úr sameiningunni er
annað mál. Ég spurði Rúnar Sig-
urðsson um það. Hann lagði
áherslu á fimm atriði. í fyrsta lagi
nokkur umboð, þ.m.t. NEC-prent-
ara og skjái, búðarkassa frá IBM
og Bargate-tölvur. í öðru lagi
íhlutaverslun, en íhlutaverslun
Sameindar hf. hefur verið ein sú
öflugasta á markaðnum. Með
þessu gefst Tæknival hf. kjörið
tækifæri til að koma iðntölvudeild
sinni betur á framfæri og er hug-
myndin að sameina þessa tvo
þætti. í þriðja lagi bætast við 9
reyndir starfsmenn. í fjórða lagi
flyst hluti viðskiptamanna Sam-
eindar hf. yfír til Tæknivals hf.
Og í fimmta lagi fækkar um einn
keppinaut. Þar með hefur fækkað
um þijá stóra keppinauta á mark-
aðnum á síðustu mánuðum. Fyrst
keypti Örtölvutækni Tölvutækni,
þá sameinuðust IBM á íslandi og
Skrifstofuvélar - Sund hf. og nú
síðast Tæknival og Sameind.
Aðrar nýjungar
Tæknival hf. náði nýlega samn-
ingum við Dell-tölvufyrirtækið um
sölu og dreifingu tölva frá fyrir-
tækinu. Dell-tölvur hafa átt vax-
andi vinsældum að fagna í Banda-
ríkjunum og verður fróðlegt að sjá
hvaða viðtökur þær fá hér á landi.
Rúsínan í pylsuendanum er
vafalaust Novell-söluumboðið.
Tæknival hf. hefur boðið upp á
Novell-netkerfi í nokkur ár. Fyrir-
tækið hefur átt náið samstarf við
Novell og hefur eitt fyrirtækja hér
á landi boðið upp á Novell-nám-
Tilkynning um útgáfu markaðsverðbréfa
/ •
Lýsing hf.
Útboð skuldabréfa í maí 1992
1. fiokkur 1992, A og B
Kr. 150.000.000,-
Krónur eitt hundrað og fimmtíu milljónir 00/100
Útgáfudagur: 28. apríl 1992.
Gjalddagar: 15. september 1995 og 15. mars 1996.
Sölutímabil: 14. maí 1992 -14. ágúst 1992.
Grunnvísitala: 3200.
Einingar bréfa: Kr. 250.000.-
Verðtrygging og ávöxtun:
Ofangreind bréf eru verðtryggð miðað við hækkun
lánskjaravísitölu. Ársávöxtun, umfram verðtryggingu,
er 9% á fyrsta söludegi.
Söluaðilar:
Landsbréf hf., Suðurlandsbraut 24, Reykjavík,
Landsbanki íslands um allt land,
Kaupþing hf., sparisjóðir og Búnaðarbanki íslands.
Skráningarlýsing liggur frammi hjá söluaðilum.
Skráning:
Umsjón með útgáfu:
Sótt hefur verið um skráningu skuldabréfanna
á Verðbréfaþingi íslands.
Landsbréf hf.
fl
LANDSBRÉF H.F.
Landshcinkirm stendur með okkur
Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík, sími 91-679200, fax 91-678598.
Löggilt vcrðbrófafyrirtæki. Aðili að Verðbréfaþingi fslands.
skeið fyrir umsjónarmenn tölvu-
neta. Nú þegar er búið að halda
nokkur slík námskeið og hafa rúm-
lega 30 manns sótt þau. Tæknival
er í samstarfi við breskt kennslu-
fyrirtæki og kemur leiðbeinandi
frá því til að sjá um kennsluna.
ari Sigurðssyni eru um 600 No-
vell-netkerfi uppsett hér á landi
og áleit hann það um 80-90% af
staðarnetamarkaðnum (PC-tölv-
ur).
Mistök leiðrétt
í grein minni um staðarnet frá
því 16. febrúar sl. urðu mér á smá
mistök. Mér finnst rétt og skylt
að leiðrétta mistök, enda skal það
hafa sem sannara reynist.
í umfjöllun minni talaði ég um
millitölvur eins og þær væru allar
á borð við System/36 frá IBM.
