Morgunblaðið - 25.06.1992, Page 5

Morgunblaðið - 25.06.1992, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 1992 B 5 Bílar VÆS um- boðsaðili DAFá Islandi HOLLENSKA verksmiðjan DAF og VÆS hf. í Reykjavík undirrit- uðu um síðustu helgi samninga um að VÆS taki formlega við einkaumboði fyrir DAF vörubif- reiðar hér á landi. Undanfarna 14 mánuði hefur VÆS flutt inn DAF vörubíla og haft umboðið til bráðabirgða. Við þetta tæki- færi voru afhentir tveir bílar af gerðinni DAF 45 en þeir verða notaðir til að flytja póst á milli Reykjavíkur og Akureyrar en þessir póstflutningar voru ný- lega boðnir út. I tilefni undirritunar þessara samninga eru staddir hér á landi þrír fulltrúar DAF verksmiðjanna, þeir G. van Gestel framkvæmda- stjóri umboðsskrifstofanna í Evr- ópu, W.P.J.A. Hoefman sölustjóri í Evrópu og J.P. Vieira framkvæmd- astjóri sölumála í Evrópu. Á síðasta ári seldi VÆS 23 vörubíla af ýms- um stærðum frá því það tók við söluumboði í apríl og til áramóta. Það sem af er þessu ári hafa um 10 bílar selst. Á vörubílasýningu í húsnæði VÆS voru sýndar nokkrar helstu gerðir DAF vörubíla sem boðið er upp á hér á landi en jafnframt voru tvær nýjar gerðir kynntar sem reyndar koma ekki á markað í Evr- ópu fyrr en í janúar næstkomandi. Hér er um að ræða miðlungsstóra vörubíla af gerðunum 75 og 85 og eru þessir bílar ný hönnun DAF. Gert er ráð fyrir að fyrstu bílarnir af þessum nýju gerðum verði flutt- ir inn snemma á næsta ári. Auk þess sem VÆS er með einkaumboð fyrir DAF flutningabíla er fyrirtæk- ið þjónustuaðili fyrir DAF hér á landi og rekur verkstæði að Foss- hálsi 1. Þar má fá aukahluti fyrir vörubíla svo sem vörulyftur af Chi- ef gerð, flutningakassa frá Reynoc- ar ásamt krönum og lyftum fyrir ýmis konar sérhæfða flutningaþjón- ustu. H0V1K* SKÚFFUSKÁPAR 2JA, 3JA OG 4RA SKÚFFU TEIKNINGASKÁPAR SKÁPAR MEÐ RENNIHURÐUM, VÆNGJAHURÐUM, TVÖFALDIR SKÚFFUSKÁPAR O.FL. IF.QFNASMIflJAN HÁTEIGSVEGI 7, S: 21220 SLOPPAR — Sævar Kristinsson frá MAX (t.h.) og Axel Eiríks- son formaður Úrsmiðafélags íslands. Á milli þeirra stendur Sigurður Gilbertsson úrsmiðanemi. Iðnaður * Ursmiðir í slopp- umfráMAX ÚRSMIÐAFÉLAG íslands og MAX gengu nýlega frá samningi um kaup á sérstökum hlífðar- sloppum fyrir alla félagsmenn úrsmiðafélagsins. Úrsmiðir verða því klæddir sloppum frá MAX með ísaumuðu merki úr- smiðafélagsins. í fréttatilkynningu segir að ástæður þess að fatnaður frá MAX varð fyrir valinu sé meðal annars að úrsmiðafélagið vill stuðla að aukinni atvinnu hérlendis með því að velja íslenska vöru og einnig að verð og gæði hjá MAX hafi verið mjög samkeppnisfært. Fatnaðurinn var sérhannaður fyrir úrsmiðafé- lagið. Við fognum 10 ára afmæli Isuzu á íslandi og bjóðiun Isuzu Trooper jeppa í sérstökum afmælisbúningi. i Farsími á 25 þúsund krónur Allan júnímánuð fylgir bílnum Dancall farsími að andvirði 120 þúsund krónur sem kaupendum Trooper býðst á 25 þúsund krónur. Verðmætir fylgihlutir með hverjum bíl Sparibúnum Trooper fylgir ýmis annar verðmætur aukabúnaður, svo sem grind fyrir spil, þoku- ljós og álfelgur, auk þess sem hann er á B.F. Goodrich dekkjum. 1 hverjum bíl er að auki „Bjargvættur", hjálpar- búnaður sem sjálfsagður er í alla jeppa. \B Og auðvitað fylgir afmælisveisla með í kaupunum, gjafakarfa í farangursrýminu! Árleg ókeypis skoðun Þjónusta við Isuzu eigendur er einstök, því ár hvert koma sérfræðingar frá Japan og yfirfara alla Isuzubíla, eigendum að kostnaðarlausu. ilfmælisverð Trooper '92 er kr. 2.681.000 stgr*. Má ekki bjóða þér reynsluakstur ? J *Auk ofangreindra fylgihluta eru ryðvöm og skráning innifalin í verði. HÖFÐABAKKA 9, 112 REYKJAVÍK, SÍMI 674300 lsliintli Isuzu-10 A

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.