Morgunblaðið - 31.07.1992, Side 12
12 D
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1992
Eignaðist fyrsta bílinn
þegar ég var fimm ára
„FYRSTA bílinn eignaðist ég
þegar ég var fimm ára árið
1952 þegar móðir mín gaf mér
bil - alvöru bíl. Bílunum hefur
smám saman fjölgað siðan og
eru nú eitthvað yfir 200,“ segir
hollenski bifvélavirkinn Ajo
Fliervoet. Og þessir 200 bílar
hans eru ekkert venjulegir bíl-
ar heldur fornbílar allt frá ár-
inu 1903 til amerískra doll-
aragrína sjötta áratugarins og
allt þar á milli og jafnvel nokkr-
ir ennþá yngri, líkbílar og
löggubílar. Þeir eru þó fæstir.
Astæðan fyrir þessari sérstæðu
bílaeign er fyrirtækið sem hann
rekur í dag: Sjónvarps og kvik-
myndaþjónustan, þegar hol-
lenska nafninu hefur verið snú-
ið á íslensku.
„Þetta hófst allt með einu sím-
tali á miðnætti einhvern tímann
á árinu 1975,“ segir Ajo Fliervoet
í samtali við blaðamann Morgun-
blaðsins. „Það hafði einhver bent
kvikmyndaleikstjóra á að ég ætti
ákveðinn bíl sem vantaði í mynd-
ina sem hann var að vinna að.
Ég maldaði auðvitað í móinn,
minnti manninn á hvað klukkan
var og sagðist þurfa að sinna
vinnu minni morguninn eftir. En
hann gaf sig ekki, sagðist hafa
framkvæmdastjórann á bakinu og
allt starfsliðið verklaust ef hann
fengi ekki bíl strax.
Það varð auðvitað úr að ég lán-
aði bílinn og varð til þess að upp
frá þessu tók ég að Ieigja út bíla
og útvega bíla í kvikmyndir og
hefur þessi starfsemi mín undið
upp á sig allar götur síðan.“
Og það eru orð að sönnu því
nú starfa hjá Ajo Fliervoet sjö
manns sem þeytast út um allar
jarðir með bílana og hann rekur
í dag alhliða þjónustu varðandi
hvaðeina er snertir atriði með bíl-
Chrysler Imperial Le Baron blæjubíll, árgerð 1959. Þennan keypti
Ajo Fliervoet nýlega frá Belgíu. Farangursrýmið er fullt af tölvu-
búnaði, m.a. úr flugvélum og undir bílnum er aukasett af hjólum
sem nota má til að skella bílnum í stæði út á hlið.
Morgunblaðið/jt
Ajo Fliervoet við Pontiac 1929 sem hann keypti frá Noregi fyr-
ir 12 árum og var þá niðurníddur. Nú getur hann leikið í hvaða
kvikmynd sem er.
Saab, Renault, Ford, Mercedes Benz og árgerðir ems og menn þurfa.
um fyrir kvikmyndir. Hann býr í
Ammerzoden í suðurhluta Hol-
lands, hinu eiginlega Hollandi, og
þaðan sendir hann menn og bíla
til nálægra sem fjarlægra landa
í Evrópu. Hann á líka nokkra sér-
búna flutningabíla og þjónustubfla
og getur því verið hvar sem er
með allt sitt hafurtask. Hann á
einnig sérsmíðaða bíla sem kvik-
myndatökumenn geta hengt sig á
með allan sinn búnað. Síðustu
árin hefur hann líka tekið að sér
æ fleiri hlutverk í þjónustunni við
sjónvarps- og kvikmyndafram-
leiðendur:
„Já, ég hef skipulagt og séð
um áhættuatriði tengd bflum,
veltur, árekstra, jafnvel spreng-
ingar og þvflíkt og á ég nokkra
bíla sem hafa sérstaklega verið
notaðir í því skyni,“ segir Ajo
Fliervoet og hefur meira að segja
sjálfur komist á hvíta tjaldið, t.d.
leikið þýskan liðforingja sem var
að stíga inn eða út ur bílnum sín-
um. Kvikmyndagerðarmenn leita
einnig mikið til hans eftir ráðum
og hann er ekki lengi að útbúa
fyrir þá rétta umhverfið fyrir
myndskeið fyrir hvaða ár sem er
þegar bílar eru annars vegar. En
hvernig hefur hann komist yfir
allajjessa merku bíla?
„Eg er félagi í mörgum samtök-
um fornbflaáhugamanna víða um
lönd og þannig frétti ég af bflum
sem ganga kaupum og sölum. Svo
eru menn farnir að þekkja til mín
og bjóða mér bíla eða láta mig
vita ef þeir telja sig hafa eitthvað
sem ég gæti notað.“
Bílafloti Ajo Fliervoet er ein-
göngu notaður í þessum tilgangi
og hann leigir þá ekki í brúðkaup
eða önnur veisluhöld. Hann vill
reyndar helst fá að vera í friði
og hefur lítið verið í fjölmiðlum í
heimalandinu. Bílana geymir
hann í nokkrum skemmum í þorp-
inu þar sem fáir fá að líta inn en
nokkrir eru í Frakklandi og Belg-
íu. Þá á hann nokkra Mercedes
Benz 1936 í Chile.
