Morgunblaðið - 11.06.1992, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 11.06.1992, Qupperneq 8
8 B MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 11 JÚNÍ 1992 Markaðir Danir nýta sér pólitíska velvild markvisst í þágu danskra fyrirtækja Rætt við Carsten Bluhme verkfræðing um danska atvinnustefnu og stuðning við markaðsleit danskra fyrirtækja — reynsla Dana í þeim málum gæti nýst á íslandi EFNAHAGUR danska þjóðarbúsins hefur snarbreyst á undanförnum árum og það svo mjög að ýmsir tala um efnahagsundur. Á því eru ýmsar skýringar. Ein er sú að dönsk fyrirtæki hafa verið lokkuð til að leggja áherslu á útflutning, bæði á vörum og þjónustu. Hið opin- bera hefur á mjög markvissan hátt stuðlað að þessu með því að gera útflutning bæði auðveldari og eftirsóknarverðari en framleiðslu ein- göngu fyrir heimamarkaðinn. Eitt af því sem hefur verið gert er að hvetja lítil fyrirtæki til að leita erlendra markaða með því að styrkja þau til markaðsleitar. Verkfræði- stofan Knudsen og Sörensen er ráð- gjafarfyrirtæki og er eitt þeirra fyr- irtækja, sem hafa nýtt sér slíkan stuðning með mjög góðum árangri. Einn af eigendum fyrirtækisins er Carsten Bluhme, sem féllst á að segja frá hvemig fyrirtæki hans hefur hagnýtt sér aðstoðina og kom- ist inn á erlendan markað. Carsten hefur auk þess nokkra hugmynd um íslenskt atvinnulíf og þekkir sig á íslandi, því hann er kvæntur ís- lenskri konu. Auk þess er íslenskur verkfræðingur einn af yfirmönnum fyrirtækisins. Það er Jón Svavarsson verkfræðingur, sem hefur unnið hjá honum í átta ár. Þegar Carsten Bluhme er spurður hvemig fyrirtæki hans hafi komist inn á markaði erlendis, segir hann að nokkur aðdragandi hafi verið að því. „Fyrirtækið er gamalt, stofnað 1917. Árið 1972 hafði það öðlast reynslu í að setja upp kæli- og geymsluhús og komist á þann mark- að í Mið-Austurlöndum. Þá var ákveðið að skilja utanlandsviðskiptin frá, svo það var stofnað sérstakt fyrirtæki fyrir þau, Frigokonsort, en Knudsen og Sörensen var áfram á innanlandsmarkaði. Þannig var verkaskiptingin fram til 1985, þegar Frigokonsort var selt, um leið og ég gerðist meðeigandi í Knudsen og Sörensen." Frá aðkrepptum byggingariðnaði í blómstrandi umhverfisiðnað bundið ráðgjafarfyrirtæki í bygging- ariðnaði. í Danmörku var gríðarleg þensla í þeirri grein á sjöunda og áttunda áratugnum. Þegar borgara- leg stjóm tók við völdum 1980 gjör- breyttist aðstaðan og það snardró úr byggingarframkvæmdum. Á okk- ar sviði var offramboð og mörg fyrir- tæki tengd byggingariðnaðinum urðu gjaldþrota. Ástandið síversnaði er leið á níunda áratuginn. Á árunum 1985-1989 sinnti fyr- irtækið eingöngu innanlandsmark- aði. Við sáum að við yrðum að byggja upp eitthvað nýtt og þá á erlendum markaði. Þá er spumingin hvað litið fyrirtæki, sem vill hefja útflutning, getur gert. Það er erfitt að ætla sér að komast inn á erlend- an byggingarmarkað, því flestir kunna að byggja. Árið 1989 varð úr að við stofnuðum dótturfyrirtæki á umhverfissviðinu, Blukon. Á sama tíma byijaði umbyltingin í Austur-Evrópu og það var góð ástæða fyrir ráðgjafarfyrirtæki í umhverfismálum að beina athyglinni þangað. Þá kom að markaðssetning- unni. Við höfðum afar takmarkað fjármagn til umráða og að því leyti var aðstaða okkar lík því sem gerist hjá mörgum íslenskum fyrirtækjum. Vandamál okkar var líka að við höfð- um ekkert til að sýna hugsanlegum viðskiptavinum, engar framkvæmdir á þessu sviði sem við gætum notað okkur í kynningarskyni. Við tókum því upp samstarf við fyrirtæki sem voru sérhæfð í sorpeyðingu og reyk- mengunarvörnum og tókum að okk- ur að selja erlendis það sem þau höfðu upp á að bjóða. Þar með vor- um við með vörur eða þjónustu í höndunum sem við gátum kynnt. Þetta gekk vel og við fengum næg verkefni í Eystrasaltslöndunum. Nú höfum við sjálfir komið ýmsu í kring á okkar vegum og höfðum eitthvað að sýna, en höfum líka haldið áfram að selja fyrir aðra.