Morgunblaðið - 02.07.1992, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 1992
B 5
Afskriftir útlána hjá viðskiptabönkum og sparisjóðum
Heildarafskriftir Afskriftir sem hlutfall
á föstu verðlagi 1991 Miiij.kr af niðurstöðutölu
------------------------3000 efnahagsreiknings %
Arðsemi eigin fjár
hjá viðskiptabönkum
og sparisjóðum %
-------------------------10
Árlegar breytingar
um 1.350 milljónir króna á árinu
1991 með sölu nýs hlutafjár. í til-
viki ríkisbankanna, Landsbankans
og Búnaðarbankans, er sá mögu-
leiki fyrir hendi að ríkissjóður leggi
til aukið eigið fé af á þarf að halda.
Þess eru dæmi að sparisjóðir hafi
breytt rekstrarfyrirkomulagi sínu
úr því að vera ábyrgðarmanna-
sparisjóðir í það að vera stofnfjár-
sparisjóðir. Tilgangurinn er sá að
fá aukið svigrúm til þess að afla
nýs innborgaðs eigin fjár í formi
stofnfjárframlaga."
Útlánatöp á árinu 1991
vanmetin?
— Sjáið þið fram á að útlánatöp
eigi eftir að aukast verulega á yfir-
standandi ári?
„Það er ýmislegt sem bendir til
þess að útlánatöp á árinu 1991
hafi verið vanmetin að mati banka-
eftirlitsins og eigi eftir að koma
fram á árinu 1992. Við höfum
ekki getað merkt annað það sem
af er þessu ári en að ekki sé síður
ástæða til þess að ætla að útlán-
atöpin haldi áfram með sama hætti
og verið hefur.“
— Hvaða reglur gilda um eignir
og rekstur sem bankar og spari-
sjóðir hafa yfirtekið. Geta þeir átt
þær árum saman í fullum rekstri?
„Það segir ekkert annað í gild-
andi lögum en að eignir sem hafa
verið yfirteknar til að tryggja
ffullnustu kröfu skuli selja jafn-
skjótt og hagkvæmt er talið að
mati stjórnenda stofnananna. Þar
eru hins vegar engin tímamörk
sett. Almennt séð er ekki gert ráð
fyrir að eignarhald þessara stofn-
ana vari yfir langan tíma. Þær
geta heldur vart séð sér hag í því
að sitja uppi með eignir sem gefa
engan arð.
I þeim tilvikum þar sem við-
skiptabankar hafa yfirtekið stærri
eignir í rekstri höfum við fylgst
með sölutilraunum. í sumum tilvik-
um hefur reksturinn í þessum eign-
um verið leigður út til annarra.
Við teljum að viðskiptabankalögin
beri að túlka þannig að viðskipta-
bankar hafi mjög takmarkað svigr-
úm til að stunda óskyldan rekstur."
— Hvaða heimildir hefur banka-
eftirlitið til að fylgjast með útlán-
um til stærstu viðskiptavina bank-
anna?
„Lög kveða á um að sérhver
banki og sparisjóður skuli setja sér
reglur um útlán og tryggingar fyr-
ir útlánum og senda bankaeftirlit-
inu sem skal láta í té álit sitt á
þeim hveiju sinni. Við ákveðum
ekki útlánareglumar en höfum
okkar sjónarmið og ætlumst til
þess að tekið sé tillit til þeirra.
Reglumar hafa smám saman þró-
ast í þá átt að bankar og sparisjóð-
ir hafa verið að færa sig nær al-
þjóðlega viðurkenndum reglum í
þessu tilliti bæði vegna þrýstings
frá bankaeftirlitinu og eins löggild-
um endurskoðendum. Þá hefur
aukist skilningur á því að hafa
reglurnar þannig að þær miði að
því að treysta fjárhagslegt öryggi
stofnananna en taki ekki í eins
ríkum mæli mið af hagsmunum
atvinnulífsins, einstakra atvinnu-
greina eða byggðarlagsins eins og
algengt var sbr. uppbyggingu
bankakerfisins til skamms tíma.
