Morgunblaðið - 31.07.1992, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 31.07.1992, Blaðsíða 8
8 D MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1992 í sumar er unnið að stækkun gamla Hótels Varma- hlíð. Á innfeldu myndinni er Ásbjörg Jóhannsdótt- ir, hótelsljóri í Varmahlíð. Gamla hólelið í Vaimahlíi slækkað í sumar VARMAHLÍÐ í Skagafirði er í þjóðbraut og þar hefur Ásbjörg Jóhannsdóttir frá Kúskerpi í 19 ár rekið hótel, sem er opið allt Antigua St. Johns Barbados Bridgetown Belize Costa Rica Belmophan San Jose Dominíka El Salvador Grenada Roseau San Salvador St. George's Guadaloupe Guatemala Haiti Basse Terre Guatemalaborg Port-au-Prince Hondúras Jamaica Tegucigalpa Kingston Kúba Martinique Nicaragua Partama Havana Fort-de-France Managua Pánamaborg St. Kitts Basseterre St. Lucia Castries I St. Vincent & Turks og Caicos , , m , , „ ' Cockburnborg lar (frönsku Amalie árið. Frá því eldsnemma á morgn- ana og fram á rauða kvöld má sjá þessa rösku konu á stjái við að sinna gestum og gangandi. Nú er hún að gera húsið upp og byggja við það. Það er því Iokað í sumar, en Ásbjörg og hennar fólk stendur sína vakt í heimavist- arhúsi skólans, eins og þau hafa raunar gert í 17 sumur. Morgunverðarsaiurinn var fullur af ferðafólki. Norðurleið fer 2svar í viku suður Kjöl, leggur upp frá Akureyri kl. 9.30 og morgunverður er hjá Ásbjörgu klukkan 10.30 og hún útbýr nesti til að borða á Hvera- völlum. Uppi á vegg er auglýst sunnudagshlaðborð Ásbjargar. Ásbjörg segir að fyrir tveimur árum hafi verið ljóst að eitthvað þyrfti að gera fyrir gömlu bygging- una. Það varð úr að hún ákvað að kaupa húsið í fyrra, lagfæra það og reka áfram. En þegar farið var að teikna kom í ljós að bæta þyrfti við húsnæðið. Nú verður salurinn stækkaður um helming og tekur þá 90-100 manns og eldhús flutt í suð- urendann. „Það er þörf fyrir hótelið því alltaf eru einhverjir á ferð allt árið“. Hún kveðst hafa lent í þessum hótelrekstri óvart og ílenst í honum í 19 ár.„ Þótt erfitt sé, þá finnst manni þetta eitthvað spennandi. Mundi annars ekki vera í því.“ ■ Elín Pálmadóttir FERÐIR UM HELGINA ÚTIVIST Á sunnud. er 10. gangan í fjalla- syrpunni;Skarðsheiðin sem er 1055 m há og rís með hvassbrýnd- um kömbum og djúpum giljum sunnan Borgarfjarðar. Gengið frá Efra-Skarði. Brottför ki. 9. Kl. 13 sunnud. er gengin gömul þjóðleið frá Vindáshlíð um Seljadal og Fossdal. Á mánudag er dagsferð í Bása og dvalið í Mörkinni í 3-4 klst. Kl.13 mánud. er árleg kaup- staðarferð . Er gengið um Skips- stíg, gamla leið milli Grindavíkur og Njarðvíkur, frá Hópi, um Járn- gerðarstaðahverfi og að Stapafelli. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS Þórsmörk-Fimmvörðuháls. Fólk getur gengið um Mörkina og varið degi til að fara yfir hálsinn sem tekur um 8 klst. Snæfellsnes, Breiðafjarðareyjar. Lagt af stað á laugardagsmorgni. Ekið í Stykkishólm og síðan eru skoðunarferðir um nesið norðan- vert. Sunnud. siglt með Eyjaferðum út í Elliðaey.Jökulheimar-Helj- argjá-Veiðivötn Gist í skála Jökla- rannsóknarfélagsips í Jökulheim- um. Gengið í Heljárgjá, 30 km löng, sem er misdjúp og breið. Fagurt hraun er í botpi annars eldgígs í gjánni. Einnig klý£a}‘;hún Gjáfjöll. Komið er í Veiðivötn.