Morgunblaðið - 25.06.1992, Síða 6
6 B
MORGUNBLAÐIÐ YIDSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 1992
Fyrirtæki
Fortíðarvandinn leggst
þungt á Sambandið
Meðan fjármagnskostnaður af um 4,8 milljarða skuld hleðst upp
skila eignir Sambandsins sáralitlum sem engum arði
KIRKJUSANDUR —— Sambandið hefur um skeið leitað að
kaupendum á stórhýsi sínu við Kirkjusand sem bókfært var á 503
milljónir um sl. áramót. Í náninni framtíð þarf Sambandið mjög á því
að halda að selja þessa eign ásamt hlutabréfum í dótturfélögum til
að létta á gríðarlegum skuldabagga fyrirtækisins.
eftir Kristin Briem
EKKERT lát hefur orðið á
rekstrarerfiðleikum Sambands-
ins og á aðalfundi þess nýverið
• komu fram þungar áhyggjur for-
ráðamanna samvinnuhreyfingar-
innar vegna fjárhagsstöðunnar.
Stórfelldur taprekstur og mjög
erfið greiðslustaða kemur fram
í ársreikningi Sambandsins fyrir
sl. ár eins og verið hefur undan-
farin ár. Við lestur reikningsins
blasir við að grípa þarf til mjög
róttækra aðgerða í náinni fram-
tíð ef takast á að snúa þróuninni
við. Vandi Sambandsins hefur í
hnotskurn verið sá að arðsemi
eigna hefur verið lítil sem engin
en miklar skuldir á bak við þær
bera hins vegar fjármagnskostn-
að af fullum þunga. Við þessu
hefur verið reynt að bregðast
með sölu eigna en þar hefur
Sambandinu verið þröngar
skorður settar vegna markaðsað-
stæðna. Þá hefur verið gripið til
ýmissa aðgerða til að reyna að
rétta af tapið. Hjá einstökum
Sambandsfyrirtækjum eins og
Jötni, Miklagarði og Goða er
þannig nú unnið að endurskipu-
lagningu á rekstri og fjárhag
með það fyrir augum að bæta
arðsemina.
Árið 1991 er fyrsta árið sem
Sambandið starfar sem eignar-
haldsfyrirtæki en allur rekstur sem
áður var í sex aðaldeildum Sam-
bandsins var yfirtekinn af jafn
mörgum nýjum hlutafélögum í byij-
un árs 1991. Mjög slæm afkoma
varð hjá eignarhaldsfélaginu þ.e.
Sambandinu sjálfu á árinu og víðs-
fjarri að tekist hafí að lækka rekstr-
argjöld til samræmis við tekjur.
Þannig námu rekstrartekjur tæp-
lega 221 milljón en rekstrargjöld
418 milljónum og er því beint tap
af rekstrinum 197 milljónir. Við
bætast síðan fjármagnsgjöld sem
eru nettó 281 milljón þannig að tap
af reglulegri starfsemi er alls um
478 milljónir. Hlutdeild Sambands-
ins í neikvæðri afkomu dótturfélaga
er alls tæplega 641 milljón en jafn-
framt námu aukaafskriftir, niður-
færslur o.fl. 222 milljónum þannig
að tapið er nálægt 1,3 milljarði. Það
bætir hins vegar stöðuna verulega
að Sambandið seldi dótturfélagi
sínu Regin hf. Holtagarðahúsið við
Sund fyrir 1.500 milljónir og þann-
ig myndaðist 952 milljóna sölu-
hagnaður. Auk þess var hagnaður
frá samstarfsfélögum um 21 milljón
þannig að endanleg niðurstaða
rekstrarreiknings er alls 367 millj-
óna tap.
Ástæða er til að staldra við sölu-
hagnaðinn sem myndast við sölu
fasteignar í eigu móðurfélags til
dótturfélags en Reginn er að fullu
í eigu Sambandsins. Með þessari
tilfærslu er verið að innleysa dulda
eign að fjárhæð um 950 milljónir
en tilgangurinn var ekki síður sá
að breyta óhagstæðum skamm-
tímalánum í langtímalán með betri
kjörum en áður. Var húsið selt á
sama verði og fasteignasalar töldu
vera markaðsverð eða 1.500 millj-
ónir en brunabótamat er aftur á
móti yfír 3 milljarðar.
