Morgunblaðið - 25.06.1992, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNCLÍF FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 1992
B 7
125 milljónum. Eigið fé og sjóðir
er um 1,6 milljarðar þannig að eig-
infjárhlutfall er um 25% sem getur
talist eðlileg eiginfjárstaða í ís-
lensku fyrirtæki. Á bak við þetta
eigið fé eru hins vegar að verulegu
leyti hlutabréf í dóttur- og sam-
starfsfyrirtækjum og fasteignir sem
óvissa ríkir um hvernig tekst að
koma í verð á markaði.
Ein verðmætasta eign Sam-
bandsins eru hlutabréfin í Olíufé-
laginu sem eru að nafnverði 189
milljónir eða um þriðjungur hluta-
fjárins. Bókfært verð þeirra er alls
1.169 milljónir og er þar miðað við
innra virði. Hins vegar virðist mark-
aðsverðið mun lægra ef marka má
nýleg viðskipti á Opna tilboðsmark-
aðnum þar sem seld voru bréf fyrir
um 9,8 milljónir í Olíufélaginu á
genginu 4,0. Þessi bréf virðast því
talsvert ofmetin í reikningunum en
á hinn bóginn hljóta að felast meiri
verðmæti í þeim ef þau yrðu seld
einum aðila fremur en dreift á
marga kaupendur. Eignahluti af
þessari stærðargráðu þýddi vænt-
anlega mikil völd í fyrirtækinu eins
og dæmin sanna. Um aðra hluta-
bréfaeign er erfiðara að dæma en
að frátöldum Olíufélagsbréfunum
má helst nefna hlutabréfin í Sam-
skipum sem bókfærð eru 956 millj-
ónir eða nálægt söluverði þeirra á
markaðnum. Þá er hlutabréfin í
Regin bókfærð á 716 milljónir en
erfitt er að meta raunverulegt verð-
mæti fyrirtækisins.
Heildareignir Sambandsins og
dótturfélaga námu alls rúmum 17,7
milljörðum í árslok og eigið fé tæp-
um 2,5 milljörðum þannig að eig-
infjárhlutfall er alls um 13,9%.
Hættumerki í
sj óðsstrey misyfirliti!
í sjóðsstreymisyfirliti er að finna
mjög mikilsverðar vísbendingar um
fjárhagslega stöðu og greiðsluhæfi
fyrirtækja. T.d. horfa lánastofnanir
mjög á stærðina handbært fé frá
rekstri sem gefur til kynna hversu
miklu reksturinn skilar upp í af-
borganir og vexti af langtímalán-
um. í sjóðsstreymisyfirliti í sam-
stæðureikningi Sambandsins kemur
fram sú.niðurstaða að handbært fé
til rekstrar nam alls tæplega 190
milljónum. M.ö.o. þurfti að leggja
til rekstursins þessa fjárhæð. Hins
vegar vantar í sjóðsstreymið sér-
staka tölu yfir veltufé til rekstrar
sem sýnir hversu mikið reksturinn
hefur skilað eða leggja hefur þurft
til hans áður en tekið er tillit til
breytinga á viðskiptakröfum,
skammtímaskuldum, vörubirgðum
o.fl. Nam veltufé til rekstrar alls
um 674 milljónum og sýnir svo
ekki verður um villst þá alvarlegu
stöðu sem uppi er hjá Sambandinu.
Til samanburðar má nefna að
veltufé frá rekstri nam um 886
milljónum hjá Eimskip á sl. ári og
handbært fé frá rekstri alls 857
milljónum.
Guðjón B. Ólafsson, forstjóri
Sambandsins lýsti því yfír á aðal-
fundi þess að selja yrði eignir fyrir
3-4 milljarða til að eigna- og skulda-
staða yrði í þeim jöfnuði sem nauð-
synlegur væri. Hann sagði í sam-
tali í Morgunblaðið að unnið væri
að því að selja Sambandshúsið,
Samskipabréfin væru í sölu og
áfram væri unnið að sölu Olíufé-
lagsbréfanna. „Sambandið þarf að
greiða fullan fjármagnskostnað af
3,5 milljarða skuldum en eignirnar
skila sáralitlum arði og ef ekki er
hægt að fá nægilega arðsemi af
þeim þarf að selja þær. Það er verk-
efni sem við þyrftum að sjá fyrir
endann á innan tveggja ára,“ sagði
Guðjón.
Þ.Þ0RGRÍMSSÚN&C0
Ármúla 29, Reykjavík, sími 38640
Tölvur
Þróun fær söluumboð
fyrir Bústjóra
TÖLVU- og ráðgjafarfyrirtækið Þróun hf. hefur fengið umboð fyrir
viðskiptahugbúnaðinum Bústjóra. Innflutnings- og dreifingaraðili
Bústjórans hér á landi er Nýherji en aðalsöluumboð til þessa hefur
verið Strengur hf.
í fréttatilkynningu frá Nýheija landi en hann sé alhliða stjórntæki
segir að Bústjóri hafi upphaflega í rekstri og megi nota jafnt fyrir
verið hannaður hjá danska fyrirtæk- einmenningstölvur sem og stærstu
inu PC & C en verið þýddur á ís- netkerfi.
lensku fyrir nokkrum árum. Frá Bústjóri er hannaður í samræmi
þeim tíma hafi stöðugt verið unnið við evrópska staðla. Meðal kerfis-
að því að aðlaga hann að margþætt- hluta Bústjóra má nefna t.d. fjár-
um innlendum þörfum. hags- og viðskiptamannabókhald,
Ennfremur segir að viðskiptahug- birgðabókhald, forðabókhald, verk-
búnaðurinn Bústjóri hafi hlotið góð- bókhald, framleiðslustýringu og
ar viðtökur meðal fyrirtækja hér á áætlanagerð.
HUGBÚNAÐUR — Á meðfýlgjandi mynd má sjá Halldór
Friðgeirsson, framkvæmdastjóra Þróunar hf., taka við fyrsta Bústjóra-
kerfinu frá Jóni Vigni Karlssyni, framkvæmdastjóra markaðssviðs
Nýherja og Karsten Buttrup, markaðsstjóra PC & C í Danmörku.
Hafðu sparnaðinit
svartan á hvítu
= ÖRTÖLVUTÆKNI =
- Lekkaðu prentkostnaðinn!
Tölvukaup hf. • Skeifunni 17 • Sími 687220
Fax 687260 • Þjónustusími 687221
Rekstrarvörur, sími 687229
Nú er tækifærið til að birgja sig
upp að dufthylkjum sem tryggja mikil
prentgæði. Þeir sem nota geislaprent-
ara vita nefnilega að það er nauðsyn-
legt að eiga alltaf
annað dufthylki
að grípa til þegar
hitt þrýtur.
Við bjóðum tíu daga
magnafslátt á dufthylkjum:
2 hylki = 10% afsláttur
4 hylki = 15% afsláttur
5-10 hylki = 20% afsláttur
Hringdu strax!
Pantanir eru afgreiddar í síma 687229