Álftavatn- Hólmsárlón (Strútslaug)-Rauði- botn. Gist í sæluhúsi F.í við Álfta- vatn og dagsferðir meðfram Hólms- árlóni og víðar.Landmannalaugar- Eldgjá-Háalda Ekið í Eidgjá og gengið á Gjátind og að Ófærufossi. Eldgjá er ein mesta furðusmíð ís- lenskrar náttúru og nær frá Gjá- tindi suðvestur undir Mýrdalsjökul. Brottför frá Umferðarmiðstöð kl. 20 föstudag, nema á Snæfellsnes. LÍF OG FJÖR VIÐ HÖFNINA Laugard. verður gengið í Grandahólma á stórstraumsfjöru. Farið frá Hafnarhúsinu kl.14. Frá hafnarbakkanum verða siglingar um höfnina síðdegis laugardag og sunnudag er siglt í Engey í sam- vinnu við Náttúruverndarfélag Suðvesturlands um helgina.. Minnt er á afmælissýningu Reykjavíkurhafnar í Hafnarhúsinu. Á Miðbakka við húsið er margt til sýnis: fyrsta eimreiðin sem kom til landsins, handhoggið gijót sem var notað við hafnargerð 1913-1917. Þá er landhelgisbáturinn frægi sem Hannes Hafstein hugðist nota við töku landheigisbijóts til sýnis og sælífsker sem sýna botndýralíf í höfninní. Leiktæki eru á bakkanum og .borð og stólar verða sett upp þar sem menn geta sest niður með bit- ann sinn. ■ Sextándi hver jarðarbúi hefur atvinnu við einhverja grein terðabjfinustii I skýrslu Ferðamálanefndar Evrópu fyrir 1991 senl var að koma út segir að á næsta áratug megi búast við eftirfarandi þróun í ferðamálum: að veruleg aukning verði á langferðum manna, vöxt- ur í farþegaflugi nema járnbrautarkerfi verði snarlega svo betrum- bætt svo um muni, sjálfsagt verði og eðlilegt að bóka með skömm- um fyrirvara í ferðir án þess að fargjald sé hærra, ferðafrömuð- ir leggi sig eftir að ýta undir hvataferðir og stuttar ferðir, við- skiptaferðir meðtaldar. í skýrslu EFR segir að þessi spá sé sett fram að vel grunduðu máli og gengið út frá því að líf haldist eðlilegt á jörðinni og ekki dynji á meiriháttar skelfingar. Eins og margsinnis hefur komið fram var árið 1991 erfitt í ferða- þjónustu vegna Flóastríðsins. í skýrslunni er ekki vikið að kenn- ingum margra þess efnis að Flóa- stríðið hafi verið notað sem átylla fyrir samdrætti í Evrópu vegna bágs efnahagsástands. Segir að nú fyrst sé hægt að gera árið upp í ferðalegu tilliti og reyna að meta þau áhrif sem það hafði á ferða- lög/ferðavenjur vítt um veröld. Augljóst sé að ferðamannaþjón- usta í Evrópu hafi orðið óþyrmiiega fyrir barðinu á því ástandi sem upp kom. Sýnilega hafi menn ferðast í styttri ferðum innan Evrópu og sama hafí gilt um Bandaríkin, þar hafi menn ferðast innanlands en nánast hætt að fara til Evrópu eða annarra fjarlægari staða í heilt ár. Sama hafi gilt um Kanadamenn og Ástrali. Þrátt fyrir óvissu í efnahagsmál- um og vaxandi atvinnuleysi í mörg- um Evrópulöndum er sem sagt spáð nokkuð vel fyrir langferðum á næsta áratug. World Tourism Organistaion telur að áriegur vöxt- ur í ferðamannaþjónustu ve. Ti 4.5%. Ferðaþjónusta er sú atvinnu- grein sem veitir flestu fólki vinnu allra atvinnugreina í heiminum, einn af hveijum sextán - skal ítrek- að að þetta er mælt á