Morgunblaðið - 25.06.1992, Blaðsíða 1
FLUTNINGAR: íslensk og dönsk skipafélög keppa um Grænlandssiglingar /4
SAMBANDID: Reksturinn skilar engu upp í afborganir og vexti/6-7
VIÐSKIPn AIVINNULlF
'MIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ1992 BLAÐ ]3
n
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 1992 BLAÐ XJ
Einkavæding
Kaupþing mun annast sölu
Lyfjaverslunar ríkisins
Verðbréfamarkaður íslandsbanka mun líklega sjá um sölu á hlut ríkis-
ins í Islenskri endurtryggingu
EINKAVÆÐINGARNEFND ríkisstjórnarinnar hefur ákveðið hvaða
verðbréfafyrirtæki munu taka að sér verðmat og undirbúning á sölu
á eignarhlutum ríkisins í fjórum fyrirtækjum. Akveðið hefur verið að
Kaupþing sjái um undirbúning og sölu á Lyfjaverslun ríkisins. Líklega
mun salan á Lyfjaversluninni fara fram í almennu útboði sem stefnt
er að því að hefjist á þessu ári. Auk þess mun fyrirkomulagið líklega
verða þannig að Verðbréfamarkaður Islandsbanka sjái um íslenska
endurtryggingu, Fjárfestingarfélagið um Steinullarverksmiðjuna og
Landsbréf um Þróunarfélag íslands, samkvæmt áreiðanlegum heimild-
um Morgunblaðsins.
íjárfestingarfélagið mun líklega
undirbúa og koma með tillögur um
verðmat og hvemig framkvæma eigi
sölu á hlut ríkisins í Steinullarverk-
smiðjunni og Landsbréf mun líklega
sjá um sölu á hlut ríkisins í Þróunar-
félaginu.
Verkefni Kaupþings mun verður
nokkuð viðameira þar sem sala á
Lyfjaverslun ríksins þarfnast frekari
undirbúnings, t.d. þarf að breyta lög-
um um fyrirtækið. Einnig mun undir-
búningur Verðbréfamarkaðs íslands-
banka á sölu á Islenskri endurtrygg-
ingu vera nokkuð umfangsmikill þar
sem ekki er um að ræða hlutafélag.
Hugsanlega þarf einnig að breyta
lögum um íslenska endurtryggingu.
Að sögn Helga Sigurðssonar lög-
fræðings Kaupþings mun salan á
Lyfjaverslun ríkisins líklega verða í
formi almenns útboðs þannig að síð-
ur myndist fákeppni eða einokun á
lyfjamarkaði. „Lyfjaverslun ríkisins
er ennþá ríkisfyrirtæki, því er salan
flókin og það þarf að undirbúa hana
vel. Það þarf að byija á því að breyta
fyrirtækinu í hlutafélag og svo verð-
ur unnt að selja bréfin. Vegna þessa
verður sala Lyfjaverslunarinnar ef
til vill nokkuð seinna á ferðinni en
hinna þriggja ríkisfyrirtækja. Hins
vegar stefnum við að því að salan
hefjist á þessu ári. Allt fer þetta þó
eftir þróun markaðarins."
Kaupþing hefur séð um sölu á
hlut ríkisins í Jarðborunum og segir
Helgi að fyrirtækið byggi þar á lær-
dómsríkri reynslu í undirbúningi á
sölu ríkisfyrirtækis. „Við hjá Kaup-
þingi erum mjög ánægð með að hafa
verið treyst fyrir þessu stóra verk-
efni. Jafnframt er mjög spennandi
að sjá um þetta verkefni þar sem
það er dálítið sérstakt á markaðnum
og ekki í hópi hinna hefðbundu at-
vinnugreina.“
Fyrirtæki
Fyrsta áfanga ísölu
Samskipabréfa lokið
FYRSTA áfanga í sölu á hluta-
bréfum Sambandsins í Samskipum
lauk nýlega og hafa þá verið seld-
ar 100 milljónir af 400 milljónum
sem áformað er að selja. Bréfin
voru seld á genginu 1,12 þannig
að heildarsöluverð þeirra nam 112
milljónum.
