Morgunblaðið - 26.07.1992, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ
MvummfmctVTA
SUNNUDAGUR 26. JÚLÍ 1992
B 9
ATVINNUA UGL YSINGAR
Hótel Valaskjálf
Framkvæmdastjóri
Starf framkvæmdastjóra Hótels Valaskjálfar
hf. á Egilsstöðum er laust til-umsóknar.
Um er að ræða mjög fjölþættan rekstur:
Gistingu og umfangsmikla veitingastarfsemi,
félagsheimili og kvikmyndasýningar, auk
rekstrar sumarhótels í heimavist Mennta-
skólans á Egilsstöðum.
Skilyrði er að umsækjendur hafi reynslu
og/eða menntun á sviði hótelrekstrar og jafn-
framt einhverja þekkingu á ferðaþjónustu.
Umsóknir sendist til Hótel Valaskjálfar, póst-
hólf 61, 700 Egilsstaðir, merktar stjórnar-
formanni, Guðmundi Guðlaugssyni, sem
jafnframt veitir allar nánari upplýsingar í síma
97-11480. Einnig veitir framkvæmdastjóri,
Sigurborg Kr. Hannesdóttir, upplýsingar í
síma 97-11500. V
Umsóknarfrestur er til 10. ágúst nk.
Löggiltir
endurskoðendur
Staða löggilts endurskoðanda hjá Ríkisend-
urskoðun er laus til umsóknar.
Ríkisendurskoðun starfar á vegum Alþingis
og annast endurskoðun ríkisreiknings, reikn-
inga ríkisstofnana og annarra er hafa með
höndum rekstur eða fjárvörslu á vegum ríkis-
ins. Að auki ber að hafa eftirlit með fram-
kvæmd fjárlaga.
Þá ber stofnuninni að vera þingnefndum til
aðstoðar við störf er varða fjárhagsmálefni
ríkisins. Loks má nefna að stofnunin sinnir
í auknum mæli svonefndri stjórnsýsluendur-
skoðun, sem einkum felst í athugunum á
nýtingu og meðferð ríkisfjár.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur og
fyrri störf, óskast sendar ríkisendurskoðanda
fyrir 1. ágúst nk.
Frá fræðslustjóra
Norðurlandsumdæmis vestra
Lausar stöður
við grunnskóla á
Norðurlandi vestra
Umsóknarfrestur um áður auglýstar stöður
framlengist til 1. ágúst 1992.
Stöður grunnskólakennara við:
Grunnskóla Siglufjarðar:
Almenn kennsla.
Gagnfræðaskóla Sauðárkróks:
Almenn kennsla, umsjónarkennari sér-
kennslu, sérkennsla v/sérdeildar.
Fræðslustjóri Norðuriandsumdæmis vestra,
Kvennaskólanum, 540 Blönduósi,
símar: 95-24209 og 95-24369.
Sölumaður
Þekkt fyrirtæki á matvælamarkaðnum óskar
að ráða sölumann.
Starfið felst í sölu/kynningum og þjónustu
við viðskiptavini.
Leitað er að aðila með góða framkomu,
sem vill veita fyrsta flokks þjónustu.
Æskilegur aldur 20-28 ára. Veitt verður
þjálfun til að öðlast færni í starfi.
í boði er gott starf í góðum hóp.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar
hjá Ráðgarði fyrir 30. júlí nk.
RÁDGARÐURHE
STJÓRNUNAR OG REKSTRARRÁÐGJÖF
NÓATÚN 17 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 68 66 88
Auglýsing
Stöður framkvæmdastjóra svæðisskrifstofa
í málefnum fatlaðra í Reykjavík, Reykjanesi,
Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi
vestra, Norðurlandi eystra, Austurlandi og
Suðurlandi eru lausar til umsóknar.
Æskilegt er að umsækjendur hafi menntun
og starfsreynslu á sviði rekstrar og stjórnun-
ar og þekkingu á málefnum fatlaðra. Laun
samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Stöðurnar eru veittar frá 1. október nk.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur,
menntun og fyrri störf, sendist félgsmála-
ráðuneytinu fyrir 20. ágúst nk.
Félagsmálaráðuneytið,
22.júlí 1992.
fjOrðunossjúkrahúsip
A AKUREYRI
„Áu pair“ Kalifornía
Barngóð „au pair“ óskast á heimili í nánd
við San Francisco í eitt ár frá septemberlok-
um. Tvö börn 4ra og 7 ára.
Þarf að hafa meðmæli, vera góður ökumað-
ur, reyklaus og 20 ára eða eldri.
Nafn og símanúmer leggist inn á auglýsinga-
deild Mbl. merkt: „Engin partý - 9859“.
Meðeigandi óskast
Sérhæft upplýsingafyrirtæki óskar eftir með-
eiganda. Til greina kemur að viðkomandi
starfi fyrir fyrirtækið.
Óskir um frekari upplýsingar sendist auglýs-
ingadeild Mbl. fyrir 30. júlí merktar:
„Upplýsing - 1234“.
033)
Hjúkrunarfræðingar
Laus er til umsóknar staða aðstoðardeildar-
stjóra á slysa- og bráðadeild Fjórðungs-
sjúkrahússins á Akureyri.
Staðan veitist frá 1. september nk.
JJmsóknarfrestur til 1. ágúst.
