Morgunblaðið - 02.07.1992, Síða 6

Morgunblaðið - 02.07.1992, Síða 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ VQtSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 1992 Sjónarhorn Samkeppnisstaða verð- bréfasjóðanna batnar eftir Bjarna Armannsson Verðbréfasjóðir eru nú teknir að vaxa á ný eftir samdráttarskeið, skv. upplýsingum frá verðbréfafyr- irtækjum. Raunstækkun varð á sjóðnum um 7,1% í maí. Verðbréfa- sjóðimir urðu hvað harðast úti í þeirri minnkun á spamaði sem hef- ur átt sér stað á undanfömum misserum. Frá maí í fyrra fram til maí nú í ár dróst stærð þeirra saman um rúmlega 4,5 milljarða eða um 30%. Til samanburðar jukust innlán banka og sparisjóða frá mars 1991 til marsmánaðar nú í ár um 7,7 milljarða, eða um rúmlega 5%. I síðastliðnum mánuði tóku sjóðimir hins vegar aftur að vaxa og má búast við áframhaldandi stækkun þeirra. Af hvequ velgengni nú? Verðbréfasjóðir þeir sem verð- bréfafyrirtækin reka stækkuðu í sl. mánuði um rúmlega 700 milljónir eftir langt lækkunarskeið, sbr. mynd 1. Fyrir stækkun sjóðanna nú eru nokkrar ástæður og mun ég hér ijalla um þær helstu: 1. Eðli verðbréfasjóða að sveiflast öfugt við markaðinn í ávöxtun. Verðbréfasjóður og verðmæti hans endurspeglast af því hvað hægt væri að fá af peningum, væra allar eignir sjóðsins seldar á almennum markaði. Séu vextir háir, er gerð há ávöxtunarkrafa til eigna sjóðsins, og þar af leiðandi lægra verð. Hið gagnstæða er svo upp á teningnum þegar vextir era lágir. Áhrifín af þessu era svo þau að ef vextir eru á uppleið, rýma eignir sjóðsins, en aukast, séu vext- ir á niðurleið. Á sl. ári hækkuðu vextir framan af ári og lækkuðu síðan lítið eitt undir lok ársins. (sjá mynd 2). Það sem af er þessu ári hafa vextir á Verðbréfaþingi ís- lands lækkað um 1,5%. Þetta þýðir hækkun á eignum sjóðanna, og þar af leiðandi geta sjóðimir skilað hærri vöxtum, tímabundið, þegar vextir almennt era á niðurleið. Stærstur hluti vaxtalækkunar á þessu ári kom á mjög skömmum tíma, þ.e. í kjölfar kjarasamninga aðila vinnumarkaðarins frá 26. apríl sl. og olli það þó nokkurri eignaaukningu í sjóðnum. 2. Lægri ávöxtun helstu samkeppnisaðila. (vaxtalækkanir) Það sem gerir verðbréfasjóði enn samkeppnisfærari en áður, er að þau vaxtakjör sem helstu sam- Stærð verðbréfasjóða frá apríi 1981 tii maí 1992 Á verðlagi í maí 1992 Mynd 1: Hækkun í maí eftir sam- fellda lækkun í heilt ár ■ ■ ■ ■ Milljónir 15.000 -12.500 -10.000 |— 7.500 - 5.000 - 2.500 A’91 M J J Á S O N D J'92 F M A M Ávöxtun í viðskiptum Mynd 2: á Verðbréfaþingi umfram breytingar á vísitðlu (% á ári) Heimild: Hagtölur mánaðarins. April 1992. 8,1 ®'4 Ávöxtun nokkurra sparnaðarforma s§j l.júní 1991 og 1992 Tafla 1: to tö * Sölukrafaviðskiptavakaá Verðbréfaþingi r- ** Ávöxtunartölursjóðannaerávöxfunsl.3mánuði 7,1 7,5 -X ■ 2 *"• C -Q (15 2 a 2 (O x l’91 M'91 lll’91 IV’91 keppnisaðilar um sparifé era að bjóða, innlánsstofnanir og Ríkis- sjóður, era mun lakari en verðbréf- asjóða. Þar hefur dæmið algjörlega . ERTU UTFLYTJANDI? EÐA , VILTU FLYTJA UT? GÓÐUR ÁRANGUR Útflutningsráð íslands, í samvinnu við íslandsbanka, Iðnlánasjóð og Markaðsskóla íslands, hefur ákveðið að bjóða á ný til verkefnisins ÚTFLUTNINGSAUKNING OG HAGVÖXTUR, vegna hins góða árangurs sem náðst hefur í fyrri skiptin. LÍTIL OG MEÐALSTÓR FYRIRTÆKI Verkefnið er ætlað litlum og meðalstórum fyrirtækjum, með allt að 50 starfsmönnum, sem framleiða útflutningshæfa vöru eða þjónustu. Áhugi á að hefja útflutning eða treysta þegar hafinn útflutning er skilyrði og fjárhagslegur grundvöllur verður að vera fyrir hendi. ÞRÍR DAGAR Á MÁNUÐI Ef þú tekur þátt í þessu verkefni þarft þú að verja þremur dögum á mánuði til aðgerða sem tengjast verkefninu. Tveir