Morgunblaðið - 11.06.1992, Qupperneq 12
JWtrjpwMtórifo
VIÐSKIPn AIVINNULÍF
FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 1992
Ferðamál
_ >
Ráðstefnuskrifstofa Islands eykur
fjölbreytni í ferðaþjónustu
Morgunblaðið/KGA
STOFNSAMNINGURINN “ Myndin er tekin á stofnfundi Ráðstefnuskrifstofu íslands.
Frá vinstri sitja Jón Magnússon, hæstaréttarlögmaður, Kristín Halldórsdóttir, formaður Ferðamálaráðs,
Markús Öm Antonsson, borgarstjóri, Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, Wilhelm Wessmann, formað-
ur Sambands veitinga- og gistihúsa og Helgi Jóhannsson, formaður Félags íslenskra ferðaskrifstofa.
STOFNFUNDUR Ráðstefnu-
skrifstofu Islands var haldinn
þann 15. maí síðastliðinn.
Markmiðið með stofnuninni er
að markaðssetja ísland sem
ákjósanlegan stað fyrir fundi,
ráðstefnur og hvataferðir og
nýta þar með betur þær fjárfest-
ingar sem eru fyrir í ferðaþjón-
ustu t.d. hótel, veitingahús, sam-
göngutæki o.fl. sérstakiega utan
háannatíma. Tilgangurinn er að
skapa auknar gjaldeyristekjur
og fleiri atvinnutækifæri. Und-
irbúningsviðræður hafa staðið
yfir í alllangan tíma enda er
mikið hagsmunamál fyrir hótel,
veitingahús og ferðaskrifstofur
að vel takist til.
Umræddu markmiði hyggst
Ráðstefnuskrifstofa íslands, RSÍ,
ná m.a. með útgáfu og dreifíngu
upplýsingaefnis, þátttöku í sýning-
um, kynningarfundum og heim-
sóknum erlendra blaðamanna og
skipuleggjendum funda, ráðstefna
og hvataferða. Þá mun skrifstofan
einnig vinna að því að íslendingar
í alþóðlegu samstarfí kynni mögu-
leika landsins á þessum markaði.
Gert er ráð fyrir að rekstrar-
kostnaður verði u.þ.b. 30 milljónir
á ári. í fréttatilkynningu frá Ráð-
stefnuskrifstofu íslands segir að
Ferðamálaráð Islands, Flugleiðir,
Reykjavíkurborg, Félag íslenskra
ferðaskrifstofa og Samband veit-
inga- og gistihúsa hafí ákveðið að
leggja samtals 75 milljónir króna
til skrifstofunnar á næstu þremur
árum. Þar af komi 27 milljónir frá
Ferðamálaráði, 22,5 milljónir frá
Flugleiðum og sama upphæð frá
Reykjavíkurborg.
Starfshópur þeirra aðila sem
þátt eiga í stofnuninni kannaði
samsetningu funda sem hafa verið
haldnir hér síðustu árin og í ljós
kom að tæplega 70% voru norræn-
ir. Fram kom að strax næstu árin
væri hætta á því að hefðbundið
norrænt samstarf minnkaði og
flyttist jafnvel að einhveiju leyti
til Brussel. Því væri sérstaklega
brýnt að hefja faglega markaðs-
setningu á þessu sviði.
í erindi Magnúsar Oddssonar,
markaðsstjóra hjá Ferðamálaráði,
á stofnfundi RSÍ kom fram að
nauðsynlegt væri að lengja ferða-
mannatímabilið. Engin atvinnu-
grein þyldi að fjárfestingar skiluðu
arði í 10-12 vikur, en væru svo
vannýttar utan þess tíma auk þess
sem sífellt væri ráðist í nýjar og
dýrar fjárfestingar. Því væri nauð-
synlegt að auka markaðsstarfíð
meðal þeirra markhópa sem ferð-
uðust án þess að vera sérstaklega
bundnir við sumarið.
Magnús sagði ennfremur í ræðu
sinni að á árinu 1990 hefðu verið
haldnar um 9.000 alþjóðlegar ráð-
stefnur í heiminum auk gífurlegs
fjölda funda og hvataferða, sem
skipti tugum þúsunda á ári. Sam-
keppnisaðilar í Evrópu teldu að
hver ráðstefnugestur eyddi að með-
altali mun meiru en aðrir ferða-
menn og kannanir hér á landi
gæfu hið sama til kynna. Að sögn
Magnúsar voru 5.500 af þessum
9.000 alþjóðlegu ráðstefnum
haldnar í Evrópu. Það væri e.t.v.
enn athyglisverðara að aðeins 30%
þeirra hefði verið haldnar í júní,
júlí og ágúst, en 70% utan þess
tíma.