“ Dönsk fyrirtæki markvisst örvuð til útflutnings „Það er áhugavert að af OECD- löndunum erDanmörk með lægsta verðbólgu og viðskiptajöfnuðurinn er hagstæður. Þessu hefur meðal annars verið náð með því að dönsk fyrirtæki hafa verið neydd út í út- flutning. Þau hafa verið leidd til þess með ýmiss konar gylliboðum af hálfu stjómarinnar, meðan fram- leiðsla fyrir innanlandsmarkað er skattlöjgð á ýmsan hátt, því rétt eins og á Islandi sitja Danir uppi með land, þar sem til dæmis er of mikið af íbúðarhúsnæði. Til að örva út- flutninginn eru fyrirtæki, sem hyggja á úflutning, hvort sem er á vörum eða þjónustu, studd í að markaðssetja. Lágmarkið er að þijú fyrirtæki slái sér saman. Þegar við byijuðum að huga að útflutningi fékk ég 200 þúsund DKR til kynningarátaks í Litháen. Féð fór í sýningar, fundi og heimsóknir, sem leiddu á endanum til að við fengum verkefni þar. Meðal annars fengum við verkefni við að skipuleggja nýja oiíuhöfn og svo sorpeyðingu á hættu- legum efnum í Eystrasaltsríkjunum BOSS Opna Boss golfmótið 13. og 14. júní Sœvar Karl Ólason Bankastreeti og Kringlunni þremur. Þetta voru allt stór verk- efni. Sem stendur erum við í fimm fyrirtækjanetum. Við getum líka fengið markaðssetningarstyrk þó við séum í samvinnu við erlend fyrir- tæki, svo það er ekkert því til fyrir- stöðu að til dæmis íslensk fyrirtæki geti komið inn í svona net hér. Þessir markaðssetningarstyrkir, sem danska stjórnin leggur til, gerir fyrirtæki eins og okkar kleift að komast í gang. Á þjóðhagslegan mælikvarða eru þetta mjög góð býti fyrir stjórnina því samningarnir sem við höfum fengið upp úr þessari styrktu markaðssetningu færa land- inu margfalt meira fé heldur en sem nemur styrkjunum. Innan Evrópu eru ýmsir mögu- leikar á styrkjum bæði fyrir vöru og þjónustu. Það er heilmikið í gangi til að jafna mun á milli Suður- og Norður-Evrópu og miklu fé varið til þess. Það er samt ekki nóg að skrifa bara til Brussel og segjast vilja vera með, heldur er nauðsynlegt að geta vísað til einhverra verka sem lokið er við, en einkum og sér í lagi er nauðsynlegt að vera vel kynntur í því landi þar sem á að selja vöruna til að komast á blað í Brussel. Það eru ekki mörg dönsk fyrirtæki, sem hafa tök á að kynna sig þannig og líka þarna koma markaðssetningar- styrkirnir sér vel.“ íslendingar gætu átt möguleika í greinum sem þeir kunna vel til verka í „Á íslandi eru líklega ekki marg- ar greinar þar sem eru fjármunir afgangs í markaðssetningu. íslend- ingar kunna mikið fyrir sér í greinum sem snerta jarðhita, bæði til raf- magnsframleiðslu og hitunar. Það mikilvægasta er að hafa eitthvað að sýna, einhveijar fullbúnar fram- kvæmdir og það hafa þeir. Ef dönsku aðferðinni væri fylgt, væri til dæmis hugsanlegt að bæjarfélög, raf- magnsframleiðendur og ráðgjaf- arfyrirtæki tækju sig saman til að selja vöru og þekkingu og að ríkið styrkti slíkan hóp til að markaðs- setja það sem hann hefði upp á að bjóða. Annað dæmi er byggingariðn- aðurinn þar sem er fyrir hendi kunn- átta í að byggja jarðskjálftaheld hús. Það má hugsa sér að nokkrar arkitekta- og verkfræðistofur sem hver um sig hefur þekkingu á ein- hveiju tilteknu sviði tæki upp sam- starf við verktaka við að reisa orku- ver erlendis. Verkefnið fælist í að finna framkvæmdinni heppilegan stað, hanna