heimsvísu - starfar að ferðaþjónustu á einn eða annan hátt. I löndum Evrópu- bandalagsins er ferðaþjónusta 5% af þjóðartekjum og að meðaltali 6% manna vinna fullt starf í ferða- þjónustu. Þegar skýrslunni er flett koma ýmsir fleiri athyglisverðir punktar í ljós, svo sem að útreikningar á við- skiptum ferðamanna benda til að kaup þeirra á vörum á ferðum sínum nemi um 7.3% allra viðskipta og hefur talan hækkað úr 5% 1980. Hvað varðar Bandaríkin eru nefndir sérstaklega eftirfarandi þættir: afleitt ár vegna mikilla áhrifa Flóastríðs og versnandi almenns eftiahags í heimi. Mjög dró úr ferða- lögum Bandaríkjamanna utan síns heimalands eða 15%. Til Bandaríkj- anna fækkaði komum Japana mjög snarlega, Ástralar biðu átekta en Kanadamenn voru við meðallag. Hvað snertir spár um Japan og Suðaustur Asíu er bent á að eftir mikinn uppgang í japönsku efna- hagslífi hafi þar orðið breyting á. Eftir öllum sólarmerkjum að dæma verði Japanir á næsta áratug sú þjóð sem hvað mest fer til útlanda. Taiwanar gætu komið næstir. Áhrif Flóastríðs voru mjög afgérandi í Japan hvað ferðavenjur snertir og jafnvel meiri þar en annars staðar. Japönum sem fóru til úttanda milli janúar og júní 1991 fækkaði um 14%. Þeir voru einnig seinni en fiestir, þar með taldir Bandaríkja- menn til að hefja ferðalög á ný, og fóru nánast ekkert til útlanda fyrr en að júlí 1991 liðnum. Vegna batnandi efnahags- ástands í Rómönsku Ameríku hef- ur ferðamönnum þaðan til Evrópu fjölgað nokkuð seinni hluta árs 1991. Vegna óstöðugleika í efna- hagsmálum og tíðra sveiflna og djúpra er erfitt að gera áætlanir um ferðamenn þaðan á næstu árum. Fjölgi ferðamönnum verða þeir trúlega frá Argentínu, Ve- nesúela og e.t.v. Chile og Mexico að mati Ferðamálanefndarinnar. Ástæða er til að huga að Róm- önsku Ameríku meira en gert hef- ur verið. Ástæðan^er sú að ferða- menn frá álfunni eru dreifðari yfir árið og hjálpar það til að Iengja ferðamannatímann í Evrópu. í Evrópsku ferðamálanefndinni sitja fulltrúar tuttugu og fjögurra Evrópuþjóða og aðalaðsetur er í Frakklandi. ■ Jóhanna Kristjónsdóttir Hátíð hinna hungruðu drauga í Singapure í GÆR hófst, í Singapore Hátíð hinna hungruðu drauga og stendur til 27.ág- úst. Samkvæmt kínverskri trú er hliðum Heljar lokið upp sjöunda mánuð tunglárs- ins og í heilan mánuð fá and- arnir að leika lausum hala um heim ljóssins. Á fimmtánda degi hátíðar- innar er sérstök athöfn þegar seðlar vítis og tiibúin vegabréf sem eru kölluð sálnaleyfin, eru sett á bálköst og brennd og fórnargjafir eru færðar. Sam- tímis þessu eru svo útihljómleik- ar og kínverskar óperur eru fluttar á hverju kvöldi. ■ Glæsileg sundlaug með heitum V pottum, nuddpotti og barnalaug w Tjaldsvæði Verslur Bensírt Veitingar IVIini-goIf Hestaleiga RV1 Vatnsleikfimi fyrir alla á laugardögum og sunnudögum kl. 11.00. Óvæntar uppákomur; sjá í fréttablaðinu Skyggni. Er í um 20 km. fjarlægð frá Laugarvatni og 10 km. frá Geysi. Komið og njótið glæsilegs umhverfis og útsýnis! Verið velkomin Hlíðalaug Skyggnisskógur * ♦ Laugarvatn '*•*" , Geysir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.