Einnig kom fram hjá Magnúsi
að íslendingar eru síðastir Norður-
landaþjóða til að stofna ráðstefnu-
skrifstofu og alþjóðasamtök ráð-
stefnuskrifstofa, sem stofnuð voru
árið 1914 hafí um 700-800 með-
limi. Til að geta tekið þátt í þess-
ari samkeppni, sem fer stöðugt
vaxandi og er mjög hörð fyrir,
þurfí fýrirtæki sem eigi traust
þeirra sem það vinnur fyrir og sé
einnig nógu sterkt fjárhagslega og
ekki síður faglega, að vinna traust
markaðarins og skila ferðaþjón-
ustunni árangri.
Á stofnfundinum var ítrekað
mikilvægi þess að helstu ferðaþjón-
ustufyrirtæki, t.d. hótel, ferðaskrif-
stofur og samgöngufyrirtæki
gengju til liðs við Ráðstefnuskrif-
stofu íslands og kom fram að skrif-
stofan myndi aðeins beina viðskipt-
um til meðlima sinna.
Fólk
Skrifstofu-
stjóri
MBJARKIM. Karlsson hefur verið
ráðinn skrifstofustjóri ICEPRO-
nefndarinnar, EDI-félagsins og
EAN. ICEPRO er nefnd stofnana
og samtaka um
skjalalaus við-
skipti, EDI er félag
fyrirtækja og ein-
staklinga um
skjalalaus viðskipti
og EAN eru alþjóð-
leg strikamerkja-
samtök. Þessi þtjú
félög eru með sam-
starfssamning um
sameiginlegan rekstur skrifstofu
sem hefur aðsetur í Verslunarráði
íslands í Kringlunni. Bjarki sem er
27 ára lauk stúdentsprófí frá Hag-
fræðideild Verslunarskóla íslands
1984 og útskrifaðist sem kerfísfræð-
ingur frá EDB-skoIen í Kaup-
mannahöfn árið 1987. Hann starf-
aði sem verslunarstjóri hljómtækja-
deildar Kaupfélags Hafnfirðinga í
2 ár, og nú síðustu 5 ár við kerfis-
hönnun og forritun hjá Kerfisþróun
hf. Þess má geta að Bjarki er 1.
varamaður meirihlutans í bæjar-
stjórn Garðabæjar.
Markaðsfulltrúi
hjá Glitni
MHJALTI Þór Kristjánsson hefur
hafíð störf hjá Glitni hf. Hann mun
hafa umsjón með afgreiðslu á lá-
naumsóknum hjá
Glitni hf. Hjalti Þór
útskrifaðist sem
viðskiptafræðing-
ur frá Háskóla ís-
lands árið 1988.
Harin starfaði sem
framkvæmdastjóri
hjá Eyfirsku kart-
öflusölunni á ár-
unum 1988-1989. Þór
Undanfarin ár hefur Hjalti Þór verið
rekstrarstjóri hjá Gamla kompaníi
Kristjáns Siggeirssonar, GKS. hf.
Hann er 29 ára og er í sambúð með
Maríu Hannesdóttur.
T o r g i ð
Lífróður hjá Sambandinu
Það mátti greina áhyggjusvip á
fulltrúum á aðalfundi Sambandsins
sl. föstudag þegar forráðamenn
þess fluttu skýrslur sínar um rekst-
ur og fjárhag Sambandsfyrirtækj-
anna. Raunar varð það svo að
þegar kom að þeim lið á dag-
skránni þar sem gert var ráð fyrir
umræðum reyndist enginn reiðu-
búinn að taka til máls. Var það
ekki fyrr en eftir langa mæðu að
fáeinir aðalfundarfulltrúar lýstu
viðhorfum sínum.
Meirihluti dótturfélaga Sam-
bandsins á sl. ári var rekinn með
tapi og sérstaka athygli vekur að
verslunarreksturinn er áfram
þungur í skauti enda þótt rekstur-
inn hafi færst nokkuð í átt til betri
vegar. Aðeins tvö af nýju félögun-
um skiluðu hagnaði, Samskip 21
milljón króna og íslenskar sjávaraf-
urðir 52 milljónum. Þá skilaði Efna-
verksmiðjan Sjöfn 28 milljóna
hagnaði. Mikligarður var gerður
upp með 396 milljóna tapi og Jöt-
unn með 28 milljóna tapi. Þá var
Goði með 47 milljóna tap og (s-
lenskur skinnaiðnaður með 48
milljóna tap. Loks má nefna að tap
Regins varð 242 milljónir vegna
þess kostnaðar sem fyrirtækið bar
af kaupum og breytingum á Holta-
görðum. Samtals var hlutdeild
Sambandsins í afkomu 11 dóttur-
félaga og 6 samstarfsfélaga um
620 milljónir.
