Morgunblaðið - 11.06.1992, Page 1
ULLARIÐNAÐUR: Aödragandi, staöa og framtíöarhorfur Foldu hf./4
ÚTFLUTNINGUR: Fyrirhugaö aö flytja út Gulu línuna /6
VE>SKIFn AIVINNUUF
PRENTSMIÐJA MORG UNBLAÐSINS
FIMMTUDAGUR 11. JUNI 1992
BLAÐ
B
Bílar
Mikill samdráttur í bílainn-
flutningi landsmanna
SAMDRÁTTUR í heildarbílainn-
flutningi landsmanna er 28% það
sem af er þessu ári. Fyrstu fimm
mánuðina voru alls fluttir til
landsins 3.625 bílar samanborið
við 5.060 bíla í fyrra. í síðasta
mánuði voru innfluttir bílar 949
miðað við 1.415 í sama mánuði í
fyrra skv. upplýsmgum frá Bíl-
greinasambandi Islands. Sam-
drátturinn milli þessara mánaða
er 33%.
Miðað við söluna það sem af er
þessu ári er raunhæft að áætla að
heildarinnflutningur ársins verði á
bilinu átta til níu þúsund eða svipað
því sem gerðist árin 1989 og 1990.
Innflutningurinn í fyrra var hins veg-
ar mun meiri eins ojg kunnugt er eða
alls 11.900 bílar. Utlitið í ár rennir
stoðum undir þá skoðun að sú tala
hafi ekki gefið rétta mynd af þróun-
inni og þar hafi verið um óraunhæfa
þenslu að ræða. Bílaumboð hafí ýtt
undir söluna með því að taka notaða
bíla upp í sölu á nýjum á of háu verði.
Þegar spáð var í spilin fyrr á þessu
ári töldu talsmenn bílaumboða ekki
raunhæft að tala um samdrátt fyrr
en komið væri undir mitt ár þar sem
innflutningurinn væri alltaf mestur
á vormánuðum og fram eftir sumri.
Sé miðað við árið í fyrra hefur sam-
drátturinn hins vegar vaxið jafnt og
þétt frá upphafi árs. Eins og sjá má
Hlutabréf
í korti á næstu síðu voru alls fluttir
inn 540 bílar í janúar sl. og var þar
um að ræða rúmlega 10% samdrátt
frá janúar 1991. í febrúar var sam-
drátturinn tæplega 16%, 27% í mars
og tæp 38% í aprfl. í síðasta mánuði
dró aðeins úr samdrættinum en ekki
meira en svo að ljóst má vera að það
stefnir í verulegan samdrátt á árinu
í heild.
Lækkun kauptilboða
hefur áhrif á gengið
LÆKKUN hefur orðið á gengi nokkurra hlutabréfasjóða að und-
anförnu í framhaldi af lækkunum á kauptilboðum í hlutabréf sem skráð
eru á Opna tilboðsmarkaðnum og Verðbréfaþingi. T.d. hefur komið
fram lækkun á kauptilboðum í hlutabréf sjávarútvegsfyrirtækja en
einnig hefur hagstæðasta kauptilboð í hlutabréf í Eimskip lækkað úr
4,30 í 4,0. Þá hefur hagstæðasta kauptiiboð i Flugleiðabréf lækkað úr
1,60 í 1,38.
Að sögn Elfars Guðjónssonar, söl-
ustjóra hjá Kaupþingi, var gengi
hlutabréfa í eigu hlutabréfasjóðsins
Auðlindar endurskoðað og tekin
ákvörðun um að lækka gengið um
2% eða úr 1,05 í 1,03. Hann sagði
að lækkun á kauptilboðum gæfí
ákveðna vísbendingu um að gengið
væri að lækka. Þessi þróun kæmi
fram .í því að viðskipti hefðu verið
mjög lítil. Kaupendur virtust hafa trú
á því að gengið væri að lækka og
hefðu lækkað sín kauptilboð en selj-
endur héldu að sér höndum með sölu
á bréfum. „Á meðan kaupendur og
seljendur greinir á um þróunina
verða engin viðskipti."
