Morgunblaðið - 01.08.1992, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 1992
B 3
ið nær svo einnig yfir arkitektúr,
bókmenntir, félagsfræði og heim-
speki. Ennfremur kom fram hugtak-
ið Trans Avantgarde í myndlist, og
var byggt á líkum forsendum ein-
staklingsbundinnar dulspeki, og var
höfundur þess hinn ritsnjalli og
gagnmenntaði ítalski listsögufræð-
ingur Acille Bonito Oliva.
Það er hins vegar á misskilningi
byggt, að hér sé um einhvem
andmódernisma að ræða og lýsir því
frekar vanþekkingu en þekkingu að
vera að upphefja sig með því að
gera lítið úr honum. Hér er einfald-
lega um að ræða ný viðhorf, en það
þýðir ekki sjálfkrafa úreldingu eldri
viðhorfa. Þau eru einmitt orðin að
þeirri fortíð, sem postmódernistinn
getur leitað til jafnt og enn eldri
gilda. Það er þannig dálítið misvís-
andi að æsa sig upp gegn módernis-
manum og finna honum allt til for-
áttu og það gera einungis „amatör-
ar“ í listinni.
Einmitt með því að tengja eldri
gildi við módernismann hafa menn
t.d. skapað fegurstu og lífrænustu
byggingar seinni ára, svo vísað sé
til einhvers, sem er mjög nærtækt.
Hér haldast þá t.d. í hendur barrokk
og módernismi, þ.e. einföldun bar-
rokksins á módernískan hátt. Um
þetta mætti skrifa heila grein, en
hér er einungis stiklað á stóru og
vísað til grunnhugmyndarinnar og
um leið minnt á að ennþá er í gangi
umræða um raunverulegt eðli
postmódernismans. Hann er sem
sagt ekkert óhagganlegt. Menn skulu
og ekki gleyma, að einn af höfundum
módernismans telst arkitektinn
snjalli Antonio Gaudi.
Við þetta má bæta, að módernism-
inn í sinni sönnustu mynd á t.d. enga
sök á þeirri skókassaarkitektúr sem
fylgdi í kjölfarið og var settur undir
hatt hans og ei heldur geldri flatar-
málslist í málverki. Það er hins veg-
ar mun frekar misþyrming á Bau-
haus-stefnunni og funkisstílnum.
Málþing um listir er prýðileg fram-
kvæmt, en mætti skipuleggja á raun-
hæfari og hlutlægari hátt.
Ómerkilegar
kaffihúsaumræður
Útkoma SÍM-blaðsins eftir
tveggja ára hlé var nokkur viðburður
og ber að þakka með virktum fyrir
allar hlutlægar upplýsingar, sem þar
er að finna, en vísað skal til og minnt
á, að slíkt blað er fyrst og fremst
opið upplýsingarit fyrir alla meðlimi
myndlistarsambandsins, en ekki mál-
gagn fámenns hóps, er þarf að láta
ljós sitt skína. Umræðuhópurinn um
gagnrýni var af svipuðum toga og á
málþinginu, en af enn yngri kynslóð,
og hér voru menn ekki að hleypa
nokkrum listrýni né fólki á öndverð-
um meiði nálægt. Omerkilegar kaffí-
húsaumræður af þessu tagi eiga ein-
faldlega alls ekki heima í SÍM-blað-
inu og í þessu formi var hreint sið-
leysi að birta þær.
Það er sára einfalt mál að svara
þeirri vanþékkingu á hlutverki list-
rýnisins í íslenzku þjóðfélagi og þar
kom fram ásamt getsökum og get-
speki, sem hefur ekki við annað en
fáfræði að styðjast.
Það er tómt mál að ætlast til þess,
að ábýrgir gagnrýnendur staðnæm-
ist við árið 1970 sem upphaf listar-
innar og að ekkert sé marktækt, sem
áður var gert og beri því að vera
umvafíð sem mestri þögn.
