Morgunblaðið - 02.07.1992, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNÐLÍF FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 1992
B 7
HUGBÚMAÐUR
(var Pétur Guðnason
GEISLANDI GLEÐI
í hugbúnaðardálki sem birtist
rétt eftir áramótin fjallaði ég lítils-
háttar um margmiðlun og hvað
hún bæri í skauti sér fyrir almenn-
ing. Margmiðlun felst í því að nota
tölvu með geisladrifi (CD-ROM) til
þess að blanda myndum og máli
og tónum saman í eina heild. Það
er til þó nokkuð af hugbúnaði sem
opnar notendum nýjar víddir með
því að nota óraflæmi geisladisksins
undir ýmiss konar fróðleik og
kynningu sem ella væri illmögulegt
að koma fyrir. Einn geisladiskur
rúmar 650 milljónir stafa (650 MB)
og auk notkunar þeirra til marg-
miðlunar hefur undanfarið færst í
aukana að nota þá undir fyrirferð-
armikil forrit, myndasöfn og letur-
söfn, og allskyns fræðsluefni. í
þessari grein og næstu ætla ég því
að gera lauslega grein fyrir því
helsta sem er á boðstólum af hug-
búnaði á geisladiskum. Núna ætla
ég einkum að fjalla um almenn
forrit og fræðsludiska og næst för-
um við yfir í margmiðlunina.
Þróunin yfir í geisladiska
Við notendur höfum undanfarin
ár fylgst með því hvernig forrit sem
einu sinni komu á 160K disklingi
hafa þróast yfir í að koma núna á
7 disklingum sem hver tekur
1,44MB (1,4 milljónir stafa) — og
auk þess eru skrámar þjappaðar!
Gömlu forritin gengu vel á tölvu
með 128K vinnsluminni en nú eru
4MB að verða .lágmark. Nýlegt
stýrikerfi kemur á 21 (já, tuttugu
og einum) 1,44MB disklingum!
M.a.s. leikimir eru alltaf að breiða
úr sér og King’s Quest IV frá Si-
erra On-Line kemur þannig á 8
stykkjum af 1,2MB disklingum!
Staðreyndin er að tölvur nútímans
ráða yfir svo mikilli reiknigetu og
góðri grafík að hugbúnaðarfram-
leiðendur keppast við að láta forrit-
in sín njóta vélbúnaðarins. Geymsl-
utæknin, sér í lagi disklingar, hef-
ur ekki þróast samsvarandi og því
myndast flöskuháls í dreifingu
hugbúnaðar. 1,44MB drif fyrir 3
og 1/2 tommu disklinga eru algeng
í dag, sem og 1,2MB drif fyrir 5
og 1/4 tommu disklinga. Alllangt
er síðan IBM kynnti 2,8MB drif
og nú eru komin fram 20MB 3 og
1/2 tommu drif, en þessi búnaður
hefur því miður ekki náð neinni
útbreiðslu að ráði.
Hugbúnaður á geisladiskum
Til þess að ijúfa stífluna hafa
nokkrir hugbúnaðarframleiðendur
boðið vöru sína á geisladiskum og
má þar frægast telja hið vinsæla
teikniforrit CorelDraw frá Corel
Systems Corp. Til þess að lokka
kaupendur er CorelDraw lítið dýr-
ara á geisladiski en á disklingum
og auk þess fylgir með mikið
myndasafn og hjálparskrá sem
Tölvumolar
Marinó G.
■ IBM hefur sýnt áhuga á að
nota kjaman úr Windows NT
frá Microsoft fyrir fjölgjörva
útgáfu af OS/2, þ.e. fyrir RISC-
tölvur. Þetta kom fram í máli
John Soyring, framkvæmda-
stjóra yfir hugbúnaðarþróun hjá
IBM, á ráðstefnu Oracle Corp.
nýlega. Líta menn á þessa yfir-
lýsingu sem merki um þíðu milli
IBM og Microsoft.
■ IBM hefur viðurkennt að
breyting á vinnsluumhverfi fyr-
irtækja er óumflýjanleg og til-
kynnt að væntanlegar séu á
markað tvær nýjar útgáfur af
IBM PS/2 Model ’95. Þessar
nýju útgáfur heita XP 486 OMF
og OMT. Munu þær búa yfir
ýmsum eiginleikum stórtölva,
m.a. geta þjónað allt að 200
notendum. Forsvarsmenn IBM
viðurkenna að fýrirtækið hafi
ekki viljað tala um breytt
vinnsluumhverfi fyrr af ótta við
að það mundi hægja á sölu stórt-
ölva.
■ Borland International til-
kynnti nýlega að fyrirtækið
hefði tapað 110 milljónum
Bandaríkjadala á síðasta fjár-
hagsári, sem lauk 31. mars sl.
