Morgunblaðið - 26.07.1992, Síða 8

Morgunblaðið - 26.07.1992, Síða 8
8 B MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 26. JÚLÍ 1992 ATVINNUAUGl ÝSINGAR Amma óskast Barngóð og áreiðanleg amma óskast til að gæta 4ra ára stúlku í Selási í 5 klst. á dag, 3-4 daga vikunnar, frá 15. ágúst. Heimilisstörf samningsatriði. Upplýsingar í síma 686288 eftir kl. 17.00. FJÓROUNGSSJÚKRAHÚSIO A AKUREYRI Stjórnunarstaða íhjúkrun Staða deildarstjóra á gjörgæsludeild Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri er laus til umsóknar. Deildarstjóri ber faglega, stjórn- unarlega og rekstrarlega ábyrgð á hjúkrunar- þjónustu deildarinnar. Ennfremur er laus til umsóknar staða aðstoð- ardeildarstjóra á sömu deild. Við ráðningu í stöðuna verður lögð áhersla á nám, faglega þekkingu og reynslu í stjórn- un og gjörgæsluhjúkrun. Stöðurnar veitast frá 1. september 1992. Umsóknarfrestur er til 1. ágúst nk. Nánari upplýsingar gefa Ólína Torfadóttir, hjúkrunarforstjóri, í síma 96-22100-270 og Sigurlaug Arngrímsdóttir, deildarstjóri, í síma 96-22100-215. V Lausar stöður Laus er til umsóknar staða deildarstjóra virð- isaukaskattsdeildar við embætti skattstjóra Vestfjarðaumdæmis. Starfið felst m.a. í um- sjón og eftirliti virðisaukaskattsskila. Æskilegt er að umsækjendur hafi lokið prófi í viðskiptafræði eða hafi sambærilega menntun. Einnig er laust til umsóknar 50% starf við sama embætti. Æskilegt er að umsækjendur hafi stúdentspróf og reynslu í almennum skrifstofustörfum og tölvuvinnslu. Upplýsingar um starfið veitir undirritaður. Ráðið verður í ofangreind störf frá 1. septem- ber nk. Laun eru samkvæmt launakerfi opinberra starfsmanna. Umsóknir, er greini frá aldri, menntun og fyrri störfum, sendist undirrituðum, Hafnar- stræti 1, 400 ísafirði, fyrir 20. ágúst nk. Skattstjórinn í Vestfjarðaumdæmi, Kristján Gunnar Valdimarsson. „Au pair“ og nám í Bandaríkjunum Langar þig til að dvelja löglega sem „au pair" í eitt ár hjá valinni vistfjölskyldu? Síðastliðin 6 ár hafa um 3.000 ungmenni á aldrinum 18-25 ára frá 20 Evrópulöndum dvalið á vegum samtakanna „Au pair in America". Á þessu ári fara tugir íslenskra ungmenna. Samtökin leggja áherslu á öryggi og góðan undirbúning með því að bjóða upp á 4ra daga námskeið á hótelinu St. Moritz í New York þér að kostnaðarlausu og góðan undir- búning hér heima hjá fagfólki. Nú er rétti tíminn til að sækja um fyrir haust- mánuði. Linda Hallgrímsdóttir, fulltrúi, Austurströnd 10, 170 Seltjarnarnesi, sími 91-611183. Samtökin „Au pair in America" tilheyra samtökunum American Institute For Foreign Study, AIFS, sem eru virt menningarsamtök ofl starfa með leyfi bandarískra stiórnvalda. Verktakastarf Ungmennafélag íslands óskar eftir að ráða verktaka við ritstjórn að blaði samtakanna - SKINFAXA - sem gefið er út 4 sinnum á ári. Umsóknarfrestur er til 1. september 1992. Allar nánari upplýsingar veitir framkvæmda- stjóri UMFÍ eftir 12. ágúst á Öldugötu 14, Reykjavík, sími 91-12546. Stjórn UMFÍ. Kennarar Umsóknarfrestur um áður auglýstar stöður við grunnskóla í Reykjanesumdæmi fram- lengist til 1. ágúst nk. Kópavogsskóli, Kópavogi: Kennsla á skólasafni (2/3 staða). Álftanesskóli, Bessastaðahreppi.: Almenn (2/3 staða).QC Holtaskóli, Keflavík: Meðal kennslugreina samfélagsfræði, stærðfræði, íslenska, tónmennt og sér- kennsla í 7.-10. bekk. Myllubakkaskóli, Keflavík: Almenn kennsla í 1.