Við getum einfaldlega ekki borið
okkur saman við stærri þjóðfélög og
minnt skal á, að sjónmenntir eru
mjög vanræktar í kennslukerfinu og
myndmenntakennsla að stórum hluta
til röng að mínu mati, jafnvel í mynd-
listarskólunum. Tel ég, að meiri
áherslu eigi að leggja á þjálfun aug-
ans, verklag og vitsmunalega teng-
ingu við nánasta umhverfi, t.d. ís-
lenzka og norræna list, frekar en að
leita hér langt yfir skammt og préd-
ika í síbylju, hve íjarlægðin geri fjöll-
in blá (og mennina mikla).
Við þurfum einmitt að leggja mun
meiri áherslu á að styrkja burðar-
grind íslenzkrar listar innávið og
nota til þess öll meðöl, og einkum
skulum við gaumgæfa það, sem svo
mörgum hefur yfirsést, að til er
menningarleg landhelgi, sem okkur
ber að vernda og virðaog ekki þola
hvern þann átroðning og hlut-
drægni, sem útlendum þóknast að
beita okkur. í raun er íslenzk menn-
ingarlandhelgi jafn galopin og hún
er harðlokuð hjá öðrum þjóðarheild-
um. Þannig taka erlendar þjóðir jafn-
vel innlenda fúskara fram yfir okkar
bestu myndlistarmenn og í hæsta
lagi klappa okkur á öxlina, ef við
tökum upp þeirra viðhorf og munu
gera það, svo lengi sem núverandi
eftiröpunarárátta og undirlægjuhátt-
ur ríkir.
Ég hef margoft fjallað um listrýni
og sérstöðu okkar, en minni einung-
is á nokkur atriði og það er, að sýn-
ingar í íslenzkum listhúsum eru iðu-
lega svo fátækar af upplýsingum um
sýningargripina og sýnandann, að
einsdæmi telst í veröldinni. Einnig
að Morgunblaðið er eini íjölmiðillinn,
er sinnir listum að nokkru marki, og
taka mætti jafnvel undir orð danska
rithöfundarins og málarans Leif
Hjernöe, er ritaði pistil um danska
sjónvarpið í Berlinginn 15. apríl sl.,
sem bar yfirskriftina „erfðafjandi
listarinnar", svo mjög sem íslenzku
sjónvarpsstöðvarnar vanrækja skyld-
ur sínar.
Ennfremur vil ég upplýsa það, að
skrif og umfjöllun um listir hafa tek-
ið miklum stakkaskiptum erlendis á
undanfömum áram og áratugum.
Almenn skrif hafa stóraukist og
myndbirtingar, en umfjöllun um ein-
staka listviðburði minnkað að sama
skapi og algengt er, að ritað sé um
3—5 sýningar í svipuðu lesmáli og
við hér fjöllum um eina. Undantekn-
ingar eru þó að sjálfsögðu meiri hátt-
ar listviðburðir. Þá skal þess getið
að tvo rúmhelga daga í viku fær
myndlist forgang á ákveðnum síðum
og einnig í helgarblöðum og hef ég
lengi rekið áróður fyrir því, að sá
háttur verði einnig tekinn upp við
blaðið.
Úthlutun starfslauna til
listamanna
Að lokum vil ég fara nokkrum
orðum um úthlutun starfslauna til
listamanna, en þar skeði það, að
meirihluti þeirra, er fengu starfslaun
eru einmitt listamenn af kynslóðinni
margumtöluðu eftir 1970. Það er lík-
ast því í þessu landi, að listamenn
séu ekki til, nema þeir séu ungir að
árum, jafnvel þótt áhöld séu til um
það, hvað þeir hafi afrekað annað
en að vera ungir, hafa verið á náms-
lánum og leikið sér. Kynslóðirnar þar
á undan fengu lítil eða engin náms-
lán, en urðu hins vegar að vinna
hörðum höndum og höfðu fjarska
lítinn tíma til að leika sér.