Tapið má rekja til yfirtöku Bor-
land á aðalkeppinaut sínum,
Ashton-Tate. Gamli Borland-
hluti fyrirtækisins skilaði 36
milljóna Bandaríkjadala hagn-
aði, kostnaðurinn við sameining-
una varð 146 milljónir Banda-
ríkjadala og skýrir það tapið.
■ Hewlett Packart er að koma
með á markað nýjan blekspraut-
Njálsson
prentara HP PaintJet XL300
litaprentara. Prentarinn er Las-
erJet samhæfður og kemur með
samsíða tengi, raðtengi og Loc-
alTalk tengi. Maxtor Corp. sendi
nýlega frá sér nýjan 540 MB
harðan disk, sem er 1 tomma á
hæð og 3,5 tommur á breidd.
Þetta þýðir að diskurinn kemst
fyrir í fyrirferðaminni borðtölv-
um ... Brother Intemational,
sem er líklegast þekktast hér á
landi fýrir ritvélar, hefur sent
frá sér geislaprentara HL-10V.
Hann prentar 10 bls. á mínútu
í 300 punkta upplausn. Prentar-
inn hermir eftir HP PCL5 (Las-
erJet), IBM ProPrinter XL og
Epson FX.
■ Apple og IBM eru búin að
stofna fýrirtæki, Kaleida, um
fjölmiðlun (multimedia) og eru
að leita eftir fleiri samstarfsaðil-
um. Fyrirtækin eru að vonast
til þess að Lotus, Adobe, Bor-
land, Eastman Kodak, Thoshiba,
Sharp og Phillips gangi til liðs
við þau og standi saman að staðli
fýrir fjölmiðlun. Vandamálið er
að aðgöngumiðinn kostar 1
milljón Bandaríkjadala.
■ Everex Systems Inc. keypti
Northgate Computer Corp. fyrir
stuttu á aðeins 4,5 milljónir
Bandaríkjadala, sem er sagt
vera algjört útsöluverð. Talið er
að tölvuiðnaðurinn í Bandaríkj-
unum eigi eftir að ganga í gegn
um miklar breytingar á næstu
sex til níu mánuðum og búast
megi við yfirtökum, sameining-
um og gjaldþrotum.
ekki er með disklingaútgáfunni.
Corel Systems stendur árlega fyrir
verðlaunasamkeppni á meðal at-
vinnumanna sem nota CorelDraw
og nú er hægt að fá 850 myndir
sem voru með í síðustu samkeppni
á geisladiski. Microsoft hefur lengi
boðið á geisladiski MS Program-
mers Library, en það er uppfletti-
rit fyrir þá sem nota eitthvert af
forritunarmálum eða þýðendum
fyrirtækisins. í bígerð er að bjóða
Microsoft Office á geisladiski, en
Office er það kallað þegar Word
fyrir Windows, Excel, og kynning-
arforritið PowerPoint eru seld
saman í pakka. Multimedia Works
2,0 frá Microsoft, er síðan næsta
skrefið í hugbúnaði á geisladisk-
um. Þá er á geisladisknum sam-
ofni hugbúnaðurinn Works og
hjálparkennsla sem fer fram með
hreyfimyndum og hljóði, að hætti
margmiðlunar. Fyrir vikið fylgir
engin handbók með Multimedia
Works. Hið sama gildir um CD-
ROM-útgáfuna af Lotus 1-2-3
töflureikninum fyrir Windows. Á
geisladisk num er forritið sjálft,
handbækur, kennsla og hjálparfor-
rit með hreyfingum og hljóði. Ég
hlakka til að sjá þessi forrit ...
Á geisladiskum er til nokkuð af
hjálparforritum og greinasöfnum
fyrir tölvuáhugamenn. Útgefandi
hins góðkunna tímarits, PC
Magazine, gefur út geisladisk sem
hefur á hraðbergi lausn á hveijum
vanda og svar við hverri spurningu
hins almenna tölvunotanda. Annan
disk býður útgefandinn sem geym-
ir yfir 600 sýningarforrit frá hug-
búnaðarframleiðendum. Nú geta
allir haft hugbúnaðarkynningu í
stofunni heima.
Auk hjálpardiska er líklegt að
ef stýrikerfi halda áfram að bólgna
sem hingað til verður þess skammt
að bíða að þau komi eingöngu á
geisladiskum.
Við sem erum smekklausir get-
um nú fengið að sjá vin okkar
Leisure Suit Larry á geisladiski frá
Sierra On-Line og einnig Mixed-Up
Mother Goose sem er saklaus leik-
ur fyrir yngri kynslóðina. SimCity
hermiforritið frá Maxis er einnig
Strengur er
áfram sölu-
aöili fíúsljóra
í frétt sem birtist í viðskipta-
blaði Morgunblaðsins sl. fimmtu-
dag segir eftirfarandi: „Tölvu- og
ráðgjafafyrirtækið Þróun hf. hefur
fengið umboð fyrir viðskiptahug-
búnaðinn Bústjóra. Innflutnings-
og dreifingaraðili Bústjórans hér á
landi er Nýheiji, en aðalsöluumboð
til þessa hefur verið Strengur hf.“
Áf orðanna hljóðan mætti skilja
að Strengur sé ekki lengur með
söluumboð fyrir Bústjóra. Þetta er
rangt. Strengur hefur verið söluað-
ili Bústjóra hér á landi í fjögur ár
og mun halda því áfram ásamt
Þróun.