dagar í hverjum mánuði fara í vinnufund í Reykjavík og einn dagur fer í starf innan fyrirtækis þíns með ráðunauti. Þú þarft einnig að verja um það bil einni viku til kynnisfarar á valið markaðssvæði. SEPTEMBER 92 - JÚNÍ '93 Áætlað er að verkefnið hefjist í september 1992 og að því verði lokið í júní 1993. Kostnaður hvers fyrirtækis er 340 þúsund, sem greiðast í áföngum meðan á verkefninu stendur, en íslandsbanki, Iðnlánasjóður og Útflutningsráð bera meginhluta kostnaðar. Þeir sem áhuga hafa eru beðnir að snúa sér til Hauks Bjömssonar, verkefnisstjóra hjá Utflutningsráði íslands, og veitir hann allar nánari upplýsingar. /// UTFLUTNINGSRAÐ ÍSLANDS ÍSLENSKT VE/TÁ GOTT LÁGMÚLA 5 108 REYKJAVlK SÍMI 91 688777 MYNDSÍMI 91 6891 97 snúist við frá 1. júlí 1991. Tafla 1 sýnir nokkra ávöxtunarmöguleika þá og svo 1. júní í ár. Þróunin hefur svo sannarlega verið verðbréfasjóðnum í hag. 3. Verðbólguskot í júlímánuði Oft geta einstakir atburðir á fjár- magnsmarkaði haft mikil áhrif, og nú höfum við dæmi um slíkt, sem er hækkun lánskjaravísitölunnar í júlímánuði. Þá koma fram í vísi- tölunni launahækkanir þeirra sem fengu hækkunina sína í lok maí (allir aðrir en ríkisstarfsmenn) og veldur það hækkun á lánskjaravísi- tölu (spá Seðlabanka) um 0,8% eða um 10% á ársgrandvelli. Fyrir þá sem hyggjast fjárfesta í skamman tíma, era verðbréfasjóðimir áhuga- verðir, því önnur skammtímaform, t.d. bankabækur og víxlar, verða annaðhvort nánast raunvaxtalaus, eða með neikvæða raunávöxtun við þessa skjótu hækkun. Verðbréfa- sjóðir á hinn bóginn, hafa fjárfest að stærstum hluta í verðtryggðum bréfum, þannig að verðbólgan kem- ur ekki nærri eins við sjóðina eins og óverðtryggða möguleika, auk þess sem nokkuð auðvelt er að ávaxta fé í skamman tíma í sjóðn- um, án tilkostnaðar. Þessi ástæða er að öllum líkindum ein stærsta ástæðan fyrir stækkun sjóðanna í maí. 4. Hagstætt rekstrar- umhverfi Verðbréfasjóðir eru því í hag- stæðu rekstraramhverfí, þar sem vextir hafa verið á hraðri niðurleið að undanfómu, sem hefur leitt til þess að ávöxtun þeirra hefur batn- að og ávöxtun annarra hefur hrak- að. Þeir sem eru því vakandi yfír sparifé sínu ættu -að skoða sinn gang og bera stöðugt saman ávöxt- unartölur einstakra ávöxtun- arleiða, meta áhættuna og skoða hvort breytinga er þörf. (sk. virk stýring fjór.) Sparifjáreigendur ættu að spá um líklega vaxtaþróun (eða fá ráðgjöf um slíkt), velja Bjarni Ármannsson V^terkurog k-/ hagkvæmur auglýsingamiðill! milli Qárfestingarmöguleika í ljósi spárinnar og vera þannig virkari og meðvitaðri á verðbréfamarkaði. 5. Betri sjóðsstýring Eitt af því sem sjóðimir hafa lært á þessu umbrotaskeiði, er hvemig auka má ávöxtun með virkri stýringu. Verðbréfamarkað-, urinn hefur líka verið að þróast í þá átt að sífellt erfiðara verður fyrir einstaklinga að fylgjast með á markaðinum, hann verður sífellt flóknari og þeir ná æ betri árangri, sem geta nýtt sér stærðarhag- kvæmni og vaka stöðugt yfir mark- aðinum. Ljóst er að verðbréfasjóðir era nú á umbrotatímum og hlutdeild þeirra í svokölluðum stöðluðum bréfum mun verða mun meiri en hingað til hefur verið. Mikilvægi spáa um þróun helstu stærða í þjóð- félaginu mun því aukast. Fræði- mennska og greining markaðarins eftir ákveðnum aðferðafræðum mun stóraukast samfara því sem fleiri hlutafélög og skuldabréfa- flokkar veða skráð í kauphöll okk- ar, Verðbréfaþingi íslands. Einnig af þessum ástæðum mun virk stýr- ing og stærðarhagkvæmni njóta sín enn frekar. Verðbréfasjóðir ættu því að standa vel að vígi í hinni hörðu samkeppni um sparifé lands- manna í framtíðinni. Höfundur er forstöðumaður fjár- vörslu- og markaðssviðs Kaup- þings hf.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.