Meðfylgjandi í ársskýrslu Sam-
bandsins er samstæðureikningur
fyrir Sambandið og 11 dótturfélög.
Þar kemur fram að rekstrartekjur
námu alls tæplega 28,5 milljörðum
en rekstrarhagnaður er einungis
um 55 milljónir. Að teknu tilliti til
nettóíjármagnsgjalda að fjárhæð
rúmlega 1 milljarður nemur tap af
reglulegri starfsemi um 964 milljón-
um. Vegna söluhagnaðar og ann-
arra óreglulegra gjalda nemur tap
að frátalinni hlutdeild minnihluta í
dótturfélögum um 358 milljónum
en endanlegt tap eins og í reikningi
Sambandins sjálfs er 368 milljónir.
Sáralítill arður af eignum
í ávarpi Guðjóns B. Ólafssonar,
forstjóra Sambandsins er ástæðum
þessarar slöku afkomu lýst á eftir-
farandi hátt: „Afkoma Sambands-
ins á árinu endurspeglar þá stað-
reynd að skuldirnar báru fjár-
magnskostnað af fullum þunga, en
arður af eignum varð sáralítill. Flest
nýju fyrirtækin voru þess ekki
umkomin að greiða arð á sínu fyrsta
starfsári.... Þá varð verulegur
kostnaður umfram tekjur af rekstri
fasteigna og ekki reyndist unnt að
selja fasteignir á árinu vegna lélegs
markaðsástands. Ef grannt er skoð-
uð rekstrarafkoma Sambandsins og
dótturfélaga, kemur í ljós að lítil
breyting hefur orðið á sl. 3 árum.
Reksturinn hefur ekki getað staðið
undir þunga fjármagnskostnaðar
af skuldum sem myndast höfðu á
löngu árabili af ýmsum orsökum
s.s. offjárfestingum, skulda- og
ábyrgðatöpum, gengistöpum vegna
erlendrar skuldasöfnunar o.s.frv.
Þá hefur viðvarandi rekstrarvanda-
mál í verslun reynst erfitt viður-
eignar og er enn. Því miður tók
alltof langan tíma að mynda núver-
andi Miklagarð hf. úr Verslunar-
deild Sambandsins, KRON, Kf.
Hafnfirðinga og Miklagarði sf. Fyr-
irtækið var myndað úr ósamstæðum
einingum og dýrmætur tími og
kraftar starfsfólks fóru í að sam-
ræma kerfí og útfæra heildar-
stefnu. Þótt umtalsverður árangur
hafi náðst er ljóst að fjárhagsstaða
Miklagarðs er erfíð og krefst
skjótra úrbóta."
Enn á ný þarf að auka hlutafé
. Miklagarðs
Um næstu mánaðamót verður
haldinn aðalfundur Miklagarðs þar
sem gera má ráð fyrir að lagðar
verði fram tillögur um endurskipu-
lagningu á fjárhag fyrirtækisins.
Eiginfjárstaðan var um sl. áramót
neikvæð um 125 milljónir og því
ljóst að veruleg hlutafjáraukning
þarf að koma til svo reksturinn
geti gengið. Þetta yrði í annað sinn
á skömmum tíma sem hlutafé er
aukið en fyrir rúmu ári samþykkti
stjórn Sambandsins að auka hluta-
féð um 400 milljónir. Var leitað til
Landsbankans um að fjármagna
þessa hlutafjáraukningu með 320
milljóna láni. í ljósi erfíðrar fjár-
hagsstöðu Sambandsins má ætla
að frekari aukning hlutafjár muni
reynast þung í skauti.
í þessu sambandi má nefna að
áætlanir um bættan rekstur Mikla-
garðs brugðust gjörsamlega á sl.
