Morgunblaðið - 11.06.1992, Page 4

Morgunblaðið - 11.06.1992, Page 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 11 JÚNÍ 1992 Ullariðnaður Erfiður róður en okkur miðar í áttina Rætt við Baldvin Valdimarsson, framkvæmdastjóra Foldu hf., sem í síðustu viku samdi við Rússa um sölu á ullarvörum fyrir 240 milljónir króna eða um 60% af áður áætlaðri veltu ársins ERFIÐLEIKAR ullariðnaðar á íslandi undanfarin ár hafa tæpast farið fram hjá nokkrum manni. Gjaldþrot Álafoss sl. haust var af sumum talið leiða til endanlegs hruns í atvinnugreininni þar sem fyrirtækið hafði til skamms tíma verið kjölfesta ullariðnaðar í land- inu. Síðan voru aðrir sem sögðu einu vonina felast í því að Ála- foss yrði lagt niður í núverandi mynd. Þessir aðilar töldu enga ástæðu til þess að óttast að einkaaðilar myndu ekki sjá sér hag í að yfirtaka þann hluta af starfsemi fyrirtækisins sem líklegur þætti til þess að bera arð og vinna betur ur honum en tókst hjá Alafossi. Hinn 1. október sl. tók fyrirtækið Folda hf. við rekstri Álafoss á Akureyri og í viðtali við Morgunblaðið lýsir framkvæmda- sljórinn, Baldvin Valdimarsson, aðdragandanum, núverandi stöðu og framtíðarhorfum Foldu. „Stofnun Foldu hf. má rekja til þess að bæjarstjórn Akureyrar fól Iðnþróunarfélagi Eyjafjarðar síðla sumars í fyrra að kanna möguleik- ana á stofnun ullarvinnslufyrir- tækis á Akureyri sem taka ætti við rekstri Álafoss í bænum,“ sagði Baldvin. „í útreikningum Iðn- þróunarfélagsins var gengið var út frá ákveðnum forsendum sem miðuðu að því að skera niður allan kostnað og sýna aðhald í rekstrin- um og að útreikningum loknum sáu menn fram á ákveðinn rekstr- argrundvöll." Samningar við Landsbanka ís- lands, sem tók við rekstri Álafoss eftir gjaldþrotið, leiddu af sér kaup á vef- og fatadeild Álafoss á Akur- eyri og fatadeildinni í Mosfellsbæ ásamt framleiðslurétti og við- skiptavild og var fyrirtækið Folda hf. síðan formlega stofnað 30. september. „Það sem mestu skipt- ir er að skuldsetningin í rekstrin- um og þar af leiðandi vaxtakostn- aður er orðinn mun minni. Helsta forsenda þess að ná niður kostn- aði í rekstri var að hafa alla fata- framleiðsluna á sama stað ásamt skrifstofuhaldi og því markmiði höfum við náð,“ sagði Baldvin, en Folda notar ekki nema lítið brot af því húsnæði á Akureyri sem Álafoss notaði á sínum tíma. Við kaupin voru allir gildandi starfs- samningar í framleiðslustörfum yfírteknir, en fækkun varð á starfsfólki í skrifstofu- og stjórnunarstörfum. í heild er starfsfólk Foldu tæplega 140 tals- ins. POST - IT rei'r- /r ,£/*iW/£)A ,*&/t£7U/k Þegar koma á skilaboðum ÁRVÍK ÁRMÚLI 1 -REYKJAVÍK- S(MI 687222 -TELEFAX 687295 Dreifðir viðskiptaaðilar með ólíkar kröfur Helstu erfíðleika Foldu nú sagði Baldvin felast í því hversu marg- þættur reksturinn væri. „Þar á ég bæði við tæknileg atriði og eins að viðskiptahópur okkar er mjög dreifður og setur ólíkar kröfur. Það á bæði við um kaupendur okkar og þá sem selja okkur hrá- efni til framleiðslu. Þá gera árstíð- asveiflur okkur erfitt fyrir þar sem við þurfum að framleiða tiltölulega jafnt og þétt yfír árið og það kost- ar birgðahald sem er dýrt.