Bankaeftirlit fylgist reglulega með
fyrirgreiðslu banka og spajisjóða
til stærstu lánsþega þeirra. í þessu
tilliti er rétt að nefna að endurskoð-
un stendur nú yfir á löggjöf um
starfsemi viðskiptabanka, spari-
sjóða og annarra fjármálastofnana
með hliðsjón af tilskipunum Evr-
ópubandalagsins og ákvæðum
samningsins um Evrópskt efna-
hagssvæði."
TugmiHjóna tap ár eftir ár á
sumum útibúum
— En hvernig þurfa innláns-
stofnanir að bregðast við vaxandi
útlánatöpum á næstunni? Þurfa
þær e.t.v. að stórauka aðhald með
útlánum?
„Lánastofnanir hafa vissulega
aukið aðhald með útlánum og
vandað betur til útlánaákvarðana.
Þá hefur ýmislegt verið gert til
þess að laga reksturinn þó í sumum
tilvikum gangi það hægt. Það má
t.d. endurskipuleggja enn frekar
útibúanet þessara stofnana og
útibúastarfsemina. Sum útibú við-
skiptabankanna hafa verið rekin
með tapi ár eftir ár. Ef ekki koma
til önnur sjónarmið sem réttlæta
það að banki skuli reka útibú með
stórfelldu tapi ár eftir ár svo skipt-
ir tugum milljóna á hveiju ári þá
er eðlilegt að slíku útibúi sé lokað
strax og reynt að sinna þjón-
ustunni með öðrum hætti. Hugsan-
lega má minnka starfsmannafjöld-
ann í bankakerfinu og skoða hvort
þjónustumagnið á vissum sviðum
sé ekki orðið of mikið,“ sagði Þórð-
ur Ólafsson.
KB
ÁRMÚLA 13A
Fyrirtæki
Raunhæfar nýjungar í fram-
leiðslu hjá Póls rafeindatækni
Sniðgengnir með þróunarstyrki
ÞROUN —
Öm Ingólfsson við
búnaðinn, þar sem
líkt er eftir hreyf-
ingum veltandi
skips, vegna þró-
unar nýjustu
skipavogarinnar
sem nú er verið
að byija að selja.
Örn og félagar
hans hjá Póls-
tækni voru fyrstir
í heiminum til að
setja á markað
vog sem gat vegið
af nákvæmni
þrátt fyrir þá
miklu hreyfíngu
sem er um borð
um fiskiskipi í
miklum sjógangi.
Morgunblaðið/ U líar
PÓLS rafeindavörur á ísafirði,
sem stofnað var úr gjaldþroti
Pólstækni á síðasta ári, virðist
hafa betri rekstrargrundvöll en
forverinn, þrátt fyrir eða ef til
vill vegna þess að aðaleigendur
eru ekki lengur Eimskip og aðal-
keppinauturinn Marel i Reykja-
vík. Fyrirtækið kemur þó víðast
að lokuðum dyrum hjá opinberum
þróunarsjóðum, en Marel fékk á
síðasta ári 17 milljónir króna í
styrki, að sögn Sigurjóns Sigur-
jónssonar, framkvæmdastjóra
Póls rafeindavara.
Fyrirtækið er nú í eigu 12-15
starfsmanna auk nokkurra físk-
vinnslufyrirtækja og einstaklinga.
Veltan þá 11 mánuði sem starfsem-
in náði til á síðasta ári var 54 millj-
ónir og skilaði reksturinn 3,6 millj-
óna króna hagnaði fyrir skatta og
afskriftir, en 0,5 milljóna króna
nettó tekjuafgangi, að sögn fram-
kvæmdastjórans. Pólstækni varð á
sínum tíma fyrsta fyrirtækið í heim-
inum til að markaðssetja skipavog,
en það er vog, sem viktar af ná-
kvæmni þrátt fyrir velting og aðrar
hreyfingar á skipi í hafí. Nú er kom-
in á markað endurbætt útgáfa af
þeirri vog og er hún þegar komin á
markað erlendis, meðal annars er
þessa dagana verið að ganga frá
sölu á vogum til Brasilíu en vogirnar
eru nú þegar í notkun í flestum álf-
um heims.
