Morgunblaðið - 31.07.1992, Page 6

Morgunblaðið - 31.07.1992, Page 6
6 D MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. JÚLf 1992 Irfitt er að af la $ér vin- or á einu ári en auövelt að móðga hann á einni klukkustund. KÍNA ALLIR íslendingar, sem ein- hvern tímann hafa farið til út- Ianda, hafa komið við bæði í Frihöfninni og íslenskum markaði í Flugstöð Leifs Ei- ríkssonar. I þessum verslunum er að finna vörur allt frá vel- lyktandi erlendum snyrtivörum til vellyktandi íslensks saltfisks. Mikil sala er í þessum verslun- um, sem selja allar sínar vörur tollfrjálst og án virðisauka- skatts. íslenskur markaður var stofn- aður árið 1970 í þeim tilgangi að selja erlendum farþegum sem hér millilentu íslenskar vörur og minjagripi. Á þessum tíma voru Loftleiðir með stærri hlut á Norð- ur-Atlantshafssvæðinu. Síðan hefur margt gerst og breyttum tímum fylgja breyttar áherslur og íslenskur markaður laðar nú ekki síður til sín íslendinga en útlend- inga. Fyrir ekki svo löngu voru það ullarvörur sem voru meira en helmingur af allri sölu en nú selst jafnmikið af ullarvörum og mat og þar á eftir koma minjagripir og lestrarefni. Matur er sú vara sem langmest aukning hefur orðið á í sölu og að sögn Loga Úlfars- sonar, verslunarstjóra íslensks markaðar, virðist sífellt meira um að fólk geymi sér það að kaupa mat þangað til það kemur út á flugvöll. Allur íslenskur matur selst mjög vel, t.d. lýsi, skyr, harð- fiskur auk þess sem reyktur og grafinn lax, ostur og fleira ganga mjög vel út. Annað af tvennu sem landinn kaupir mest er einmitt matur en hitt er lestrarefni. íslenskur markaður hefur und- anfarin ár selt boli sem á voru allskonar hálf rugluð skilaboð eða myndir. í ár var skipt um stefnu og byrjað að hafa bolina með text- um sem kitla þjóðarvitundina eða segja eitthvað. í kjölfarið á þessu seldust þeir bolir upp í byrjun júlí sem áætlað hafði verið að selja í allt sumar. Ein eftirtektarverð nýjung er val íslensks markaðar á lista- manni sumarsins sem var í fýrsta sinn valinn í sumar. Að þessu sinni er það Inga Elín Kristinsdóttir og er ýmiskonar glermunum eftir hana stillt upp til sölu og að sögn Loga hefur það gengið mjög vel og mun betur en búist var við. Á milli Fríhafnar og íslensks markaðar eru skýr mörk hvað má selja og hvað ekki og er skipt- ingin sú að Fríhöfnin selur erlent en íslenskur markaður innlent með örfáum undantekningum eins og t.d. lestrarefni. Árið 1958 var Fríhöfninni kom- ið á fót. Þetta var á þeim tíma þegar flugvélar gátu ekki flogið til Bandaríkjanna án þess að koma við hér á landi í millitíðinni og fá eldsneyti. Það þótti því tilválið að selja útlendingunum einhverjar tollfijálsar vorur og í upphafí var áherslan lögð á áfengi og tóbak. Núna eru breyttir tímar og á síð- asta ári velti Fríhöfnin 1.800 millj- ónum og skilaði 477 milljóna króna hagnaði. Gagnstætt því sem margir gætu haldið eru áfengi og sæl- gæti ekki mest seldu vörurnar í Fríhöfninni. í fyrra seldust í fyrsta sinn snyrtivörur fyrir meira en áfengi og bjór til samans, þar á eftir koma svo allskonar tæki og af söluhæstu vörunum rekur sæl- gætið lestina. Af sælgæti og víni er langmest keypt í komufríhöfn- inni, þ.e. fríhöfnin fyrir þá sem eru að koma til landsins, en hún er svolítið sérstök því í heiminum öllum eru innan við 10 fríhafnir af þeirri tegund. Á milli Fríhafn- ar og íslensks markaöar eru skýrmörk hvaö mó selja og hvað ekki og er skipting- in sú að Frí- höfnin selur erlent en ís- lenskur mark- aöur innlent Fyrir stuttu voru tollamörkin hækkuð þannig að núna má taka með sér vörur inn í landið fyrir 32.000 kr. og hver einstakur hlut- ur má ekki kosta meir en 16.000. Er nú byijað að selja gasgrill og reiðhjól þar sem verð þeirra er komið undir tollamörkin. Á erlendum flugvöllum eru oft allskonar sértilboð í gangi en að sögn Guðmundar Karls