Morgunblaðið - 26.07.1992, Síða 12

Morgunblaðið - 26.07.1992, Síða 12
12 B MORGUNBLAÐIÐ ATVIIMNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 26. JÚLÍ 1992 Hungursneyð í Afríku: Þarf 1,1 milljarð næstu 12 mánuðina HJÁLPARSTOFNUN kirkjunnar leggur nú áherslu á að enn er mikillar hjálpar þörf í Afríku. „Vitneskja um þetta ástand hefur lengi verið fyrir hendi hér á landi sem annars staðar en ýmsir heimsviðburðir hafa skyggt á Afríku og fremur náð athygli manna", segir í fréttatilkynningu frá Hjálparstofnun Kirkjunnar. Hjálparstofnunin tekur nú sem endranær þátt í alþjóðlegu sam- starfi sem miðar að því að vinna gegn hungursneyðinni. „Er hung- ursneyðin nú sú versta í manna minnum", segir ennfremur í fréttatilkynningunni. „Ástæðurn- ar fyrir ástandinu eru hinar sömu og fyrr: uppskerubrestur af völd- um þurrka og styijaldir sem hrekja fólk frá heimkynnum sínum þann- ig að það getur ekki séð sér far- borða.“ Alkirkjuráðið gaf nú í byijun júlí út yfírlit um nauðsynlegar aðgerðir næstu 12 mánuðina til hjálpar yfír 20 milljónum manna í 12 til 15 Afríkuríkjum og þar kemur fram að þörf er á um 1.100 milljónum íslenskra króna til að hrinda þeim í framkvæmd. Hjálparstofnun kirkjunnar vill vekja athygli á því að gíróseðlar liggja frammi í bönkum og spari- sjóðum fyrir þá sem- vilja leggja sitt af mörkum. Vannærð börn eru þúsundum saman í flóttamannabúðum í Sómalíu. RAOA UGL YSINGAR Lögmannsstofa Björns og Sigurðar sf.y Borgartúni 33, Rvík, sími 629888. verður lokuð vegna sumarleyfa frá 27. júlí til og með 7. ágúst 1992. Björn Jónsson hdl., Sigurður I. Halldórsson, hdl. TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS Breytingar á lyfjakostnaði, gerð lyfseðla og afgreiðslu þeirra Frá og með 1. ágúst 1992 taka eftirfarandi breytingar gildi: í stað fastagjalds fyrir lyf koma hlutfalls- greiðslur. Fyrir hverja lyfjaafgreiðslu: Almennt verð: Lífeyrisþegar: 25% af verði lyfs, 10% af verði lyfs, hámark 3.000,- kr. hámark 700,- kr. Ein afgreiðsla miðast við mest 100 daga lyfja- skammt. Gegn framvísun lyfjaskírteinis fást ákveðin lyf við tilteknum, langvarandi sjúk- dómum, ókeypis eða gegn hlutfallsgreiðslu. Tryggingastofnun er heimilt að gefa út lyfja- skírteini á ódýrasta samheitalyf hverju sinni. Fjölnota lyfseðlar verða teknir í notkun. Þessi nýja tegund lyfseðla gefur kost á allt að fjór- um afgreiðslum á sama lyfseðli. Læknir skal tilgreina á lyfseðli hvort heimilt sé að afgreiða ódýrasta samheitalyf eða ekki, í stað þess sem ávísað er á. Að öðrum kosti er lyfseðill ógildur. Tryggingastofnun ríkisins. Greiðsluáskorun Tollstjórinn í Reykjavík skorar hér með á gjaldendur virðisaukaskatts, sem ekki hafa staðið skil á virðisaukaskatti fyrir janúar, febrúar, mars og apríl 1992, er féll í gjald- daga 5. apríl og 5. júlí sl., svo og gjaldföllnum og ógreiddum virðisaukaskattshækkunum, að gera skil nú þegar og ekki síðar en innan 15 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar. Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara fyrir vangoldnum eftirstöðvum gjaldanna að þeim tíma liðnum, samkvæmt heimild í 9. tl.1. mgr. 1.gr., sbr. og 8. gr. laga nr. 90/1989 um aðför. Reykjavík, 24. júlí 1992, Tollstjórinn í Reykjavik. ísvélar Tilboð óskast í tvær nýjar ísvélar. Afkastageta 3 tonn per 24 tíma og 6 tonn per 24 tíma. Tilboðum skal skila til auglýsingadeildar Mbl. merktum: „ísvél óskast -10346“ fyrir 31. júlí. Útboð Húsfélagið Reykjavíkurvegi 29, 101 Reykja- vík, óskar eftir tilboðum í eftirfarandi: