Morgunblaðið - 01.08.1992, Síða 4
4 B
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 1992
VILJUM
Hollendingar sýna nú í Ný-
listasaf ninu og fimm Íslend-
ingar sýna í Hollandi i haust
SYNA GOÐA LIST
Mynd: Borkur Arnarson
Hollendingurinn Marcel Zalme, einn listamannanna sem sýna í Nýlistasafninu, og Hrafnkell Sigurðsson
við verk sín.
UM ÞESSAR mundir stendur yfir
í Nýlistasafninu við Vatnsstíg sýn-
ing á verkum fjögurra hollenskra
myndlistarmanna; Peter Ter-
horst, Marcel Zaime, Eveline van
Duyl og Willem Speekenbrink.
Þetta eru skúlptúrar, innsetning-
ar og málverk, og í sambandi við
þessa sýningu Hollendinganna á
Islandi verða í september haldnar
sýningar á verkum fimm Islend-
inga í Hollandi, þeirra Hreins
Friðfinnssonar, Haraldar Jónsson-
ar, Hrafnkels Sigurðssonar,
Rögnu Sigurðardóttur og Daníels
Magnússonar. Hollensk listastofn-
un valdi listamenn á sýningarnar
og sér um framkvæmdina.
Listfræðingamir og galleríeig-
endumir Tom van den
Berge og Joyce van Elzakk-
er sitja í stjóm stofnunar-
innar First Floor Foundation, en hún
starfar að þessu verkefni með Zee-
uws Museum í Hollandi og menning-
armálanefnd bæjarins Vlissingen.
Þau Joyce og Tom komu hingað til
lands á dögunum, ásamt jistamönn-
unum hollensku, til að setja upp sýn-
inguna í Nýlistasafninu. Þau heim-
sóttu landið fyrir ári, hittu þá marga
listamenn og skoðuðu verk þeirra,
og segjast ekki hafa verið að leita
að neinu sérstöku; einungis góðri list
til að sýna í Hollandi. „Eftir því sem
þetta vatt upp á sig kom þessi hug-
mynd um að skipta á sýningum.
Aðild að þessari listastofnun sem sér
um framkvæmdina eiga nokkrir sýn-
ingarsalir og listamenn, en lítil gall-
erí geta ekki ein og sér ráðið við
jafn viðamikla framkvæmd og þessa.
Síðan völdum við fjóra listamenn
hollenska til að eiga verk hér á ís-
landi; listamenn sem eiga það eitt
sameiginlegt að vera allir á fertugs-
aldri, en skapa góða list að okkar
mati.
Það má spyija hvers vegna við
ákváðum að sýna verk íslenskra
listamanna og svörin gætu verið
mörg. Við gætum alveg eins farið
til Italiu, fundið áhugaverða lista-
menn þar og sýnt verk þeirra í Hol-
landi. Við erum bara að leita að
gæðum. Fyrir listamennina er það
síðan ákaflega mikilvægt að fá tæki-
færi til að kynnast nýjum aðstæðum
og nýju fólki, að sýna á nýjum stöð-
um; það eykur víðsýni þeirra og þeir
geta fundið nýja þætti í sköpun sína.“
Þau Tom og Joyce tala um að
vissulega séu tengsl milli íslenskrar
og hollenskrar myndlistar, ekki síst
vegna þess að fjöldi íslenskra mynd-
listarmanna hefur farið til Hollands
í framhaldsnáms. Það gerðu þau
Ragna og Hrafnkell, og Hreinn hefur
verið búsettur þar árum saman. „ís-
lenskir listamenn eru þó ekki svo
þekktir í Hollandi, nema kannski
þeir Sigurður og Kristján Guðmunds-
synir," segja þau og eru ekki frá því
að list Sigurðar hafí til dæmis haft
þó nokkur áhrif á hollenska mynd-
list, ekki síst hvað varðar Ijóðrænan
og húmorískan tón. Þá tala þau um
að list sé sífellt að verða alþjóðlegri.
