Morgunblaðið - 20.08.1992, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNVLÍF FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 1992
B 5
Sjóflutningar
Konmst Samskip
upp úr ökliickihuun ?
Aukin umsvif og samningar við erlenda aðila vega á móti hallarekstri
á fyrri hluta árs
SAMSKIP hf. virðist ætla að verða sú eining af fyrrum Sambandsveld-
inu sem helst spjarar sig. Þrátt fyrir að reksturinn hafi gengið ver
en áætlanir gerðu ráð fyrir það sem af er árinu, reyndar með tapi
fyrstu sex mánuðina, bendir margt til þess að betri tíð sé framundan.
Þar má nefna vamarliðssamningana svokölluðu, en í vor samþykkti
flutningadeild bandaríska sjóhersins tilboð Samskipa í 65% flutning-
anna. Þá gerðu Samskip í síðustu viku samstarfssamning við danska
skipafélagið J. Lauritzen vegna sjóflutninga til Grænlands. Loks má
nefna að þrátt fyrir að undanfarið hafi ríkt mikil deyfð á íslenskum
hlutabréfamarkaði hefur Sambandið náð að selja um 123 milljónir af
þeim 400 milljóna króna hlut sem félagið ákvað að setja á sölu í vor.
Hundrað miHjónir vom seldar í fyrsta áfanga sölunnar og sl. föstudag
vom stigin fyrstu skrefin í 2. áfanga með sölu hlutabréfa fyrir 22,3
milljónir að nafnverði. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er þar
um einn kaupanda að ræða.
Milliuppgjör fyrir sex fyrstu mán-
uðina liggur ekki enn fyrir að sögn
Ómars Hl. Jóhannssonar, fram-
kvæmdastjóra Samskipa, en hann
sagði þó að ljóst væri að félagið
væri rekið með taisverðu tapi á fyrri
árshelmingi. Skv. áætlun sem gerð
var fyrir árið 1991 er gert ráð fyrir
hagnaði upp á 122 milljónir króna.
Ómar sagði ýmsar ástæður liggja
fyrir því að áætlunin hefði ekki stað-
ist það sem af er. „í fyrsta lagi er
þess að geta að það hafa átt sér stað
miklar breytingar hjá Samskipum á
árinu. Þar má nefna yfirtöku á skip-
um og tækjum sem áður voru í eigu
Skipaútgerðar ríkisins í upphafi árs
og þá ákvörðun að fara út í almenn-
ingshlutafélagaform sem var tekin
snemma í vor. Þá fengum við 65%
af sjóflutningum varnarliðsins í maí
sl. og loks má nefna samstarfssamn-
inginn við Lauritzen. Hin auknu
umsvif okkar voru líka staðfest í
byijun júní með tölum um aukningu
í almennum flutningum," sagði Ómar
í samtali við Morgunblaðið.
Full mikil bjartsýni við
áætlanagerð
Hagnaður Samskipa á árinu 1991
varð 23 milljónir króna, en áætlun
þess árs gerði ráð fyrir töluvert meiri
hagnaði eða 107 milljónum. Þetta
bendir til að full mikil bjartsýni hafi
ríkt við gerð rekstraráætlana hjá
fyrirtækinu. Ómar tók undir það, en
benti jafnframt á að vegna þess hve
starfsemi fyrirtækisins hefði þanist
mikið út sl. tvö ár hefðu ákveðnir
kostnaðarliðir enn sem komið er ekki
þróast í þá átt sem gert var ráð fyr-
ir. Því hafi nú í sumar verið farið út
í umfangsmiklar skipulagsbreyting-
ar, sem m.a. leiddu til uppsagna
starfsfólks, með það fyrir augum að
draga úr kostnaði og ná fram hag-
ræðingu í rekstri félagsins. „Þá er
því ekki að neita að við stöndum
frammi fyrir þeirri staðreynd að skv.
opinberum gögnum megum við búast
við enn frekari samdrætti í inn- og
útflutningi landsmanna en verið hef-
ur,“ sagði Ómar. Hann sagði enn-
fremur að rekstrartapið á fyrri árs-
helmingi ylli þeim áhyggjum, en tók
fram að yfirleitt hefði uppgjör fyrri
árshelmings hjá fyrirtækinu sýnt
mun lakari afkomu en á þeim síðari
og undanfarin ár hefði þar verið um
tap að ræða þrátt fyrir jákvæða af-
komu í árslok.
