Morgunblaðið - 31.07.1992, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 31.07.1992, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐlÐ FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1992 t> 3 Þessi dýna er of hörð. Hryggurinn er ekki í hvíldarstöðu. Dýnan er of mjúk fyrir viðkomandi og bakið hvílist ekki. Mátulegt og hryggurinn hvílist vel eins og aðrir hlutar líkamans. dýnum. Ódempaðar dýnur eru líka til en þær eru á undanhaldi og í dag kýs fólk frekar að hafa dýnurn- ar dempaðar. Þetta er aðeins takmörkuð um- fjöllun um rúmdýnur og það er síð- an hver og einn sem verður með aðstoð fagfólks að finna hvað hent- ar best. Gauti Grétarsson sjúkraþjálfari segir að þegar hann fái til sín fólk sem sé stirt eftir svefninn sé það ekki nóg að einblína á rúmið sem sofið sé í því það þurfi líka að skoða hvað viðkomandi gerði áður en hann gekk til náða. „Það er alls ekki ólíklegt að ef fólk situr við skrifborð í rúma átta tíma, fyrir framan sjónvarpið í fjóra og sefur síðan í átta tíma getur afleiðingin af hreyfingarleysinu orðið stirður líkami.“ Gauti segir að þó hann vilji ekki mæla með neinni sérstakri dýnu vilji hann benda á að það þarf að endurnýja dýnurnar reglulega. „Góð dýna þarf að henta þunga manns og það á enginn að þurfa að strekkja bakvöðvana heldur geta legið í henni afslappaður," segir Ragnar Bjömsson sem hefur í hálfa öld búið til dýnur fyrir fólk. Hann segir að um árin hafi ýmislegt breyst, úrval aukist mikið og fólk sé almennt farið að huga meira að heilbrigði og þar af leiðandi vilja fá sér vandaða og góða dýnu. „Það er hinsvegar mjög mismunandi hvaða dýnur henta hveijum og best er að fá fólkið til sín til að finna út í samráði við það hvernig dýnu það þarf á að halda. Undir þetta tekur Ingvar Þor- steinsson heilshugar en hann . er eigandi verslunarinnar Ingvar og synir. Ingvar hefur langa reynslu að baki hann hefur selt dýnur til viðskiptavina sinna í um fjörtíu og fimm ár. Fyrstu árin voru það ein- faldar og ódýrar springdýnur sem fólk vildi og hvort þær voru góðar gerði sjaldan útslagið. Þetta breytt- ist hinsvegar með komu vatnsrúma til landsins og þá fór fólk almennt að velta því meira fyrir sér hvetju það svæfi á. „Ég þarf að sjá viðskiptavininn og tala við hann,“ segir Ingvar eins og Ragnar þegar talið berst að dýnuvali. Ef ekkert amar að eins og astmi, liðagigt eða hjartasjúk- dómar mæli ég helst með svoköll- uðu tveggja dýnu kerfi, undir og yfirdýnu með kelidýnu efst. Því lengri fjöðrun sem er í rúmi því betra. Sé hinsvegar um veikindi að ræða á ég mismunandi dýnur fyrir þá sem þannig er komið fyrir. Þeir sem þjást af liðagigt þurfa mjög mjúka dýnu og þeir sem eru til dæmis með astma þurfa að hafa hátt undir höfði. Möguleikarnir eru óteljandi og spurningin er þá hversu miklu við- skiptavinurinn vill eyða í dýnu? ■ GuðbjörgR. Guðmundsdóttir Sjávarniður og mávagarg eru talin hafa mjög róandi áhrif á fólk í því streituþjóðfélagi sem við búum hafa allir þörf fyrir að slappa af og safna kröftum. Marg- ir hafa fundið sér leið til að öðl- ast ró og hlaða rafhlöðurnar á ný. En fyrir þá sem ekki hafa enn getað gleymt amstri dagsins og tekið því rólega liggja nú fyrir niðurstöður Vannsókna þar sem kannað var hvaða umhverfi og liljóð hafa mest róandi áhrif á fólk. Rannsóknina framkvæmdu breskir sálfræðingar og komust þeir að því að eitt besta ráðið til að öðlast ró og frið er að ganga í fjörunni og hlusta á sjávarnið og mávagarg. Þessi könnun fór fram á rann- sóknastofu þar sem líkt var eftir mismunandi umhverfi með myndum og hljóðum og ekki síst var lyktar- skynið notað. Til að mæla hvenær bestum árangri var náð við að róa fólk niður var stuðst við spennu í ennisvöða en sá vöðvi á hvað erfið- ast með að slappa af. Það sem vakti athygli þeirra sem að rannsókninni stóðu var að þegar lykt af sjó var dælt inn slöppuðu þátttakendur best af. Þetta þýðir að ilmur skiptir miklu máli þegar fólk ætlar að taka lífínu með ró. ■ GRG íslensk börn taka þátt í rannsókn á leikjum mismunandi eftir aldri og þjóðerni FINNAST þér þeir ekki fallegir?