ári þegar tapið varð tæpar 400
milljónir. Skv. áætlunum sem
kynntar voru á aðalfundinum fyrir
rúmu ári var gert ráð fyrir 39 millj-
óna tapi. Á þessu ári er ekki enn
séð fyrir endann á taprekstrinum
því áætlanir gera ráð fyrir 160
milljóna tapi. Raunar varð 95 millj-
óna tap á fyrsta ársþriðjungi þann-
ig að ljóst er að forráðamenn Mikla-
garðs hyggjast reyna að reka fyrir-
tækið með hagnaði síðari hluta árs-
ins. Hefur því raunar verið lýst yfir
að þær breytingar sem gerðar hafa
verið á stórversluninni við Sund
hafi þegar skilað góðum árangri.
Skera á kostnað Jötuns niður
um 40 m.kr.
Afkoma Jötuns hf. á sl. ári varð
nokkuð lakari en gert hafði verið
ráð fyrir. Tap ársins nam alls um
28 milljónum. Á sama hátt og hjá
Miklagarði er nú unnið að því að
draga úr kostnaði og endurskipu-
leggja reksturinn. Um 14% sam-
dráttur hefur verið í sölu hjá fyrir-
tækinu fyrstu fimm mánuði ársins
að sögn Sigurðar Á. Sigurðssonar,
framkvæmdastjóra. Hann sagði
samdrátt í landbúnaði koma niður
á viðskiptum fyrirtækisins en hins
vegar hefði Jötunn haldið sínum
hlut á markaðnum og jafnvel aukið
hann. Einnig hefði orðið almennur
samdráttur í vélakaupum verktaka
í kjölfar þess að tilkynnt var um
frestun álversframkvæmda sl.
haust. Loks hefði nú verið tilkynnt
um samdrátt í þorskveiðum sem
hefði bein áhrif á fiskvinnslufyrir-
tæki í viðskiptum við fyrirtækið.
„Til þess að mæta þessum fyrirsjá-
anlega og yfírstandandi samdrætti
höfum við gripið til sparnaðarað-
gerða og ætlum okkur að draga
saman kostnað í ár sem nemur um
40 milljónum króna. Áætlun fyrir-
tækisins gerir ráð fyrir að rekstur-
inn verði í nokkru jafnvægi þegar
upp er staðið. Við gerum ekki ráð
fyrir neinum almennum uppsögnum
Aðalfundur íslenska
hlutabréfasjóðsins hf.
Aðalfundur íslenska hlutabréfasjóðsins hf.
verður haldinn þriðjudaginn 14. júlí 1992
kl. 16.00 að Suðurlandsbraut 24, 5. hæð,
Reykjavík.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 12. gr.
samþykkta félagsins.
2. Önnur mál löglega upp borin.
Tillögur frá hluthöfum sem bera á fram á aðalfundi
skulu vera komnar í hendur stjómar sjóðsins eigi
síðar en 7 dögum fyrir aðalfund.
Dagskrá, endanlegar tillögur svo og reikningar
félagsins munu liggja frammi á skrifstofu
Landsbréfa hf., hluthöfum til sýnis, 7 dögum fyrir
aðalfund.
Fundargögn verða afhent á fundarstað.
Reykjavík, 25. júní 1992.
Stjórn íslenska hlutabréfasjóðsins hf.
&
LANDSBRÉF H.F.
Landsbankinn stendur með okkur
Suðurlandsbraut 24, 10b Reykjovík, sími 91-679200, fax 91-678596.
Löggilt verdbréfafyrirtæki. AðHi að Verðbréfaþingi íslands.
starfsfólks en munum fækka starfs-
fólki eftir því sem kostur gefst.“
Samskip var með um 23 milljón-
ir í hagnað á si. ári og er það all-
fjarri þeim áætlunum sem lagðar
voru fyrir aðalfund Sambandsins
árið 1991. Þar var gert ráð fyrir
107 milljóna króna hagnaði. Hins
vegar hyggjast þeir Samskipsmenn
bæta um betur á þessu ári og var
á aðalfundi Sambandsins kynnt
áætlun um rúmlega 120 milljóna
hagnað á árinu. Tap varð þó á
fyrsta ársþriðjungi að því er fram
kom á aðalfundi Sambandsins en
þeir mánuðir eru sagðir vera að
jafnaði lakastir. Skv. sölulýsingu
fyrir hlutabréf fyrirtækisins er gert
ráð fyri fyrir óbreyttu innflutnings-
magni á þessu ári, 10% aukningu
á útflutningsmagni og að umsvif í
strandflutningum tvöfaldist. í flutn-
ingum milli erlendra hafna er áætl-
aður helmings samdráttur og 4%
aukning í olíudreifíngu innanlands.
