Morgunblaðið - 02.07.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.07.1992, Blaðsíða 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINfNULÍF FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 1992 Bankamál Sjá má ýmis hættumerki ííslenska bankakerfinu — segir Þórður Ólafsson, forstöðumaður bankaeftirlits Seðlabankans sem nýlega sótti fund norrænna eftirlitsaðila með fjármálastofnunum í Noregi þar sem m.a. var fjallað um hrun bankanna á Norðurlöndum ÍSLENSKA bankakerfið hefur á undanförnum árum mátt þola vaxandi útlánatöp og af þeirri ástæðu hafa bankar og sparisjóðir aukið verulega framlög sín í afskriftarsjóði. Þetta hefur rýrt af- komu þessara stofnana en tilvera þeirra virðist hins vegar ekki í hættu í líkingu við það sem gerst hefur í bankakerfum Norðurland- anna. Þar hafa fjölmargir bankar og sparisjóðir orðið gjaldþrota og verið bjargað af stjórnvöldum viðkomandi landa. Má segja að t.d. norska bankakerfið hefði nánast hrunið til grunna á tiltölulega skömmum tíma ef ekki hefðu komið til aðgerðir stjórnvalda sem lagt hafa verulegt nýtt eigið fé í þessar stofnanir. Þórður Ólafs- son, forstöðumaður bankaeftirlits Seðlabankans er nýlega kominn af fundi norrænna eftirlitsaðila með fjármálastofnunum sem hald- inn var í Bergen í Noregi. Hann telur að finna megi samsvörun milli þeirrar þróunar sem varð áður en áföllin riðu yfir norrænu bankana og þeirrar þróunar sem verið hefur hér á landi á undan- förnum árum. Hann var fyrst spurður hvað íslendingar gætu lært af reynslu Norðurlandaþjóðanna á þessu sviði og hvort ætla megi að íslenskar bankastofnanir eigi eftir að lenda í svipuðum erfiðleik- um. „Við getum lært ákaflega mikið af þeirri reynslu sem Norðurlanda- þjóðimar hafa gengið í gengum á undanförnum árum. Danir gengu í gegnum sitt erfiðleikatímabil á árunum 1987-1988. Þá áttu ýmsir viðskiptabankar og sparisjóðir í miklum erfíðleikum og má þar nefna Sjötta júlí bankann, Krone- banken, C&C-bankann og fleiri sem ýmist urðu gjaldþrota og var slitið eða var bjargað með samein- ingu við aðra banka. Nokkrum áram síður kemur þessi staða upp bæði í Noregi, Svíþjóð og Finn- landi. Menn hafa verið að skoða hvort hægt væri að líkja að- dragandanum að ástandinu í þess- um löndum saman að einhverju leyti. Þegar við skoðum þá þróun sem hefur leitt til þessara atburða hjá þeim þá er ýmislegt sem við getum merkt í starfsemi og starfsum- hverfi viðskiptabanka og spari- sjóða hér á landi sem bendir til þess að við kynnum að lenda í sambærilegum erfíðleikum ef ekki verður bragðist við. Á Norðurlönd- unum vora uppgangstímar í efna- hagslífínu á áranum 1984-1987 eins og hér á landi sem m.a. leiddi til þess að bankastofnanir og aðrar lánastofnanir juku útlán mjög veralega jafnhliða því að dregið var úr miðstýringu. Slakað var á ýmsum reglum t.d. um útlánastýr- ingu og vaxtaákvörðunum. Þegar þetta tvennt fer saman þá virðist margt hafa farið úr böndunum og stjórnendur þessara stofnana hafí ekki áttað sig á því að það er ekki síður vandi að stjóma í góðæri en þegar að kreppir. Af þessu era menn að súpa seyðið núna. Að þessu leyti til held ég að það megi fínna samsvöran milli þess sem hefur verið að gerast hér á landi og á Norðurlöndunum. Einnig má nefna að samkeppni um fjármagn og í