Morgunblaðið - 16.07.1992, Síða 2
2 B
MORGUNBLAÐIÐ VHM0UPH/ATVINN1ILÍF FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1992
Gisting
Hótelnýtíngin er á
bilinu 80-85% ísumar
Ferðamönnum hefur fækkað frá sama tíma í fyrra
FERÐAMÖNNUM hingað til
FERÐAMENN — Erlendum ferðamönnum til íslands hefur
fækkað nokkuð í sumar frá því sem var í fyrra. í hótelnýtingu virðist
sá samdráttur hafa komið fram sem menn gerðu almennt ráð fyrir í
upphafí tímabilsins.
Störfum í íslenskum
iðnaði fækkaði um tæp-
lega 1.200 á einu ári
STÖRFUM í íslenskum iðnaði fækkaði um 1.000-1.200 á tólf
mánaða tímabili skv. niðurstöðum könnunar á vegum Félags
íslenskra iðnrekenda og Landssambands iðnaðarmanna. í
þeim greinum iðnaðar sem könnunin nær til benda fyrstu
niðurstöður til að störfum hafi fækkað um 500-600 og eftir
því sem segir í nýjasta fréttablaði íslensks iðnaðar, A döf-
inni, þar sem greint er frá niðurstöðunum, má álíta að störf-
um í iðnaði í heild hafi fækkað helmingi meira. Slíkt sam-
svari 6,5% af vinnuaflsnotkun viðkomandi iðngreina.
lands hefur fækkað nokkuð fra
því sem var í fyrra. í júnímánuði
komu 21.653 útlendingar til
landsins, en á sama tíma í fyrra
voru þeir 22.251. í samtölum við
nokkra hótelstjóra í Reykjavík
og í Hveragerði kom fram að
hótelnýtingin væri viðunandi
miðað við almennt efnahags-
ástand og fækkun ferðamanna
hingað til lands. Nýtingin í sumar
lítur út fyrir að vera á bilinu
80-85% sem er heldur lakari en
í fyrra, en svo virðist sem flestir
hafi gert ráð fyrir samdrætti.
Stærstur hluti þeirra sem gista
hótelin eru Þjóðveijar og Skand-
inavar.
Þórunn Reynisdóttir hótelstjóri
Hótel Loftleiða sagði að nýtingin
væri viðunandi en gæti verið betri.
Nýtingin var 73% í maí, 84% í júní
og áætlanir fyrir júlí og ágúst eru
um 80%. Þórunn sagði að nýtingin
væri heldur lakari en í fyrra en í
samræmi við það sem búist hafði
verið við og áætlanir fyrir haustið
væru þokkalegar. „Helstu ástæð-
umar fyrir að ekki er meiri nýting
er að almennt er ekki ferðast eins
mikið og það er dýrt fyrir ferða-
menn að vera hér.“ Þórunn sagði
að breiður hópur fólks gisti á Loft-
ieiðum bæði frá Bandaríkjunum og
Evrópu.
Hótel Holt er með lakari nýtingu
en í fyrra í júní og júlí. Skúli Þor-
valdsson hótelstjóri sagði að þeir
fínndu fyrir því að samdráttur væri
í viðskiptum bæði hér og erlendis
en hótelið er fyrst og fremst með
gistingu fyrir einstaklinga í við-
skiptaerindum en ekki hópa. Þá
sagði hann að samdráttur væri
einnig í gistingu hjá erlendum lax-
veiðimönnum en aukning hefði aft-
ur á móti verið í gistingu ferða-
manna. „Við gerðum ráð fyrir sam-
drætti á þessu ári og því næsta
þannig að nýtingin er svipuð og
búist var við. Þetta kemur okkur
ekki á óvart." Af einstökum þjóð-
emum er mest af Bretum, Dönum,
Svíum og Þjóðvetjum sem gista á
Holtinu.
Jónas Hvannberg hótelstjóri Hót-
el Sögu sagðist vera ánægður með
nýtinguna í sumar en hún væri
heldur slakari en í fyrra. í maí var
hún 74% og júní 83%. í júlí og
ágúst er áætlað 85% en minna í
september. „Ferðamönnum hefur
fækkað auk þess hefur orðið gífur-
leg aukning í gistirými í Reykja-
vík.“ í maí og júní eru það helst
Skandinavar sem gista Hótel Sögu
en í júlí Þjóðveijar og Svisslending-
ar. Ferðafólki frá Italíu fer fjölg-
andi og þá hefur verið töluvert af
Japönum.
Wilhelm Wessman hótelstjóri
Holiday Inn sagði að nýtingin það
sem af væri sumri væri góð eða í
kringum 87%. Hann sagði að búist
væri við sömu nýtingu í ágúst en
september væri enn óskrifað blað.