“ Baldvin sagði þessa erfíðleika algenga í þeim rekstri sem hér væri um að ræða, en hins vegar væri verið að vinna í því að reyna að breyta samsetningu viðskipta- hópsins með breyttri markaðssetn- ingu. „Sú vinna er þó enn á al: geru frumstigi,“ sagði Baldvin. „í upphafí hefur stefnan verið sú að reyna að halda í sem flest af við- skiptasamböndum Álafoss enda gerðum við okkur grein fyrir því að þau héldu í okkur lífinu þar til eitthvað nýtt kæmi í staðinn. Þetta hefur tekist ágætlega og okkur höfum náð að halda í mikilvæg- ustu samböndin. Hins vegar er því ekki að neita að það eru ákveðnir markaðir á hnignunarstigi. Stór hluti af sölu Álafoss til Þýskalands fór t.d. í gegnum svokallaðar neyt- endasýningar sem eru sérþýskt fyrirbæri. Þessar neytendasýning- ar eru nú á undanhaldi og við þurfum því að byggja upp ný sam- bönd þar.“ Í fatadeild Foldu er framleiddur hefðbundinn ullarfatnaður en að sögn Baldvins er verið að gera til- raunir með hönnun á pijónuðum Morgunblaðið/Rúnar Þór ULLARIÐIMAÐUR — Baldvin Valdimarsson, framkvæmda- stjóri Foldu hf., segir að menn hafi gert sér grein fyrir því í upphafi að róðurinn yrði erfiður en það miðaði allt í rétta átt. Aðalatriðið hafi verið að ná niður skuldsetningu fyrirtækisins og lækka vaxtakostnað og það hafi tekist vel. fatnaði úr öðrum bandtegundum. „Þar sem viðskiptavinirnir eru margir og dreifðir með ólíkar þarf- ir erum við með mjög fjölbreytta framleiðslu, sérstaklega í fatnaði,“ sagði Baldvin. „Gæði framleiðsl- unnar skipta líka höfuðmáli enda eigum við ekki í verðsamkeppni á erlendum mörkuðum. Markaðs- setningin felst í að selja framleiðsl- una út á gæðin.“ 85% framleiðslunnar fara á erlendan markað Um 5 milljóna króna hagnaður IVECO AIFO diesel vélar Sölu-/dreifingaraðili óskast á íslandi Fyrirtæki, með reynslu bæði í sölu og viðgerð- um á dieselvélum ætlaðar sjávarútvegi og iðnaði, sem hafa áhuga á að gerast sölu- og dreifingaraðilar á íslandi á vélum frá okkur, vinsamlega sendi umsókn ásamt stuttu ágripi um fyrirtækið. Fullum trúnaði heitið. 1 INDUSTRIAL & MARINE DIESELS LIMITED MOSSLAND ROAD HILLINGTON INDUSTRIAL ESTATE GLASGOW G52 4XW - SCOTLAND varð af rekstri Foldu hf. þá þijá mánuði sem fyrirtækið starfaði á sl. ári. Rekstrargjöld námu 115 milljónum og þar af voru hráefnis- kaup upp á 48 milljónir. Á síðasta ári nam sala Foldu um 122 milljón- um þar sem 15% framleiðslunnar voru seld á innanlandsmarkaði og 85% erlendis. Helstu viðskiptavinir Foldu hf. erlendis eru á Norður- löndum, í Mið-Evrópu og Japan. „Sala á íslenskum ullariðnaði til Bandaríkjanna var alveg dottin upp fyrir í tíð Álafoss, en við þykj- umst sjá ákveðin merki þess að hún sé aðeins á uppleið þar nú,“ sagði Baldvin. Að sögn Baldvins verður að telja afkomutölur síðasta árs að mestu Ieyti ómarktækar. Á stuttum rekstrartíma hafí komið stórir gjaldaliðir vegna stofnunar fyrir- tækisins, en hins vegar hafi það tekið við rekstri á aðalsölutíman- um undir lok ársins. Salan dytti venjulega niður eftir áramót og þannig væri ástandið fram undir mitt ár. „Fyrri hluta ársins seljum við um fjórðung af heildarsölu ársins sem er eðlilegt í þessari atvinnugrein. Við erum fyrst og fremst að framleiða vetrarvörur þar sem pantanir koma inn fyrri hluta árs en salan fer ekki fram fyrr en seinni hlutann.