Morgunblaðið - 25.06.1992, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 1992
B 11
Sjónarhorn
Hjúskaparmiðlun
evrópskra fyrirtækja
Eureka
<j\ IOGO DESIGN
eftir Emil B. Karlsson
Evreka! „Ég hef fundið það“, hróp-
aði Arkimedisar þegar hann lagðist
til laugar í baðkari og uppgötvaði
lögmálið sem síðan hefur verið við
hann kennt. Lögmálið stendur fyrir
sínu og verður ekki hrakið með góðu
móti því enn í dag mun það vera svo
að þyngd hlutar sem sökkt er í vökva
minnkar sem nemur þyngd vökvans
sem hann ryður frá sér. Hins vegar
eru áhöld um baðkarsferðina. Fróðir
menn þykjast fullvissir um að baðk-
aramenningin hafi ekki verið fundin
upp árið 200 í Grikklandi.
Engu að síður minnast nútíma
vísindamenn læriföðurins Arkimed-
isar með því að nota upphrópunina
Evreka! sem samheiti yfir hundruðir
samstarfsverkefna fyrirtækja og
rannsóknastofnana um alla Evrópu.
Evreka er eins konar hjúskapamiðlun
rannsóknarverkefna. Fyrirtæki í einu
aðildarlandanna sem hyggst þróa
nýja vörutegund eða vill leita nýrra
tæknilegra úrlausna getur fundið sér
hentugan samstarfsaðila, maka,
gegnum miðstöðvar Evreka í 20
Evrópulöndum. Hið einfalda stjórn^
skipulag samstarfsins er mjög skil-
virkt enda er stjórnun verkefna í
höndum fyrirtækjanna sjálfra sem
að þeim standa. Þau fjármagna einn-
ig sjálf í flestum tilvikum verkefnin
en ekkert hindrar þó að styrktar-
framlag sé veitt úr opinberum rann-
sóknasjóðum þjóðanna. Lítil hætta
er á að árangur Evrekaverkefnanna
rykfalli í skýrsluformi uppi í hillu því
verkefnin eru öll þess eðlis að fyrir-
tækin geta hagnýtt þau sér til fram-
dráttar. Niðurstöðurnar eru eign
þeirra aðila sem eiga frumkvæðið
og vinna verkefnin, þ.e. fyrirtækj-
anna. Staðreyndin er sú að flest
rannsókna- og þróunarverkefnin
enda í arðbærri fjárfestingu í formi
vöru eða tækninýjungar.
íslendingar hlut-
fallslega stærstir!
íslendingar hafa átt aðild að Ev-
reka síðan 1986 og eru þátttakendur
í 9 af 539 Evrekaverkefnum. Viða-
mest þeirra er „Halios" — fiskiskip
10. áratugarins, sem nánar verður
vikið að síðar. Öll verkefnin eru
stunduð í samstarfi við evrópsk fyrir-
tæki sem einnig eiga aðild að Evreka
enda er samstarf við fyrirtæki í öðru
Evreka-landi skilyrði til að geta
flokkast undir samstarfsformið. ís-
lendingar eiga þátt í hlutfallslega
flestum Evreka-verkefnunum, sé
miðað hina „hagstæðu" höfðatölu
landsmanna. Éngan skyldi undra því
innan Evreka-samstarfsins hefur
hingað til verið lögð sérstök áhersla
á þátttöku lítilla og miðlungsstórra
fyrirtækja. Með þeim hætti er talið
að komið verði á mótvægi við öfluga
rannsókna- og þróunarstarfsemi
stóru fjölþjóðafyrirtækjanna. Þekk-
ing og reynsla sem til er í litlum og
miðlungsstórum fyrirtækjum í Evr-
ópðu er ofin saman og unnið að verk-
efnum til nýsköpunar. Kosturinn við
samstarf lítilla og miðlungsstórra
fyrirtækja er einnig minna áhættufé
sem hvert og eitt fyrirtæki þarf til
að leggja fram til rannsókna- og
þróunarverkefnanna auk þess sem
markaðssetning nýrra vara verður
mun auðveldari þegar margir smáir
leggjast á eitt. Éinkennandi er fyrir
Evreka-verkefnin að þau hafa öll
nána markaðslega tilhöfðun. Með
Evreka hafa opnast nýjar dyr fyrir
lítil íslensk fyrirtæki.