a) Smíði og frágang á ísettum gluggum með tvöföldu gleri í húsið. b) í tilboðinu komi fram kostnaður við múr- viðgerðir kringum glugga. c) Verktaki leggi til vinnupalla og fjarlægi gömlu gluggana. d) Verktaki sjái um fullnaðar frágang að utan og innan á gluggum, körmum, sólbekkjum pg geretum. e) í tilboðinu komi fram heildar efnis- og vinnukostnaður, ásamt kjörum og dögum sem verktaki ætlar til verksins, þ.e. hve- nær framkvæmd hefst og lýkur. Tilboðum sé skilað til húsfélagsins fyrir 10. ágúst 1992. Tilboð Bifreiðaútboð á tjónabifreiðum er alla virka mánudaga frá kl. 9.00-18.00. Ljósmyndir af bifreiðunum liggja frammi hjá umboðsmönn- um SJÓVÁR-ALMENNRA víða um land. Upplýsingar í símsvara 91-671285. ■ 9 Dravhálsi 14-16, í 10 Reykjavik, simi 611120, telcfax 672620 Innkaupastofnun ríkisins f.h. Ríkisspítala, óskar eftirtilboðum í Sondunæringu, næring- ardrykki, innrennslisleggi (katetera) og aðra fylgihluti. Utboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Borgartúni 7, Reykjavík. Tilboð verða opnuð á sama stað föstudaginn 28. ágúst 1992 kl. 11.00 f.h. IIMIMKAUPASTOFIMUIM RÍKISIIMS ________BORGARTUNI 7. 105 REYKJAVIK_ Hafnarfjörður - útboð Bæjarsjóður Hafnarfjarðar óskar eftir tilboð- um í endurbætur á húsnæði verknámsdeild- ar Iðnskóla Hafnarfjarðar við Flatahraun. Útboðsgögn verða afhent frá og með mánu- deginum 27. júlí nk. á skrifstofu bæjarverk- fræðings í Hafnarfirði, Strandgötu 6, gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað, þriðjudag- inn 11. ágúst nk. kl. 14.00. Bæjarverkfræðingurinn í Hafnarfirði. Útboð Norðurlandsvegur um Öxnadals- heiði 1992 Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í lagn- ingu 3,6 km kafla á Norðurlandsvegi á Öxna- dalsheiði. Magn 112.000 m3 þar af bergskeringar 20.000 m3 Verki skal lokið 1. ágúst 1993. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkis- ins á Sauðárkróki og í Borgartúni 5, Reykja- vík (aðalgjaldkera) frá og með 28. þ.m. Tilboðum skal skal skila á sömu stöðum fyrir kl. 14 þann 10. ágúst 1992. Vegamálastjóri. Eskifjaðrarkaupstaður Útboð Bæjarsjóður Eskifjarðar óskar hér með eftir tilboðum í lagningu bundins slitlags á íbúða- götur í Eskifjarðarkaupstað. Helstu magntölur fyrir verkið eru: Jöfnunarlag 2.000 m3 Bundið slitlag 8.500 m3 Um er að ræða bundið slitlag, jöfnunarlag og minniháttar jarðvinnu. Verktaki tekur við götum undirbyggðum með öllum lögnum frá- gengnum og skal skila verkinu eigi síðar en 1. október 1992 fullfrágengnu. Afhending útboðsgagna er á skrifstofu Eski- fjarðarkaupstaðar á Strandgötu 49, Eskifirði, og Verkfræðistofu Austurlands, Selási 15, Egilsstöðum, gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Tilboðum skal skilað á skrifstofu Eskifjarð- arkaupstaðar eigi síðar en þriðjudaginn 4. ágúst 1992 kl. 11.00 og verða þau þá opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Bæjarstjórinn Eskifirði. útboð Steypuviðgerðir Verkvangur hf., fyrir hönd Húsfélagsins Kapla- skjólsvegi 37-41, Reykjavík, óskar eftir tilboðum í viðgerðir á húsinu. Um er að ræða þrjá sjálf- stæða áfanga. Skipti á glerlistum og málun þaks sem vinna á 1992. Viðgerð á steypu vor- ið 1993 og málun sumarið 1993. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri í Nethyl 2, 110 Rvík, frá og með þriðjudeginum 28. júlí gegn 10.000,- kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 4. ág- úst 1992 kl. 16.00. VERKVANGUR h.f. VERKFRÆÐISTOFA Nethyl 2, 110 Rvík, sími 677690. v

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.