Ég veit, að mikill fjöldi myndlist-
armanna sótti um starfslaun og þar
á meðal þó nokkrir sem af ósérhlífni
ruddu brautina og án þeirra væru
vafalaust fæstir hinna yngri að baksa
við myndlist í dag. Flestum þeirra
var hafnað, en hins vegar var starfs-
launum ríkulega úthlutað til fyrri
Súmmera, Nýlistafólks, góðkunn-
ingja og ýmissa, sem trúlega illmögu-
legt var að ganga fram hjá, þar sem
þeir gegna lykilstöðum. Þar við bæt-
ist, að auðséð var að kvenréttindi
áttu hlut að máli. Þá er það meira
en furðuleg tilhögun að dúsu skuli
stungið upp í þá, sem eru orðnir
sextugir og veita þeim áfram lista-
mannalaun í gamla forminu, um leið
og þeir lenda milli stafs og hurðar,
sem ekki hafa náð sextugsaldri, en
hafa þó verið á föstum launum um
árabil, þeirra uppskera var 0,00.
Að sjálfsögðu voru % nefndarmeð-
limanna af kynslóðinni eftir 1970,
og jafn hátt hlutfall kvenkyns, og
ber úthlutunin órækan vott um „um-
burðarlyndi og víðsýni" kynslóðar-
innar og „mikla“ þekkingu á ís-
lenzkri list og listavettvangi undanf-
arinna áratuga ...
Dregið saman í hnotskurn skiptir
það öllu, að fólk með ábyrgðartilfinn-
ingu og þekkingu á því sem gerst
hefur á íslenzkum myndlistarvett-
vangi, skipi nefndina og einnig, að
fulltrúi eldri kynslóða sé þar með
málfrelsi og atkvæðisrétt. Skal minnt
á, að Picasso gerði kannski sín at-
hyglisverðustu verk síðustu 10 ár
ævinnar og varð hann þó 92 ára, og
Joan Miró hóf ekki að vinna að rýmis-
verkum fyrr en á sjötugsaldri. Mætti
hér halda lengi áfram, og satt að
segja hélt ég, held ég og mun áfram
halda, að styrkja eigi atkvæðamikla
listamenn á öllum aldri, en síður að
bregða fýrir þá fæti.
Oll myndlistarsagan segir ananrs
sérhverjum þeim, sem rannsakar
hana, að árangur markast ekki af
aldri gerandans, heldur aðstæðum
og skapandi gáfum.
í listum skiptir nefnilega aðeins
eitt máli, — að vera eða ekki vera.
MALVERKASYNING I GALLERI UMBRU:
í ANDA
ENDURREISNAR
Auga. Risastórt auga sem horfir
á mann að því er virðist með
ákveðinni depurð eða viðkvæmni.
Höfuð. Aflaga höfuð sem minna
á afrískar grímur, löng og spor-
öskjuiaga, líkjast jafnvel á stund-
um vatnshöfðum. Litir. Dimmir,
hiýir jarðlitir og miðaldir koma
upp í hugann. Aferð. Þunn lög
olíumálningar hvert ofan í annað,
áferð meistara endurreisnar;
Rafael, E1 Greco, Brunelleschi.
Sýning. Málverkasýning Cheo
Cruz i Gallerí Umbru, opnuð síð-
ast liðinn fimmtudag.
Cheo átti annríkt vikurnar fyrir
opnunina. Sýningin í Gallerí
Umbru kom óvænt upp á og myndir
sem hann átti og sýndi á Spáni fyrr
á árinu voru of stórar fyrir galieríið
að mati Cheos, því var ekki um ann-
að að ræða en að vinna stíft. Ekki
er hægt að neita tækifæri til þess
að sýna: „við erum jú haldnir ákveð-
inni sýningaráráttu listamennirnir,"
segir hann kampakátur.