Fyrir stuttu var haldinn 10. reglu-
legi ráðherrafundur Evrekalandanna
í Finnlandi. Ólafur G. Einarsson
menntamálaráðherra sat fundinn
fyrir Islands hönd. Ráðherrafundirnir
eru m.a. ætlaðir til að veita nýjum
verkefnum svokallaðan Evreka-
„status“ og staðfesta þar með inn-
göngu í „klúbbinn". Ráðherrastað-
festingin hefur einungis táknræna
þýðingu en gefur samstarfsaðilum
visst stöðutákn og virðingu í heimi
hagnýtra rannsókna. Að þessu sinni
voru staðfest 102 ný verkefni og eiga
íslendingar þátt í 3 þeirra.
Stærsta frétt ráðherrafundarins
var þó innganga 20. Evrópu landsins
í Evreka, Ungverjalands, sem jafn-
framt er fyrst fyrrum Austur-Evróp-
ulanda til inngöngu. ísland var næst
á undan Ungveijalandi þó liðin séu
6 ár síðan það var. Á næstu árum
munu fleiri lönd frá austurhluta Evr-
ópu fá aðgang að Evreka.
Litlir og stórir hjálpast að
Á ráðherrafundinum í Finnlandi
kom fram vilji til að gera áherslu-
breytingu á Evreka-samstarfinu á
komandi árum sem væntanlega gæti
falið í sér enn ákjósanlegri möguleika
fyrir íslensk fyrirtæki til þátttöku.
Breytingin felst í því að í stað sam-
starfs lítil og stórra fyrirtækja. Um
þetta fjallaði m.a. Ólafur G. Einars-
son menntamálaráðherra í ræðu sinni
á fundinum.
Stórfyrirtæki Evrópu hafa löngum
haft mjög svo takmarkaðan áhuga á
rannsóknasamstarfi við önnur fyrir-
tæki, en viðhorf þeirra er nú óðum
að breytast. Dæmi um þetta eru stóru
fyrirtækin sem hafa ekki getað hugs-
að sér samstarf við önnur fyrirtæki.
Samkeppni risanna í lyfjaiðnaðinum
er mjög hörð og allt rannsókna- og
þróunarstarf er stundað af rannsókn-
afólki sem eru starfsmenn fyrirtæk-
anna sjálfra og fer fram með mikilli
leynd innan eigin veggja. Nú eru
stjórnendur stórfyrirtækjanna farnir
að gera sér grein fyrir að lítil sér-
hæfð fyrirtæki eru áhugaverðir sam-
starfsaðilar m.t.t. nýrra hugmynda
og nýrra lausna. Starfsemi lítilla fyr-
irtækja er oft fólgin í sérhæfðri lausn
sem getur skipt sköpum fyrir sam-
keppnisstöðu stórfyrirtækisins, fái
það aðgang að leyndardómnum.
Þetta þýðir ekki að sá stóri gleypi
þann litla. Samstarfið hefur gagn-
kvæman kost í för með sér. Lítil
fyrirtæki, eins og þau íslensku eru,
hafa oft ekki fjárhagslegt bolmagn
til að stunda ein og sér þróunarstarf-
semi sem gæti leitt til nýjunga í
framleiðslu þeirra. Niðurstaða rann-
sókna- og þróunarverkefna sem
stunduð eru í samstarfi lítilla og
stórra fyrirtælq'a hafa oft hlutfalls-
lega meiri þýðingu fyrir iitlu fyrir-
tækin.