Jónsson- ar, framkvæmdastjóra Fríhafnar- innar, er sá munur á Leifsstöð og flestum öðrum alþjóðlegum flugvöllum að hér fara allar vélar á sama tíma og fólk staldrar því aldrei við það lengi í flugstöðinni að það geti gefið sér einhvern tíma til að kynna sér sértilboð. Erlend- is þurfi fólk oft að bíða á flugvell- inum í 2 til 3 klukkutíma en það gerist sjaldan hér. Þó væri núna sértilboð á sígarettum. Það hefur verið farin löng leið frá því að þessum tveim verslun- um var komið á fót en vafalaust var stærsta skrefið stigið þegar þær fluttu yfír í Leifsstöð. Þar fengu þær betri aðstöðu til að koma vörum sínum á framfæri auk þess sem allt umhverfi varð meira aðlaðandi fyrir viðskipta- vininn. ■ Sigurjón Pálsson Árni J. Elíasson, formaður atvinnumálanefndar blaðar í skýrslunni. Stærri skyndibitastað þarf í Skaftárhreppi SKORTUR á stærri skyndabitastað, þörf á meiri afþreyingu, skortur á gistirými yfir hásumarið og ekki nógu góðar samgöngur eru helstu veiku púnktarnir í ferðaþjónustu Skaftárhrepps en þar var nýlega kynnt skýrslan „Stefnumótun í ferðaþjónustu í Skaftárhreppi". Áning mót Hraundröngum Hópur hagsmunafulltrúa og áhuga- manna hefur unnið sl. ár að þessari könnun ásamt atvinnuráðgjafa Suð- urlands og Iðntæknistofnunar. Meg- inmarkmiðið var að fjölga í framtíð- inni arðbærum störfum í ferðaþjón- ustu og lengingu dvalar hvers og eins. I könnun sem var lögð fyrir ferðamenn sl. sumar kom fram að flestir koma að Kirkjubæjarklaustri vegna áningar á hringvegi en dvelja þar vegna náttúrufegurðar og þekktra sögustaða. Einnig var víð- horf heimamapna kannað og virtist útkoman svipuð; styrkur greinarinn- ; ar talin náttúra svæðisins og mild ! veðratta, gott veiðisvæði, gistiað- staða, góð staðsetning á hringvegi og vaxandi afþreying svo sem golf- völlur, sundlaug o.fl. Á fundinum sem skýrslan var kynnt á kom fram að nú þegar hefur verið unnið nokkuð að framkvæmdum sem eru nefndar í skýrslunni, svo sem merkingum gönguleiða og afþreying hefur verið aukin með hestaleigu og ýmsum uppákomum. Komið hefur verið á samstarfi þeirra sem eru í ferðaþjónustu með stofnun félags og gefinn út bæklipgur um Skaftár- hrepp o.fl. ■ Han'na Hjartardótlir Ástarstjömu yfir Hraundranga skýla næturský. Hló hún á himni. Hryggur þráir sveinn í djúpum dal. Alltaf kemur upp í hugann ljóð Jónasar Hallgrímssonar þegar ek- inn er þjóðvegurinn um Öxnadal- inn og horft til hraundranganna sem bera við himin handan dals- ins. Litbrigðin í fjallinu svo marg- breytileg. I hlíðinni á móti, rétt framan við Bægisá, eru fallegir skógar- lundir, sem laða að. Þar býðst ferð- fólki nú yndislegur staður til þess að á og borða nestið sitt við borð í skjóli í skóginum milli vegarins og árinnar, sem líður um dalbotn- inn. Þarna er yndislegt að vera. Mikið af hvönn og birki og marg- víslegum plöntum. Stígar og stæði eru fyrir bíla og smekklegir plank- ar til að afmarka og vetja gróður- blettina. Allt er hreint og vel um gengið. Stór skilti sýna svæðið Eyjafjörð og Aðaldal og annað sýnir vegi og staði á Norðurlandi eystra, allt frá Varmahlíð í Egils- staði. Á lítilli hæð er útsýnisskífa, sem bendir á allan fjallahringinn. Þar'les maður m.a. hið Irímnugléga nafn Gljúfrabúi, auk Hrauns og Hraundranga. Þarna er vin á langri leið um þjóðbraut 1, sem ferðafólk ætti ekki að æða framhjá. ■ Elín Pálmadóttir Hýtt hótel í Eyjahreppi NÝLEGA er hafinn veit- ingarekstur í Laugagerðis- skóla. Úrval-Útsýn tók skól- ann á leigu og er hótelið kallað Eldborg. Hótelsljóri er Guðrún Hjaltadóttir. Umferð er mikil hér um sveitir því með komu hunda- daga hefur veður breyst til batnaðar. Nú er hér um 20 stiga hiti. Töluverð aðsókn hefur verið að Hótel Eldborg enda margt sem staðurinn hefur upp á að bjóða, ferða- mönnum til yndisauka og þæg- inda. ■ Páll Pálsson ±

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.