Morgunblaðið - 25.06.1992, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 1992
B 9
Einkaleyfi
Mikilvægt að fylgjast með skrán-
ingu vörumerkja og einkaleyfa
Rætt við Gunnar Guttormsson forstjóra Einkaleyfastofunnar og Ellý K. Guðmundsdóttur lögfræðing
EINKALEYFASTOFAN var sett á laggirnar á síðasta ári og tók þá
við hlutverki einkaleyfa- og vörumerkjadeildar iðnaðarráðuneytisins.
í samtali við Gunnar Guttormsson forstjóra stofnunarinnar og Ellý
K. Guðmundsdóttur lögfræðing kemur fram að mikilvægt er fyrir
stjórnendur fyrirtækja að fylgjast með skráningu vörumerkja og einka-
leyfa til að koma í veg fyrir tap á rétti og jafnvel málaferli. Með til-
komu væntanlegs Evrópsks efnahagssvæðis má búast við ýmsum breyt-
ingum á löggjöf um þessi efni hér á landi og því eykst mikilvægi þess
að stjórnendur fylgjast vel með.
Einkaleyfastofan fer með málefni
er varða einkaleyfi, vörumerki, hönn-
unarvernd og önnur hliðstæð réttindi
sem kveðið er á um í lögum um vernd
eignaréttinda á sviði iðnaðar. Jafn-
framt er stofnuninni ætlað að veita
einstaklingum, stofnunum og at-
vinnufyrirtækjum upplýsingar og
ráðgjöf varðandi hugverkaréttindi og
stuðla að því að upplýsingar um þessi
málefni verði aðgengilegar almenn-
ingi. Þjónustugjöld af skráningum
eiga að standa undir starfseminni
en gjöldin eru ákvörðuð með reglu-
gerð. Þess má geta að á síðasta ári
var velta stofnunarinnar yfir 20 millj-
ónir. Til að almenningi gefíst kostur
á að fylgjast með skráningu vöru-
merkja og einkaleyfa gefur Einka-
leyfastofan mánaðarlega út Vöru-
merkja- og einkaleyfatíðindi og ár-
legt sérrit þar sem birt eru öll vöru-
merki og einkaleyfi sem skráð hafa
verið á árinu.
Mörg fyrirtæki sem vita ekki
af starfseminni
Einkaleyfastofan hefur hafíð átak
í að kynna starfsemi sína og er út-
gáfa þriggja bæklinga einn liðurinn
í því. Fyrsti bæklingurinn hefur þeg-
ar verið gefín út og íjallar um starfs-
svið Einkaleyfastofunnar, öðrum
bæklingnum er ætlað að kynna vöru-
merki og þeim þriðja einkaleyfí.
Gunnar segir að fjölmörg fyrir-
tæki, einkum þau stærri, hafí mikil
samskipti við stofnunina en því mið-
ur séu mörg fyrirtæki sem vita ekki
af þessari starfsemi og fylgjast því
ekki með þeim réttindum sem verið
er að skrá hveiju sinni. „Menn geta
hrokkið við þegar þeir heyra í fjöl-
miðlum að verið er að selja vöru
undir sama nafni eða líku nafni og
viðkomandi notar. Þá er kannski
búið að skrá vörumerkið og því orðið
of seint að andmæla. Ef ekki er fylgst
nægilega vel með skráningu vöru-
merkja og einkaleyfa getur það leytt
til verulegs réttartaps og óhagræðis,
jafnvel málaferla."
Hjá stofnunni er verið að undirbúa
frumvarp að nýju verndarsviði, svo-
nefndri hönnunarvernd. Gunnar seg-
ir að hönnunarverndin sé í raun vernd
á útliti hluta. Einkaleyfið veiti vernd
á tæknilegri nýjung og vörumerkja-
leyfíð vernd á orði eða mynd sem
aðgreinir vöru eins aðila frá vöru
annars.
Vörumerkið rannsakað áður
en það er skráð
En hvernig eiga fyrirtæki sem vilja
fá skráð slík réttindi að bera sig að?
