Morgunblaðið - 16.07.1992, Side 1
LANDBÚNAÐUR: Stefnubreyting hjá Goöa hf. vegna breyttra rekstraraðstæöna /4
KAUPSÝSLA: Adidas og raunir Bernards Tapie /7
3Htf9tntUnbift
vœsnpn/javiNNOiJF
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
FIMMTUDAGUR 16. JUU 1992
BLAÐ
B
Bílar
Horfurá 30% sam-
drætti í bílainnflutningi
Toyota með mestu markaðshlutdeildina eftir fyrstu sex mánuði ársins
INNFLUTNINGUR á nýjum og notuðum bílum fyrstu 6 mánuði árs-
ins er 28% minni en á sömu mánuðum í fyrra. Alls var fluttur inn
4.751 bíll þetta árið en fyrstu 6 mánuðina í fyrra voru fluttir inn
6.577 bílar. í júní voru fluttir inn 1.126 bílar sem er 30% minna en var
í sama mánuði á síðasta ári. Talsmenn nokkurra bifreiðaumboða
sögðu að búast mætti við 30% samdrætti þetta árið miðað við síð-
asta ár. Samdrátturinn er helst rakinn til efnahagsástandsins auk
þess hafi það áhrif hversu mikið af notuðum bílum er í umferð.
Á fyrstu 6 mánuðunum í fyrra
var búið að flytja inn 55% af öllum
bílum ársins. Ef tekið er mið af því
má búast við að heildarinnflutning-
ur ársins verði rúmlega 8.600 bílar
miðað við 11.900 bíla á árinu 1991.
Þeir sem rætt var við töldu þó að
fólksbílainnflutningur yrði ekki
meira en 7.000-7.400 fólksbílar.
Fluttir hafa verið inn 3.895 nýir
fólksbílar frá janúar til júní á þessu
ári en á sama tíma í fyrra voru flutt-
ir inn 5.138 sem er um 24% sam-
dráttur. Innflutningur nýrra og not-
aðra sendibifreiða hefur dregist
saman um 43% og vörubifreiða um
31%.
Eins og sést á meðfylgjandi korti
er Toyota með mestu markaðshlut-
deildina eða 21%, næst kemur Dai-
hatsu með 13%, þá Mitsubishi með
12,5%, Nissan með 11,7% og AE-
Lada með 6,2%. Japanskir bílar
hafa yfírburðastöðu á markaðnum
en rúmlega 70% fólksbílanna koma
þaðan.
Toyota hefur náð forystunni í
innflutningnum og sagði Emil
Grímsson markaðsstjóri hjá P.
Samúelsson hf. að fyrirtækið stefni
að því að halda þeirri forystu.
„Ákveðin markaðsstefna var mótuð
fyrir nokkrum árum og við höfum
haldið okkur við hana. Hlutirnir
virðast ætla að ganga eftir því sem
við settum okkur til lengri tíma.“
Emil sagði að þeir hefðu reiknað
með 30% samdrætti en búast mætti
við að samdrátturinn yrði enn meiri.
Mitsubishi sem var á sama tíma
í fyrra leiðandi á markaðnum með
tæplega 19% er nú komin í þriðja
sætið með 12,5%. Finnbogi Eyjólfs-
son blaðafulltrúi Heklu hf. sagði
að það væri eðlilegt því mest seldi
bíllinn, Mitsubishi Lancer, kæmi
ekki fyrr en í byijun ágúst. Hann
sagði að það væri ekki markmið í
sjálfu sér að vera með mestu mark-
aðshlutdeildina því stefndi fyrirtæk-
ið ekki sérstaklega að því. Finnbogi
sagði að almennt efnahagsástand í
landinu væri orsökin fyrir sam-
drættinum og búast mætti við 30%
samdrætti á árinu.
Brimborg hf. hefur aukið mark-
aðshlutdeild sína mest, úr 5% í
13,2%. Þessi aukna markaðshlut-
deild er skýrð að hluta vegna inn-
flutnings á 200 Daihatsu Charade
bílum sem áttu að fara til Júgóslav-
íu en voru seldir hér á landi. Egill
Jóhannsson markaðsstjóri hjá
Brimborg hf. sagði að búast mætti
við að samdrátturinn yrði um 30%
á árinu. Ástæðuna sagði Egill vera
minni kaupmátt og lægra verð á
notuðum bílum. „Þegar nýjar ár-
gerðir koma í september ýtir það
sölunni eitthvað upp en líklegt er
að innflutningurinn verði töluvert
minni en í fyrra.“
Nissan bílarnir hafa aukið mark-
aðshlutdeild sína úr 8,3% í tæp
12%. Jakob Möller hjá Ingvari
Helgasyni hf. sagði að allir vildu
halda sínum hlut og helst auka
hann þótt baráttan væri ekki hörð.
Hann sagði að búast mætti við
áframhaldandi samdrætti því fólk
léti fjárfestingar í bílum bíða vegna
efnahagsástandsins. „Ég á von á
að miðað við stöðuna í dag verði
allt jákvætt sem er minna en 30%
samdráttur."
5346
Bílsrinnflutnmgup
dpegst saman!
Innflutingur nýrra og notaðra bíla
jan.- júní 1991 og 1992
Fólksbílar
'91C
'92
'iOYOTA
Sendibílar
118,5%
621,0%
5,0%
13,2%
318’8%
12,5%
Vörubílar
Mest seldu
fólksbíla-
tegundirnar
3 8,3%
11,7%
16,5%
6,2%
42,9%
Aðrar tfcrjvintii!
35,4%
NýskPánlng bilreiöa 1990 - maí 1992
1600
JFMAMJJÁSONDJFMAMJJÁSONDJFMAM
FYRIH ÞÁ SEM GETA ÁKVEÐK) FERÐIR SÍNAR MEÐ MEIRA EN FJÖGURRA DAGA FYRIRVARA
1 SAGA Nýja Saga Class sérgjaldið,* sem er 20% lægra en fullt Saga Business Class
v ■»
BUSINESS fargjald, gildir frá öllum áfangastöðum innanlands. Saga Class sérgjald er
CLASS bundið þvf skilyrði að bókað sé og greitt samtímis a.m.k. fjórum dögum fyrir
brottför. Saga Class sérgjald gildir einungis báðar leiðir í beint flug og er miðað við að flogið
sé fram og til baka á sömu flugleið. Heimferð þarf að bóka með a.m.k. fjögurra daga fyrirvara.
(DCB
Saga Class sérgfald gildir tií eftirtalinna áfangostoða:
Kaupmannahöfn, Ósló, Gautaborg, Stokkhólmur,
Helsinki (1.6. - 7.9.), Glasgow, London, Amsterdam, Lúxemborg.
*háó samþykki yfirmMa. Giidistimi tit 31.10.1992_________
FLUGLEIDIR
Traustur tslenskur ferðafélagi
af2P%
fsl»ttur