Rekstrartap Samskipa fyrri hluta
ársins kallar að sögn Ómars á ýmsar
aðgerðir sem nú er verið að hrinda
í framkvæmd stig af stigi. Hins veg-
ar mætti ekki gleyma þeirri stað-
reynd að vamarliðsflutningamir hóf-
ust ekki fyrr en undir miðjan júní
og samstarfið við J. Lauritzen hefst
ekki fyrr en í byijun næsta árs þann-
ig að það hefur engin áhrif á afkomu
þessa árs.
Samningarnir vega á móti
samdrætti hér
Heiidarflutningar Samskipa juk-
ust um 6% á fyrri helmingi ársins
samanborið við sama tíma í fyrra
og námu flutningarnir tæpum 300
þúsund tonnum. Þar munar mest um
18% aukningu í almennum innflutn-
ingi í áætlanasiglingum og 17%
aukningu í útflutningi í áætlanasigl-
ingum. Heilfarmaflutningar drógust
hins vegar saman, bæði inn- og út-
flutningur. Ómar sagðist telja að
markaðshlutdeild Samskipa hefði
aukist nokkuð hér á landi það sem
af er árinu. „Það hlýtur að vera rök-
rétt ályktun miðað við það að heildar-
flutningar hafa dregist saman á
meðan við aukum við okkur. Því er
hins vegar ekki að leyna að við sjáum
fyrir okkur enn frekari samdrátt í
inn- og útflutningi landsmanna.
Samningamir við vamarliðið og Lau-
ritzen eru okkur því mikilvægir. Með
þeim samningum náum við betri
nýtingu en áður á skipum okkar og
hafnaraðstöðu hér í Reykjavík þrátt
fyrir samdráttinn. Þegar flutningar
landsmanna komast í eðlilegt horf
að nýju, vonandi eftir eitt til tvö ár
munum við aftur sníða okkur stakk
eftir vexti,“ sagði Ómar.
Forsaga Grænlandssamninga
Upp úr síðustu áramótum var sú
ákvörðun tekin opinberlega að end-
urskipuleggja sjóflutningakerfið á
Grænlandi. Ákvörðunin var Iiður í
einkavæðingu ríkisfyrirtækja þar í
landi, en flutningar til og frá landinu
voru áður í höndum ríkisfyrirtækisins
KNI. í upphafí voru fjögur skipafélög
inni í viðræðunum; Eimskip og Sam-
skip auk J. Lauritzen og Mortensen
& Lange í Danmörku. Þegar skýrari
mynd fór að koma á hugmyndir
Grænlendinga varðandi flutninga til
og frá Grænlandi sem og innan
landsins, ásamt uppbyggingu hafna
og rekstur þeirra og að lokum óskir
um að til samstarfs kæmi erlendur
aðili með meirihlutaeign í nýju græn-
lensku fyrirtæki fór svo að Samskip
drógu sig út úr viðræðunum. „Þegar
við í byijun sumars fórum að skoða
tölulegar staðreyndir í dæminu sáum
við að það var hreinlega of stór biti
fyrir okkar tiltölulega litla fyrir-
tæki,“ sagði Ómar.
Lauritzen leitaði eftir
samstarfi
Samskip ákváðu þannig að senda
ekki inn tilboð þar sem félagið taldi
sig ekki hafa burði til að leggja í
þær gífurlegu fjárfestingar sem gátu
hlaupið á allmörgum milljörðum
króna eftir þeim forsendum sem
Grænlendingar settu fram. í fram-
haldi af þeirri ákvörðun leitaði J.
Lauritzen til Samskipa sem sam-
starfsaðila með það fyrir augum að
nýta sér siglinganet. félagsins bæði
austur og vestur um haf. „Þeir vildu
þannig hafa okkur með sem hluta
af tilboði sínu sem nokkurs konar
undirverktaka og við slógum til,
sagði Ómar. Samningurinn er líkleg-
ur til að auka tekjur Samskipa um
100-200 milljónir króna á ári þegar
gámavæðing verður að fullu komin
á í Grænlandsflutningum, en áætlað
er að hún taki tvö ár. Nýja fyrirtæk-
ið mun taka til starfi í upphafí næsta
árs.
