Morgunblaðið - 16.07.1992, Side 4
4 B
MQRGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1992
1*4
Framleiðsla
Goði hf. mætir harðnandi
samkeppni í búvörusölu
Útflutningsbætur lagðar af í haust og erlendir keppinautar bíða hinum megin við homið, svo
að Þorgeir B. Hlöðversson, stjómarformaður Goða hf., segir stefnubreytingu nauðsynlega til
að bregðast við breyttu rekstrarumhverfi.
HORFUR eru á harðnandi samkeppni í sölu landbúnaðarafurða
hér á landi á næstu mánuðum. Með haustinu verða útflutningsbæt-
ur á landbúnaðarafurðir lagðar af og í kjölfar samninga um Evr-
ópskt efnahagssvæði og GATT bíða erlendir keppinautar hinum
megin við hornið eftir tollalækkunum og að viðskipti með landbún-
aðarvörur verði gefin frjáls. Gert er ráð fyrir verulegum niður-
skurði á ríkisaðstoð og líkur eru á að takmarkaður innflutningur
ýmissa landbúnaðarafurða verði leyfður þegar í upphafi næsta
árs. Goði hf., sem er markaðs- og sölufyrirtæki í eigu sláturleyfis-
hafa víðsvegar um landið, er að ganga í gegnum viðamikla endur-
skipulagningu vegna þessa breytta rekstrarumhverfis.
Morgunblaðið/Emilia
STEFNUBREYTIIMG — „Við höfum náð verulegum ár-
angri í kostnaðaraðhaldi," segir Þorgeir B. Hlöðversson, stjórnarform-
aður Goða hf.
Útfiutningsbætur á landbúnað-
arafurðir, þar sem ríkissjóður legg-
Ur fram §ármagn til að greiða
framleiðendum og afurðastöðvum
mismuninn á fullu verði og því
raunverulega verði sem fæst fyrir
hið umsamda búvörumagn við sölu
á innlendum og erlendum mörkuð-
um, námu alls 2.078 milljónum
króna á sl. ári. Þar af var lögbund-
ið framlag ríkissjóðs skv. búvöru-
samningi 1.465 milljónir, en skv.
lögum skal það vera að jafnvirði
allt að 9% af heildarverðmæti land-
búnaðarafurða á hveiju ári. í síð-
asta búvörusamningi ábyrgðist rík-
issjóður þannig að bændur fengju
fullt verð fyrir 104,5 milljónir lítra
mjólkur og 10.050 tonn kindakjöts
á verðlagsárinu 1991/1992. Á síð-
asta ári kom einnig til greiðslu 277
milljóna afborgun af láni sem sem
gá
*
Island og
Evrópska
efnahags-
svæðið í
tölum
HAGSTOFA Evrópusam-
bandsins og Fríverslunarsam-
tök Evrópu, EFTA, hafa í sam-
einingu gefið út talnakver um
Evrópska efnahagssvæðið,
EES. Talnakverin eru gefin út
á öllum tungumálum EFTA-
ríkjanna en eru að öðru Ieyti
eins að efni og útliti. íslenska
útgáfan nefnist EES í tölum -
Tölulegar upplýsingar um ís-
land og Evrópska efnahags-
svæðið.
EES í tölum er 32 bls. og hefur
að geyma margs konar fróðleik
um mannfólkið og umhverfið,
efnahagslífíð og daglegt líf í aðild-
arríkjum EB og EFTA eftir því
sem segir í fréttatilkynningu frá
Hagstofu íslands. Hagstofa EB
og skrifstofa hagskýrsluráðgjafa
EFTA ritstýrðu kverinu en Hag-
stofa íslands aflaði upplýsinga hér
á landi.
Hagstofa íslands og viðskipta-
skrifstofa utanríkisráðuneytisins
annast dreifingu kversins. Hag-
stofan mun dreifa því til áskrif-
enda sinna, en auk þess er kverið
fáanlegt í afgreiðslu Hagstofunnar
að Skuggasundi 3 og í viðskipta-
skrifstofu utanríkisráðuneytisins
að Hverfisgötu 115 í Reykjavík.
Framleiðsluráð landbúnaðarins tók
1988 til greiðslu útflutningsbóta
ásamt því sem heimilaður var út-
flutningur á 550 tonnum af kinda-
kjöti umfram forsendur fjárlaga
gegn því að greiðsla uppbóta úr
ríkissjóði kæmi á næsta fjárlaga-
ári.
Búvörusamningurinn sem gerð-
ur var í mars 1991 felur í sér aðlög-
un sauðfjár- og mjólkurframleiðslu
að innanlandsmarkaði á árinu
1992, en frá þeim tíma taka bænd-
ur og afurðastöðvar á sig alla
ábyrgð á búvöruframleiðslunni.
Þannig verður horfið frá greiðslum
útflutningsbóta á sauðfjár- og
mjólkurafurðir og munu afskipti
ríkisins af þessum framleiðslu-
greinum minnka verulega eftir því
sem segir í stefnu og starfsáætlun
núverandi ríkisstjórnar.
