Morgunblaðið - 16.07.1992, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNPLÍF kimmtudaguh
16, JULI 1992
B 3
Tryggingar
*
Hagnaður Islenskrar end-
urtryggingar 44 milljónir
HAGNAÐUR íslenskrar endurtryggingar nam alls um 44 milljón-
um króna á sl. ári samanborið við um 28,5 milljónir árið áður.
Stjórn félagsins ákvað að greiða áhættufjármagnseigendum 12%
arð af áhættufé og þegar tekið hefur verið tillit til arðgreiðslunn-
ar nam raunarðsemi eigin fjár félagsins um 9% á sl. ári. Ríkissjóð-
ur og Tryggingastofnun ríkisins eiga tæplega 40% af áhættufé
íslenskrar endurtryggingar en áformað er að ríkið selji sinn hlut
í félaginu. Mun Verðbréfamarkaði íslandsbanka líklega verða fal-
ið að annast söluna á næstunni. Áhættufé sem svarar til hlutafjár
í hlutafélögum nam alls 113 milljónum í árslok eftir að það var
aukið um 25% með útgáfu jöfnunarhlutabréfa.
Iðgjöld ársins hjá félaginu námu
alls um 1.023 milljónum en tjón
ársins 995 milljónum á árinu 1991.
Eigin iðgjöld ársins þ.e. iðgjöld
ársins að frádregnum iðgjöldum
til endurtryggjenda félagsins
námu 300 milljónum og höfðu
aukist um 17% frá árinu áður. Þá
námu fjármunatekjur 163 milljón-
um en voru 123 milljónir árið áður.
Stærstu áhættufjármagnseig-
endur félagsins eru Ríkissjóður
með 37,2%, Sjóvá-Almennar
tryggingar hf. 14,7%, Trygging-
amiðstöðin 10,3%, Burðarás hf.
5,5%, Samvinnutryggingar g.t.
5,1%, Brunabótafélag íslands
3,9% og Tryggingastofnun ríkisins
2,7%.
Stjórn félagsins skipa nú þeir
Páll Sigurðsson, ráðuneytisstjóri,
formaður, Stefán Guðmundsson,
alþingismaður, varaformaður,
Einar Sveinsson, framkvæmda-
stjóri, Gísli Ólafsson, f.v. forstjóri
og Óttarr Möller, f.v. forstjóri.
Framkvæmdastjóri félagsins er
Bjarni Þórðarson, tryggingastærð-
fræðingur.
Islensk endurtrygging var upphaf-
lega stofnað haustið 1939 og hét
þá Stríðstryggingafélag íslenskra
skipshafna. Hlutverk þess var að
tryggja áhafnir íslenskra skipa
gegn ófriðaráhættu. Nafni félags-
ins var síðar breytt og hlutverk
þess víkkað út. Er starfsemin nú
eingöngu bundin við endurtrygg-
ingar fyrir íslensk vátiyggingarfé-
lög en félagið tók um tíma nokk-
urn þátt í alþjóðlegri vátrygging-
arstarfsemi.
Fjármál
Hagnaður Fiskveiða-
sjóðs röskar 122 m.kr.
LÁNVEITINGAR Fiskveiðasjóðs íslands á árinu 1991 námu alls
l. 475,2 m.kr. og höfðu lækkað talsvert frá árinu 1990 þegar þær
námu 2.605,2 m.kr. Lán til fiskiskipa námu í fyrra alls 1.165,6
m. kr. á móti 2.337,7 árið á undan. Lánveitingar í formi fasteigna-
veðlána námu alls 309,6 m.kr. á árinu 1991 samanborið við 234,5
m.kr. árið áður, að því er fram kemur í ársskýrslu sjóðsins.
Fiskiskipalánin skiptust þannig
að veitt voru lán til innfluttra fiski-
skipa á árinu fyrir alls 286,2 m.kr.
Til innlendra skipasmíða var varið
220,5 m.kr. á móti 96,7 m.kr. árið
áður. Lán til endurbóta á skipum
og tækja á árinu 1991 námu 637,2
m.kr. en 891,4 m.kr. árið á und-
Iðnaður
Ómega farma setur
sýklalyfá markað
25% ódýrara en samsvarandi erlent lyf
ÓMEGA farma hf. hefur sett sitt fyrsta lyf á markað en þar er
um að ræða breiðvirkt sýklalyf, Cíflox, sem inniheldur efnið cípró-
floxacín sem talið er eitt af mikilvirkari sýklalyfjum til inntöku.
