Morgunblaðið - 14.07.1992, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ FASTEIGNIR ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1992
B 13
gangur er kallaður svart vatn eins
og áður segir og hann fer ekkert
lengra. Það þarf ekki að skola þess-
um úrgangi lengur út í sjó, enda
er það óvistrænt.
Gráa vatnið er það, sem kemur
úr vaskinum, þvottavélinni og sturt-
unni, það er að segja allt það, sem
sápa er í. Þetta vandamál er t. d.
leyst sameiginlega fyrir umrætt
visthverfi með einni stórri skilvindu,
sem tekur við vatninu og skilur úr
því öll aukaefni. Eftir verður aðeins
einn stór kökkur, sem fer í Sorpu.
Vatnið, sem farið hefur í gegnum
skilvinduna, er síðan leitt út í sand-
beð með plöntum og þær vinna úr
því síðustu steinefnin, sem of mikið
er af en einnig köfnunarefni og
önnur efni. Vatnið er þá orðið hreint
og getur farið út sem yfírborðs-
vatn, án þess að menga. Það er
orðið algerlega hættulaust.
Líftæknistofnun Danmerkur hef-
ur haft umsjón með tilraunum í
þessa veru, sem hafa skilað mjög
góðum árangri. Sama er að ske
víða um heim, enda þótt þetta sé
nýlunda hér á landi.
Einar kveðst hafa lagt mikla
vinnu í rannsóknir á sviði húsavist-
fræði á undanförnum árum í sam-
vinnu við kunnáttumenn erlendis,
einkum þó í Danmörku. — Aðal
ástæðan er sú, að þessi vistræna
hugsun hentar kúluhúsunum mjög
vel, enda eru þau orðin tákn fyrir
vistfræðilega starfsemi víða, t. d. í
Danmörku, segir hann. — Sjálfur
hef ég lagt mitt af mörkum síðustu
ijögur árin til þróunar á húsbygg-
ingum af þessu tagi þar í landi.
Danir standa líka mjög framarlega
á þessu sviði og áhugi á vistfræð-
inni er þar mikill, sem kemur m.
a. fram í mikilli umræðu, jafnt í
fjölmiðlum sem í fagritum.
í faglegri umræðu víða um heim
er fylgzt með því, sem verið er að
gera í Danmörku, líka á þessum
vettvangi og þar sem nafn mitt er
komið þar á spjöld, hafa frásagnir
af því, sem ég er að gera, borizt
víða. Fyrir skömmu fékk ég m. a.
heimboð frá Japan og Tanzaníu um
að koma og halda þar fyrirlestra
um reynslu mína og tilboð um sam-
vinnu fylgja oft í kjölfarið.
Hér heima er hins vegar minni
áhugi opinberra aðila á störfum
mínum. Því geri ég ráð fyrir, að í
framtíðinni muni ég starfa meira
fyrir erlenda aðila t. d. í Japan. Þar
var jarðalögum breytt fyrir tveimur
árum á þann veg, að nú mega allir
þeir, sem búa í stórborgunum eiga
sumarbústaði. Áður var þessu á
annan veg farið vegna uggs um
það, að ekki væri til nóg land. Nú
er þetta leyfilegt.
Þetta hefur líka mikla viðskipta-
lega þýðingu, ekki bara í Japan,
heldur víða um lönd, vegna þess
hve Japanir eru auðug þjóð. Sem
dæmi má nefna, að Japanir eru
búnir að kaupa 1.200 bjálkahús frá
Finnlandi á þessum tveimur árum.
Kúluhús koma þar einnig við sögu.
Það getur hver og einn gert sér í
hugarlund, hvílíkan ávinning
Finnar hafa haft af þessu.
Lífræn hús
— Við húsagerð hefur verið lögð
geysileg áherzla á formið, það er
arkíkitúrinn og umræðan beinzt að
nýjum stíltegundum á hverjum tíma
eins og “modernisma", “postmod-
ernisma“, “destruktívisma" og fjöl-
mörgum öðrum stíltegundum, segir
Einar. — Þetta er hluti af menning-
unni og í rauninni ekkert við því
að segja. En nú er vistfræðin farin
að hafa afar mikil áhrif á húsagerð-
ina víða um lönd og vega jafnvel
þyngra en sjálf leitin að stílbrögðum
innan húsagerðarlistarinnar.
Sem dæmi má nefna, að í Þýzka-
landi er fimmta hvert hús, sem þar
er byggt nú svokallað lífrænt hús
(biohús). Þar er tekið tillit til nýrra
sjónarmiða, það er að segja áherzl-
an er lögð á, að fólki líði vel í húsun-
um. Það eru valin sérstök bygging-
arefni til þess, húsin eru byggð á
réttum stöðum, glerið og rafmagns-
leiðslurnar eru öðru vísi og þess er
gætt, að rafspennan í jörðinni sé
ekki óþægileg.
hæf þá. En nú eru breyttir tímar.