„Ég vil ná þessu andrúmslofti inn
í myndir mínar; sögunni, tengingu
við meistarana. Ég byijaði að mála
með olíu fyrir sex áram. Las ótal
bækur og skoðaði og skoðaði mynd-
ir. Olían á sér langa hefð, þetta er
fágaður og sterkur.miðill sem þró-
aðist hjá þessum miklu meisturum
eins og Rafael. Þeirri aðferð hefur
verið hafnað af listmáluram nútim-
ans en ég vil virða þessa hefð. Sjáðu
birtuna í þessum myndum fortíðar-
innar! Þetta hárfína jafnvægi milli
birtu og myrkurs sem þessir meist-
arar náðu í myndum sínum. Sama
jafnvægi og ríkir á ákveðnu augna-
bliki þegar sólin er að setjast. Það
er sólsetur í öllum myndunum mín-
um.
Þessir dimmu jarðlitir bera með
sér ró og þroska sem mér fellur í
geð. Auðvitað líka mér einnig bjart-
ir litir. Ég kem nú einu sinni frá
Karabíahafinu, þar sem þessi ótrú-
lega birta er ríkjandi. Myrkrið heill-
aði mig þó alltaf og ég leitaði að
dimmum stöðum til þess að skríða
í úr sterkri sólinni.
Þessi stóra augu? Augað tengist
auðvitað málun beint, maður þarf
að sjá, horfa. Augað er alltaf hægra
megin í andlitinu. Vísindamenn
segja að hægra heilahvelið stjórni
allri abstrakt hugsun, tónlist, mynd-
list eða allri okkar listsköpun. Ég
gerði tilraun með eina mynd þar sem
augað er vinstra megin og sú mynd
finnst mér miklu strangari en hinar
þar sem mýktin er ráðandi.
Umhverfismál snerta mig mikið,
öll þessi tækni sem mannkynið ræð-
ur yfir kemur að litlu gagni ef við
hugsum ekki okkar gang. I Kólumb-
íu er skógunum eytt miskunarlaust,
fjöregg jarðar er afskaplega við-
kvæmt og við þurfum að varðveita
það. Ég er að hugsa um þetta í
myndum mínum, ekki pólitík. Við
þurfum alls ekki á pólitík að halda
í list. Ég er mjög náinn myndunum
mínum og mér finnst oft erfitt að
sjá mynd eftir mig hjá einhverjum
öðrum. Myndimar verða lifandi og
þær tala við mig og segja mér hvort
ég hafi gert rétt eða ekki. Það eru
töfrar í listinni."
Guðrún Þóra
MENNING/LISTIR Í NÆSTU VIKU
MYNDLIST
Kjarvalsstaðir
Sýning á verkum Kjarvals í vestur-
sal, en í austursal sýna þrír ljós-
myndarar: Svíamir Kennert Sundh
og Bengt Waselius, og hinn dansk-
ættaði Bandaríkjamaður Torkil
Guðnason. Opið er alla daga frá
klukkan 10-19, nema miðvikudaga
er opið frá kl 10-22.
Norræna húsið
Daði Guðbjörnsson, Helgi Þorgils
Friðjónsson og Tumi Magnússon
sýna í boði Norræna hússins á ár-
legri sumarsýningu þess. I anddyr-
inu er sýning á ljósmyndum, tekn-
um á ýmsum stöðum á íslandi,
eftir Franz-Karl Freiherr von Lind-
en.
Onnur hæð, Laugavegi 37
Málverk eftir Gunter Umberg. Opið
miðvikudaga klukkan 14-18, eða
eftir samkomulagi.
Listmunahúsið, Hafnarhúsinu
Sýning á verkum Sigurðar Örlygs-
sonar, Jóns Axels Bjömssonar og
Grétars Reynissonar. Opið er frá
kl. 12 til 18 alla daga.
Hulduhólar, Mosfelssveit
Sumarsýning Hulduhóla stendur
yfir um þessar mundir. Listamenn-
irnir sem sýna eru Steinunn Mar-
teinsdóttir, Sveinn Bjþrnsson,
Sverrir Olafsson og Hlíf Ásgríms-
dóttir. Opið er frá kl. 14 til 19 alla
daga nema fimmtudaga og föstu-
daga, þá er opið frá kl. 17 til 22.
Gallerí 11
Sýning á málverkum eftir Nobuy-
asu Yamagata stendur til 6-ágúst.