aukinni þjónustu hefur aukist mjög mikið á markaðnum og vext- ir hækkuðu mikið. Þegar fór að harðna á dalnum hjá fyrirtækjum og einstaklingum í kjölfar efna- hagslægðar varð vaxtakostnaður- inn mjög tilfinnanlegur. í kjölfar samdráttar í efnahagslífinu hefur síðan fylgt veraleg verðlækkun á fasteignamarkaði á Norðurlöndum Veðdeild Sparisióðs vélstjóra kt. 610187-1889 Útboð skuldabréta 3. flokkur 1992 Otboðsfjárhæð kr. 159.099.999,- 3ja-5 ára skuldabréf 1. útgáf udagur 1. júlí 1992 Umsjón með útgáfu: Verðbréfamarkaður Fjárfestingafélagsins hf. Afgreiðslu annast: Sparisjóður vélstjóra, Borgartúni 18, Reykjavík. og það á jafnt við um atvinnu- og íbúðarhúsnæði. Hér á landi hefur aftur á móti einungis orðið verð- lækkun á atvinnuhúsnæði." Mjög mikill vandi kann að vera framundan — En hvaða einkenni má merkja hér á landi sem benda til vaxandi erfiðleika bankakerfisins? „Það era ýmis hættumerki sjáanleg á lofti í íslenska banka- kerfínu. Miðað við þá umræðu og þær forsendur sem gefnar hafa verið varðandi efnahagsþróunina næstu 2-3 árin þá kunna lána- stofnanir að standa frammi fyrir mjög miklum vanda. Hann er fólg- inn í versnandi rekstrarafkomu almennt og þar vega afskriftir útl- ána þungt. Miðað við eiginfjárstöðu margra þessara stofnana í dag þá er alveg ljóst að eigendur þeirra kunna að þurfa að leggja þeim til aukið eig- ið fé ef þær eiga að standast þær lágmarkskröfur sem gerðar era til þeirra samkvæmt gildandi lögum í dag. Hvort hér verður alvarleg bankakreppa eins og menn þekkja á Norðurlöndum er of snemmt að segja til um. Hins vegar er alveg ástæða til að benda sterklega á þau hættumerki sem era sjáanleg. Það má ekki gleyma því í þessari umræðu að þjóðfélagið gerir þá kröfu að þessar stofnanir séu fjár- hagslega sterkar því almenningur hefur treyst þeim fyrir sínu spa- rifé.“ Þórður bendir á að arðsemi eig- infjár íslenska bankakerfisins hafí batnað veralega á áranum 1986- 1989 og var um 8-9% þegar best lét. Það hafí síðan hrapað og var 2-3% á árinu 1991. Ef spár um minnkandi þorskafla gangi eftir og enn frekari samdráttur verði í efnahagslífinu sé hætta á því að arðsemi eigin fjár lánastofnana verði áfram óviðunandi enn um hríð. „Ef við beram hagsveiflur LOKUN VEGNA SUMARLEYFA Skrifstofa Útflutningsráðs verður lokuð frá 13. júlí til 3. ágúst vegna sumarleyfa starfsfólks. Þó verða ATA-Carnet skírteini afgreidd og svarað verður í síma milli kl. 9 og 11 árdegis. Við biðjum þá sem þurfa á þjónustu okkar að halda á næstunni vinsamlega að taka mið af ofangreindum upplýsingum ÚTFLUTNINGSRÁÐ ÍSLANDS ÍSLENSKT VEIT Á GOTT LÁGMÚLA 5 108 REYKJAVÍK SÍMI 91 688777 MYNDSÍMI 91 689197 saman við ávöxtun eiginfjár þá sést samhengi þar á milli,“ segir hann. „Afskriftir fóra að aukast veralega á áranum 1987-1989 og afskriftir síðustu ára era í veraleg- um mæli útlán sem veitt vora þeg- ar uppsveifla var í efnahagslífínu. Það voru uppgangstímar á áranum 1984-1987 og menn kunna að hafa verið óraunsæir á þeim tíma eða fyllst of mikilli bjartsýni. Bankar og aðrar fjármálastofnanir höfðu töluvert mikið af fé til útlána. Ýmsar framkvæmdir og fram- leiðsluhugmyndir sem lánað var til gengu ekki upp m.a. vegna þess að afturkippur kom í efnahagslífið. Þessi töpuðu útlán era fyrst og fremst vegna erfiðleika í atvinnu- starfsemi eins og sjávarútvegi, fískeldi, ullariðnaði og öðram iðn- aði. Þá er einnig farið að bera á töpum í byggingariðnaði. Töp banka og sparisjóða hefði orðið enn meiri ef ekki hefðu komið til að- gerðir stjómvalda í gegnum At- vinnutryggingarsjóð og Hlutafjár- sjóð á sínum tíma. Það tap kemur fram annars staðar.