En er hann stundum að sporta
sig á sunnudögum á einhveijum
fornbflnum?
„Nei, ég á ágætan Rover til
þess!“ ■
Jóhannes Tómasson
Morgunblaðið/Björn Blöndal
Willy's
Overland '57
Keflavík.
„HUGARFARIÐ á bak við svona vinnu skiptir ákaflega miklu máli
og það hafa nokkrir snillingar, hver á sínu sviði, aðstoðað mig við
að gera þennan bíl að veruleika," sagði Ragnar Ragnarsson, skip-
sljóri í Keflavík, sem lét gera upp gamlan Willy’s Overland frá ár-
inu 1957. Utlitið á Overlandinum nú er ekki eins og það var þegar
hann kom nýr, enda ekki til ætlast og hefur hann verið smíðaður
eftir höfði Ragnars sem segist vera ákaflega ánægður með hvernig
til hefði tekist.
Ragnar keypti Overlandinn fyrir
tveim árum. Þá höfðu tveir aðilar
unnið í 10 ár við að gera hann upp,
annar í Garðinum en hinn í Keflavík
og höfðu báðir gefist upp á verkefn-
inu. Með í kaupunum fylgdi nýupp-
gerð 283 kúbika 8 sflindra vél úr
Chevrolet og 5 gíra kassi úr Merce-
des Benz og millikassi úr Ford
Bronco sem Ragnar notaði.
Ragnar sagðist hafa tekið bflinn
í sundur og yfírbygginguna í hluta
og síðan látið sandblása allt saman.
Overlandinn var síðan ryðvarinn
með vaselíni sem er það nýjasta í
dag. Ragnar ákvað að stytta-yfir-
bygginguna með því að fella eina
gluggaröð úr, lét lengja grindina
Um 70 cm á milli hjólanna og lét
byggja skúffu úr áli fyrir aftan
húsið. Stuðararnir sem eru mikil
listasmíð eru úr ryðfríu stáli og eru
aðalljósin að framan innbyggð í
stuðarann. Ragnar sagðist strax
hafa ákveðið að hafa Overlandinn
á 38 tommu dekkjum vegna þess
að það væru stærstu dekkin sem
hægt væri að fá í radíal og hefði
útlit hans því ráðist af þessari
dekkjastærð.
Overlandinn hefur þegar staðið
undir væntingum og í reynsluakstri
farið upp snæviþaktar fjallshlíðar
þar sem aðrir urðu frá að hverfa
þótt vel útbúnir væru. Drifin í Over-
landinum eru úr Wagoner ’77, þau
eru með loftlæsingu og er drifhlut-
fallið 4,88. Fjaðrirnar eru úr Willlys
með tvöföldum dempurum. Bensín-
tankurinn sem er undir skúffunni
tekur 250 lítra þannig að Ragnar
ætti ekki að þurfa að hafa áhyggj-
ur af að verða bensínlaus þótt hann
skryppi nokkrar bæjarleiðir. Ýmis
annar útbúnaður er í Overlandinum
og má þar nefna tvöfalt rafkerfi
og dælu sem tengd er við bremsu-
kerfíð og auðveldar hemlun. Þá má
nefna loftkút sem tengdur er loft-
dælu og er úttak á kútnum sem
hægt er tengja á slöngu til að setja
loft í dekkin eins og jeppamenn
verða svo oft að gera þegar þeir
hleypa úr dekkjunum. Um kostnað-
inn sagði Ragnar að hann væri
mikill en hann skipti ekki máli því
Overlandinn væri þess virði að þar
hefði hvergi verið til sparað. ■
-BB
Morgunblaðið/Bjami
Sú hugmynd kom fram að gera undirgöng frá bílageymslunni, und-
ir Hverfisgötu að Þjóðleikhúsi.
Ný bílageymsla fyrir
271 bíl I lok ársins
Brúnin ætti að lyftast eitthvað á
bíleigendum í miðbænum þegar
Hagvirki lýkur byggingu bfla-
geymslu við Hverfisgötu, gengt
Þjóðleikhúsinu, í lok ársins en pláss
verður fyrir 271 bíl í geymslunni.
Þau vonbrigði fylgja þó þessum
fréttum að gert er ráð fyrir að
Bakkastæði, sem tekur 330 bíla,
leggist af á næsta ári.
Þess má geta að fyrir tveimur
árum var töluvert rætt um að leggja
undirgöng undir Hverfisgötu frá
bílageymslunni undir götuna og
jafnvel inn í Þjóðleikhúsið. Stefán
Hermannsson, aðstoðarborgarverk-
fræðingur, segir að hugmyndin hafí
þótt góð en enginn hafi verið tilbú-
inn til að fjármagna hana. Hann
segist þó ekki geta útilokað að und-
irgöng verði gerð seinna meir. ■