Við hönnun kúluhússins tek ég
mið af húsi, sem hentar á norðlæg-
ari slóðum. Þar sem er kalt á ve-
turna, á að hafa garð með inni í
húsinu. Ég er ekki í nokkrum vafa
um, að það hús, sem ég er búinn
að hanna, myndi henta í öllum norð-
lægum löndum allt frá Kanada í
vestri yfir Noreg, Svíþjóð, Rúss-
land, Kína og Japan.
Að mati Einars er margt í ólestri
í húsnæðismálum hér á landi nú. —
Ríkisvaldið ætti að hvetja fólk til
þess að byggja hús, sem nota litla
orku, segir hann. — Hér greiðir hið
opinbera hins vegar niður olíuna
með vissu jöfnunargjaldi, sem notuð
er til upphitunar. I staðinn ætti að
greiða fólki ákveðna styrki fyrir að
einangra húsin sín betur, því að á
því hagnast þjóðfélagið í heild. Fyr-
irkomulagið nú er þannig, að orku-
stofnanirnar hagnast á því að selja
sem mesta orku og það myndi því
vera hagkvæmast fyrir þær, að öll
einangrun yrði rifin burtu úr húsun-
um, því að þá þyrfti að kaupa enn
meiri orku til upphitunar á þeim.
Þessu þarf að breyta t.d. með því
að setja háan hundraðshluta af arði
af orkusölu í styrki til orkusparandi
ráðstafana við hús.
— Við gerð kúluhúsanna hefur
mitt markaðsvandamál verið það,
að fallegustu húsin, sem ég hef
hannað, eru alltaf langt frá Reykja-
vík. Fæst fólk úr þéttbýlinu hefur
því séð húsin mín og ekki kynnzt
þeim af eigin raun. Astæðan fyrir
fjarlægðinni er sú, að flest það fólk,
sem hefur byggt svona hús, er með
orkusjónarmið í huga. Það býr langt
frá Reykjavík á stöðum, þar sem
ekki er fyrir hendi ódýrt heitt vatn.
Þar liggja því hagkvæmnissjónar-
mið að baki.
Stærsta kúluhúsið, sem Einar Þorsteinn hefur hannð og jafnframt stærsta hús
sinnar tegundar í landinu, er alls 420 fermetrar að stærð. Það stendur í Vest-
mannaeyjum og var tekið í notkun 1985.
Það eru stóru líftryggingafélög-
in, sem fjármagna þessar húsbygg-
ingar, vegna þess að þau sjá hags-
muni sína í því. Þau þurfa að greiða
bætur við dauðsföll og þegar við-
skiptavinir þeirra lenda í veikindum.
Með því að halda viðskiptavinunum
sínum víð góða heilsu hagnast
tryggingafélögin. Þá þurfa þau ekki
að greiða bætur. Því kom sú hug-
mynd upp hjá líftryggingafyfirtækj-
unum að byggja þannig, að fólk
verði ekki veikt. Nú er búið að
byggja 120 íbúða hverfi í Suður-
Þýzkalandi, þar sem þessi hugmynd
er alfarið höfð að leiðarljósi og hún
hefur þegar haft geysilega áhrif
annars staðar, því að víða er þegar
farið að byggja sams konar hús.
Þessi hugmynd er líka skynsam-
leg fyrir líftryggingafyrirtækin frá
öðrum sjónarhóli. Þau sitja að jafn-
aði uppi með mikla ijármuni í formi
iðgjalda, sem notaðir eru til þess
að greiða tjónin, þegar þau verða.
Þessi fyrirtæki eiga íbúðirnar, sem
eru eru varanleg mannvirki og
verða stöðugt eftirsóttari og því
mjög góð fjárfesting.
Að mati Einars þarf því að leggja
meiri áherzlu á líðan fólks, þegar
hús eru hönnuð. — Ég talaði einu
sinni við mann, sem var kominn í
ágæta íbúð fyrir aldraða í Reykja-
vík og hún var hin vandaðasta á
alla vegu, segir hann. — Þessi mað-
ur sagði við mig: “Ég skil alveg
sjónarmið arkitektsins. Hann hefur
sett hér stóran glugga, sem nær
alveg niður á gólf til þess að ég
hafi gott útsýni. En hann reiknaði
ekki með því, að ég er gigtveikur.
Glugginn veldur meiri kulda hér
inni, en ég vil hafa mikinn hita, því
að þá líður mér betur.
Éitt af þeim húsum, sem ég hef
hannað, er hús Gísla Pálssonar,
bónda í Vatnsdal í Húnavatnssýslu
og Vigdísar konu hans. I þessu
húsi er sólstofa, sem verður mjög
hlý og kannski full hlý fyrir venju-
legt fólk, En þar sem hann þjáist
af gigt, líður honum vel þar.