Þá hefur gengi Islenska hluta-
bréfasjóðsins lækkað úr 1,15 í 1,03.
Að sögn Þorsteins Guðbrandssonar
hjá Landsbréfum var ákveðið að
lækka gengi bréfanna í ljósi þeirrar
lækkunar sem hefur komið fram í
tilboðum á Opna tilboðsmarkaðnum.
Hann sagði ennfremur að mjög lítil
eftispurn væri nú eftir hlutabréfum
og með hliðsjón af fréttum um horf-
ur í efnahagslífinu mætti jafnvel
gera ráð fyrir frekari lækkunum.
Gengi hlutabréfa í Hlutabréfasjóðn-
um hafa lækkað jafnt og þétt að síð-
ustu mánuði í takt við lækkandi
hlutabréfaverð og nemur lækkun
kaupgengis um 11% frá áramótum,"
að sögn Þorsteins Haraldssonar,
framkvæmdastjóra Hlutabréfasjóðs-
ins.
Rekstraryfirlit i / kaupfélaganna 1991 og 1992 \y L\- Upphæðir í milljónum króna 1991 L\- 1992 I t Sreyting
Heildarvelta 33.375 34.787 4%
Brúttóhagnaður 8.520 8.724 2%
-Launakostnaður 3.803 4.219 11%
- Annar rekstrarkostn. 2.926 3.073 5%
- Fyrningar 725 789 9%
Rekstrarhagnaður 1.066 643 -40%
■fFjármunatekjur 640 669 5%
- Fjármagnsgjöld 1.684 1.913 14% .
+ Verðbreytingarfærsla 719 339 -53%
- Óreglulegir liðir -18 -102
Hagnaður/(tap) 723 -365
Úr efnahagsyfirlíti
Eignir samtals 22.564 23.895 6%
Skuldir samtals 15.767 17.130 9%
Eigiðfé 6.660 6.556 -1%
Eiginfjárhlutfall 29,5 27,4
MIKILL umsnúningur varð í rekstri kaupfélaganna á sl. ári frá árinu áður til hins
verra. Nemur sveiflan í afkomu hátt í 1,1 milljarði. Eins og sjá má á meðfylgjandi
töfiu varð um 40% minnkun á rekstrarhagnaði sem stafar af því að rekstrar-
kostnaður hækkar um 8% en heildarvelta einungis um 4%. Vekur sérstaka
athygli að launakostnaður hækkar um 11 % á milli ára. Þá hefur fjármagns-
kostnaður lagst með auknum þunga á rekstur kaupfélaganna á sl. ári því
fjármagnsgjöld aukast um 14% á milli ára. Mikil aukning óreglulegra liða má
að einhverju leyti rekja til tapaðra útlána. Þessi slaka afkoma þýddi versnandi
eiginfjárstöðu og dróst eigið fé saman um 104 milljónir þannig að eiginfjár-
hlutfall lækkaði úr 29,5% í 27,4%.
FYRIR ÞÁ SEM GETA ÁKVEÐIÐ FERÐIR SÍNAR MEÐ MEIRA EN FJÖGURRA DAGA FYRIRVARA
1 SAGA Nýja Saga Class sérgjaldið,* sem er 20% lægra en fullt Saga Business Class
er
BUSINESS fargjald , gildir frá öllum áfangastöðum innanlands. Saga Class sérgjald i
Því skilyrði að bókað sé og greitt samtímis a.m.k. fjórum dögum fyrir
brottför. Saga Class sérgjald gildir einungis báðar leiðir í beint flug og er miðað við að flogið
sé fram og til baka á sömu flugleið. Heimferð þarf að bóka með a.m.k. fjögurra daga fyrirvara.
Œioa
Saga Closs sérgjald gildir til eftirtalinna áfangostoða:
Kaupmannahöfn, Ósló, Gautaborg, Stokkhólmur,
Hclsinki (1.6. - 7.9.), Glasgow, London, Amsterdam, Lúxemborg.
*háð samþykki yfirvalda. Gildistími til 31.10.1992
FLUGLEIDIR
Traustur íslenskur ferðafélagi
20%
ttr