Að sögn Sigurbjörns Gunnarsson-
ar, deildarstjóra hjá Landsbréfum
sem annast söluna ríkir ánægja með
viðbrögð markaðarins við bréfunum,
sérstaklega í Ijósi þess að mjög lítil
viðskipti hafa verið á hlutabréfa-
markaði að undanförnu.
Helstu kaupendur voru lífeyris-
sjóðir, fjárfestingarsjóðir, fyrirtæki
og einstaklingar. Sigurbjörn sagði
að ákveðið hefði verið að bíða með
annan áfanga fram í ágústmánuð
vegna óvissu í efnahagsmálum og
lítilla viðskipta með hlutabréf í sum-
ar. Áfram yrði þó unnið að sölu bréfa
til stærri aðila innanlands og erlend-
is.
Avöxtun sex verðbréfasjóða
undanfarna 25 mánuði
EININGABREF 1
1.923 millj.kr.
12. mán,-
2%-
J’90 0 J’91 A J 0 J'92 A
1(1
MARKBREF
567 millj.kr. 3 mán.
|fa=^8.1%
6 \\ /Í
^—•3,3%
2% -11.2/-10.2/-10.0 12. mán.
J’90 0 J’91 A J 0 J’92 A
ÁKVEÐIN þáttaskil virðast hafa orðið hjá verðbréfasjóðum í maímánuði
þegar sjóðirnir tóku að vaxa eftir samfellt samdráttarskeið frá miðju ári
1990. Námu heildareignir þeirra um 10.840 milljónum í byrjun maí saman-
borið við 10.110 milljónir í aprilmánuði. Þessi aukning kemur í kjölfar batn-
andi ávöxtunar hjá sjóðnum að undanfömu sem á sér rætur í vaxtalækk-
unum á verðbréfamarkaði. Aimenn vaxtalækkun hefur í för með sér að
gengi á verðbréfaeign sjóðanna hækkar og þar með eykst markaðsverð-
mæti hennar. Á meðfylgjandi línuritum sem byggð er á upplýsingum frá
Veröbrýfamarkaði íslandsbanka sést hvernig ávöxtun sex stasrstu sjóðanna
hefur verið frá miðju ári 1990. Af einstökum verðbréfasjóðum hafa sjóðir
Landsbréfa verið með bestu ávöxtunina sl. 12 mánuði en t.d. gáfu íslands-
bréf 8,2% raunávöxtun á þvi tímabili. Raunar hafa aðrir sjóðir Landsbréfa
gefið um eða yfir 8% raunávöxtun ef undan er skilinn skammtímasjóður í
vörslu fyrirtækisins. Þegar litið er til þriggja siðustu mánuða eru dæmi um
ágæta ávöxtun annarra sjóða og t.d. var ávöxtun Einingabréfa 2 hjá
Kaupþingi 10,1 % sl. 3 mánuði. Nánari upplýsingar um ávöxtun einstakra
verðbréfasjóða er jafnan að finna í Peningamarkaði Morgunblaðsins.
Heimsbréf, 26,3% raunávöxtun
á ársgrundvelli síðustu 3 mánuði
Þar sem lítið samband er á milli hagsveiflna hér innanlands og erlendis og íslenska hagkerfið er einhæft
eru fjárfestingar í erlendum verðbréfum skynsamleg leið til að dreifa áhættu.
Heimsbréf eru ávöxtuð með kaupum í hlutabréfum erlendra fyrirtækja
og traustum skuldabréfum og henta því vel fyrir þá sem vilja dreifa áhættu
og njóta góðrar ávöxtunar til lengri tíma.
Víðast í heiminum er spáð góðri ávöxtun hlutabréfa næsta árið og því eru
horfur góðar fyrir þá sem fjárfesta í Heimsbréfum.
Allar nánari upplýsingar veita ráðgjafar Landsbréfa hf.
og umboðsmenn í Landsbanka ísiands um allt land.
s
LANDSBREF H.F.
Landsbankinn stendur með okkur
Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavlk, sími 91-679200, fax 91-678598
Löggilt verdbréfafyrirtæki. AÖUi að Verdbréfoþingi íslands.