Lyfið er 25% ódýrara en samsvarandi erlent lyf og sagði Friðrik
Kristjánsson framkvæmdastjóri fyrirtækisins að Ómega farma
muni kappkosta að bjóða lyf sem talin eru með þeim bestu á hag-
kvæmu verði.
Samsvarandi lyfinu sem Ómega
farma setti á markað nú í byijun
júlí er erlenda sérlyfið Ciproxin
sem að sögn Friðriks var fyrir
rúmu ári söluhæsta sýklalyf á ís-
landi en eftir að sjúklingum var
gert að greiða sýklalyf að fullu
dró mjög úr notkun þess.
Fyrr á árinu setti Ómega farma
Biomega vítamín á markað og eru
þau nú seld í öllum apótekum
landsins. Ómega farma stefnir að
því að framleiða lyf sem hingað
til hafa ekki verið framleidd hér á
landi og er fyrirtækið meðal ann-
ars í samvinnu við erlent lyfjafyrir-
tæki sem sérhæfir sig í þróun lang-
virkra lyfjaforma sem leyfa færri
inntökur á dag. Ómega farma
hefur fengið framleiðsluleyfi frá
þessu fyrirtæki og er fyrirhugað
að setja slík lyf á markað á næstu
mánuðum. Þá er fyrirtækið um-
boðsaðili fyrir nokkur lyfjafyrir-
tæki í Evrópu.
Ómega farma hf. er íslenskt
almenningshlutafélag um lyfja-
framleiðslu sem stofnað var 1990.
Hjá fyrirtækinu starfa þrír lyfja-
fræðingar auk Friðriks, Birkir
Ámason deildarstjóri framleiðslu,
Sigríður Björnsdóttir deildarstjóri
gæðaeftirlits og Trausti Pétursson
deildarstjóri vöruþróunar. Hlut-
hafar eru um 70 og hlutafé 40
milljónir.
an. Hagræðingarlán til fiskiskipa
námu alls 21,7 m.kr. á árinu.
Útistandi lán Fiskveiðasjóðs
námu í árslok 1991 alls tæpum
21 milljarði króna og höfðu lækk-
að um 464,7 milljónir frá fyrra
ári eða um 2,2%. Af þessari fjár-
hæð liggja um 16,7 milljarðar í
fiskiskipum en um 3,9 í fasteigna-
lánum. Fjármunatekjur sjóðsins á
síðasta ári vom alls röskir 2,6
milljarðar en fjármagnsgjöld vom
um 2.050 m.kr.
Framlag á afskriftareikning á
sl. ári var alls um 268,5 milljónir
og voru á afskriftareikningi í árs-
lok alls um 577 miljónir króna sem
er um 2,75% af útlánum. Á síð-
asta ári vom færðar út um 6,8
milljónir vegna afskrifta skv. skýr-
ingum við ársreikninginn. Hagn-
aður ársins var alls 122,3 milljón-
ir á móti 149 milljónum árið áður.
Heildareignir Fiskveiðasjóðs í
árslok 1991 vom um 23,6 milljarð-
ar og eigið fé röskir 4 milljarðar.
Ábyrgðarskuldbindingar sjóðsins
em í fyrsta lagi um 32,2 milljónir
í veittar ábyrgðir vegna fiskeldis-
stöðva og lífeyrisskuldbindingar
sjóðsins er áætlaðar um 154,3
milljónir skv. mati tryggingar-
stærðfræðings, en fram kemur að
ekki hefur verið myndaður sér-
stakur eftirlaunasjóður til að
mæta þessum skuldbindingum enn
sem komið er.
Forstjóri Fiskveiðasjóðs er Már
Elísson en stjómarformaður
Björgvin Vilmundarson.
VfiRUSnPIH :-A.
