Morgunblaðið - 24.05.1992, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 24.05.1992, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. MAÍ 1992 “—TTT'—n—;.t f (h, j / • >— Sí? AF ISLENSKUM MYNDLISTARNEMUM ILÆRI IENSCHEDE eftir Kjartan L. Pálsson ÞAÐ kemur oft fyrir úti í hinum stóra heimi að Islendingur, sem þar er á ferðalagi í leit að til- breytingu eða að menningu í ein- hverri mynd, álpast inn á bar í einhveiju þorpi, kaupi sér þar bjór og heyri svo allt í einu sagt við hliðina á sér: „Hurðu, ertu ekki Islendingur?" Eitt af verkum Gunnars Straum- lands. Ungmennin frá íslandi sem stunda nám í AKI í Enschede í Hollandi, frá vinstri: Pétur Örn Friðriksson, Jón Bergmann Kjartansson (Bokki), Guðrún Hjartardóttir, Elsa D. Gisladóttir, Jóhann Valdimarsson og Gunnar Straumland. Verk eftir Bokka sem hann nefn- ir: „Lokuð hurð.“ inni því flest þeirra hafa lokið námi við Myndlista- og handíðaskóla Is- lands og öll tekið þátt í margskonar uppátækjum í listinni. í Hollandi virðast uppátæki þeirra þó samein- ast. Þau búa á sama stúdentagarð- inum, sem er við Emmugötu og heitir „Macandra“. Þau borða þar saman sinn daglega hafragraut, deila saman vinnustofu ásamt Nönnu Skúladóttur myndhöggvara, stunda hollenskunám hjá Sigurjóni og Villu - sem þau kalla mömmu og pabba í Enschede og passa þá Odd son þeirra í staðinn og sá bætir aðeins við hollenska orðaforð- ann hjá þeim um leið. Þótt þau séu svona samrýnd í daglegu lífi virðist það ekki há list- sköpun þeirra. Þar eru þau eins ólík og þau eru mörg á staðnum. Þarna má sjá fínustu strokur í málverki, subbugang sem á engan sinn líka, dagbók yfír drauma, innrömmun á þögnina, rafknúið blóm og svo má auðvitað ekki gleyma öllu hinu milli himins og jarðar. Þetta gengur auðvitað allt upp hjá þeim í skólanum eins og íslendingum er einum lagið - við erum jú mestir, bestir og klárastir í öllu sem við tökum okkur fyrir hendur. I mars sl. kom úr hjá þessum ungu listamönnum í smáborginni í Hollandi lítil bók, sem má segja að beri nafn klíkunnar en hún heitir „SEX“. í henni er að fínna verk í máli og myndum - samtals 40 síður af því sem þau vildu koma frá sér og var um leið skemmtileg sam- vinna og tilraun. í lok mars var svo hjá þeim sameiginleg sýning eða „Uitnodiging Voor een Ijslandse expositie" eins og það heitir á máli innfæddra. Í skólanum hafa þau eins og all- ir aðrir nemendur mjög frjálsar hendur. AKI er þekktur skóli í Hollandi og víða fyrir að stuðla að meira sjálfstæði nemandans en al- mennt gerist. Leiðbeinendurnir líta á nemendur sína sem unga starf- andi listamenn, sem þurfi á góðum ráðum að halda frá þeim eldri. Þeir hvetja þá jafnvel oft og tíðum til að halda sýningar í galleríum og eru mörg dæmi þess að leiðbein- andi hafi keypt verk af sínum eigin nemanda. Skólinn er mjög stór og er með einskonar útibú um allan bæ. Þarna er úrval af leiðbeinendum og flestir eru þeir þekktir og virtir listamenn hver á sínu sviði. Nemendafjöldinn er líka mikill og þeir koma víða úr heiminum. Þetta er fólk á öllum aldri og úr ýmsum stéttum. Á skóla- göngunum sér maður meira að segja nunnu spranga um með teikniblokkina sína. Allt þetta fólk á sína drauma og hefur mikið að segja, hvort sem það er á