Morgunblaðið - 16.07.1992, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 16.07.1992, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATYINNULÍF FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1992 B 5 Pimiu.n.Miii Markaður fyrir íslenskar set- laugar í Bandaríkjunum SETLAUGAR — Fólk frá hinum Norðurlöndunum sem var í vinabæjarheimsókn í Garðabæ, þar sem fyrirtækið Norm-X er til húsa, skoðar hér sérstakar setlaugar (heita potta) sem fyrirtækið fram- leiðir. Þessa dagana er verið að kanna möguleika á útflutningi setiaug- anna til Bandaríkjanna. eftir Helga Rúnar Óskarsson Á SAMA tíma og útflutnings- tekjur okkar Islendinga af þorskveiðum dragast saman höfum við tækifæri á að auka tekjur í öðrum iðngreinum. Þó að þau mættu vera fleiri eru til íslensk framleiðslufyrirtæki sem standa erlendum sam- keppnisaðilum á sporði. Normi hf. í Garðabæ er eitt þeirra en það hefur um áratuga skeið framleitt vélar og búnað til fisk- vinnslu. Hin síðari ár hefur fyr- irtækið fært út kvíarnar og framleitt margs konar vörur eins og ruslagrindur fyrir Kópavogsbæ, rafskaut og ker fyrir ÍSAL, snigla bæði fyrir Sementsverksmiðjuna og Járn- blendiverksmiðjuna, hálfgáma fyrir Eimskip og ýmsar vörur sem seldar híifa verið á erlend- um mörkuðum. Árið 1981 var dótturfyrirtæki Norma hf. stofnað undir nafninu Norm-x og hóf það framleiðslu á fisk- kerjum og fleiru. Þegar fram í sótti jukust um- svif Norm-x og framleiðir það nú, auk fiskkerjanna, setlaugar (heita potta) sem hafa notið mikilla vin- sælda hér á landi síðastliðin ár. Frá því fyrsta setlaugin kom á markað fyrir um 10 árum hefur fyrirtækið unnið markvisst að þró- un og hönnun nýrra lauga. Nú er svo komið að Norm-x hefur þróað framleiðsluaðferð á setlaugum sem er alls óþekkt erlendis og álíta talsmenn fyrirtækisins að hún sé hagkvæmari og skili betri gæðum en þær aðferðir sem notast er við erlendis. í kjölfar þess árangurs sem Norm-x hefur náð á íslenska set- laugamarkaðnum hefur fyrirtækið kannað möguleika á útflutningi lauganna. Fyrir þremur árum ákvað Sævar Geir Svavarsson for- stjóri Norm hf. að gera tilraun og senda 15 setlaugar til Kaliforníu í Bandaríkjunum, en þar eru allir stærstu framleiðendur setlauga í heiminum og markaðurinn stór. Markmið tilraunarinnar var að fá úr skorið hvort laugamar frá Norm-x, framleiddar úr Plyethy- len, stæðust kröfur Bandaríkja- manna ásamt því að kanna hver áhrif sterks sólarljóss væru á efn- ið. Einnig, hvaða áhrif miklar dag- hitasveiflur hafa, en í Kalifomíu getur bilið milli dags og nætur verið á milli 30 og 40 gráður. Til að kanna aðstæður í Kali- fomíu fékk Sævar til liðs við sig Jens Ingólfsson rekstrarhagfræð- ing, fyrrverandi starfsmann Út- flutningsráðs og núverandi fram- kvæmdastjóra Kolaportsins. Jens þekkir vel til á þessum slóðum en hann stundaði nám um tíma í San Diego. „Ég fór og kannaði mark- aðsaðstæður og kynnti setlaug- arnar fyrir ótal aðilum sem tengj- ast þessum iðnaði. Þeir vom undr- andi því þeir höfðu aldrei heyrt um þessa framleiðsluaðferð og ennþá síður að þetta efni væri notað í setlaugar, en þar em set- laugar úr akrýl allsráðandi. Þessar 15 setlaugar fóm í margskonar prófanir. Þær vom settar niður við heimahús við mismunandi að- stæður. Á þessum þremur ámm hefur fengist reynsla sem við telj- um vera marktæka og em menn mjög ánægðir með útkomuna," segir Jens. Ennfremur segir hann að ekki hafi orðið vart við vanda- mál í Norm-x pottunum sem gjam- an skjóta upp kollinum í akrýl- pottum, en þeir eiga það til að springa við hitabreytingar og hnjask. Guðmundur Guðmundsson verkfræðingur og tæknilegur framkvæmdastjóri hjá Norm-x segir mjög erfitt og oft á tíðum