Goði hf. bregst við samdrætti
í landbúnaði og afnámi
útflutningsbóta
Goði hf. tók til starfa 1. janúar
1991 með yfirtöku rekstrar og
efnahags Búvörudeildar Sambands
íslenskra samvinnufélaga, en Sam-
bandið á 49% í Goða. Fyrirtækið,
sem er í meirihlutaeigu kaupfélaga
og sláturleyfishafa um land allt,
annast sölu, dreifíngu og vinnslu
búfjárafurða, einkum þó umboðs-
sölu fyrir sláturleyfíshafa.
Verulegar sparnaðaraðgerðir
hafa verið í gangi hjá Goða undan-
farna mánuði. A síðasta aðalfundi
félagsins, sem jafnframt var sá
fyrsti eftir að Goði yfirtók rekstur
Búvörudeildar Sambandsins, kom
fram að heildartekjur félagsins á
sl. ári námu 3.316 milljónum króna
og höfðu minnkað um 465 milljón-
ir eða um 12% frá veltu Búvöru-
Auk þess að vera með Johnson
utanborðsmótora hefur fyrirtækið
meðal annars tekið við umboðum
fyrir Ryds plastbáta, Avon gúmmí-
báta, Nitro sjóskíðabúnað og
björgunarvesti, Optinaut auka-
hluti fyrir báta og bátahreinsiefni,
SysteMatched aukahluti fyrir ut-
anborðsmótora og OMC Cobra
bátavélar með hældrifí. íslenska
umboðssalan sér um alla varahluti
og þjónustu fyrir þessar vörur.
deildarinnar árið áður. Þá varð
rúmlega 46 miiljóna tap á rekstri
Goða í fyrra samanborið við 7
milljón króna hagnað árið áður.
Hlutfall útflutnings af heildarveltu
var um 32,5% í fyrra samanborið
við 29,8% árið 1990.
Þriðjungs samdráttur í kjölfar
afnáms útflutningsbóta
„Við horfum fram á miklar
breytingar á rekstrarumhverfí okk-
ar á næstunni. Til að bregðast við
í tíma og tryggja rekstur Goða til
framtíðar hófst strax á síðasta ári
vinna við stefnumótun fyrirtækis-
ins. Meginþungi þeirrar vinnu var
á fyrrihiuta þessa árs og sú endur-
skipulagning rekstrar sem hófst í
maí sl. byggist á þeirri stefnumót-
unarvinnu," sagði Þorgeir B. Hlöð-
versson, stjórnarformaður Goða, í
viðtali við Morgunblaðið. „Útflutn-
í fréttatilkynningu kemur fram
að Johnson bjóði upp á mikið úr-
val þar sem finna megi allt frá
litlum rafmótorum upp í 300 hest-
afla V8 mótora. Þá sé hægt að
fá sérstaka vinnumótora fyrir at-
vinnumenn. Ennfremur segir að
Avon hafi sett á markað fjöl-
breytta línu af sportbátum, allt frá
tveggja manna smábátum til sex
til átta manna 5 metra harðbotna
gúmmíbáta.
ingur á kindakjöti og skyldum af-
urðum hefur nær eingöngu verið á
hendi Goða og undanfarin ár hefur
hann numið um 30% af umsvifum
fyrirtækisins. Afnám útflutnings-
bóta í haust og samdráttur í land-
búnaði í kjölfar þess, mun því koma
sérstaklega illa við okkur og því
er mikilvægt að bregðast rétt við,“
sagði Þorgeir.
Meðal sparnaðarráðstafana sem
gripið hefur verið til hjá Goða er
sameining allrar starfseminnar
undir einu þaki í húseign félagsins
á Kirkjusandi, m.a. skrifstofuhaldið
sem áður var að hluta í Sambands-
húsinu. „Afraksturinn er aukin
virkni auk sparnaðar," sagði Þor-
geir. Þá hefur starfsfólki verið
fækkað, en í vor voru tilkynntar
uppsagnir 20 starfsmanna hjá fyr-
irtækinu. „Með þessum aðgerðum
er verið að einfalda rekstur fyrir-
tækisins verulega og gera alla
stjórnun markvissari. Auk fyrr-
nefndra aðgerða var hert á virku
kostnaðaraðhaldi í öllum þáttum
rekstrarins." Þorgeir sagði enn-
fremur að viðamiklar breytingar á
rekstri fyrirtækisins hefði eðlilega
í för með sér breytingu á starfi
framkvæmdastjóra. Fram að þessu
hefði stór hluti starfsins falist í
hagsmunagæslu gagnvart hinu op-
inbera, en nú stefndi í að fyrst og
fremst yrði um að ræða baráttu á
markaði. Eins og fram hefur komið
sagði Árni S. Jóhannsson starfi
sínu lausu sem framkvæmdastjóri
Goða eftir að stefnubreytingar í
rekstri félagsins voru kynntar, en
nýr framkvæmdastjóri hefur ekki
enn verið ráðinn.