VBÚnÖND
1fl§
r
Verðmæti vöruút- og innflutnin;
jan. til maí 1991 og ’92 199
(fob virði í milljónum króna) jan.- maí
1992 %
jan.- mai breyting
Útflutningur alls (fob) 37.670,4 36.783,7 -2,4
Sjávarafurðir 30.715,1 29.805,3 -3,0
Ál 3.483,4 3.371,3 -3,2
Kísiljárn 500,8 720,4 43,8
Skip og flugvélar 0,8 99,3
Annað 2.970,3 2.787,4 -6,2
Innflutningur alls (fob) 37.503,2 33.901,8 -9,6
Sérstakar fjárfestingarvörur 2.667,0 2.084,8 -21,8
Skip 422,0 502,0 19,0
Flugvélar 1.941,0 1.561,0 -19,6
Landsvirkjun 304,0 21,8 -92,8
Tilstóriðju 2.317,9 2.298,1 -0,9
íslenska álfélagið 2.095,0 2.124,9 1,4
íslenska járnblendifélagið 222,9 173,2 -22,3
Almennur innflutningur 32.518,3 29.518,9 -9,2
Olía 2.572,8 2.266,7 -11,9 í
Almennur innflutningur án olíu 29.945,5 27.252,2 -9,0
I
Vöruskiptajöfnuður 167,2 2.881,9 88
Án viðskipta íslenska álfélagsins Án viðskipta íslenska álfélagsins, -1.221,2 1.635,5 ! 7
islenska jámblendifélagsins ' ' -,?«■-> '-■3T
og sérstakrar fjárfestingarvöru 1.167,1 3.073,8
Miðað er við meöalgengi á viðskiptavog; á þann mælikvarða er verð ertends gjaldeyns taSð vera óbreytt I maí 1992 frá þvi sem það var á sama tíma árið áður.
Viðskipti
Vöruskiptajöfnuður hag-
stæður um 2,9milljarða
VÖRUSKIPTAJÖFNUÐUR fyrstu fimm mánuði ársins var hag-
stæður um 2,9 milljarða króna. Á þessum tíma voru fluttar út
vörur fyrir 36,8 milljarða króna, en verðmæti vöruinnflutnings
nam 33,9 mil|jörðum skv. upplýsingum frá Hagstofu íslands. Fyrstu
fimm mánuðina í fyrra var vöruskiptajöfnuðurinn liagstæður um
0,2 milljarða á sama gengi.
Vöruskiptajöfnuður í maí var
hagstæður um 2,7 milljarða þar
sem fluttar voru út vörur fyrir 9,7
milljarða og inn fyrir 7 milljarða
króna. í maí í fyrra var vöruskipta-
jöfnuðurinn hagstæður um 1,3
milljarða á föstu gengi.
Verðmæti vöruútflutnings
fyrstu fimm mánuði þessa árs var
2% minna á föstu gengi en á sama
tíma í fyrra eins og sjá má af
kortinu hér að ofan. Sjávarafurðir
námu um 81% alls útflutningsins,
en voru um 3% minni en á sama
tíma í fyrra. Útflutningur á áli var
einnig 3% minni en í fyrra, en
útflutningur kísiljárns jókst hins
vegar um 44% á milli ára.
Fyrstu fimm mánuðina var
verðmæti vöruútflutnings 10%
minna en á sama tíma í fyrra.
Innflutningur sérstakrar fjárfest-
ingarvöru, þ.e. skipa, flugvéla og
vöru til Landsvirkjunar, varð 22%
minni en í fyrra. Þá var verðmæti
innflutnings til stóriðju 1% minná
en í fyrra og verðmæti olíuinn-
flutnings 12% minna reiknað á
föstu gengi.
GfflAFUSARÁGÓÐlTERBl
m
Stórhöfða 17, við GuUinbrú,
sími 67 48 44
9.6%
Arsávrixtim umliam verribrilgu s.l. I’> mán.
SJOÐSBREF5
Mjög öruggur sjóður
sem eingöngu fjárfestir
í ríkistryggðum skuldabréfum.
VlB
VERÐBRÉFAMABKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF.
Ármúla 13a, 155 Reykjavík. Simi 68 15 30.
Meö Fellowes P-50
pappírstætara viö
skrifborðið veröa
gögnin áfram
trúnaðarmál.
Verö með fötu
15.565 kr. stgr.
ÁRVÍKHF
ARMULI I • REVKJAVIK • SlMI 687 222
TELEFAX 687 295