“ Áætlanir ársins gera ráð fyrir 400 milljóna króna veltu Áætlanir Foldu fyrir árið 1992 gerðu ráð fyrir um 400 milljóna króna veltu. Að sögn Baldvins var veltan fyrstu fjóra mánuði ársins um 10% undir áætlun sem er inn- an eðlilegra vikmarka. Um síðustu áramót var eigið fé Foldu um 70 milljónir króna. Skuldir námu alls 168 milljónum og þar af voru skammtímaskuldir tæplega 112 milljónir. Veltufjármunir námu 166,4 milljónum og veltufjárhlut- fallið var því um 1,5. Hluthafar í Foldu hf. eru 40 talsins. Hlutafé er um 65 milljónir króna og fyrir liggur heimild stjórnar til að auka það í 70 millj- ónir á árinu. Stærstu hluthafarnir eru Framkvæmdasjóður Akur- eyrar með 30 milljóna hlutafé, Byggðasjóður með 12 milljónir, Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar, Stéttarsamband bænda og Búnað- arsamband Eyjafjarðar. Að sögn Baldvins er gert ráð fyrir því að í fyllingu tímans fari hlutur Akur- eyrarbæjar á sölu á almennum markaði. Nýr sölusamningur við Rússa upp á 240 milljónir króna í síðustu viku var undirritaður samningur milli Foldu hf. og innanríkisviðskiptaráðuneytis Rússlands og innkaupastofnunar rússneska lýðveldisins um sölu á ullarvörum til Rússlands fyrir rúmlega fjórar milljónir dollara eða um 240 milljónir króna. Samn- ingurinn er þó háður þeim fyrir- vara af hálfu Rússa að hann öðlist gildi þegar þeir hafa aflað leyfa fyrir útflutning olíu sem á að koma sem greiðsla fyrir ullina skv. milli- ríkjasamningi þjóðanna tveggja. „Eins og er ganga menn út frá því að framleiðslan komi til af- greiðslu á þessu ári, en ef það dregst eitthvað að samningurinn öðlist gildi dreifist salan væntan- lega líka á næsta ár,“ sagði Bald- vin, en salan mun koma til viðbót- ar við veltuáætlanir fyrirtækisins. Að sögn Baldvins standa vonir til þess að samningurinn leiði af sér áframhaldandi viðskipti við þessa aðila. Kaup Foldu á tækjum og véla- kosti Álafoss voru miðuð við ár- lega veltu á bilinu 3-400 milljónir króna. Að sögn Baldvins þótti það raunhæft mat en fyrirtækið ætti kost á mun meiri framleiðslu mið- að við þann vélakost sem fylgdi í kaupunum. Afkastagetan væri því Iangt frá því að vera fullnýtt og þrátt fyrir að Rússasamningurinn fæli í sér sölu sem væri mjög stórt hlutfall af áður áætlaðri veltu réði Folda auðveldlega við viðbótina án þess að þörf væri á skipulags- breytingum. Aukin áhersla á náttúruvernd kemur Foldu til góða Þegar talið barst að framtíðar- stefnu Foldu sagði Baldvin að sá hópur viðskiptavina færi sífellt stækkandi sem væri umhugað um umhverfið og miðaði innkaup sín við það. Þetta fólk keypti þannig í ríkari mæli fatnað sem framleidd- ur væri úr náttúruefnum og þar lægju möguleikar Foldu. Þarna væri markhópur sem Folda ætti að einbeita sér að í framtíðinni, líkt og reyndar mörg önnur íslensk útflutningsfyrirtæki. „Folda tók eðlilega við mörgum málum sem voru í gangi hjá Ala- foss á sínum tíma. Verðmætin í kaupunum lágu fyrst og fremst í vörumerki með ákveðinni við- skiptavild og þar með aðgangi að vissum viðskiptasamböndum. Hins vegar höfum við líka fengið að súpa seyðið af því að þarna átti sér stað gjaldþrot sem vissulega kom mörgum á óvart vegna íhlut- unar ríkisins í fyrirtækinu. Það er ekki beinlínis hægt að segja að ullariðnaður hafí jákvæða ímynd hér heima en sem betur fer er því þveröfugt farið erlendis. Við gerð- um okkur grein fyrir því í upphafi að róðurinn yrði erfiður, en okkur miðar í áttina og ég er sannfærð- ur um að Folda sé komin til að vera,“ sagði Baldvin Valdimarsson að lokum. HKF

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.