Morgunblaðið - 11.06.1992, Síða 2
2 B
MORGUNBLAÐIÐ VIDSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 11 JÚNÍ 1992
Verslun
3.052
Bifreiða-
innflutningur
jan.- maí
1991 og
1992
— FÓLKSBÍLAR,
nýir og notaðir
HÓP- VÖRU- og
SENDIBÍLAR,
nýir og notaðir
977
1991
STÆRSTU kaupfélögin hafa að undanförnu minnkað sín við-
skipti við Miklagarð en þess í stað aukið beinan innflutning og
endursamið við heildsala í þeim tilgangi að lækka vöruverð. Þetta
kom fram í máli Þóris Páls Guðjónssonar, kaupfélagsstjóra í Borg-
arnesi og nýkjörins stjórnarmanns í Sambandinu á aðalfundi þess
sl. föstudag.
Á fundi kaupfélagsstjóra um
verslunarmál í Borgarnesi sem
haldinn var í vetur var sérstaklega
fjallað um verslunarmálin. „Á þeim
fundi var gerð ályktun þess efnis
að við óskuðum eftir því við Mikla-
garð að hann breytti verulega sinni
stefnu í sambandi við innkaupamál
Einkavæðing
Óskað eftir
tilboðum í
Gutenberg-
bréfin
ÁKVEÐIÐ hefur verið að gefa
þeim aðilum sem rætt hefur
verið við um kaup á hlutabréf-
um í Gutenberg prentsmiðjunni
frest til 19. júní til að skila inn
tilboðum. Rætt hefur verið við
átta aðila en að sögn Davíðs
Björnssonar, deildarstjóra hjá
Landsbréfum, er búist við til-
boðum frá fimm stórum aðilum.
Starfsmenn geta hver um sig
keypt hlutabréf fyrir 450 þúsund
krónur á sérstökum greiðslukjör-
um. Davíð sagði að ekki hefðu
verið sett fram bein skilyrði þess
efnis að fyrirtækið yrði rekið
áfram sem sjálfstætt hlutafélag
þó að slíkt væri talið æskilegt.
Þú svalar lestraiþörf dagsins
ásíóum Moggans!_____________<
og afgreiðslu til kaupfélaganna,“
sagði Þórir Páll. „Þið vitið eflaust
öll að Mikligarður flytur inn vörur
bæði fyrir sínar búðir, Miklagarð
og Kaupstað, og fyrir kaupfélögin
líka. Þama er á ferðinni að vissu
leyti hagsmunaárekstrar þar sem
um er að ræða bæði heildsölu til
kaupfélaganna og heildsölu og
smásölu hér á Reykjavíkurmark-
aði.“
Hann sagði fullkomlega nauð-
synlegt fyrir kaupfélögin að ná
niður vöruverðinu. „Það er ljóst
að stærstu kaupfélögin hafa farið
þá leið að minnka viðskiptin við
Miklagarð en aukið beinan inn-
flutning og endursamið við heild-
sala til að ná niður vöruverðinu.
Þetta þýðir auðvitað að vöru-
streymið gegnum Miklagarð hlýtur
að minnka. Það var einróma niður-
staða fundarins í Borgarnesi að
óska eftir því við Miklagarð að
sveigja sig að þörfum kaupfélag-
anna á þann hátt að þau geti haft
aðgang að innfluttum vörum af
lager hjá Miklagarði á kostnaðar-
verði eða sama verði og afgreitt
er til búðanna í Reykjavík. Sömu-
leiðis var ósk um það að þau kaup-
félög sem treystu sér til að flytja
inn í heilum gámum beint með
Miklagarði fengju leyfi og aðstöðu
til þess. Þetta hefur ekki að öllu
leyti gengið upp ennþá. Mér er
kunnugt um það að verið vinna
að því í Miklagarði að breyta þessu
á þann veg að kaupfélögin eigi
aðgang að vörum á lager á kostn-
aðarverði í Reykjavík."
Þórir Páll lagði áherslu á að
kaupfélögunum ekki síður en öðr-
um aðilum í samvinnuhreyfingunni
væri nauðsynlegt að Mikligarður
starfaði áfram bæði sem innkaupa-
aðili og ekki síður sem söluaðili á
landbúnaðarvörum frá Goða.
Bjöm Ingimarsson, fram-
kvæmdastjóri Miklagarðs, tók til
mál á fundinum og sagði rétt að
Tollafgreiðsla
Stærrí kaupfélögin
auka eigin innflutning
Nýskráning bifreiða 1990 - maí 1992
1600-------------------------------------
1400-
1200-
1000-
800-
600-
400r*
200
0-
TÖLVUSAMSKIPTI — Karl Garðarsson forstöðumaður
rekstrardeildar hjá Ríkistollstjóraembættinu og Sigfús Sigfússon for-
stjóri Heklu hf., eftir undirritun samning um pappírslausa tollaaf-
greiðslu. í framtíðinni verður hægt að senda tollskýrslur í gegnum
tölvur allan sólarhringinn.
3.993
1991
ýmis stærri kaupfélög væru farin
að beina viðskiptum sínum meira
til heildsala annarra en Miklagarðs
og út fyrir landssteinana. Hann
kvaðst ekki vilja greina frá þeirri
vinnu og breytingum sem unnið
væri að hjá Miklagarði varðandi
innflutningsverslunina. „Eg veit
að hún mun skipta feikna miklu
máli fyrir litlu félögin og ég er
sjálfur sannfærður um að hún mun
líka verða til verulegra hagsbóta
fyrir stærri kaupfélögin."
