Morgunblaðið - 13.06.1992, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1992
35
Norrænt gigtarár 1992
Gigtarsjúklingur-
inn og umhverfið
eftir Þóru Árna
dóttur
Það er erfitt að vera gigtarsjúkl-
ingur í nútíma þjóðfélagi sem dýrk-
ar ungdóm, fegurð og framleiðni,
þjóðfélag sem byggir á hraða og
afköstum. Gigtarsjúklingur er
venjuleg manneskja sem lifir og
hrærist í sínu umhverfi ásamt ætt-
ingjum, vinum og vinnufélögum.
Við sjúkdómsgreininguna koma til
nýir þættir í umhverfi hans eins
og heimsóknir til læknis og sjúkra-
þjálfara og sjúkrahúsdvalir allt
eftir því um hvaða gigtarsjúkdóm
er að ræða.
Þriðja þverfaglega ráðstefna
norrænu gigtarfélaganna sem
haldin var í Finnlandi í júní 1991
fjallaði um umhverfi gigtarsjúkl-
ingsins í víðtækum skilningi.
Markmið ráðstefnunnar var að
komast að helstu vandamálum
gigtarsjúklingsins í umhverfínu og
leita leiða til þess að hann geti lif-
að sjálfstæðu og innihaldsríku lífí í
þjóðfélaginu.
Meðferð og fræðsla
gigtarteymi
Til þess að gigtarsjúklingurinn
geti lifað sjálfstæðu lífí verður
hann að þekkja sjúkdóm sinn og
alla meðferð hans svo vel að hann
geti tekið ábyrgð á sjálfum sér.
Við erum hvert og eitt sérfræðing-
ar í að lifa okkar eigin lífi en til
þess að gigtarsjúklingurinn geti
tekið þessa ábyrgð og orðið sér-
fræðingur eigin
lífs þarf hann
ástuðning frá
gigtarteymi.
Gigtarteymi
1 er hópur fag-
l\ fólks sem hefur
menntað sig til
þess að aðstoða
gigtarsjúklinga
í að leysa þau
vandamál sem
upp kunna að
koma í daglegu lífí þeirra. í gigtar-
teymi eru a.m.k. læknar sem eru
sérmenntaðir gigtarsérfræðingar,
gigtarskurðlæknar, hjúkrunar-
fræðingar, sjúkraþjálfarar, iðju-
þjálfar, sjúkraliðar, félagsráðgjaf-
ar, hjálpartækjasmiðir og auðvitað
sjúklingurinn sjálfur og aðstand-
endur hans. Gigtarsjúklingur þarf
að hafa aðgang að öllu þessu fólki
og hann á rétt á að fá samfellda
meðferð og fræðslu hjá því.
Hérlendis er ekki boðið upp á
skipulega fræðslu með þessu sniði
þó vitað sé um nauðsyn hennar.
Við eigum fagfólkið og fræðsluefn-
ið tiltækt en íslensk sjúkrahús eru
yfirfull og undirmönnuð og geta
því aðeins veitt bráðaþjónustu.
Rannsóknir sýna þó að það er sam-
fellan í meðferðinni sem sjúkling-
arnir sakna mest.
Finnar telja að kostnaður vegna
gigtarsjúkdóma lækki snarlega ef
sjúklingarnir fái frá upphafí góða
fræðslu um sjúkdóm sinn og sam-
fellda meðferð. Þeir telja að það
Skipin eru: Friðrik Sigurðsson
ÁR-17, Glófaxi VE-300, Guðbjart-
ur ÍS-16, Happasæll KE-94,
Hringur SH-277, Mánaberg ÓF-
42 og Sigurður Ólafsson SF-44.
Þetta er fjórða árið í röð sem
Siglingamálastofnun ríkisins veitir
Garðbæingar!
Ævintýra- og
útilífsnámskeið
Fjölbreytt námskeið fyrir 8-12 ára.
Enn er möguleiki að láta skrá sig á næstu
námskeið:
15. júní - 26. júní
29. júní - 10. júlí
Námskeiðin standa frá 10.00-16.00 virka
daga en boðið er upp á gæslu frá 9.00-10.00
og 16.00-17.00.
Skráning og upplýsingar í símum 658989
og 41609. Námskeiðsgjald er kr. 4.000,-
borgi sig á nokkrum árum að veita
meira fé til rannsókna á gigtar-
sjúkdómum og að mennta heil-
brigðisstéttir betur á þessu sviði.
Við íslendingar ættum að geta
komið upp „Gigtarmiðstöð" þar
sem fólk sem fær gigtarsjúkdóm
ætti hægan aðgang að þeirri þjón-
ustu sem það þarf á að halda, sum-
ir þurfa hana af og til ævilangt
en aðrir aðeins stuttan tíma.