Líkur á aukinni samkeppni hér
á landi
Áður en ljóst var hvaða skipafélag
yrði samstarfsaðili grænlensku
heimastjórnarinnar var leitt að því
líkum að ef annað dönsku skipafélag-
anna hreppti hnossið myndi það
væntanlega hafa viðkomu á íslandi
á leið sinni milli Danmerkur og
Grænlands og hefja þannig sam-
keppni við íslensku skipafélögin um
flutninga héðan. Ómar sagði að
vissulega hefðu útgerðaraðilar hér
rætt þau mál fram og aftur. „Hingað
hefur öllum erlendum aðilum verið
frjálst að koma inn og hefja sigling-
ar hvenær sem er. Grænlenska
heimastjórnin hefur siglt milli Dan-
merkur og Grænlands í áratugi. Þeir
hafa undanfarin ár komið hér við til
að lesta og losa vöru, nákvæmlega
eins og þetta nýja skipafélag áætlar
að gera þó ferðirnar verði kannski
fleiri nú,“ sagði Ómar.
Nýja danska/grænlenska skipafé-
lagið mun koma hingað til lands til
að losa vöru frá Grænlandi sem Sam-
skip síðan sér um að flytja á mark-
aði í Evrópu og Bandaríkjunum. „Á
leið aftur til Grænlands mun félagið
mögulega lesta útflutningsvöru héð-
an til Grænlands, enda hafa ýmsir
aðilar hér sýnt áhuga á þeim mark-
aði. Einnig mun félagið lesta þá
gáma sem við erum að flytja frá
Evrópu og Bandaríkjunum í veg fyr-
ir skip þeirra hér.“
Dugar veltuaukningin til?
Það er ljóst að velta Samskipa
mun aukast talsvert frá því sem ver-
ið hefur í kjölfar þeirra samninga
sem fyrirtækið heftir gert á þessu
ári og þeirra auknu umsvifa sem
þeim fylgja. Spumingin er hins vegar
sú hvort fyrirtækinu takist að ná
niður kostnaði þannig að ásættanlegt
verði. Eins og áður hefur komið fram
hafa verið teknar ákvarðanir um
aðhaldsaðgerðir innan fyrirtækisins
og einhveija fækkun starfsmanna.
Það mun koma í ljós á næstunni
hvort þær aðgerðir duga til. Svo virð-
ist sem fyrirtækið hafi trompin á
hendi, en til að því takist að koma
rekstrinum á réttan kjöl og vinna sig
út úr því tapi sem orðið hefur á fyrri
hluta þessa árs þarf að halda vel á
þeim trompum. HKF
Nýtt tilbob í ríkisbréf
mibvikudaginn 26. ágúst
Tilb o d í
rikisbréf j
Um er að ræða 4. fl. 1992 í eftirfarandi verðgildum:
Kr. 2.000.000
Kr. 10.000.000
Kr. 50.000.000
Ríkisbréfin eru til 6 mánaða, með gjalddaga
26. febrúar 1993. Þessi flokkur verður skráður á
Verðbréfaþingi íslands og er Seðlabanki íslands
viðskiptavaki ríkisbréfanna.
Sala nýrra ríkisbréfa fer fram með þeim hætti
að löggiltum verðbréfafyrirtækjum, verðbréfa-
miðlurum, bönkum og sparisjóðum gefst
kostur á að gera tilboð í bréfin samkvæmt
tilteknu tilboðsverði. Lágmarkstilboð er
kr. 2.000.000 að nafnvirði.
Öðrum aðilum er bent á að hafa samband við
ofangreinda aðila, sem munu annast tilboðs-
gerð fyrir þá, en þeim er jafnframt heimilt að
bjóða í vegið meðalverð samþykktra tilboða
(meðalávöxtun vegin með fjárhæð).
Öll tilboð í ríkisbréfin þurfa að hafa borist
Lánasýslu ríkisins miðvikudaginn 26. ágúst fyrir
kl. 14. Tilboðsgögn og allar nánari upplýsingar
eru veittar hjá Lánasýslu ríkisins / Þjónustumiðstöð
ríkisverðbréfa, Hverfisgötu 6, í síma 62 60 40.
LANASYSLA RIKISINS
ÞJÖNUSTUMIÐSTÖÐ
RÍKISVERÐBRÉFA
Hverfisgötu 6, 2. hæö, 150 Reykjavík, sími 91- 62 60 40,