striga, tré, járn, pappír eða nánast hvað sem er. En við skulum heyra hvað þessir sex ungu landar okkar eru að gera og hafa að segja. Gunnar Straumland: „Um þessar mundir gagnast málverkið mér best, þess vegna valdi ég nú málaradeild. Ég gef mér þó fullt frelsi til að vinna í önnur efni. Ég nota mikið innri form líkama míns og set þau í ann- að samhengi, oft til að tjá tilfinning- ar eða hugarástand. Eg velti því oft fyrir mér hvað tilfinningar eða hugarástand sé'u í raun og veru, og hvar fyrirbrigðin eigi upptök sín, hvort það sem við teljum vera af andlegum toga sé ekki oft og tíðum líkamlegt ástand og öfugt.“ Hreyfiskúlptúr eftir Pét- ur Örn Friðriksson sem hann nefnir: „Sjáið, kaupið, fljúgið." Úr myndröð af gerningnum „Past“, eftir Guðrúnu Hjartardóttur. „Enn á lífi“, verk eftir EIsu D. Gísladóttur. Þetta gæti svo sannarlega komið fyrir þann íslend- ing sem ferðaðist núna um hollensku smáborg- ina Enschede. Fæstir Is- lendingar hafa heyrt þessarar borg- ar getið. Þó búa þar mun fleiri íbú- ar en í henni Stóru-Reykjavík. Sá sem gengi þar um þessa dagana gæti auðveldlega heyrt kyijaða ís- lenska ættjarðarsöngva úti á götu eða heyrt háværar umræður um listir og jafnvel íþróttir á tungumál- inu sem almennt heyrist ekki nema norður á hjara veraldar. I þessari ^smáborg búa nefnilega 10,5 Islend- * ingar - þessi 0,5 er íslenskur í aðra ættina. Sex þessara íslendinga verða þó ekki búsettir þarna til lengdar. Þeir eru þama til að ergja ríkisstjórnina og skattgreiðendur eins og sumir þeirra segja, en þeir eru við mynd- listamám. Ungmennin heita Elsa D. Gísladóttir, Gunnar Straumland, Pétur Örn Friðriksson, Guðrún Hjartardóttir, Jóhann Valdimarsson og „Bokki“ sem heitir Jón B. Kjart- ansson. Þau em á aldrinum 24 til 30 ára. Það hefur löngum þekkst að ís- lendingar sæki í listnám á erlendri grund, í leit að meiri þekkingu og skilningi og þá helst á öllu sem fyrir augu og eyru ber. Það fer að nálgast heila öld síðan gömlu meist- ararnir okkar sátu við nám í Kon- unglegu akademíunni í Kaup- mannahöfn. En þökk sé uppreisnar- anda næstu kynslóða fóm menn í auknum mæli að fara í önnur lönd til að fræðast og leita að hinum eina sannleika - og sjálfum sér í listinni. Það vom aðallega Norður- löndin, Italía, Frakkland, Þýska- land, Bandaríkin og síðast en ekki síst litla Holland sem urðu fýrir valinu. Fyrir rúmum tíu árum mátti finna nokkra íslendinga í listahá- skólanum „Academie Voor Kunst en Industrie" í Enschede, en sá skóli gengur almennt undir nafninu AKI. Þeir stunduðu þar nám undir handleiðslu margra góðra manna eins og t.d. Sigurðar Guðmundsson- ar o.fl. Eftir 1984 tóku ungir íslend- ingar, er hugðu á listnám í Hol- landi, að leita til „Jan Van Eyck Academie“ í Maastricht. En eftir nýlegar breytingar á ýmsum sviðum í skólnum í Maastricht hefur AKI aftur náð fyrri vinsældum - og vel það. Það er langt frá því að vera al- gengt að sex Islondingar séu í sama listaskólanum á sama tíma. Þarf trúlega að leita aftur til daga Kon- unglegu akademiunnar í Köben til að finna slíkt. Ungmennin sex í AKI em öll í fjöltæknideild skólans, nema einn sem er í málun. Þau geta ekki talist til græningja í list-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.