“ Bankarnir hafa þurft að yfirtaka eignir Þórður bendir á að bankar og sparisjóðir hafí þurft að yfirtaka eignir í nokkram mæli sem þeim hafa verið veðsettar til að tryggja fullnustu kröfu. „Sumar eignirnar hafa verið illseljanlegar og erfitt að losna við þær fyrir verð sem nægði til að ljúka þeim kröfum sem þeim var ætlað að standa undir. Oft era þetta eignir sem erfítt er að leigja út og bera engan arð heldur hafa eingöngu í för með sér aukinn kostnað. Þá hafa bankar og sparisjóðir þurft að leggja í veralega vinnu til þess að hafa fullkomna yfirsýn yfír þær eignir sem þeir hafa yfir- tekið. Sumar þessara eigna eru einnig mjög sérhæfðar. Það eru því miður engin teikn á lofti um það að þetta sé að snúast við. Þó svo að stöðugleiki ríkti í efnahags- lífínu sjáum við ekki fram á annað heldur en að þessi þróun muni halda áfram í nokkur ár áður en séð verður fyrir endann á þeim afskriftum vegna útlána sem stofnað hefur verið til á síðustu áram. Hvað þá þegar búist er við efnahagslegum afturkipp og þá einkum í sjávarútvegi. Það hlýtur að öðru jöfnu að hafa veruleg áhrif á afkomu og starfsemi þessara stofnana vegna þessa hugsanlega samdráttar. Hversu lítill sem sam- drátturinn er þá verður hann ekki til að draga úr afskriftum útlána. Þessi samdráttur hlýtur einnig að leggjast misþungt á einstakar lánastofnanir. Sumar lánastofnan- ir hafa allt að þriðjungi af sínum útlánastofni bundinn í lánum til sjávarútvegs og fískvinnslu og samdráttur í þeirri atvinnugrein hlýtur að koma þyngst niður á þeim stofnunum. Ánnað sem hægt er að benda á er það að sumar smærri stofnanir eins og sparisjóð- ir era á starfssvæði þar sem sjávar- útvegur og ýmis þjónustustarfsemi sem er tengd fískvinnslu er undir- staðan í atvinnulífí byggðarlags- ins. Ef veralegur samdráttur verð- ur í þeim byggðarlögum þá hlýtur það að koma rnjög hart niður á þeim lánastofnunum sem þar starfa.“ Arðsemi eigin fjár óviðunandi — Hvernig geta lánastofnanir bragðist við minnkandi arðsemi í sínum rekstri? „Á síðasta ári var arðsemi eig- inljár banka og sparisjóða í heild óviðunandi. Það sem bankar og sparisjóðir þurfa á að halda núna er aukinn hagnaður til að viðhalda og auka eigið fé. Hafa ber í huga að nýlega var gerð breyting á lög- um um viðskiptabanka og spari- sjóði þar sem ákvæðum þeirra laga var breytt til samræmis við alþjóð- lega staðla um eiginfjárkröfur. Það gerir það að verkum að það borð sem þessar stofnanir höfðu fyrir bára skv. eldri lagaákvæðum, hef- ur minnkað þannig að það er enn- þá meiri ástæða fyrir þær að auka hagnaðinn, hvort sem það verður gert með auknum vaxtamun, auknum þóknunartekjum, sparnaði í rekstri eða með öðrum hætti. Nauðsynlegt er því að auka arð- semina. Hér á landi er starfandi einn hlutafélagsbanki, íslandsbanki hf. Sá banki getur boðið út aukið hlutafé til þess að styrkja eiginfjár- stöðuna. Hann jók raunar eigið fé

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.