„Ef sótt er um skráningu vöru-
merkis þá fá aðilar umsóknareyðu-
blöð sem eru tiltölulega einföld ásamt
leiðbeiningum og lögum. Merkið er
síðan rannsakað miðað við það sem
þegar er skráð. Einnig er athugað
hvort merkið er hæft til að vera vöru-
merki með tillit til vörumerkjalag-
anna eða hvort merkið brýtur gegn
siðgæði. Ef merkið sleppur í gegn
sem er oftar en ekki þá er það birt
í Vörumerkja- og einkaleyfatiðind-
um. Gefnir eru 2 mánuðir til and-
mæla og ef engin andmæli berast
þá er gefíð út skráningarskírtéini til
10 ára. Ef hins vegar merkinu er
hafnað þá er hægt að áfrýja til sér-
stakrar áfrýjunarnefndar," segir
Ellý. „Einkaleyfaferlið er hins vegar
mun flóknara og lengra. Ein umsókn
getur verið allt upp í 50 blaðsíður
og getur ferlið tekið allt frá 2 árum
til 8 ára.“
Þau Gunnar og Ellý segja það
hafa aukist að fyrirtæki leiti til aug-
lýsingastofa með hönnun á vöru-
merki. „Það er alltaf gaman að fá
íslensk vörumerki sem vinna hefur
verið lögð í. Það kemur þó fyrir að
menn hringja hingað ofan af fjöllum
til að kanna hvort þeir geti tryggt
sér vörumerki sem þeir hafa fengið
hugljómun um að muni slá í gegn.
En það er auðvitað fyrst og síðast
viðskiptavinurinn sem er mælikvarð-
inn á það hvort vörumerki er gott
eða ekki og svo auðvitað varan á bak
við vörumerkið."
TUDOR og S0NNAK
rafgeymar í öll farartæki
Allar stærðir - Langbestu verðin
Umboðsmenn um land allt
Bíldshöfða 12 - sími 680010
Morgunblaðið/SVE
EINKALEYFASTOFAN — Ellý K. Guðmundsdóttir lög-
fræðingur og Gunnar Guttormsson forstjóri Einkaleyfastofunnar segja
að gaman sé að fá íslensk vörumerki sem vinna hefur verið lögð í þó
komi það fyrir að hringt er til þeirra ofan af fjöllum þar sem menn
hafa fengið hugljómun um vörumerki sem þeir eru sannfærðir um að
muni slá í gegn.
Fleiri leyfi til erlendra aðila
en íslenskra
Ávallt hafa verið skráð mun fleiri
erlend vörumerki en íslensk. Frá ár-
inu 1980 hafa verið skráð um 8.000
vörumerki og eru íslensk vörumerki
aðeins 17% af því. Á síðasta ári voru
skráð 1.282 vörumerki þar af voru
255 íslensk.
Flestar umsóknirnar um einka-
leyfín eru fyrir tæknibúnað í fískiðn-
aði, áliðnaði og lyfjaiðnaði. Frá árinu
1980 hafa verið veitt 452 einkaleyfí
og af þeim eru aðeins 13 íslensk.
Eitt íslenskt einkaleyfí var veitt á
síðasta ári en erlendu leyfín voru 29.
Þau Ellý og Gunnar segja það
ekki vera vafamál að stjómendur
fyrirtækja hér á landi verði að fylgj-
ast vel með því sem gerist á sviði
vörumerkja- og einkaleyfa þegar
væntanlegt Evrópskt efnahagssvæði
gengur í garð og þar muni upplýs-
ingar Einkaleyfastofunnar koma að
góðu gagni. Gunnar segir að það sé
markmið stofnunarinnar að veita
atvinnulífínu eins góða þjónustu og
mögulegt er. „Við erum í mjög
tölvuvæddu umhverfi og því auðvelt
að veita svqr við spurningum með
skjótum hætti,“ segja þau að lokum.
MSig.
Tflktu enofl
á ferðolögum _
oð hnfðu farsímann með
Tilefni verðlækkunarinnar er að
Póstur og sími hefur selt meira
en 2000 Storno farsíma og þess
vegna bjóða framleiðendur
storno, MOTOROLA, 100 farsíma
á þessu sérstaka sumarverði
Storno farsíminn tryggir þér gott
samband við umheiminn þegar þú ert á
ferðalagi, hvort sem þú ert í óbyggðum,
sumarbústaðnum eða bara í umferðinni.
$torno
Verd fraTzfr
stgr. nu vsk. (tilþdínn rbftiqn)
Verö frá kr.
kr. 69.900
stgr. nu vsk. (tilbúinn í bílinn)
PÓSTUR OG SÍMI
Viö spörutn þér sporiti
Söludeildir í Ármúla 27, Kirkjustræti, Kringlunni
og á póst- og símstöðvum um land allt.