Morgunblaðið - 31.07.1992, Síða 10

Morgunblaðið - 31.07.1992, Síða 10
10 D MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1992 Tjaldstæði á Víðistadatúni VÍÐISTAÐATÚN er nýtt útivistarsvæði í hjarta Hafnarfjarðar. Á grónum völlum í skjóli hraunsins eru göngustígar meðfram gróður- reitum, Iistaverkum og fallegri tjörn. í suðvesturenda túnsins eru tjaldstæði Hafnfirðinga og sjá skátar um rekstur þeirra. Hraunveggir eru skemmtilega hlaðnir og þeir ásamt tijábeltum afmarka svæðið og gera gott skjól. Á staðnum er lítið hús með snyrtiað- stöðu, heitu og köldu vatni og að- stöðu fyrir umsjónarmann. Gjaldið er 300 kr. á mann fyrir nóttina og frítt fyrir böm yngri en 12 ára. Á TJALDSVÆÐUNUM á Laug- arvatni er reynt að veita gestum sem besta þjónustu í fögru og friðsælu umhverfi. Sem fyrr er einkum miðað við fjölskyldufólk og fastagesti sem hafa tekið tryggð við staðinn. Misnotkun áfengis, sóðaskapur, hávaði og skrílslæti eiga ekki heima á ís- lenskum tjaldsvæðum. Vakin er athygli á að þeir sem bijóta umgengnisreglur eru óvel- komnir og brottrækir þar til þeir hafa tamið sér betri siði. Á Laug- arvatni er margskonar þjónusta við ferðafólk, svo sem bátar, segl- bretti, minigolf, golf, gufubað, ný útisundlaug o.fl. Tvö sumarhótel era á Laugarvatni, og íþróttamið- stöð sem starfrækir ýmskonar námskeið. Verslun kaupfélagsins hefur allar algengar vörar, þá er bílaþjónusta og fl. í Tjaldmiðstöð- inni. Frá Laugarvatni era fallegar NÚ UM helgina verður haldið áfram með ferðamálakönnun þá sem hefur verið nefnd „Góðir íslendingar" en þar er fyrst og fremst verið að afla aukinnar þekkingar á ferðavenjum ís- lendinga, ástæðum fyrir ferða- lögum, hve miklu er eytt í ferða- lögum innanlands og fleira. Sva- rendur eru hvattir til að koma með ábendingar um það sem betur mætti fara. Rögnvaldur Guðmundsson markaðsfræðingur vinnur þessa könnun fyrir Ferðamálaráð íslands með styrk frá Flugleiðum, Byggða- stofnun og Félagi ísl. ferðaskrif- stofa. í fyrsta hluta hennar sem fór fram 21. og 24. júní fengust 600 svör og þótti gott. Segir Rögn- valdur að þar með hafí afsannast að íslendingar gefí sér ekki tíma til að taka þátt í svona könnunum. . Könnunin er gerð þannig að henni er dreift á 14 stöðum víða um landið 2 daga í mánuði frá júní og fram í september. Ætlunin er að fá minnst 3 þúsund svör. Niðurstöður nýtast vonandi til hjálpar þegar hugað er að upp- byggingu ferðaþjónustu hér og Innifalið í verði er miði í suhdhöll Hafnarfjarðar. Þá hefur skátafélagið Hraunbúar opnað tjaldaleigu og leigir út sam- komutjöld í stærðunum 20-75fm sem henta fyrir starfsmannahátíðir, niðjamót og aðra mannfagnaði. ■ gönguleiðir og stutt til margra fegurstu staða á Suðurlandi. ■ KáriJónsson Reykingabann á langleiö hjá Cathay CATHAY Pacific, flugfélag Hong Kong, hefur nú ákveðið að banna reykingar á einni langleið félags- ins, milli Hong Kong og Vancou- ver, en það flug tekur röskar ell- efu klukkustundir. Cathay var einna fyrst flugfélaga til að setja algert reykingabann á ýms: um styttri flugleiðum innan Asíu. í fréttabréfi þess segir að þetta hafi mælst vel fyrir og ef farþegar verði ánægðir með reyklausa ferð í 11 klst. muni það enn bæta við. ■ tekið mið af þörfum íslendinga. Niðurstaðna er svo að vænta í árs- lok eða upphafí 1993. ■ Afmælishátíð Fiona ei hafin FINNAR búa sig nú í óða önn undir að halda hátíðlegt að í des- ember eru 75 ár liðin frá því land- ið fékk sjálfstæði. Myndlistarsýning- ar, tónlistarhátíðir, söngva- og danshá- tíðir eru nokkrar þegar hafnar og alls konar sýningar á frægum fínnsk- um listvamingi skipa verulegt rúm í dagskrá afmælis- hátíðarinnar. Bftir því sem líður á árið bætast svo við siglingakeppni, óperuhátíðir og er þá fátt eitt neftit. Finnar standa auk þess fyrir alls konar sýningum er- lendis og þar á meðal verður mikil og glæsileg glervörusýning opnuð í Norræna húsinu í nóvember. ■ Verslunarmqnnohelgin er án efa mesta ferda helgi ársins. Okum þq sem endranær eins og við viljum q6 aörir akí, Góða fferó. UMFERÐARRÁÐ Fjðlskyldan í tyrirrúmi í tjaldstæðuBHm á Laigarvatni Hvernig ferðumst viö? Toyota Corolla Framleidd í 13 löndum - seld í 130 löndum ALDARFJÓRÐUNGUR er nú liðinn frá því Toyota Corolla kom fyrst á markað en í næstu viku