Upplýsingar gefa Birna Sigurbjörnsdóttir,
deildarstjóri, í síma 96-22100-266 og Ólína
Torfadóttir, hjúkrunarforstjóri, í síma
96-22100-270.
Forstöðumaður
átaksverkefnis
Byggðastofnun, Breiðdals- og Stöðvarhrepp-
ur óska eftir að ráða forstöðumann fyrir átaks-
verkefni í atvinnumálum í framangreindum
sveitarfélögum. Stefnt er að því að viðkom-
andi geti hafið störf í byrjun september nk.
eða samkvæmt nánara samkomulagi.
í boði er fjölbreytilegt en um leið krefjandi
starf.
Leitað er að duglegum og traustum starfs-
manni, sem getur haft frumkvæði að verkefn-
um og á auðvelt með að umgangast fólk.
Umsóknir, er tilgreini aldur, menntun og fyrri
störf, skal senda til Atvinnuþróunarfélags
Austurlands, Ránargötu 6, 710 Seyðisfirði,
fyrir 8. september
Nánari upplýsingar veita Axel Beck, iðnráð-
gjafi, í síma 97-21287, sveitarstjóri Breið-
dalshreppps í síma 97-56716 eða sveitar-
stjóri Stöðvarhrepps í síma 97-58890.
Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar
Síðumúla 39, 108 Reykjavik, sími 678500, fax 686270
Verkstjóri
íheimaþjónustu
Laus er til umsóknar staða verkstjóra í heima-
þjónustu í félags- og þjónustumiðstöð
aldraðra í Norðurbrún.
Starfssvið verkstjóra er fólgið í daglegum
rekstri heimaþjónustu aldraðra, verkstjórn
og ráðgjöf við starfsmenn
Æskilegt er að umsækjendur hafi sjúkraliða-
menntun. Starfsmaður þarf að geta unnið
sjálfstætt, hafa einhverja reynslu á sviði
félagslegrar þjónustu og þægilegt viðmót í
mannlegum samskiptum.
Nánari upplýsingar veitir Steinunn Ingi-
mundardóttir í síma 686960.
Umsóknarfrestur er til 10. ágúst nk.
Umsóknum skal skila til Félagsmálastofnun-
ar Reykjavíkurborgar, Síðumúla 39, á um-
sóknareyðublöðum sem þar fást.
RIKISSPITALAR
Reyklaus vinnustaður
BARNA- OG UNGLINGAGEÐDEILD
LANDSPÍTALANS
HJÚKRUNARFRÆÐINGUR
Hjúkrunarfræðingur óskast á barna- og ungl-
ingageðdeild Landspítalans nú þegar eða frá
1. september. Um er að ræða dag- og kvöld-
vaktir.
Upplýsingar gefur Anna Ásmundsdóttir,
hjúkrunarframkvæmdastjóri.
BARNASPITALI HRINGSINS
HJÚKRUNARFRÆÐINGAR
Lausar eru stöður hjúkrunarfræðinga á
barnadeild Landspítalans. Boðið er upp á
áhugavert, skapandi og fjölbreytt starf, góð-
an aðlögunartíma og góða vinnuaðstöðu.
Barnadeildirnar, þ.e. lyflækningadeildir,
handlækningadeild, ungbarnadeild og gjör-
gæsla nýbura, eru litlar með aðeins 12-14
sjúklingum hver. Náin samvinna er við fjöl-
skyldur barnanna.
Nánari upplýsingarveitir Anna Lilja Gunnars-
dóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, í síma
601033/601300 eða deildarstjórar deild-
anna.
KRABBAMEINS- OG
LYFLÆKNINGADEILD 11-E
AÐSTOÐARDEILDARSTJÓRI
Á krabbameins- og lyflækningadeild 11-E er
laus staða aðstoðardeildarstjóra frá 01.09.
1992.
Á deildinni fer fram hjúkrun sjúklinga með
krabbamein og illkynja blóðsjúkdóma. Þar
er 21 sjúkrarúm og sjúklingum deildarinnar
er skipt í þrjá hópa. Innan hvers hóps starf-
ar ákveðið teymi.
í starfinu felst m.a. yfirumsjón með einum
hópnum svo og önnur almenn stjórnun í
samstarfi við deildarstjóra. Um er að ræða
80-100% starf, aðallega morgunvaktir. í boði
er markviss aðlögun ásamt skipulagðri
fræðslu.
Vinsamlegast hafið samband við og leitið
nánari upplýsinga hjá Þórunni Sævarsdóttur,
deildarstjóra, í síma 601225 eða Birnu Flyg-
enring, hjúkrunarframkvæmdastjóra, í síma
601290.
RIKISSPITALAR
Ríkisspítalar eru einn fjölmennasti vinnustaður á (slandi með starfsemi
um land allt. Sem háskólasjúkrahús beitir stofnunin sér fyrir markvissri
meðferð sjúkra, fræðslu heilbrigðisstétta og fjölbreyttri rannsóknastarf-
semi. Okkur er annt um velferð allra þeirra, sem við störfum fyrir og meö,
og leggjum meginéherslu á þekkingu, kærleik og virðingu fyrir einstaklingn-
um. Starfsemi Rikisspítala er helguö þjónustu við almenning og við höfum
ávallt gæði þjónustunnar, gagn hennar og hagkvæmni að leiðarljósi.