Opið er alla daha frá kl. 13 til 18.
Nýlistasafnið
Hollensku listamennirnir Peter
Terhorst, Marcel Zalme, Eveline
van Duyl og Willem Speekenbrink
sýna til 9.ágúst. Opið daglega frá
kl. 14 til 18.
Hafnarborg
Hópur myndlistarmanna er kallar
sig Anima Nordica sýnir til 10.ág-
úst.
Snegla - Listhús, Grettisgötu 7
Sýning á myndverkum og listmun-
um 15 listamanna. Opið virka daga
kl. 12-18, og laugardaga kl. 10-14.
Mokka við Skólavörðustíg
Haraldur Jónsson sýnir teikningar
unnar á pappír.
Gallerí G-15
Ljósmyndir Harðar Daníelssonar
úr dagatalinu Af ljósakri ’93. Sýn-
ingin stendur til G.ágúst.
Hlaðvarpinn
Kínverski landslagsmálarinn Lu
Hong sýnir myndir frá íslandi og
ber sýningin yfirskriftina: Islenskir
fossar í kínversku bleki. Þetta er
þriðja sýnjng Lu Hong hér á landi.
Perian, Oskjuhlíð
Ljósmyndasýning félaga í Ljós-
myndarafélagi íslands. Einnig sýn-
ir Svínn Torbjörn Lövgren ljós-
myndir af norðurljósum og Finninn
Matti Koivisto myndir frá norður-
slóðum.
Ráðhús Reykjavíkur
Á sýningunni Nordfachfoto sést
þve'rskurður af því helsta sem norr-
ænir ljósmyndarar eru að starfa
að. Þessi sýning hefur farið víða
um Norðurlönd.
Myndlistaskólinn Akureyri
Um þessar mundir stendur yfir
þriðja sumarsýning skólans. Þeir
sem sýna eru: Guðmundur Ármann
Sigurjónsson, Helgi Vilberg, Krist-
inn G. Jóhannsson, Sigurbjörn
Jónsson, Jón Laxdal Halldórsson
og Rósa Kristín Júlíusdóttir. Sýn-
ingin stendur til 9.ágúst og er opin
daglega frá kl. 14 til 18.
Slunkaríki, Isafirði
Sýning á ljósmyndaverkum ung-
verska listamannsins Miklos Tibor
Vaczi.
TONLEIKAR
Laugardagur l.ágúst
Sumartónleikar í Skálholtskirkju:
Klukkan 14.30 greinir Oliver Kent-
ish frá tónsmíð sinni er byggir á
Liljustefi. Klukkan 15 flytja söng-
hópurinn Hljómeyki, hljóðfæraleik-
arar og einsöngvarar kantötu eftir
Oliver Kentish. Klukkan 17 verða
flutt söngverk eftir Gunar Reyni
Sveinsson, Britten og fleiri.
Sunnudagur 2,ágúst
Klukkan 15 verður flutt Kantata
eftir Oliver Kentish og í messu
klukkan 17 verður Missa Piccola
eftir Gunnar Reyni Sveinsson flutt.
Þriðjudagur l.ágúst
Tónleikar í Listasafni Sigurjóns
Ólafssonar: Sigríður Jónsdóttir
mezzósópran og Nína Margrét
Grímsdóttir píanóleikari. Tónleik-
arnir hefjast klukkan 20.30.
Miðvikudagur 5-ágúst
Japanski píanóleikarinn Reiko
Hozu heldur tónleika í Hafnarborg,
Hafnarfirði, og hefjast þeir klukk-
an 20.30. Á efnisskránni eru verk
eftir Johann Sebastian Bach.
LEIKLIST
Light Nights í Tjarnarbíói
Sýningar Ferðaleikhússins á Light
Nights-dagskránni eru á hverju
fimmtudags- föstudags- laugar-
dags- og sunnudagskvöldi í Tjarn-
arbíói, og hefjast klukkan 21.00.
Efni sýningarinnar er íslenskt en
að mestu flutt á ensku.