Einn hollensku listamannanna, mál-
arinn Marcel Zalme, segir að hol-
lensk list sé þannig mjög „evrópsk",
hann sjái ekkert dæmigert hollenskt
við hana og hún drekki hitt og þetta
í sig. Tom van den Berge bætir við
að það sé ætíð mjög erfitt fyrir
heimamenn að sjá einhver staðbund-
in einkenni á list, það séu helst gest-
ir, og þá Iíklega þeir sem eru sérstak-
lega að horfa eftir því, sem telja sig
geta fundið eitthvað slíkt í íslenskri
list í dag. „Þannig finnst mér að ís-
lensk samtímalist byggi mikið á
konseptgrunni og ljóðrænum áhrif-
um. Þessi ljóðræni þáttur kom mér
ekkert á óvart, íslendingar eru jú
þekktir fyrir bókmenntir og bóklest-
ur - hér er ríkari sagnaarfur en
annars staðar. Á meginlandi Evrópu
mála menn bara eða gera skúlptúra,
en hér lesa menn, skrifa og vinna
að myndlist. Þetta er fjölhæfni að
mínu mati. En kannski er ég bara
að leita eftir þessum þáttum og tel
mig því verða varan við þá,“ segir
Tom og brosir.
Marcel talar um þá upplifun sem
það sé fyrir sig að koma hingað til
lands, og hann efast ekki um að
heimsóknin hafi áhrif á verk sín í
framtíðinni. Hann ólst upp í Kanada
og hefur síðan verið heillaður af fjöll-
um í landslagi, en vandamálið við
Holland segir hann vera að fjöllin
vantar. „Hér er það jafnvel mikil
upplifun að ganga niður Laugaveg-
inn og horfa niður þvergöturnar, því
alls staðar er Esjan römmuð inn af
húsunum. Það er mjög áhrifamikið,"
segir hann.
Hollendingarnir eru ánægðir með
viðbrögðin sem þeir hafa fengið við
sýningunni hér og vonast eftir að
þau verði jafn góð við sýningum ís-
lendinganna ytra - því viðbrögð eru
einmitt það sem sýningar eiga að
vekja. „Við ætlum okkur alls ekki
að sýna eitthvað sem kalla má „dæ-
migerða íslenska list“, ekki frekar
en að sýningin hér eigi að vera dæmi-
gerð fyrir hollenska samtímalist á
einhvem hátt; við vijum bara sýna
góða list.“
Sýningar íslendinganna verða
opnaðar fímmta september í þremur
sýningarsölum, í Goes, Middelburg
og Vlissingen, og eru um 30 kíló-
metrar á milli þeirra. Á fyrstnefnda
staðnum verður yfirlitssýning, eins
konar sýnishom af sköpun fímm-
menninganna og síðan sýna Hreinn,
Haraldur og Daníel skúlptúra og lág-
myndir í Zeeuws Museum og Ragna
og Hrafnkell setja upp innsetningar
í öðm galleríi, en það er gamall
vatnstum sem fengið hefur nýtt hlut-
verk. - efi
Skálholtstónleikar
KANTATA
BYGGÐ Á LIUUSTEFI
Sumartónleikar í Skálholti halda áfram göngu sinni og nú er röðin
komin að frumflutningi á verki eftir Oliver Kentish: Kantötu fyrir
kór, einsöngvara, tvo sembala, óbó, básúnu, orgel og strengi. Verkið
byggir á Liljustefi sem er mjög fornt og sérstakt lag. Höfundur notar
texta úr Gamla testamentinu; úr Jeremíasi og Harmljóðunum, og er
honum fléttað saman við vers úr Li\ju eftir Eystein Ásgrímsson munk.
Fyrir tónleikana, sem hefjast í dag klukkan 15, mun Oliver flytja stutta
tölu um tónsmíð sína. Flytjendur eru fjölmargir, meðal annars sönghóp-
urinn Hljómeyki og Helga Ingólfsdóttir semballeikari, en höfundur
tileinkar henni verkið. Seinna í dag, eða klukkan 17, verða aðrir tón-
leikar í Skálholtskirkju en þá mun Hljómeyki ásamt hljóðfæraleikurum
og einsöngvurum flytja verk eftir Gunnar Reyni Sveinsson, Britten o.fl.