Dr. Vilhjálmur Lúðvíksson, fram-
kvæmdastjóri Rannsóknaráðs ríkis-
ins, er fulltrúi íslands í samstarfs-
nefnd Evreka-landanna, National
Project Coordinators. Hann segir að
íslendingar séu eftirsóttir samstarfs-
aðilar á vissum sviðum innan Evreka
vegna nálægðar framleiðslunnar við
endanlega notendur. Mörg erlend
stórfyrirtæki og rannsóknastofnanir
hafa ekki eins náin tengsl við notend-
ur og hér er. Okkar mikilvægasta
svið til tækniþróunar telur hann vera
tengdan sjávarútvegi. Þar byggjum
við á aldargamalli reynslu og þróun
tækninnar frá hendi sjómannanna
sjálfra. Eitt dæmi er þegar íslenskir
skipstjórnendur hófu að nota dýptar-
mæla til fiskileitar á 6. áratugnum.
Vilhjálmur segir ennfremur að
stærsti kosturinn fyrir íslensk fyrir-
tæki við þátttöku í Evreka-samstarf-
inu sé aðgangurinn að stærsta mark-
aðssvæði heimsins sem nú sé að
verða til í Evrópu. Það sem stendur
íslenskum fyrirtækjum fyrir þrifum
hvað varðar rannsókna- og þróun-
arstarf, segir Vilhjálmur, er lítill
heimamarkaður og þar með fjárhags-
lega slæm staða fyrirtækjanna.
Fullt stím inn í framtíðina
Nokkur íslensk fyrirtæki og rann-
sóknaaðilar sigla hraðbyr inn í fram-
tíðina á Halios — fískiskipi framtíðar-
innar. Halios er stærsta verkefni inn-
an Evreka-samstarfsins sem íslend-
ingar taka þátt í. Það byijaði smátt
í sniðum en óx upp í að verða stórt
samstarfsverkefni með þátttöku
Frakka og Spánveija. Halios er fyrir
margar sakir einkennandi fyrir önnur
Evreka-verkefni. Þar er unnið að
þróun fjölmargra samverkandi þátta
sem ætlað er úm borð í fiskiskip
framtíðarinnar. Meðal þeirra er raf-
eindabúnaður, öryggisbúnaður, og
hönnun. Þróun á björgunametinu
EUREKA
Markúsi var einn þáttur verkefnis-
ins. Þar kom til hugvit og áræðni
úr litlu fyrirtæki sem leiddi til fram-
leiðslu á björgunarneti sem nú þegar
hefur verið gert að skyldubúnaði um
borð í íslenskum fískiskipum.
Fyrirtækin Marel hf. og Efli hf.
vinna ásamt Rannsóknastofnun fisk-
iðnaðarins og Háskóla íslands að
þróun á viðamiklum búnaði til
vinnslu á fiski um borð í togurum,
allt frá því að fiskurinn er dreginn
um borð og þar til honum er komið
í frystingu. Markmið þessa hluta
Halios er hámarksnýting á fisknum,
hagkvæmni og betri gæði.
Arkimedisar gaf tóninn, með upp-
hrópuninni „Evreka!“, — tónn sem
enn hefur ekki þagnað og verður
endurtekinn oft á komandi árum ef
að líkum lætur.
Höfundur er blaðafulltrúi Iðn-
tæknistofnunar.
ISLAND
NORÐUR - AMERÍKA
Forysta í Ameríkuflutningum
Reynsla og forysta EIMSKIPS í vöruflutningum milli íslands og
Ameríku ó sér óratuga langa sögu. Félagiö siglir nú ó tveggja
vikna fresti til 5 hafna í Noröur - Ameríku. Tíöni feröa og fjöldi
viðkomuhafna samfara sérþekkingu og reynslu starfsmanna á
skrifstofu félagsins í Norfolk gerir þaö aö verkum aö EIMSKIP er vel
í stakk búiö til aö sinna öllum flutningaþörfum viðskiptavina sinna
- þarfir þeirra eru þarfir okkar!
EIMSKIP
VIÐ GREIÐUM ÞER LEIÐ
HVlTA HÚSlÐ / SlA