Við þetta bætist afkoma Sam-
bandsins sjálfs sem var tap að fjár-
hæð um 700 milljónir að frátöldum
söluhagnaði. Þetta endurspeglast
í heildarafkomu Sambandsins þar
sem tapið varð alls um 1.320 millj-
ónir. Til frádráttar kemur hagnaður
vegna sölu Holtagarða að fjárhæð
952 milljónir. Endanleg niðurstaða
er því 368 milljóna tap. Fram kem-
ur í sjóðsstreymisyfirliti að hand-
bært fé til rekstrar nemur alls um
189 milljónum, m.ö.o. þurfti að
greiða þessa fjárhæð með rekstr-
inum. Þessi afkoma er þeim mun
alvarlegri fyrir það að svipaðar töl-
ur mátti sjá í reikningum Sam-
bandsins fyrir árið 1990. Þá nam
tapið rúmum 900 milljónum en
vegna mikils söluhagnaðar var
endanleg afkoma 330 milljóna
hagnaður.
Á meðan þessum taprekstri fer
fram hvíla skuldir á Sambandinu
og dótturfyrirtækjum af miklum
þunga og má líklega grípa til þess
að lýsa ástandinu sem „fortíðar-
vanda“ eins og Guðjón B. Ólafsson
forstjóri gerði raunar í ræðu sinni
á aðalfundinum. Hann sagði m.a.:
„Sambandið sótti í vaxandi mæli
á erlenda lánamarkaði upp úr 1980
og hafði um miðjan áratuginn safn-
að miklum skuldum hjá 10 bönkum
í fjórum Evrópulöndum auk Banda-
ríkjanna. Þessum lánum var að
nokkru varið til fjárfestinga, m.a. í
íslandslaxi og öðrum fyrirtækjum
og framkvæmdum sem því miður
reyndust ekki arðbærar en að
verulegu leyti til að mæta vaxandi
erfiðleikum í greiðslustöðu Sam-
bandsins, bæði vegna ófullnægj-
andi rekstrarafkomu og vegna
ýmissa áfalla sem fyrirtækið varð
fyrir og hafa að nokkru verið rakin
á fyrri aðalfundum. Það er þvi víð-
ar en hjá nýkjörinni ríkisstjórn ís-
lands sem glímt er við svokallaðan
„fortíðarvanda“.“
Guðjón vék einnig að erlendum
bankaviðskiptum Sambandsins og
sagði m.a.: „Margir bankar hafa
sett útlánakvóta á ísland og auk
þess hafa þeir í vaxandi mæli
minnkað eða jafnvel hætt viðskipt-
um við einstök erlend fyrirtæki, en
einskorðað viðskipti við seðla-
banka, viðskiptabanka eða ríkis-
sjóði viðkomandi landa.
Þegar við þetta bætist viðvar-
andi hallarekstur, má Ijóst vera að
það er ekki auðsótt mál að við-
halda þeim erlendu bankaviðskipt-
um sem þó eru Sambandinu og
tengdum fyrirtækjum svo nauð-
synleg.
Á seinasta ári tókst að minnka
erlendar skuldir Sambandsins
verulega m.a. með því að nýju hlut-
afélögin yfirtóku hluta skuldanna
en líka með nokkurri niðurgreiðslu.
Við þessa samningagerð nutum
við mikilvægs stuðnings Lands-
banka íslands.
Síðar á þessu ári verður síðan
nauðsynlegt að leita eftir endurnýj-
un þessara samninga. Mun þá
ráða úrslitum að hægt verði að
sannfæra bankana um að hallá-
rekstri sé lokið og að eignir beri
arð í samræmi við kostnað, en
verði annars seldar."
Það er einmitt sala eigna sem
gengið hefur hægt hjá Samband-
inu en í því efni er sérstaklega
horft til hlutabréfaeignarinnar í
Olíufélaginu og Sambandshússins
við Kirkjusand. Húsið við Kirkju-
sand hefur verið til sölu í meira
en hálft ár án þess að kaupendur
hafi fundist á verði sem talið er
viðunandi. Olíufélag Kúvæt hefur
sýnt hlutabréfunum í Q8 áhuga en
við lagalegar hindranir og mótbár-
ur stjórnenda og annarra hluthafa
er að etja. Hlutabréfamarkaðurinn
hér innanlands hefur á hinn bóginn
verið í mikilli lægð um langt skeið
og sala á þeim vettvangi gæti orð-
ið mjög erfið. Stjórnendur Sam-
bandsins eiga því örðugt um vik
að ráðast í nauðsynlegar aðgerðir
til að lagfæra fjárhagsstöðuna. Á
hinn bóginn virðist tími þeirra
naumur, a.m.k. meðan eignirnar
skila jafn litlum arði sem raun ber
vitni. KB