-6. bekk. Grunnskólinn í Grindavík: Almenn kennsla, smíðar, myndmennt og íþróttir. Grunnskólinn í Sandgerði: Almenn kennsla og sérkennsla. Stóru-Vogaskóli, Vatnsleysustr: Myndmennt, smíðar og saumar. Umsóknarfrestur um stöður sérkennara við Fullorðinsfræðslu fatlaðra (áður Brautar- skóli, skólinn við Kópavogsbraut) framlengist til sama tíma. Nánari upplýsingar fást á Fræðsluskrifstofu Reykjanesumdæmis og hjá skólastjóra við- komandi skóla. Fræðslustjóri Reykjanesumdæmis. ST. JÓSEFSSPlTALI LANDAKOTI Hjúkrunarfræðingar - sjúkraliðar Hjúkrunardeild fyrir aldraða verður opnuð á gangi 1A 1. september 1992. Deildin er 22ja rúma og hefur öll aðstaða verið verulega bætt. Enn eru lausar tvær stöður hjúkrunarfræðinga og nokkrar stöður sjúkraliða. Unnt verður að koma til móts við séróskir, s.s. einstakar kvöldvaktir. Námskeið í hjúkrun aldraðra og þátt þeirra í samfélaginu verður haldið fyrir opnun deild- arinnar. Ertu tilbúinn til að taka þátt í mótun og þró- un nýrrar starfsemi; þín sjónarmið gætu orð- ið markmið morgundagsins. Ef svo er hafðu samband við skrifstofu hjúkr- unarforstjóra í síma 604311 eða 604300. Ingibjörg Einarsdóttir hjúkrunarstjóri veitir nánari upplýsingar. Hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða vantar á hjúkrunardeild aldraðra í Hafnarbúðum frá 1. september eða eftir samkomulagi. Hjúkrunardeildin er á tveimur hæðum 12 og 13 rúm. Lítil og notaleg eining í miðbænum. Verið velkomin að kynnast aðbúnaði. Áður- nefnt námskeið stendur einnig til boða. Nánari upplýsingar gefa Guðbjörg Jóna Her- mannsdóttir, hjúkrunarstjóri, og Ingibjörg Þ. Hallgrímsson, deildarstjóri, í síma 29631 eða f 29492. Nokkur pláss fyrir 2ja ára börn og eldri eru laus á leikskólum spítalans. Leikskólar Reykjavíkurborgar Fóstrur, kennarar eða fólk með uppeldis- menntun óskast til starfa á neðangreint skóladagheimili: Foldakot v/Logafold, sími 683077. Nánari upplýsingar gefa viðkomandi forstöðumenn. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími27277. Kennarar Umsóknarfrestur um áður auglýstar stöður við grunnskóla í Suðurlandsumdæmi fram- lengist til 1. ágúst nk.: Hamarsskóla Vestmannaeyjum: Meðal kennslugreina almenn kennsla, enska og eðlisfræði. Barnaskólann f Vestmannaeyjum: Meðal kennslugreina danska. Laugalandsskóla: Meðal kennslugreina íþróttir. Reykholtsskóla í Biskupstungum. Umsóknir sendist skólastjóra viðkomandi skóla sem gefur nánari upplýsingar. Fræðslustjóri Suðurlandsumdæmis. ásrafju áSráSFáSr BANDALAG ISŒNSKRA SÉRSKÓIANEMA VESTURGÖTU 4 • GRÓFINNI • 101 REYKJAVlK • SlMAR 17745 622818 Framkvæmdastjóri Bandalag íslenskra sérskólanema (BÍSN) óskar að ráða framkvæmdastjóra félagsins. Starfssvið framkvæmdastjóra er að annast daglegan rekstur skrifstofu félagsins, annast öll dagleg samkipti við félagsmenn BÍSN og hafa yfirumsjón með útgáfumálum. Um er að ræða líflegt og krefjandi starf. Ráðningartími er frá 15. ágúst 1992 til 1. júní 1993. Æskilegt er að umsækjendur hafi stundað nám við skóla sem eru aðilar að BÍSN. Umsóknum skal skilað á skrifstofu félagsins fyrir 1. ágúst og verður öllum umsóknum svarað skriflega. Umsækjendur athugið! Vegna vaxandi eftirspurnar vekjum við at- hygli á eftirfarandi störfum lausum til um- sóknar: • Afgreiðsla og umsjón með erlendri blaða- og bókadeild hjá bóka- og rit- fangaverslun. • Afgreiðsla ritfanga, gjafa- og skóla- vöru auk annarra tilfallandi starfa. • Afgreiðsla af húsgagnalager, fjölþætt starf. Áhersla lögð á handlagni og þjón- ustulipurð. • Starf við útréttingar í banka, toll o.fl. Fyrirtækið leggur til bifreið. • Aðstoðarstarf á rannsóknastofu - líffræðimenntun skilyrði. Ráðningar í ofangreind störf verða fljótlega. Um heilsdagsstörf er að ræða. Umsóknareyðublöð og nánari upplýs- ingar á skrifstofunni frá kl. 9-15. RÁÐNINGARÞJÓNUSTA Guðný Harðardóttir Skipholti 50c, 2. hæð, 105 Reykjavik Síuii Ö i 1-628488

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.