Til að undirstrika hlutverk
Strengs við markaðsfærslu á Bú-
stjóra hefur eigandi hugbúnaðar-
ins, PC&C í Danmörku, gerst eign-
araðili að Streng hf. Strengur mun
í samvinnu við PC&C taka þátt í
áframhaldandi þróun hugbúnaðar-
ins bæði fyrir innlendan og alþjóð-
legan markað.
fáanlegt á geisladiski og búið er
að bæta hinn myndræna þátt for-
ritsins og auka möguleikana. Þeir
sem fylgjast með fréttunum geta
fengið heilan árgang af vikuritinu
Time með forsíðumyndum og til-
heyrandi. The Bible Library er
geisladiskur sem geymir 9 mis-
munandi útgáfur Biblíunnar og 20
heimildarrit að auki. Þeir sem hafa
áhuga á hinu veraldlega geta feng-
ið öll verk Williams Shakespeares
á geisladiski, eða þá allar sögumar
um Sherlock Holmes. Auk þess
geta sannir Sherlock Holmes aðdá-
endur fengið á geisladiski þijár
ráðgátur sem reyna á þolrifin og
nota margmiðlun til hins ítrasta,
enda eru á diskinum um 90 mínút-
ur af hreyfimyndum og mikið tal.
Adobe-letursafnið er fáanlegt á
geisladiski. Það er læst en kaup-
andinn getur virt allar stafagerð-
irnar fyrir sér og notað þær með
því að kaupa númer sem opnar
lásinn. Auk myndasafna á borð við
það sem fyrr var nefnt fyrir Cor-
elDraw er hægt að fá á geisladisk-
um sérhæfð myndasöfn til allra
mögulegra nota. Núna er fyrir
framan mig auglýsing frá amer-
ískri póstverslun sem vill selja
geisladisk með myndum fyrir full-
orðna. Á disknum eru 70 hreyfí-
myndasöfn og meira en 600 mynd-
ir og dýrðin á bara að kosta 60
dollara. Onnur póstverslun vill selja
geisladisk með 5.268 VGA mynd-
um (fyrir fullorðna auðvitað!) fyrir
litlá 99 dollara. Þá fylgja m.a.s.
„leikir“ með ... Það eru sannmæli
að tæknin gerir jafnt réttlátum
sem ranglátum líf ið léttara!
Að lokum
Ég hef rétt tæpt á öllu því úr-
vali hugbúnaðar sem fáanlegt er á
geisladiskum. Næst verður þráður-
inn tekinn upp og fjallað meira um
sama efni.
Höfundur er áhuganmður um tölv-
ur.
SKJALASKÁPAR
H0VIK*
SKUFFUSKAPAR
2JA, 3JA OG 4RA SKÚFFU
TEIKNINGASKÁPAR
SKÁPAR MEÐ RENNIHURÐUM,
VÆNGJAHURÐUM, TVÖFALDIR
SKÚFFUSKÁPAR O.FL.
HF.OFNASMIBJAN
HÁTEIGSVEGI 7, S: 21220
Z' B] ElectroluxN,
CONSTRUCTOR
Hillurekkar úr stóli sem settir eru
saman á öruggan og einfaldan hátt.
Við þá má bæta endalaust m.a.
með ýmsum aukahlutum, s.s. skúff-
um, boxum o.fl. Henta vel til
geymslu á alls konar smávöru.
Hetugir og litríkir fataskópar fyrir
skóla, vinnustaði, sundlaugar o.fl.
Fjórir eða fimm saman, með eða
ón setbekks. Einfaldir í uppsetningu,
Dýpt: 840 mm. Hæð: 2235 mm.
Breidd: 300 eða 400 mm.
LUX 83 brettarekkar
Kerfi fyrir geymslu á vörum á brett-
um (pallettum). Sett saman úr sam-
tengdum rekkum. Logerinn nýtist
betur, t.d. lofthæðin. Auðvelt að
breyta og auka við eftir þörfum.
Færanleg herbergi.
Stök herbergi sem auðvelt er að
flytja að vild (með gaffallyftara).
Má stafla svo tvær hæðir myndist.
Fást í fjórum litum og
tveimursfærðum.
Breidd: 3650 mm og 2750 mm.
Hæð: 2660 mm.
ínaust
Borgartúni 26
Sími: (91) 622262
Mynds.: (91)622203
fyrlr
steinsteypu.
Léttir «
meöfœrilegir
viðhaldslitlir.
Þ.ÞORGRÍMSSÖN&CO
Armúla 29, Reykjavík, sími 38640