Upphafíð má rekja til þess að
ég ætlaði að semja verk fyr-
ir Helgu Ingólfsdóttur sem-
balleikara og hafði þá flutning í Skál-
holti í huga,“ svarar Oliver þegar
hann er inntur eftir tilurð verksins.
„Þá var mér bent á „Liljulag" sem
er sungið við ljóðið Lilju eftir Ey-
stein Asgrímsson munk. Þá hóf ég
að semja verk sem var byggt á Lilju-
stefi en á endanum sameinaði ég það
og sembalverkið í eitt verk sem
æxlaðist út í það að verða kantata
sem tekur um klukkutíma í flutn-
ingi. Ég tók texta úr Harmljóðunum
og Jeremíasi úr Gamla testamentinu
og fléttaði saman við versin úr Lilju.
í upphafí ríkir tregablandinn tónn
í verkinu en í lokin birtir til. Ég er
þannig úr garði gerður að þungur
texti höfðar mjög til mín en þegar
ég var að byija að semja þetta verk
var Persaflóastríðið nýafstaðið og
það hafði talsverð áhrif á mig. Hvað
ef til kjamorkustyijaldar hefði kom-
ið?“
Kantatan er í 17 köflum en að
sögn Olivers má tala um þijá meg-
inhluta í verkinu. „Ég skrifa þetta
fyrir kór (Hljómeyki), níu manna
strengjasveit, tvo sembala (Helga
Ingólfsdóttir og Anna Magnúsdóttir),
orgel (Anna Magnúsdóttir), óbó (Pet-
er Tompkins) og básúnu (Edward
Fredrikssen). Með hlutverk aöng-
raddanna fara Hildigunnur Halldórs-
dóttir sópran, Sigurður Halldórsson
alt, sem syngur alltaf Liljulagið,
Michael Clark bariton, Guðlaugur
Viktorsson tenór og svo hef ég eina
drengjarödd en það er Hjörtur Þor-
bjömsson sem syngur hana. Öm
Magnússon píanóleikari mun auk
þess lesa textann úr Gamla testa-
mentinu.
Oliver segist hafa gaman af orða-
leikjum, hvort heldur er í texta eða
nótum og í kantötunni leikur hann
sér talsvert með orðaleiki í tónlist-
inni. Hann skírskotar meðal annars
til nafns Bach þar sem nótumar
B-A-C-H eru áberandi í lok fyrsta
hluta verksins, ennfremur kemur vís-
un til Helgu Ingólfsdóttur semb-
alleikara. Henni tileinkar Oliver verk-
Morgunblaðið/Einar Falur
Oliver Kentish, höfundur kantötunnar sem flutt verður í Skálholti
í dag, og Helga Ingólfsdóttir semballeikari ásamt hluta þeirra tón-
listarmanna sem munu flylja verkið í dag.
ið og í því eru þrír einleikskaflar
fyrir sembal. „Ég fór til Helgu í fyrra
og sagði henni frá hugmyndum mín-
um og að mig Iangaði að fá flutning
í Skálholti. Hún sagði strax já og tók
þar með ákveðna áhættu en auk
þess hefur hún veitt mér ómetanlega
hjálp og kennt mér mikið varðandi
sembal, en þetta er í fyrsta skipti
sem ég sem fyrir það hljóðfæri."
Þegar við Oliver áttum spjall sam-
an fyrr í vikunni játaði hann að vera
orðinn mjög spenntur, kvöldið áður
hafði hann í fyrsta skipti hlustað á
verkið æft í heilu lagi. „Maður fyllist
alls kyns efasemdunv en það þýðir
ekkert að Iáta þær ná tökum á sér,
ég trúi á þetta verk og það verður
að koma í ljós hvemig því vegnar á
tónleikunum en þegar að þeim er
komið get ég ekkert gert. Þetta er
eins og að standa upp og fækka föt-
um fyrir fólkið, þama er verið að
spila verkið manns og engu hægt
að breyta. Það er farið af stað.“
Guðrún Þóra