Nú er verið að framleiða nýja
gerð af vogum fyrir Póst og síma
sem ætlaðar verða í póstafgreiðslu.
Þær er hægt að tengja beint við
PC-tölvur, sem geta þá þegar prent-
að út fylgibréf auk þess að halda
utan um skráningu og flokkun til
annarra póststöðva. Þessar vogir
leysa af hólmi japanskar rafeinda-
vogir sem Póstur og sími hafa notað
undanfarin ár.
Þá er fyrirtækið byijað að dreifa
svokölluðu brettaskráningarkerfí, en
það er notað í fískvinnslustöðvum
til að skrá birgðir í geymslum og
fylgjast með afskipunum. Fullþróað
gæti kerfið rakið dagsetta ferðasögu
hnakkastykkis af þorski að borði
gests í veitingahúsi í New York til
veiðistundar einhveijum mánuðum
áður á Vestfjarðamiðum.
Nú er í þróun hjá Póls samvals-
og pökkunarlína sem á sjálfvirkt að
velja saman hæfilegan þunga af
flökum og pakka í öskjur.
Forráðamenn Póls kvarta yfír
áhugaleysi opinberra þróunar- og
lánasjóða, sem virðast loka á þá
flestum dyrum. Þeir segjast nánast
ekkert slíkt fé fá á meðan samkeppn-
isaðilinn fái tugi milljóna í styrki úr
þessum sömu sjóðum. í febrúar
sneru þeir sér bréflega beint til iðn-
aðaráðherra og spurðust fyrir um
hvar væri fyrirgreiðslu að hafa, en
hafa ekki einu sinni fengið svar.
Þeir segjast vera mjög ósáttir við
þessa mismunun því samkeppnin sé
afar hörð auk þess sem þróunarvinna
sé bæði dýr og áhættusöm. Þeir
starfa nú í húsnæði sem Iðnþróunar-
sjóður og Iðnlánasjóður eiga, en
hafa ekki getað fengið svör um hvort
þeir haldi húsnæðinu til lengri tíma
sem er þeim mjög mikilvægt. Starfs-
menn Póls eru nú að vinna að aðlög-
un að inngöngunni í evrópska efna-
hagssvæðið sem þeir segja að muni
valda byltingu í markaðsmálum
þeirra ef af verður. í dag fer um
helmingur framleiðslunnar á erlend-
an markað. Þegar fyrirtækið Póls
rafeindavörur tók til starfa fyrir
rúmu ári unnu 12 manns hjá fyrir-
tækinu, þeim hefur nú fjölgað í 15
og framtíðarhorfur eru það bjartar
að sögn eigendanna, að líklega fer
þeim fjölgandi jafnvel þótt helsti
Heppinauturinn njóti fulltingis bæði
stjómvalda og Háskóla íslands og
starfi þar að auki í Reykjavík.
Það vekur að vonum athygli, að
fyrirtækið skuli halda velli, því þeg-
ar forveri þess, Pólstækni, varð
gjaldþrota var Eimskipafélag ís-
lands, stærsti hluthafinn, búinn að
selja Marel helsta keppninautnum
meirihluta í félaginu og fram-
kvæmdastjóri Marels orðinn stjórn-
arformaður Pólstækni. Menn hafa
látið að því liggja að eftir að sunn-
anmenn voru búnir að kynna sér
innviði fyrirtækisins hafi þeir talið
heppilegra að losna við samkeppn-
ina, en halda þekkingunni og því
hafi farið sem fór.
Úlfar Ágústsson.
Almennur lífeyrissjóður VIB
starfar sem séreignarsjóður.
Framlög sjóðsfélaga eru því
séreign hans og inneign erfist.
\rsií\ö\lun umlram vrrúlx'ilgu s.l.
m á n
VlB
VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF.
Ármúla 13a, 155 Reykjavík. Slmi 68 15 30.
'-TT--7
IÐNLÁNASJÓÐUR
fyrir íslenskt atvinnulíf
155 REYKJAVÍK SÍMI 680400 TELEX 3084 ILFUND TELEFAX 680950
^i L k A i