Morgunblaðið - 16.06.1992, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1992
Myndlista- og hand-
íðaskóla Islands slítíð
MYNDLISTA- og handíðaskóla tslands var slitið þann 30. maí sl.
í Háskólabíói. Að þessu sinni brautskráðust 47 nemendur, þar
af 25 úr myndlistardedd og 22
Viðurkenningu fyrir ágætan
námsárangur hlutu eftirtaldir:
Hafdís Helgadóttir í málun, Stef-
án Jónsson í skúlptúr, Kristín
Hauksdóttir í grafík, Arnfmnur
Einarsson í fjöltækni, Bjamheið-
ur Jóhannsdóttir í leirlist, Kristín
Ragna Gunnarsdóttir í grafískri
hönnun og Þóra Björk Schram í
textíl.
Vorsýning skólans var haldin
dagana 9.-17. maí í Listaháskóla-
húsinu í Laugarnesi. Þar voru
að venju sýnd lokaverkefni út-
skriftamemenda. Mjög góð að-
sókn var að sýningunni. Laugar-
daginn 16. maí var sameiginleg
dagskrá annarra listaskóla sem
flytja eiga í húsið og var sungið,
úr listiðna- og hönnunardeild.
leikið á hljóðfæri og dansaður
ballett.
Við opnun sýningarinnar
kynnti skólastjóri Myndlista- og
handíðaskólans áform um að
flytja hluta af starfsemi skólans
í Listaháskólahúsið á næstu mán-
uðum. Erindi þess efnis liggur
nú fyrir byggingamefnd hússins.
Einnig hefur Leiklistarskóli ís-
lands óskað eftir að flytja Nem-
endaleikhúsið þangað, og List-
dansskóli íslands hefur farið
fram á að hefja starfsemi þar
að ári, en eins og kunnugt er var
húsnæði þess skóla lagt upp í
kaupverð hússins á sínum tíma.
Könnun á Listaháskólahúsinu
hefur leitt í ljós að það muni
Áform eru um að Myndlista- og handíðaskóli íslands muni flytja
hluta starfsemi sinnar í Listaháskólahúsið.
henta einkar vel fyrir fjölbreytta
starfsemi listaskólanna og er það
mikill áhugi á að hefja nýtingu
þess sem allra fyrst. Auk góðrar
nýtingar á húsnæði mun samein-
ing listaskólanna undir einu þaki
leiða til geysilegrar hagræðingar
í rekstri.
Enginn vafí er á að starfsemin
í húsinu á eftir að setja svip sinn
á bæjarlífíð. Samanlagður fjöldi
nemenda í listaskólum er um 500
og við þá starfa nokkuð á þriðja
hundrað kennarar, flestir lista-
menn í hlutastarfi.
(Fréttatilkynning)
17. júní:
Kaffisaia Hjálp-
ræðishersins
ÞAÐ er orðin hefð að Hjálpræðis-
herinn sé með þjóðhátíðarkaffi í
Hersalnum, og það eru margir
sem í gegnum árin hafa gert það
að föstum lið í þjóðhátíðarfagnaði
sínum að kaupa kaffi þar og á
þann hátt einnig styrkja gott mál-
efni.
í þetta sinn mun Hjálpræðiherinn
einnig vera með kaffísölu í Herkast-
alanum, Kirkjustræti 2, 17. júní kl.
14-18. Að venju mun vera á boð-
stólum ríkt útval af góðum, heima-
bökuðum kökum og tertum, pönnu-
kökum og öðru góðu. í lok kaffisöl-
unnar, klukkan sex síðdegis, verður
stutt söng- og lofgjörðarstund og
eru allir velkomnir á hana.
Hjálpræðisherinn vonast til að
sem flestir komi við í samkomusal
hans í Herkastalanum á þjóðhátíð-
ardaginn, kaupi sér kaffi og styrki
þannig starf Hjálpræðishersins i
Reykjavík.
(Fréttatilkynning)
Sýnum ábvrað. flokkum sorp
og notum gámastöðvar
Timbur • málmar • garðaúrgangur • pappír • spilliefni • grjót
V estmannaeyjar:
Stýrímannaskólanum slitid
Poppminjar á sýn-
ingn í Arbæjarsafni
OPNUÐ var sýning í Prófessorsbústaðnum frá Kleppi 31. maí sl.
er nefnist: Það er svo geggjað. Fjallar þessi sýning um tímabilið
1968-1972. Sögu þessa tímabils eru gerð skil i máli og myndum og
leitast er við að setja á svið mannlíf þessara litskrúðugu ára.
Sett hefur verið upp lítið heimili
með innanstokksmunum frá þess-
um tíma og þar fá fíölbreyttir litir
að njóta sín. Í Glaumbæjarherbergi
er poppsagan rakin, poppminjar
sýndar og sögu þessa fræga staðar
gerð skil. Hippaherbergi sýnir lífs-
stíl og lífsmáta hippa og ungs fólks
almennt. Þar eru myndir, föt og
annað er mátti sjá þar sem ungt
fólk hélt til. Sett hefur verið upp
verslunargata þar sem margskonar
■ OPNAÐUR hefur verið sýn-
ingarsalur á 2. hæð að Lauga-
vegi 37 með málverkum eftir þýska
málarann Giinter Umberg. Giint-
er Umberg er fæddur í Köln 1942.