útilokað að gera við skemmda akrýl-potta. Hins vegar sé tiltölu- lega auðvelt að gera við Norm-x- laugarnar, þ.e. polythylene hefur allt aðra eiginleika en akrýl. Sem dæmi þá er lítið mál að gera við rispur í Norm-x-pottunum. Guð- mundur segir ennfremur einn kostinn við íslensku Norm-x-laug- arnar vera að hægt sé að endur- vinna efni þeirra einfaldlega með því að bræða það og nota upp á nýtt. Þetta getur haft mikið að segja í framtíðinni, sérstaklega á mörkuðum eins og í Kaliforníu þar sem umhverfisvemd er í hávegum höfð. En hvert er næsta skref hjá Norm-x varðandi setlaugamar? Því er ekki auðsvarað. Fyrirtækið hefur eytt kröftum sínum í þróun og hönnun og hefur því verið lítið fé afgangs til annarra verkefna. Sem dæmi þá leiddi för Jens til Kalifomíu það í ljós að Bandaríkja- menn vilja hafa laugamar ferkant- aðar og oft og tíðum með legu- bekk, en íslendingar eru spenntari fyrir áttköntuðum laugum og not- ast mikið við vindsængur. Þetta varð til þess að Norm-x-menn sett- ust að teikniborðinu og hönnuðu laug með kröfum Bandaríkja- manna í huga. Þegar Sævar Geir fostjóri var spurður hvað stæði í vegi fyrir að Norm-x hæfi útflutning á setlaug- um til Bandaríkjanna svaraði hann að það væri í raun ekkert sem hindraði útflutning en tók fram að verulegt markaðsátak þyrfti að eiga sér stað til að kynna laugam- ar og koma þeim á markað. „Til þess þarf mikið íjármagn sem við höfum átt erfítt með að afla þ.s. allt umframfjármagn hefur verið notað í þróun og rannsóknir", seg- ir Sævar. Hann segist vera óánægður með frammistöðu þeirra sjóða sem eiga að styðja við bakið á íslenskum framleiðslufyrirtækj- um og segir að skortur sé á skiln- ingi hjá stjómmálamönnum og ráðamönnum sjóðanna gagnvart nýsköpun. Hann bætir því við að hér á landi skorti lánsfé til lengri tíma, menn séu of skammsýnir og ekki nægilega þolinmóðir þegar fjárfestingar em annars vegar. Hvort Bandaríkjamenn eigi eftir að lauga sig í stómm stíl í íslensk- um setlaugum verður tíminn að leiða í ljós en það er ljóst að fyrir- tæki eins og Norm-x em á réttri leið. Fyrirtækið hefur sýnt í gegn- um tíðina með útflutningi á físk- keijum úr polyethylene-efni, að vörur þess era fullkomlega sam- keppnishæfar á erlendum mörkuð- um. Það vekur einnig athygli að Normi hf. hannar og smíðar stóran hluta þess búnaðar sem notaður er við framleiðslu fyrirtækisins og hafa íslenskir aðilar verið fengir til að hanna og skrifa tölvuhug- búnað sem stjómar stómm hluta framleiðslunnar. Þó svo að setlaugar einar og sér eigi kannski ekki eftir að bæta okkur upp þann tekjumissi sem við horfumst í augu við vegna minnkandi þorskafla þá gætu þær orðið til að minnka vandann ef af útflutningi þeirra verður. Höfundur stundar háskólanám í Bandaríkjunum. N6 eru D^OrD^CLÐ -bílarnir á mjög hagstæöu veröi. ISUZU-NKR, 5.5 tonna heildarþyngd, kr 1.910.000.- ISUZU-NPR, 7 tonna heildar^yngd, kr. 2.265.000,- ISUZU-FSR, 9 tonna heildarþyngd, kr. 3.200.000.- Ryðvörn, skráning og virðisaukaskattur eru innifalin í verði. Árleg ókeypis þjónustuskoðun frá framleiðendum í Japan fylgir öllum ISUZU bílum. ISUZU verksmiðjurnar eru stærstu útflytjendur vörubíla í heiminum, enda eru ISUZU bílarnir viðhaldslágir, sparneytnir vinnuþjarkar. EIGUM BÍLA TIL AFGREIÐSLU STRAX Mlésútðfuj HÖFÐABAKKA 8. 112 REYKJAVÍK, SlMI 634000 - 634050. BUNAÐAR BANKINN -Trtuulur bonki æ SmRISJÓÐURINN BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS OG SPARISJÓÐIRNIR ERU EIGENDUR KAUPÞINGS. VELDU ÖRYGGI í FJÁRMÁLUM. KAUPÞING HF IJiggi/t verdbréfafyrirtœki Krinf'/uiinf 5, sfmi 689080 f rigtt litiuftdfii éwHktt ísftturfs og spftris/éðttum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.