Morgunblaðið - 25.06.1992, Qupperneq 2
2 B
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/flTVINNULÍF FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 1992
Þróun hlutabréfaverðs nokkurra félaga 28 ág.’91 t{l 18. júní ’92
6 5 4- 3 2 1 0 Útgerðarfélag Akureyringa hf.
Aða 10‘ fun< b/10 ur %
< ■ £
Ka jptii )Oð- /
Á’91 S O N D J'92 F ' M A M J
6 5- 4 3 2- 1 o- Olíufélagið hf. Aðalfundur ** 15%/10%
4 > L
Á’91 S 0 N D J’92 F M A M J '
6“ Grandi hf.
0 Aða 8% func /108 ur í>
l
O "4 - •
T
I 0 Ka jptil >0 5- <
Á'91 S 0 N D J’92 F M A M j
VERÐ á hlutabréfum hefur sem kunnugt er
farið lækkandi frá því í haust sl. Nokkrum
erfiðleikum er þó bundið að fá heildaryfir-
sýn yfir þróunina þar sem skráning við-
skipta og tilboða hefur tekið nokkrum
breytingum. Eftir að Opni tilboðsmarkað-
urinn (OTM) tók til starfa í maí komst loks
festa á skráninguna en þar áður var helst
horft til tilboðsmarkaðar Kaupþings sem
tók til starfa í nóvember. Á meðfylgjandi
yfirlitum sést þróun verðsins á hlutabréf-
um í fimm stórum fyrirtækjum miðað við
viðskipti á OTM og tilboðsmarkaði Kaup-
þings en til hliðsjónar er sýnt skráð kaup-
gengi hjá Hlutabréfamarkaðnum HÁMARK
í lok ágúst í fyrra áður en hlutabréf tóku að
lækka í verði. Loks eru til samanburðar
sýnd hagstæðustu kauptilboð í bréf þess-
ara fyrirtækja að undanförnu. Á línuritun-
um má glöggt sjá þær lækkanir sem orðið
um má glöggt sjá þær lækkanir sem orðið
hafa markaðnum að undanförnu en taka
ber þó skýrt fram að viðskiptin hafa verið
mjög lítil og tiltölulega lágar fjárhæðir
skipt um hendur. Þá vekur athygli að hag-
stæðustu kauptilboð hafa í sumum tilvik-
um verið mjög lág að undanförnu. Ekki er
tekið tillit til áhrífa af lækkun gengis vegna
útgáfu jöfnunarhlutabréfa og arðgreiðslna.
Iðnaður
Málmur - nýstofnuð samtök fyrir-
tækja í málm- og skipaiðnaði
120 fyrirtæki um allt land í samtökunum
FÉLAG dráttarbrauta og skipasmiðja og Félag málmiðnaðarfyrirtækja
sameinast 1. júlí nk. í eitt félag sem nefnt verður Málmur - samtök
fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði. Með sameiningunni verða í samtökun-
um 120 fyrirtæki sem staðsett eru um allt landið. Þessi ákvörðun var
tekin á aðalfundum félaganna nú í vor og er markmiðið að auka hag-
ræðingu í samtökum þessarar atvinnugreinar, samhliða því að gera
samtökin virkari og öflugri í hagsmunabaráttu.
Hið sameinaða félag verður áfram
aðili að heildarsamtökum málmiðn-
aðarfyrirtækja, Sambandi málm- og
skipasmiðja - SMS, en í því eru einn-
ig Félag blikksmiðjueigenda og Bíl-
greinasambandið.
Formaður Málms verður Óskar
Einarsson framkvæmdastjóri Lands-
smiðjunnar hf. og aðrir í stjórn verða
Haraldur L. Haraldsson, Þorgeiri og
Ellert hf., Ólafur Friðriksson, Skipa-
lyftunni hf., Sigurður Ringsted,
Slippstöðinni hf., Skúli Jónsson, Stál-
smiðjunni hf., Torfi Guðmundsson,
Vélsm. Odda hf. og Þorvaldur Hall-
grímsson, Málmsteypunni Hellu hf.
Framkvæmdastjóri Málms verður
Ingólfur Sverrisson.
Disklingar
allar geröir
Nú 11 fyrir sama verð og 10
ARVÍK
ÁRMÚL11, REYKJAVÍK, SÍMI687222, TELEFAX 687295
Forystumenn Málms segja að með
þessari sameiningu sé verið að fara
sömu leið og samtök málm- og skipa-
iðnaðar í nágrannalöndunum hafa
farið og miðar að því að búa þessa
atvinnugrein betur undir harðnandi
samkeppni á öllum sviðum. Að mati
talsmanna Málms verður að efla
baráttu- og sóknarhug þeirra fyrir-
tækja sem vilja nýta þau tækifæri
sem fyrir hendi eru, bæði hér innan-
lands og erlendis, en slíkt verði ekki
gert nema greinin hafi öflug samtök
serri geta beitt sér annars vegar fyr-
ir framförum í greininni og hins veg-
ar að því að auka arðvænleg verk-
efni. Starfsemi nýju samtakanna
beinist fyrst og fremst að þessum
tveimur þáttum auk þess að gæta
hagsmuna aðildarfyrirtækjanna
gagnvart þeim sem greinin skiptir
við.