Hann hefur sýnt verk sín víða í
þekktum sýningarsölum í Evrópu
og Bandaríkjunum síðustu áratugi.
Sem þýskur málari nýtur hann
nokkurrar sérstöðu. Sýningin er
opin almenningi miðvikudaga frá
kl. 14-18 í júní og júlí.
vamingi þessara ára hefur verið
stillt út í glugga. Að lokum er svo
að nefna kynningarherbergið en þar
má sjá fyölda fréttamynda af helstu
atburðum þessa tíma. ítarlegir
myndatextar eru við hveija mynd.
Til að skapa rétta stemmningu
er leikin tónlist frá þessum tíma,
reykelsi brennur í hippaherbergi til
að skapa rétta lykt og svo mætti
lengi telja. Gínur hafa verið klædd-
ar upp á til að fá sem eðlilegastan
blæ á sýninguna.
Árbæjarsafn er opið í sumar alla
daga nema mánudaga frá kl. 10 til
kl. 18. í september er opið um helg-
ar. Sömu daga er Dillonshús opið
frá kl. 11 til 17.30. Aðgangseyrir
í sumar er 300 kr. fyrir fullorðna,
en ókeypis fyrir börn yngri en 16
ára, eldri borgara og öryrkja. At-
hygli er vakin á því að miðar gilda
í viku en einnig er hægt að fá árs-
kort sem kosta 2000 kr.
(Fréttatilkynning)
Útskriftarnemendur úr Stýrimannaskólanum í Vestmannaeyjum.
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
Vestmannaeyjum.
Stýrimannaskólanum í Vest-
mannaeyjum var slitið fyrir
skömmu. 15 skipstjórnarmenn
útskrifuðust frá 2. stigi en 13
nemendur luku 1. stigi.
í ræðu Friðriks Ásmundssonar
skólastjóra kom fram að mennta-
málaráðherra hefði ákveðið að
fresta gildistöku reglugerðar um
hert inntökuskilyrði í skólann.
Skólanefnd Stýrimannaskólans í
Eyjum og skólastjóri höfðu haft
miklar áhyggjur af að reglugerðin
yrði til þess að setja framtíð skól-
ans í hættu. 1. stig hefði að öllum
líkindum aflagst næsta vetur, ef
reglugerðin hefði tekið gildi, og
því verið með öllu óvíst um fram-
haldið. Friðrik fagnaði þessari
ákvörðun menntamálaráðherra,
sem verður til þess að skólahald
verður með óbreyttu sniði í Stýri-
mannaskólanum næsta vetur.
15 nemendur luku prófi frá öðru
stigi skólans og varð Martin Harr-
is Avery hæstur, með meðalein-
kunnina 9,26. Hlaut Martin fjölda
viðurkenninga fyrir góðan náms-
árangur. Hann fékk loftvog frá
Sigurði Einarssyni útgerðarmanni
og úr frá Skipstjóra- og stýri-
mannafélaginu Verðandi. Þá
fengu Martin og Ágúst Ómarsson
sjónauka frá Utvegsbændafélagi
Vestmannaeyja, fyrir hæstu ein-
kunnir í siglingafræðum en Ágúst
hlaut einnig viðurkenningu frá
Bjarna Jónassyni fyrir bestan
árangur í veðurfræði. Rotaryklúb-
bur Vestmannaeyja veitti Guð-
mundi Tómassyni viðurkenningu
fyrir bestan árangur í íslensku og
einnig hlaut hann viðurkenningu
frá Sigurgeir Jónssyni íslensku-
kennara fyrir bestu ritgerðina á
lokaprófi. Þá hlaut Bjarki Krist-
jánsson viðurkenningu frá Eyja-
búð fyrir reglusemi og góða
ástundun í námi.
Fulltrúar nemenda sem stundað
hafa nám við skólann færðu hon-
um gjafir en síðan var öllum við-
stöddum boðið að þiggja kaffíveit-
ingar.
Gámastöðin þín er í næsta nágrenni:
• Mosfellsbær: Við hesthúsabyggðina í Mosfellsbæ.
•.Noröausturhverti Reykjavíkur, Austurbær,
Fossvogur og Árbær: Við Sævarhöfða.
• Hafnarfjöröur, Garöabær og Bessastaöahreppur:
Miðhrauni 20* Garðabæ.
• Seltjarnarnes og Vesturbær: Við Ánanaust.
• Kópavogur: Viö Dalveg.
• Breiöholt: Viö Jafnasel.
• Grafarvogur: Við Gylfaflöt.
Stöövarnar eru opnar alla daga frá 10:00 - 22:00.
Tekið er á móti förmum allt að tveimur rúmmetrum.
S©RPA-
SORPEYÐING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS bs
Grímur