Gert ráð fyrir hagnaði hjá
Islenskum skinnaiðnaði
Hjá Islenskum skinnaiðnaði voru
áætlanir um 11 milljóna króna
hagnað talsvert langt frá því að
standast því um 48 milljóna króna
tap varð hjá fyrirtækinu. Á þessu
ári er gert ráð fyrir um 32 milljóna
króna hagnaði og gefur milliupp-
gjör fyrsta ársíjórðungs vonir til
þess að áætlunin standist.
Hjá íslenskum sjávarafurðum
varð um 80 milljóna króna hagnað-
ur af reglulegri starfsemi en frá
því dregst tap af dótturfyrirtækinu
í Bandaríkjunum, tæpar 29 milljón-
ir þannig að endanleg niðurstaða
varð um 52 milljóna hagnaður.
Gert er ráð fyrir 56 milljóna hagn-
aði á þessu ári en að áframhald-
andi ,tap verði á dótturfyrirtækinu
í Bandaríkjunum.
Goði var með um 47 milljóna tap
á sl. ári en ráðgert er að hagnaður
þessa árs verði um 28 milljónir.
Fyrsta ársþriðjunginn varð 27 millj-
óna hagnaður en áætlanir gerðu ráð
fyrir að hagnaðurinn yrði um 36
milljónir. Vegna breyttra aðstæðna
í landbúnaði hefur verið gripið til
endurskipulagningar á rekstri og
uppsagna starfsmanna.
Á heildina litið varð um 445 millj-
óna tap af nýju hlutafélögum Sam-
bandsins á sl. ári en áætlanir gerðu
ráð fyrir 188 milljóna hagnaði.
Þessi munur skýrist að verulegu
leyti af tapi Miklagarðs. Á þessu
ári er gert ráð fyrir um 66 milljón
hagnaði.
Mjög veik greiðslustaða
Sambandsins
Heildareignir Sambandsins sjálfs
voru um sl. áramót bókfærðár á
6.380 milljónir. Helstu eignir eru
eignarhlutar I dótturfélögum og
öðrum samstarfsfyrirtækjum að
fjárhæð tæplega 4,3 milljarðar. Þá
námu veltufjármunir 1.353 milljón-
um en þar er fyrst og fremst um
að ræða útlán skrifstofu Sambands-
ins til dótturfyrirtækjanna. Aðrar
eignir eru fasteignir sem námu um
700 milljónum og lækkuðu þær úr
1.438 milljónum frá árinu áður.
Skuldamegin í efnahagsreikningi
Sambandsins vekur sérstaka at-
hygli að skammtímaskuldir námu
alls tæplega 3,4 milljörðum en þar
undir flokkast skuldir sem greiða
þarf innan árs. Greiðslustaðan er
því augljóslega mjög veik þar sem
svokallað veltufjárhlutfall, þ.e. hlut-
fall skammtímaskulda og veltufjár-
muna, er einungis 0,4. Hefur það
lækkað úr 0,47 frá árinu áður. Að
öllu jöfnu er greiðslustaða fyrir-
tækja talin í jafnvægi þegar veltu-
fjárhlutfallið er 1,0 eða hærra. Á
það ber einnig að líta að veltufjár-
munir Sambandsins eru að mestu
útistandandi skuldir hjá dótturfé-
lögum og þvf vaknar sú spurning
hveru vel muni ganga að innheimta
þessa fjármuni. Á hinn bóginn eru
um 500 milljónir af skammtíma-
skuldum hjá dótturfélagi sem raun-
verulega má líta á sem langtímalán.
Langtímskuldir námu tæpum 1,3
milljarði og skuldbinding vegna
neikvæðs höfuðstóls Miklagarðs
r