Ég er sannfærð um það að hafa
vísindin, meðferðina og fræðsluna
á sama stað sparaði þjóðfélaginu
stórfé og sjúkiingum ómældar
þjáningar.
HeUlrarævihús
Það er hægt að breyta mörgu
til hins betra, t.d. breyta um stefnu
í byggingarmálum og byggja
„heillrarævihús". En það eru hús
sem eru þannig hönnuð að þar er
auðvelt að vera barn, hreyfíhaml-
aður eða bara eldast í þeim. Þetta
þýðir hús sem hefur ekki tröppur
við innganginn, öll nauðsynleg
herbergi eru á einni hæð og það
Þóra Amadóttir
„Ég hvet fólk til þess
á norrænu gigtarári
að fjarlægja hindranir
úr umhverfinu, hjá
löggjafarvaldinu og úr
hugum sínum. Það er
nefnilega kominn tími
til þess að við fjárfest-
um í fólki.“
er rétt breidd á dyrunum; sem
sagt hús sem t.d. manneskja í hjól-
astól getur verið sjálfbjarga í. Ark-
itektar á ráðstefnunni töldu að ef
þessi stefna yrði tekin upp myndi
það verða ódýrara fyrir þjóðfélagið
til lengdar því þá þyrfti fólk ekki
að vera að flytja mörgum sinnum
á ævinni. Nokkur bæjarfélög í
Noregi veita þeim sem byggja
svona húsnæði hærra lán til bygg-
ingar.
Sorp-póstþjónusta
Það eru margir hlutir í daglega
Iífínu sem eru gerðir mjög erfiðir
fýrir hreyfihamlað fólk svo sem
að koma frá sér sorpi; hvernig er
t.d. hægt að ætlast til þess að
þetta fólk þvælist bæjarhluta á
milli með jólatréið sitt eða garðúr-
gang. Annað dæmi er póstþjónust-
an. Hvað er auðveldara en skipu-
leggja hana þannig að pósturinn
taki bréf um leið og hann kemur
með póstinn? Nei, þess í stað verð-
ur að bíða eftir því að einhver af
hinum önnum hlöðnu ættingjum
hafi tíma til þess að aðstoða við
þessa hluti.
Ég hvet fólk til þess á norrænu
gigtarári að fjarlægja hindranir úr
umhverfinu, hjá löggjafarvaldinu
og úr hugum sínum. Það er nefni-
lega kominn tími til þess að við
fjárfestum í fólki.
Höfundur er hjúkrunarfræðingur
og húkrunardeildarstjóri á
gigtardeild Landspítalans.
Siglingamálastofnun
veitir viðurkenningu
í TILEFNI sjómannadagsins mun Siglingamálastofnun ríkisins
veita áhöfnum og eigendum eftirtalinna sjö fiskiskipa viðurkenn-
ingu. Viðurkenningin er veitt fyrir fyrirmyndar framkvæmd ör-
yggisregina, ágæta umhirðu skips og árvekni er varðar almennt
ástand skipsins og öryggisbúnaðar þess undanfarin ár.
viðurkenningu af þessu tagi. Með
þessari viðurkenningu vill stofnun-
in undirstrika mikilvægi þessara
atriða til aukins öryggis sjómanna
og um leið hvetja alla útgerðar-
menn og sjómenn til að hafa ör-
yggismál jafnan í öndvegi.
IDAG er ,
HREINSUNARATAKI
FOSSVOGSDAL
Reykjavíkurborg og Kópavogskaupstaður ásamt samtökunum
Líf í Fossvogi, gangast í dag sameiginlega fyrir hreinsunarátaki
á útivistarsvæðinu í Fossvogsdal, milli kl. 12.00 -16.00.
Samstarf íbúa og sveitarfélaga
Hreinsunardeildir beggja sveitarfélaganna munu starfa
að hreinsun og brottflutningi sorps. Vonast er til að íbúar
í Fossvogsdal taki þátt í átaki þessu, auk kjörinna bæjarfulltrúa
og embættismanna sem munu verða þar fremstir í flokki.
Grillveisla
I lok hreinsunarinnar mun
Reykjavíkurborg bjóða þátttakendum yfg
til grillveislu á lóð Fossvogsskóla.
Við Fossvogsskóla munu einnig ^
verða leiktæki fyrir börnin. i ^
Sorppokar
rý, Sorppokar verða afhentir við Fossvogsskóla
íÆ í Reykjavík og Snælandsskóla í Kópavogi
kl. 12.00. Þátttakendur eru vinsamlega
beðnir að koma sorppokum að akvegum
i»\ it 'TT' j til að auðveldabílum hreinsunardeilda
f: brottflutning sorpsins.
Reykjavíkurborg
Kópavogskaupstaður