Fáeinir arkitektaskólar eru þó
byijaðir að taka mið af þessu. Þetta
er hluti af hinni miklu heilsufars-
byltingu, sem gengið hefur yfir
heiminn. Fólk er farið að skokka,
borða rétta fæðu og hætta að
reykja. Þetta er þáttur í ákveðinni
ímynd. Fólk vill vera heilbrigt.
Fyrsta vistþorpið
Einar Þorsteinn víkur næst aftur
að fyrirhuguðu vistþorpi og segir:
— Gatnagerðargjöldin eru venju-
lega sniðin að kostnaði við alla að-
stöðu við húsbyggingar eins og
vegalagningu, allar lagnir o. s. frv.
Síðan er fundið út rúmmetraverð
eftir reynslu. Með nýju sniði húsa
þarf að hugsa þetta dæmi upp á
nýtt. Fólk er ekki til vegna regln-
anna heldur öfugt. í þessu nýja
hverfi verða gjöldin væntanlega
mjög væg, því að vegalagningin er
tiltölulega einföld, þar sem svæðið
er örstutt frá þjóðveginum. Þá þarf
ekki heldur að leggja stórar lagnir,
því að þarna verða þurrsalerni. Eina
lögnin er vatnsleiðsla að og frá
húsinu og hana leggur lóðarhafinn
sjálfur. Jafnframt verður þarna
sameiginleg hreinsimiðstöð fyrir
gráa vatnið, sem ég gat um hér
áðan. Húsin verða ekki í líkingu við
sumarbústaði heldur heilsársíbúðir
og þær verða þarmeð lánshæfar.
Áð sögn Einars verður þetta
hverfi byggt í fjórum áföngum og
11 hús í hveijum áfanga. Þarna
verður heimilt að hafa hesta og
önnur gæludýr, garðrækt og margt
fleira.
— Þeir eru margir hér í þéttbýl-
inu, sem eiga stór hús eða íbúðir
en börnin farin að heiman og því
vill fólk breyta til, segir Einar. —
Sumir kjósa þá að búa í minni íbúð
i borginni, en aðrir hafa keypt jarð-
ir í þessu skyni. Munurinn er mik-
ill á þessu tvennu. í þessu fyrirhug-
aða vistþorpi er ætlunin að bjóða
upp á millistigið. Það verður stutt
til borgarinnar eða um 15 km og
það kemur jafnvel til greina að eiga
litla íbúðarholu þar. Þetta er öfugt
við það, sem hér er lenzka, þegar
fólk á sér lítinn sumarbústað úti á
landi og stórt hús á höfuðborgar-
svæðinu.
Þessi þróun á sér nú stað víða
um hinn vestræna heim. Fólk kýs
heldur að búa aðeins fyrir utan
borgirnar. Þetta hefur verið reynt
hér á íslandi áður, því að fyrir
tveimur áratugum var boðið upp á
mjög stórar lóðir í grennd við Ésju.
Þessi hugmynd reyndist ekki raun-
— Þeir eru til, sem dást að því,
hve mikill hugsjónamaður ég er á
mínu sviði og “gefist aldrei upp“,
segir Einar Þorsteinn að lokum. —
En þetta er misskilningur. Ég er
fyrst og fremst harður “bisness-
rnaður". En vinnuaðferðir mínar eru
óíslenzkar. Ég gaf mér upphaflega
20-30 ár til þess að koma hugmynd
á framfæri á markaði, sem er afar
íhaldssamur, en það er bygginga-
markaðurinn, ekki bara hér heldur
hvar sem er í heiminum. Nú eftir
20 ár er dæmið farið að ganga upp
hjá mér og enda þótt ég hafí ekki
haft neinn skyndigróða af starfsemi
minni, þá eru akrarnir fullsáðir og
bíða uppskeru.
Skrifstofuhæð
Til sölu/leigu 260 fm skrifstofuhæð á einni hæð við
Eiðistorg. Hæðin er skipt niður í 10 rúmgóð skrifstofu-
herbergi. Hæðin er til afh. strax. Góð kjör.
Fasteignaþiáiwstan,
SmmuH, 3. Itæð. SímlíBStl fax 26213
Mjög skemmtileg 100 fm íbúð á 3. hæð (efstu) í góðu
steinhúsi. íbúðin er mikið endurnýjuð. Rúmgóð stofa,
3 svefnherb., góðar svalir. Glæsilegt útsýni. Góð sam-
eign. 2 geymslur. Innbyggður bílskúr. Tvö bílastæði
fyrir framan húsið fylgja. Laus strax. Lyklar á skrif-
stofu. Mjög góð eign.
Fasteignamarkaðurinn,
Óðinsgötu 4, símar 11540 og 21700.
Kúluhús, sem
Einar Þorsteinn
hefur hannað og
stendur i Fellabæ
við Egilsstaði.
Það er 190 fer-
metrar að stærð
og var tekið í
notkun í fyrra.
PIPi