“ spyr Harriet K. Cuffaro og bendir á viðarkubba sem fylla margar hillur í kennslustofu Fósturskólans, þar sem við höfðum mælt okkur mót. Kubbar þessir eiga hug hennar allan um þessar mundir, því hún er að vinna að rannsókn á mismunandi leikjum barna eftir aldri og þjóðerni. Rannsóknin nær líka til íslands og í tveimur leikskólum hér á landi hafa kubbarnir verið notaðir á skipulegan hátt. Það eru fóstrur og börn í Garðaborg og Staðaborg sem hafa tekið þátt í verkefninu og sagði Marta Gunnarsdóttir fóstra á Garðaborg að henni hefði komið á óvart hversu þroskandi leikföng kubbamir hefðu reynst. Dagvist barna í Reykjavík og Fósturskóli íslands standa að rannsókninni ásamt Harriet. Jónína Tryggvadótt- ir kennari við Fósturskólann er að- stoðarrannsakandi. Kubbarnir em misjafnir að stærð og lögun, og afskaplega hlutlausir að sjá, enda eiga börnin sjálf að taka ákvörðun um hvemig þau vilja nota kubbana, hvort þau byggja hús úr þeim, landslag, eða láta • staka kubba vera í hlutverki fólks eða dýra, svo eitthvað sé nefnt. „Flest leikföng eru gerð með fyrirfram ákveðnar hugmyndir í huga,“ segir Marta. „Frelsi barnanna til að nota leikföng er því takmarkað, en þess- ir tilteknu kubbar örva ímyndunar- aflið auk þess sem börnin virðast læra grundvallaratriði í stærðfræði af notkun þeirra. Við á Garðaborg tókum eftir því að félagslegur þroski barnanna tók framförum, enda þurfa þau að taka óvenju mikið til- lit til hvers annars er þau nota þessa kubba.“ Komu fyrst árið 1914 Harriet K. Cuffaro er kennari við Bank Street College of Education í New York. Sögu kubbanna má rekja til ársins 1914, er bandaríski kenn- arinn, Caroline Pratt hannaði þá. Harriet segir að tíu árum síðar hafi notkun þeirra orðið almenn og nú sé vart til sá leikskóli í Bandaríkjun- um sem ekki hafi kubba af þessu tagi til ráðstöfunar. Læra stærðf ræði „Ein grundvallarreglan við notk- un kubbana er sú að fóstrar láti börnin sjálf ákveða hvað þau gera við kubbana og hvernig þau nota þá. Ákveðin hlutföll eru milli stærð- ar og lögunar allra kubbanna og eftir að hafa leikið sér með þá um skeið, læra börnin sjálfkrafa að þau þurfa að fylgja ákveðnum stærðfræðilögmálum til að leikurinn gangi upp. Mér finnst gaman að sjá hversu mikill munur er á notkun kubbanna milli landa. Islensk böm láta ákveðna kubba til dæmis vera menn, meðan bandarísk böm láta sömu kubbana vera báta. Þau íslensku gera mikið af háum húsum og fjöllum og láta kubbana standa uppá rönd, sem gerir bygginguna mun óstöðugri en ella. Þennan byggingarmáta hafði ég ekki séð áður hjá litlum bömum. Þá láta ís- lensku bömin suma kubbana oft í hlutverk hesta og hestafólks, sem segir heilmargt um náin tengsl þeirra við náttúruna. Sundlaugar, kirkjur, dýragarður og ráðhús voru hluti af borgarskipulagi íslensku bamanna í leik sínum. Það þótti íslensk börn reyndust byggja á annan hátt en Harriet hafði kynnst áður. Þau láta kubbana standa upp á rönd, eins og drengurinn á þessari mynd hefur gert. Kirkjur, ráðhús og dýragarðar eru líka algengt viðfangsefni, en hér hefur einmitt verið reist hin myndarleg- asta kirkja. Islensk börn lóto ókveönn kubba til dæmis vera menn, meðan bandarísk börn lóta sömu kubba vera báta. Morgunblaðið/KGA Harriet K. Cuffaro rannsakar um þessar mundir mun á leikj- um barna milli landa. mér líka mjög athyglisvert. Fagur- fræðin skiptir íslensk böm augljós- lega miklu máli, því þau vildu hafa byggingar sínar fallegar, sem end- urspeglar hugmyndir þeirra um að þau búi í fallegu umhverfi." Endanlegar niðurstöður rann- sóknar Harriet liggja ekki enn fyr- ir. Starfsfólk leikskólanna tekur myndir og myndbönd af leikjum barnanna, og skráir daglega upplýs- ingar um leikina. Marta Gunnars- dóttir á Garðaborg sagði að hingað til hefðu fáar athuganir verið gerðar á leikjum bama hér á landi og því hefði verið sérlega áhugavert að vera þátttakandi í þessari rannsókn. „Það verður spennandi að sjá niður- stöðumar, en af okkar reynslu sé ég að hér er um stórsnjallt leikfang að ræða.“ ■ Brynja Tomer

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.