verður kynnt hérlendis sjöunda kynslóðin af þessum vinsæla bíl. Corolla er komin í hóp söluhæstu bíla í sögunni. Ford T-módelið náði rúmlega 15 milljón eintaka sölu og það sölumet var ekki slegið fyrr en Volkswagen bjallan kom til sögunnar. Og nú er útlit fyrir að bjallan þurfi að víkja fyrir Corollu á næstu árum því salan stefnir óðfluga í 20 miiyónir bíla. Á síðasta ári voru framleiddir 1.076.000 Corollu bílar eða um 4.300 á dag að meðaltali. Toyota Corolla kom fyrst fram síðla árs 1966 og kom fyrsti bíllinn til íslands vorið eftir. Er einn af þeim bílum enn í umferð. Fyrsta Corollan þótti vel heppnaður bíll, með 1100 rúmsentimetra vél, að- eins fáanlegur tveggja hurða fyrst en síðan fjögurra hurða. Önnur kynslóðin var kynnt í júní 1970 og var hún heldur stærri og var þá boðin sportútgáfa og langbakur auk venjulegu tveggja og fjögurra hurða gerð- anna. Á þessum árum voru Toyota verk- smiðjumar farnar að taka sérstakt tillit til óska Evrópumarkaðar og juku breidd og sporvídd bflsins. Með fjórðu kynslóðinni árið 1979 náði hGÍldcii*- Fyrsta kynslóð Toyota Corolla kom fram framleiðslan 7 milljón- árið 1966 og hófst sala hennar á tslandi árið um Vélamar voru e^*r- orðnar talsvert stærri en í fyrstu bílunum og nú var dísil- vél einnig í boði á Japansmarkaði. Árið 1983 var mikið um að vera Hvers ber oð gæta við kaup ú notuðum bfl? AÐ VITA hvað maður vill er forsenda velheppnaðra bílakaupa. Þar þurfa að mætast þægindi, öryggi og efnahagur. Framboð notaðra bíla er slíkt nú, að enginn á að þurfa að kaupa köttinn í sekknum, og er reglan sú, gefa sér góðan tíma og ana ekki að neinu. Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur tekið saman nokkur atriði sem ber að hafa í huga þegar keyptur er notaður bíll, og fara þau hér á eftir. Mikils er um vert að kaupa bíl sem er þokkalegur í endursölu og viðhaldi. Góð regla er að kanna hjá bifreiðaumboðinu hvað er til af algengustu varahlutum í þá bifreið sem til greina kemur. Athugaðu skoðunarvottorðið. Þótt bíllinn hafi fengið skoðun hjá Bifreiðaskoðun íslands þýðir það ekki að hann sé í fullkomnu lagi. Spurðu hvort seljandi hafi látið gera við það sem ábótavant kann að hafa verið. Eðlilegt er að biðja um kvittanir fyrir meiriháttar við- gerðum. Spurðu hvort ábyrgð fylgi ef keypt er af bifreiðaum- boði. Gakktu aldrei frá kaupsamn- ingi ef skoðunarvottorð liggur ekki fyrir. Láttu reynda menn skoða bíl- inn fyrir þig. Verkstæði umboð- anna þekkja sínar gerðir og geta varpað ljósi á feril bílsins. Sjálfsagt er að spyija um ábyrgðarskírteini með ryðvörn, smurbækur og bensínkaupa- skýrslur og önnur gögn er bera vott um góða umhirðu. Varast ber að ganga frá kaupsamningi ef skráningarskírteini vantar. Ganga frá vátryggingu bifreið- arinnar á nafn nýs eiganda eins fljótt og kostur er. Samkvæmt reglugerð um ábyrgðartryggingar ökutækja gildir fyrri vátrygging í 14 daga gagnvart nýjum eiganda nema ökutækið hafi verið afskráð eða ný vátrygging keypt fyrir það. Mikilvægt er að greiðslukjör séu skýr. Afsal, veðbókarvott- orð, sölutilkynning og önnur gögn þurfa að vera rétt og löglega fyllt út. Ófrávíkjanleg regla er, að skrifa aldrei undir opið afsal, þ.e. afsal sem má fylla út með röngum eða fölsuðum upplýsingum. Hafðu ökuskírteinið með þér og gakktu úr skugga um að persónuskilríki seljenda séu einnig í lagi. I bifreiðaskrá kemur fram hvort á hvfla veðskuldbindingar, bif- reiðagjöld eða þungaskattur. Gakktu úr skugga um að skuld- bindingar seljanda séu frá áður en kaup eru afstaðin. Góð regla er að setja inn á af- sal upplýsingar um hluti sem eiga að afhendast siðar. Gefðu aldrei út handhafaávís- un í bílaviðskiptum. Taktu ekki við víxlum eða skuldabréfum án þess að kanna fyrst hvort umrædd skjöl eru rétt útfyllt, og útgef- andi og ábekingur eigi fyrir af- borgunum. Ef þú hyggst setja bílinn þinn upp í kaupin skaltu fyrst spyija um söluverð á bifreiðinni sem þú hefur áhuga á og síðan ræða uppí- tökuverð á þínum bfl. Þannig er betur hægt að átta sig á milligjöf- inni. Gættu að því að bifreiðinni fylgi felgulykill, tjakkur og varahjól- barði. Það ber einnig að gaum- gæfa að aukahlutir, sem áttu að fylgja með í kaupunum, hafí ekki verið fjarlægðir. ■

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.