Morgunblaðið - 11.06.1992, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF
FIMMTUDAGUR 11. JUNI 1992
B 5
ItUJIIN.H.UIIJ-
Sfningarbás Islendinga
kjörinn besturíBella Center
SÝNINGBARBÁS Útflutningsráðs íslands og 16 íslenskra fyrirtælga
var valinn besti þjóðarbásinn á alþjóðlegu sjávarútvegssýningunni
World Fishing ’92, sem fram fór í Bella Center sýningarhöllinni í Kaup-
mannahöfn 26.-30. maí sl. Að mati sérfróðrar dómnefndar var ís-
lenski þjóðarbásinn mjög aðlaðandi og upplýsingar á veggjum þóttu
skýrar og áhugavekjandi. Hönnun bássins var í höndum Utflutnings-
ráðs, fyrirtæjanna 16 og Sýningarkerfa hf.
„Meitluð skilaboð mikilvæg"
Að sögn Jóns Þorvaldssonar,
kynningarstjóra Útflutningsráðs,
höfðu íslensku sýnendurnir lagt sér-
staka áherslu á útlit og framsetningu
í undirbúningi sínum fyrir sýning-
una, og sú vinna skilaði greinilega
árangri. „í samkeppni um athygli
sýningargesta getum við alls ekki
lagt fjármagn í dýran arkitektúr,“
segir Jón. „Við verðum að beita fyr-
ir okkur vel skilgreindum meginhug-
myndum — leggja upp úr meitluðum
skilaboðum í stað efnislegs íburðar.
Til að sýningarbás verði aðlaðandi
og meginskilaboð fái notið sín verður
stundum að fórna upplýsingum sem
menn hefðu annars kosið að hafa
uppi á vegg. Ég tek t.d. ofan fyrir
þeim sýnendum sem stilltu sig um
að hengja upp veggspjöld, sem útaf
fyrir sig eru ágæt, en hefðu spillt
heildarmyndinni," segir Jón Þor-
valdsson.
Stærsti íslenski þjóðarbásinn
til þessa
íslenski þjóðarbásinn á World Fis-
hing ’92 mun vera hinn stærsti sem
Útflutningsráð íslands hefur skipu-
lagt hingað til, um 270 fm að flatar-
máli. Alls var sýningarsvæðið um
6.000 fm, nokkru minna en á fyrri
sýningum.
Á sýningunni voru fyrst og fremst
sýndar vélar og tæki fyrir sjávarút-
veg og fiskvinnslu, og voru sýninga-
raðilar á fimmta hundrað talsins, frá
yfir 20 þjóðlöndum. Sýningargestir
voru á níunda þúsund, víðs vegar að
úr heiminum, og Danir innan við
helmingur sýningargesta. Mikið bar
á gestum frá Austur-Evrópu, og var
þar einkum um að ræða yfirmenn
stofnana og fyrirtækja frá Póllandi,
Eystrasaltsríkjunum og Rússlandi.
Einnig má nefna gesti frá Evrópu-
bandalagsríkjunum, N- og S-Amer-
íku, Japan, Kóreu, Ástralíu, Afríku
og Mið-Austurlöndum, auk þess sem
Norðurlandabúar fjölmenntu á sýn-
inguna.
Mikið starf fyrir höndum
Íslensku sýnendumir voru yfirleitt
ánægðir með þátttöku sína, vörur
þeirra og þjónusta vöktu verðskuld-
aða athygli og mikilvægum tengslum
var náð. Vert að geta fulltingis sjáv-
arútvegsráðherra, Þorsteins Pálsson-
ar, en sjávarútvegsráðherrahjónin
sóttu sýninguna ásamt íslensku
sendiherrahjónunum í Kaupmanna-
höfn og heilsuðu þau upp á gesti í
vel heppnaðri móttöku íslensku fyrir-
tækjanna.
Jón Þorvaldsson tekur skýrt fram
að endanleg uppskera af sýningar-
þátttökunni komi yfirleitt ekki í ljós
nærri strax. „Árangurinn ræðst að
miklu leyti af því hvernig unnið er
úr þeim gögnum og samböndum sem
aflað hefur verið, og sú markaðs-
vinna getur tekið langan tíma og
reynt í senn á kunnáttu og þolgæði."
íslensku aðilamir sem sýndu undir
merki Útflutningsráðs voru: Asiaco,
Formax, Icecon, J. Hinriksson, Kas-
sagerð Reykjavíkur, Kvikk, Marel,
Póls, Samey, Fróði hf., Sjóklæða-
gerðin, Slippstöðin á Akureyri/Iðn-
þróunarfélag Eyjaffarðar, Sæplast,
Traust verksmiðja, Vaki og Þorgeir
og Ellert.
ISLENDINGAR
’92 í Kaupmannahöfn.
íslensku þátttakendurnir á World Fishing
BELLA CENTER — Séð yfír básinn sem Marel hf. var með
á íslenska sýningarsvæðinu.
Tilkynning um útgáfu markaðsverðbréfa
Lýsing hf.
Útboð skuldabréfa í júní 1992
2. flokkur 1992, A og B
Kr. 200.000.000,-
Kr. tvö hundruð milljónir 00/100
Utgáfudagur:
Gjalddagar:
Sölutímabil:
Grunnvísitala:
Einingar bréfa:
Verötrygging og ávöxtun:
Sötuaöilar:
Skráning:
Umsjón með útgáfu:
I. júní 1992.
15. desember 1995 og 15. september 1996.
II. júní 1992-11. september 1992.
3210.
Kr. 200.000.-
Ofangreind bréf eru verötryggö miöaö viö hækkun
lánskjaravísitölu. Ársávöxtun, umfram verðtryggingu,
er 8,60% á fyrsta söludegi.
Landsbréf hf., Suðurlandsbraut 24, Reykjavík,
Landsbanki íslands, Búnaöarbanki íslands,
Kaupþing hf. og sparisjóöir.
Skráningarlýsing liggur frammi hjá söluaöilum.
Sótt hefur veriö um skráningu skuldabréfanna
á Verðbréfaþingi íslands. Landsbréf hf. eru viðskiptavaki
skuldabréfa Lýsingar hf. á Verðbréfaþingi íslands
Landsbréf hf.
0
LANDSBRÉF H.F.
Landsbankinn stendurmeð okkur
Sudurlandsbraut 24, 108 Reykjavík, simí 91-679200, fax 91-678598.
Löggilt verðbréfafyrírtæki. Aðili að Verðbréfaþingi tslands.
Notaður Volvo - sömu gæðin
HSI
1. flokkur þýóir:
I. 6 mánaða ábyrgð
II. Sérstaklega yfirfarinn
III. Skoðaóur '93
IV. Góð dekk
V. í toppstandi utan sem innan
> *