Fyrir þetta fékk ég orð í eyra,
enda í hæsta máta ósanngjarnt
að líkja AS/400 tölvum við S/36.
Ég vil taka fram að þekking mín
á nýjustu AS/400 tölvunum var
ekki nægjanleg á þeim tíma, sem
ég skrifaði greinina, en ég notaði
upplýsingar um eldri AS/400 tölv-
ur til viðmiðunar.
Það er alltaf erfitt að gera upp
á milli kosta góðra millitölvukerfa
og staðarneta. Þegar það er gert
verður að skoða mjög marga þætti.
í grein minni var ég að skoða þá
kosti, sem þeir stæðu frammi fyr-
ir, sem hvorki væru með staðarnet
né millitölvukerfi. Því miður kom
það ekki nógu vel fram og leiðrétt-
ist því hér með.
Höfundur er tölvunarfræðingur.
VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF
DAGBOK
RÁÐSTEFNUR:
■ DECUS ráðstefnan 1992
verður haldin Hótel Örk,
Hveragerði 15.-16. maí nk. Á
ráðstefnunni verður m.a. fjallað
um Alpha sem nýja framtíðar-
sýn, upplýsingastefnu íslenskra
ríkisstofnana, nýjungar frá Dig-
ital í vél- og hugbúnaði, þróun
stýrikerfa, gæðastjórnun í hug-
búnaðargerð, VAX-ET, DAL,
gervigreind, pappírslaus við-
skipti, SKÝRR gátt, háhraðanet
Pósts og síma o.m.fl. Einungis
félagar í DECUS fá aðgang að
ráðstefnunni. Óski einhver annar
eftir því að taka þátt í ráðstefn-
unni er viðkomandi bent á að
hafa samband við framkvæmda-
stjóra samtakanna, Þórunni
Þórisdóttur hjá Skagfjörð -
tölvudeild, s. 91-24120.
er í kaup á ákveðnum kerfum.
Farið verður með rútu frá húsi
Nýheija í Skaftahlíð 24 að
morgni 26. maí og til baka 27.
maí. Gist verður á Hótel Sel-
fossi. Allar nánari upplýsingar
veitir Jónas Ingi Ragnarsson
hjá Nýheija í síma 697748 og
þurfa tilkynningar um þátttöku
að berast sem fyrst.
■ AÐALFUNDUR Samtaka
auglýsenda verður haldinn í
Skálanum á Hótel Sögu mánu-
daginn 25. maí nk. kl. 16.00.
Á fundinum mun Jón Sigurðs-
son, viðskiptaráðherra, flytja
erindi um ný samkeppnislög sem
lögð hafa verið fyrir alþingi. Við-
skiptaráðherra mun síðan svara
fyrirspumum fundarmanna.
■ NYHERJI hf. stendur fyrir
ráðstefnu á Hótel Sélfossi fyrir
tölvuráðgjafa og starfsmenn
tölvudeilda og fyrirtækja sem
selja ráðgjöf á sviði tölvumála
dagana 26. og 27. maí nk. Á
ráðstefnunni munu sérfræðingar
frá Nýheija, IBM i Danmörku,
Tölvusamskiptum og Miðverki
fara ofan í saumana á þeim
möguleikum sem hin ýmsu tölvu-
kerfi bjóða upp á, lýsa kostum
þeirra og göllum og að hveiju
þurfi að hyggja áður en ráðist
■ TIME MANAGER nám-
skeið verður haldið dagana 25.
og 26. maí nk. á Hótel Loftleið-
um á vegum Sljórnunarfélags
íslands. Þetta er í fyrsta sinn
sem slíkt námskeið fer fram á
íslensku en leiðbeinandi er
Haukur Haraldsson sem hefur
hlotið þjálfun hjá TMI Internati-
onal. Námskeiðið er ætlað öllum
sem vilja ná betri tökum á tíma
sínum og bæta afköstin í starfi
og leik, segir í frétt frá Stjórnun-
arfélaginu.
EININGABREF 1
$0
_____ m
^•
Raurtóvöxtun
sl, 3 mónuói
«o%
KAUPÞING HF
iJiggilt verðbréfafyrirtœki
Krittgfunni 5, sítni 689080
í figu Búnaðarbanka íslands ogsparisjóðanna