Áhersla á innanlandsmarkað
en áfram unnið að útflutningi
„Afnám útflutningsbótanna leiðir
til þess að aðalmarkmið okkar verð-
ur að halda stöðunni á innanlands-
markaði," sagði Þorgeir. „Við höf-
um þegar breytt sölustarfi okkar
verulega í þessa þágu og munum
áfram vinna markvisst að markaðs-
Verslun
*
Islenska umboðs-
salan með sýningu
ÍSLENSKA umboðssalan hf. hefur tekið við umboði fyrir John-
son utanborðsmótora auk fjölda annarra umboða fyrir vatn- og
sjóíþróttavörur. í sumar verður úrval af vörunum til sýnis á
Seljavegi 2 í sýningarsal íslensku umboðssölunnar.
og framleiðslumálum í fyrirtækinu
til að auka sveigjanleika þess og
þjónustu við kaupmenn og neytend-
ur. Mikið starf er óunnið, en það
sem þegar hefur verið gert virðist
skila árangri því Goði hefur aukið
söluna á innanlandsmarkaði það
sem af er þessu ári miðað við sama
tíma í fyrra.“
Þrátt fyrir að aðaláherslan verði
lögð á að styrkja stöðuna á innan-
landsmarkaði er ekki á stefnu-
skránni að leggja útflutning land-
búnaðarafurða af hjá Goða. „Það
er Ijóst að það verður áfram til
umframkjöt sem þarf að flytja út
og það verður bara selt á því verði
sem fyrir það fæst á hveijum mark-
aði.“
Að sögn Þorgeirs þarf það verð
sem fengist hefur fyrir íslenskt
dilkakjöt á erlendum mörkuðum að
hækka talsvert til að dæmið geti
gengið upp hjá framleiðendum án
útflutningsbóta. „Jafnvel í Færeyj-
um sem hefur verið besti markaður
okkar undanfarið þurfum við að fá
hærra verð.“
Viðbrögð við afnámi
innflutningshafta
Innflutningstakmarkanir sem
verið hafa á landbúnaðarvörum hér
á landi hafa eðlilega styrkt stöðu
íslensks landbúnaðar til muna. Nú
má hins vegar vænta breytinga þar
á og íslenskir framleiðendur þurfa
að búa sig undir samkeppni við
innfluttar landbúnaðarvörur. „Slát-
urleyfishafar þurfa að standa mun
meira á eigin fótum þegar sú vernd
sem verið hefur í landbúnaði hverf-
ur eins og allar líkur eru á. Það
er nokkuð ljóst að í kjölfarið mun
harðna verulega á dalnum hjá
mörgum þeirra," sagði Þorgeir.
Hluti af stefnumótunarvinnu
Goða hefur falist í að undirbúa
fyrirtækið sem best undir væntan-
legt afnám innflutningshafta um
næstu áramót. „Framleiðsla okkar
stenst fyllilega samanburð við inn-
fluttar landbúnaðarvörur hvað
gæði varðar. Verðsamkeppnisstaða
okkar er hins vegar slæm og í því
sambandi er mikilvægt að menn
geri sér grein fyrir því hvað liggur
að baki verðlagningar á íslenskum
landbúnaðarafurðum samanborið
við aðstæður í öðrum löndum. Sam-
hliða niðurskurðaraðgerðum þarf
hið opinbera að hlú að þessari at-
vinnugrein hvað almennar rekstr-
araðstæður varðar. Jafnframt er
sláturleyfishöfum og bændum það
nú fyllilega ljóst að nauðsynlegt
er að lækka verð á framleiðslunni
með hagræðingu í rekstri og kostn-
aðaraðhaldi. Kostnaður við sölu og
dreifingu fyrir sláturleyfishafa hef-
ur verið of hár og hjá Goða stefnum
við eindregið að því að lækka hann
sem allra mest.“
Reksturínn nokkru undir
áætlun fyrstu fimm mánuði
ársins
Rekstrartekjur Goða á síðasta
ári námu rúmlega 3,3 milljörðum
króna eins og fram kemur hér að
ofan og árið var gert upp með
46,7 milljóna tapi. Áætlun fyrir
1992 gerir ráð fyrir rekstrartekjum
upp á rúmlega 3,4 milljarða og
27,6 milljóna króna hagnaði af
starfseminni. Fyrstu fimm mánuðir
þessa árs sýndu hagnað upp á rúm-
lega 30 milljónir, en áætlun sama
tímabils gerði ráð fyrir rúmlega 37
milljóna króna hagnaði. „Það er
rétt að áætlunin stóðst ekki alveg
fyrstu fimm mánuðina, enda má
segja að markmiðin hafi verið
nokkuð háleit. Þó kom í ljós að við
höfum náð verulegum árangri í
kostnaðaraðhaldi. Nú er bara að
halda áfram á þeirri braut. Seinni
hluta ársins fer að skila sér árang-
ur af þeim hagræðingaraðgerðum
sem verið hafa í gangi undanfarið
og ég hef því fulla ástæðu til að
ætla að okkur miði fram á veg að
því marki að styrkja rekstur Goða
til framtíðar," sagði Þorgeir að lok-
um.
HKF