Nýtingin er svipuð og var í fyrra
en Vilhelm sagði að það væri stað-
reynd að offramboð væri á gistirými
í Reykjavík og ef litið væri á allt
árið yrði útkoman ekki góð. „Það
þarf miklu meira en þessa 90 daga
sem ferðamennirnir eru hér til að
byggja á.“ Á Holiday Inn gistir
mikið af fólki frá Þýskalandi, Aust-
urríki og Skandinavíu.
Nýting á Hótel Örk í Hveragerði
hefur verið þokkaleg og samkvæmt
áætlun að sögn Jóns Ragnarssonar
hótelstjóra. Jón sagði að í júní hefði
nýtingin verið aðeins betri en í fyrra
eða 60% þó hefðu orðið óvænt aföll
í byrjun mánaðarins. í júlí og ágúst
er nýtingin áætluð 85%. „Ég á von
á að þetta verði gott sumar og við
höldum því striki sem við ætluðum
okkur.“ Jón sagði að ferðafólk frá
Þýskalandi væri í meirihiuta en
einnig væri mikið af Bretum og
Frökkum.
Ofangreindar niðurstöður
fást með því að bera saman
svör iðnfyrirtækja um vinnuafl-
snotkun fyrstu sex mánuði
þessa árs samanborið við sama
tíma í fyrra. Þegar velta þess-
ara fyrirtækja fyrir sömu tíma-
bil er skoðuð sést að hún hefur
dregist saman um 2,0-2,5% að
raungildi. í fréttablaðinu segir
að fækkun starfa umfram sam-
drátt veltu beri vott um að tölu-
verð hagræðing fari nú fram
meðal iðnfyrirtækja, en mikil
árstíðasveifla er bæði í vinnu-
aflsnotkun og veltu.
Umræddri könnun á umsvif-
um og horfum í iðnaði var
hleypt af stokkunum í byijun
maí sl. undir heitinu Iðnaðar-
horfur. Fyrirspumir verða
sendar til aðildarfyrirtækja
Félags íslenskra iðnrekenda og
Landssambands iðnaðarmanna
á tveggja mánaða fresti og
munu niðurstöður verða birtar
með reglubundnum hætti.
Þau aðildarfyrirtæki FÍI sem
fyrstu niðurstöður könnunar-
innar byggja á veltu á síðasta
ári 34 milljörðum króna og
höfðu 3.700 starfsmenn í fullu
starfi, en gert er ráð fyrir að
þessar fyrstu niðurstöður eigi
við um 63 milljarða veltu og
um 8.300 ársverk.
Verslun
Nýr eigandi Kosta Boda
EIGNARHALDSFÉLAGIÐ Hof sf. sem á Hagkaup og Ikea
keyptí í síðustu viku verslunina Kosta Boda í Kringlunni. Ingi-
björg Pálmadóttír mun reka verslunina og sagði hún i sam-
tali við Mbl. að ætlunin væri að vera með sömu vörumerki
og seld hafa verið í versluninni en vöruúrval yrði aukið til
muna.
Kosta Boda verður rekið sem
sjálfstætt fyrirtæki og ekki í
neinum tengslum við Hagkaup
né Ikea. Ingibjörg sem er innan-
hússarkitekt og hefur starfað
lengi í Hagkaup sagði að ekki
verði gerðar neinar breytingar
til að byija með en í haust væri
von á nýjum vörum. Vörumerkin
sem fyrir eru verða seld áfram
og bætt inn í þær línur.
Verslunin var í eigu Guðrúnar
Steingrímsdóttur og Más Egils-
sonar og mun Guðrún starfa
áfram í versluninni.
íslenski lífeyrissjóðurinn
- Séreignasjóður í umsjá Landsbréfa hf.
Öllum íslendingum ber skylda til að greiða í lífeyrissjóð. Þeir sem ekki verða lögum samkvæmt að vera í ákveðnum
lífeyrissjóði, geta greitt allt framlag sitt í íslenska lífeyrissjóðinn. Allir einstaklingar, sem samkvæmt lögum greiða
í aðra lífeyrissjóði, geta greitt viðbótariðgjald í sjóðinn.
Framlag hvers sjóðfélaga og mótframlag atvinnurekenda, auk vaxta og verðbóta,
er séreign hans og nýtist honum einum eða erfingjum hans.
Árið 1991 skilaði sjóðurinn 8,11% ávöxtun umfram lánskjaravísitölu.
Sótt er um aðild að íslenska lífeyrissjóðnum á sérstökum eyðublöðum
sem liggja frammi hjá Landsbréfum og umboðsmönnum Landsbréfa
í útibúum Landsbanka íslands um allt land.
LANDSBRÉF H.F.
Lcmdsbankinn stendur meö okkur
Suðurlandsbraut 24, 108 Heykjavik, sími 91-679200, fax 91-678598 í
Löggilt verðbréfafyrlrtœki. Aðlli að Vcrðbréfaþlngi tslnnds. <