verið og byggja það og svo jafnvel að reka það í nokkur ár, eins og er ekki óalgengt við svo sérhæfðan rekstur. í fiskiðnaði ligg- ur beint við að selja þekkingu í vinnslu afla og ýmsu því sem við- kemur frystingu og kælitækni. En það skiptir tvímælalaust máli að halda sig við það sem íslendingar kunna vel til verka í, ekki að breiða sig yfir allar greinar. Mér sýnist að íslensk atvinnu- stefna sé mest miðuð við stór fyrir- tæki og þá einkum í sjávarútvegi, meðan önnur starfsemi er bundin við heimamarkað. Auðvitað er fisk- iðnaðurinn mikilvægur en það ætti samt að opna öðrum leiðir til að komast út. Hvernig svo sem stendur á því, þá rekst ég sjaldan á íslensk fyrirtæki erlendis. Markaðssetning- arstyrkir geta verið með ýmsu móti. Ein leiðin er að styrkirnir verði afturkræfir ef vel tekst til.“ - Hvers vegna er lögð áhersla á að styðja fyrirtækjanet en ekki bara einstök fyrirtæki? „Það eru þá fleiri um að leysa verkefnið, skipulagið getur orðið betra og tekið mið af fleiri hlutum ef fleiri en eitt fyrirtæki leggur til þekkingu. Þannig geta verkefnin orðið viðameiri en eitt einstakt fyr- irtæki gæti leyst af hendi. Reynslan hefur líka sýnt að fyrirtæki í netinu styrkjast við þetta. Samvinnan gerir auðvitað kröfur til fyrirtækjanna. Hún verður að vera bindandi fyrir þau og skilgreind út frá ákveðnum forsendum. Það dugir ekki að eitt fyrirtæki geti hlaupist á brott með gróðann þegar samningur liggur fyrir. Mitt fyrirtæki er gott dæmi um fyrirtæki sem hefur öðlast velgengni með þessum stuðningi. Við höfðum ákveðna undirstöðu til að byggja á, því þetta er gróið fyrirtæki og okkur tókst að rífa okkur upp í þeirri stöðn- un sem ríkir í greininni. Við höfum styrkst mikið af samvinnunni við hin fyrirtækin en þessi samvinna krefst þess líka að heimavinnan sé rækilega unnin." Stjórnmálaleg velvild opnar markaði - Hvaða þaettir, er snerta atvinn- ustefnuna, hafa áhrif á bættan þjóð- arhag? „Það eru margar ástæður fyrir bættum aðstæðum í dönsku atvinnu- lífi og það er þess virði að huga að þeirri atvinnustefnu sem er tekin hér. Við náum markaðshlut frá öðr- um löndum vegna stöðugleikans í dönsku efnahagslífí, en líka vegna þess að Danir hafa meiri áhuga en áður á útflutningi því þeir eru hvatt- ir út í hann með ráðum og dáð. Við liggjum vel við, en nútíma samskipt- atækni hefur gert leguna þýðingar- minni. Við njótum víða stjórnmála: legrar velvildar sem skiptir máli. í Eystrasaltslöndunum njóta íslend- ingar hennar og það ættu þeir að nota sér. Þó erlendar fjárfestingar fari hægt af stað í Austur-Evrópu, þá eru örugglega miklir vaxtamöguleik- ar þar, til dæmis í fyrrum Austur- Þýskalandi. Það er erfitt fyrir íslensk fyrirtæki að koma sér inn á markað- inn af eigin rammleik svo ríkisstjórn- in ætti að létta þeim leikinn. Utan- ríkisráðuneytið danska er mjög ötult við að koma á samböndum danskra fyrirtækja og lykilfólks í Austur- Evrópu. Það er sannarlega ekkert auðvelt að eiga viðskipti þar. Löndin eiga við stjórnmálalega erfiðleika að etja. Fólk í æðstu stöðum, til dæmis í ráðuneytunum, hefur verið hreinsað út og enn hefur ekkert komið al- mennilega í staðinn. Allt byggir á lögmálum tilviljana og það er erfitt „Síðamefnda fyrirtækið er hefð- m I EININGABREF2 unavoxtun § mánuði KAUPÞING HF Löggi/t verðbréfafyrirtœki Kringlunni 5, sfmi 689080 leigu Búnaðarbanka tslands ogsparisjódanna IÐNLANASJOÐUR fyrir íslenskt atvinnulíf ÁRMÚLA 13A 155 REYKJAVÍK SÍMI 680400 TELEX 3084 ILFUND TELEFAX 680950 ________________________i____> K- -v_____________________________________

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.