Björn sagði Mikiagarð eiga við
verulega örðugleika að etja. „Það
hlýtur að verða okkar fyrsta verk
áður en við rekum endanhnútinn
á þær breytingar sem við höfum
fyrirhugað að gera, að leggja fram
okkar tillögur og hrinda í fram-
kvæmd þeim breytingum sem auð-
sjáanlega þurfa að verða á efnahag
Miklagarðs ef að áframhaldandi
rekstur á að geta gengið fyrir sig.“
Pappírslaus viðskipti Heklu hf.
og Ríkistollsijóraembættisins
Hekla hf. fyrst íslenskra innflutningsfyrirtækja í pappírslausum við-
skiptum við Ríkistollstjóraembættið
PAPPÍRSLAUSAR tollaafgreiðslur hófust í gær á milli Heklu hf. og
Ríkistollstjóraembættisins. Þar með geta öll helstu samskipti Heklu og
embættisins farið í gegn um tölvur. Undirbúningur þessara pappírs-
lausu viðskipta hefur tekið u.þ.b. eitt ár í samstarfi Heklu, Ríkistoll-
stjóraembættisins, Netverks hf. og Kerfis hf.
Sigfús Sigfússon forstjóri Heklu
segist vera mjög ánægður með sam-
starfið við Ríkistollstjóraembættið og
þakkar það traust sem fyrirtækinu
hefur verið sýnt með því að fá að
vera fyrsta íslenska innflutningsfyr-
irtækið sem getur átt pappírslaus
viðskipti við embættið. „Pappírslaus
viðskipti koma til með að vera til
hagsbóta fyrir alla,“ segir Sigfús.
„Fyrir tæpu ári síðan var sett í
gang samstarfsverkefni á milli Ríkis-
tollstjóraembættisins og nokkurra
íslenskra fyrirtækja um hvernig best
væri að standa að pappírslausum
samskiptum okkar á milli. Þar á
meðal var Hekla og er það nú fyrst
fyrirtækjanna til að koma á þessum
samskiptum. Hin fyrirtækin munu
fylgja í kjölfarið eitt af öðru á næst-
unni,“ segir Karl Garðarsson for-
stöðumaður rekstrardeildar hjá Ríki-
stollstjóra. „Þá er að fara í gang
tölvukerfi hjá farmflytjendum þar
sem þeir m.a. senda reikninga í gegn-
um tölvur og á næstunni hefst
greiðslumiðlunarkefi hjá einhverjum
bönkunum."
Karl segir þetta skref í pappírs-
lausum tollaviðskiptum einnig vera
undirbúning fyrir reglugerð sem nú
sé verið að vinna að og mun opna
almennt fyrir pappírslausa tollaaf-
greiðslu. „Þróunin er sú að einn dag-
inn verði flest fyrirtæki í pappírslaus-
um viðskiptum við okkur.“
Tengingin á milli Heklu og Ríkis-
tollstjóraembættisins samanstendur
af hugbúnaði frá Kerfi hf. og sendi-
búnaði við X.400 gagnahólfaþjón-
ustu Pósts og síma ásamt EDI-þýð-
ara frá Netverki hf. Notaðir eru nýj-
ustu staðlar, EDIFACT, frá Samein-
uðu þjóðunum um skjalasendingar á
milli tölva sem hafa verið í þróun
undanfarin ár.
í nýja fyrirkomulaginu gengur
Hekla frá skýrslugerð í eigin hug-
búnaðarumhverfi og sendir síðan í
gagnahólf tilbúna tollskýrslu. Ríkis-
tollstjóraembættið sækir skýrsluna í
gagnahólfið, vinnur úr henni og
sendir Heklu upplýsingar um hvort
allt sé í lagi. Ef svo'er eru aðflutn-
ingsgjöldin skuldfærð og hinni eigin-
legu tollaafgreiðslu er lokið. í kjölfar-
ið má afgreiða vöruna til innflytj-
enda.
Fjármálastjóri Heklu, Hrafnkell
Gunnarsson, segir mikinn tíma- og
vinnusparnað felast í pappírslausum
tollaviðskiptum. „Næsta skref hjá
okkur er að ganga frá samskonar
pappírslausum skuldfærslum við
banka og því munu reglulegar ferðir
í tollinn og banka verða úr sögunni
fljótlega."
Hjá Tollstjóraembættinu er nú
verið að vinna að kynningarefni um
pappírslaus viðskipti og ætlunin er
að vera með sérstakt kynningarátak
um það efni næsta haust.
3 MITSUBISHI 358 12,3
4. NISSAN 291 10,0
5. AE-LADA 194 6,7
MAZDA 124 4,3
7. VOLKSWAGEN 121 4,1
8. SUBARU 116 4,0
9. SUZUKI 111 3,8
10. RENAULT 89 3,1
Aðrir 458 15,7
mest seldu fólks-
bílategundirnar
í jan.- maí 1992
Fjöldi %
1. TOYOTA 590 20,2
2 DAIHATSU 464 15,9
BLIK AF FRAMTIÐINNI
Veró frá kr. 1,729,000,-
ÉÁf-'úÉyF/uyv' ‘S-f'M
Hvað er það sem gerir BMW bfla áhugaverðari en aðra?
Þaðgeturveriðhagstættverð, lægri rekstarkostnaður, minnaviðhald, háþróuð
tækni, fyrsta flokks þjónusta eða hámarks öryggi. Nýja BMW 3 línan sameinar
alla þessa kosti, en býður jafnframt upp á hinn "klassíska" stíl _ . _
Bflaumboðið hf
sem ávallt er að finna í BMW. BMW - bíil sem vekur athygli Krókháisi 1-110 Reykjavfk-simi 686633
Engum
líkur