Verdbréf
Ríkisbréf boðin út
í annað sinn
ANNAÐ útboð ríkisbréfa fer fram á mánudag og verða þá gefin út
sex mánaða bréf með gjalddaga 30. desember nk. Skuldabréfin úr
fyrra útboðinu hafa nú verið skráð á Verðbréfaþingi Islands og hafa
þegar átt sér stað viðskipti gegnum þingið fyrir 20 milljónir króna. í
kjölfarið hefur kaupkrafan lækkað á þinginu úr 11,8% í 11,3%.
I fyrsta útboðinu á ríkisbréfum
bárust alls 67 tilboð að fjárhæð 982
milljónir króna. Heildarfjárhæð tek-
inna tilboða nam 506 miHjónum og
var meðalávöxtun samþykktra til-
boða 11,49%. Hins vegar var lægsta
ávöxtun 10,86% og hæsta 12%.
Pétur Kristinsson, framkvæmda-
stjóri Þjónustumiðstöðvar ríkisverð-
bréfa, sagði að búast mætti við að
þessi lækkun ávöxtunarkröfunnar á
Verðbréfaþingi kæmi hugsanlega til
með að endurspeglast í væntanlegum
tilboðum í annan flokk ríkisbréfa
næstkomandi mánudag.
EININGABREF2
Raunávöxtun
sL 3 mánuði
KAUPPING HF
Löggi/t verðbréfafyrirtœki
Kringlunni 5, sími 689080
í eigu Búnaðarbanka íslands ogsparisjóðanna
Sjávarútvegur
Landsbankinn
áformar sér-
staka út-
tektásjávar-
útvegsfyrir-
tækjum
LANDSBANKI íslands er með
60-70% af heildarútlánum til
rekstrar sjávarútvegsfyrir-
tækja. Brynjólfur Helgason,
aðstoðarbankasljóri Lands-
bankans, sagði í samtali við
Morgunblaðið að vegna fyrir-
sjáanlegrar skerðingar á þor-
skafla á næstunni yrði farið
nákvæmlega ofan í kjölinn á
stöðu þessara fyrirtækja og
þá sérstaklega þeirra sem
þegar stæðu höllum fæti. Hins
Vegar lægju að svo stöddu
engar ákvarðanir fyrir um
það hvort gripið yrði til sér-
stakra aðgerða né hverjar þær
yrðu ef til kæmi.
„Um 20% af heildarútlánum
Landsbankans eru hjá sjávarút-
vegsfyrirtækjum. Staða þessara
fyrirtækja er mjög misjöfn og það
er ekki nema hluti þeirra sem á í
virkilegum erfiðleikum. Málið
snýst af okkar hálfu fyrst og
fremst um að kanna stöðu þessara
fyrirtækja eins og kostur er með
upplýsingaöflun og byggja síðan
viðbrögðin á raunsæu mati á að-
stæðum," sagði Brynjólfur.
Brynjólfur sagði ennfrcmur að
sjávarútvegsfyrirtæki sem stæðu
höllum fæti bættu ekki stöðuna á
einfaldan hátt með viðbótarlánum
ef rekstrargrundvellinum væri
kippt undan þeim. Þarna þyrfti að
athuga viðhorf allra aðila sem hlut
ættu að máli, t.d. Byggðastofnunar
og Fiskveiðasjóðs sem lánuðu til
fjárfestinga í sjávarútvegi. „Við
gerum okkur grein fyrir því að
sjávarútvegur er undirstöðuatvinn-
ugrein þjóðarinnar og verður svo
í nánustu framtíð. Það þarf því
samstöðu um að leita allra leiða
til þess að hagræðing og hag-
kvæmni verði sem mest,“ sagði
Brynjólfur.
Stefán Pálsson, bankastjóri
Búnaðarbankann, sagði fyrirsjáan-
lega skerðingu á þorskafla
áhyggjuefni fyrir bankann. „Það
er þó fleira sem kemur til umhugs-
unar t.d. hvort hægt sé að gera
meiri verðmæti úr aflanum sem
'berst á land og hvaða verðþróun
verður á erlendum mörkuðum.
Einnig er það spurning hvað hægt
er að veiða úr stofnum sem eru
utan kvóta. En auðvitað er þetta
óskaplegt áhyggjuefni fyrir alla
þá sem eiga lán hjá útgerðinni."
Stefán sagði að ekki hefði verið
rætt um að grípa til sérstakra ráð-
stafana innan bankans til að
bregðast við kvótaskerðingunni.
Bankinn væri með um 10-12% af
heildarútlánum sínum hjá sjávarút-
vegsfyrirtækjum.
Dictaphone
A Pitney Bowes Company
Gæðatæki til hljóðupptöku,
afspilunar og afritunar.
Falleg hönnun. Vandaðar upptökur.
&
Umboð á islandi:
OTTO B. ARNAR HF.
Skipholti 33 • 105 Reykjavík
Simar 624631 / 624699