Morgunblaðið - 20.08.1992, Qupperneq 6
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNVLÍF FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 1992
6 B
Tölvur
Marinó G. Njálsson
Maðurínn bak við
Microsoft-veldið
Hin óopinbera saga Bills Gates
Hard Drive: Bill Gates and the
Making of the Microsoft Empire
eftir James Wallace og Jim
Erickson, John Wiley & Sons,
1992. 426 bls. Fæst í Bóksölu
stúdenta.
Nýlega er komin út í Bandaríkj-
unum bók um William H. Gates
III, annan af stofnendum Microsoft
hugbúnaðarfyrirtækisins. Aðeins
36 ára er Bill Gates orðinn áhrifa
mesti maðurinn innan tölvuiðnaðar-
ins og sá, sem flestir óttast, jafn-
framt því að vera einn ríkasti mað-
ur Bandaríkjanna. Tekjur Microsoft
voru 1,9 milljarður dala 1991, þar
af hagnaður um 350 milljónir dala.
Fyrir fjárhagsárið, sem endaði 30.
júní sl. reyndist veltan 2,8 milljarð-
ar dala og hagnaður 708 miiljónir
dala. DOS stýrikerfíð og Windows
notendaviðmótið eru orðin að staðli
og hugbúnaður frá fyrirtækinu er
með stóran skerf af markaðnum.
Sjálfur hefur Bill Gates hagnast um
7 milljarða dala (385 milljarðar
krónur) á Microsoft-ævintýrinu.
Það fer ekkert á milli mála að
Bill Gates er snillingur á sínu sviði,
hann hefur ljósmyndaminni, óvenju-
lega hæfileika til að spá fyrir um
framtíðina og óþijótandi kraft til
að vera í hlutverki frumkvöðuls.
En Bill Gates er mjög umdeildur
maður og hataður af mörgum í
tölvuiðnaðinum. í bókinni, Hard
Drive, er lýst snilli hans, en ekki
síður fjallað um einstaklinginn, sem
beitir vitsmunalegum kúgunum, er
tilfínningalega vanþroskaður,
skortir snyrtimennsku og krefst
þess að aðrir vinni allan sólarhring-
inn eins og hann. Einnig er lýst
keppnishörku hans, þar sem annað
sæti er sama og að tapa, sem leitt
hefur til rannsókna á viðskiptahátt-
um fyrirtækisins á vegum banda-
rískra yfírvalda.
Fyrstu árin
William Henry Gates III fæddist'
28. október 1955. Móðir hans var
af ríku fólki komin og bar uppeldi
Trey (eins og Bill Gates var kallað-
ur af foreldrum sínum) merki þess.
Árið 1967 var Trey, þá 11 ára gam-
all, kominn langt fram úr jafnöld-
rum sínum í stærðfræði og raun-
greinum. í staðinn fyrir að láta
hann halda áfram í almennings-
skóla, ákváðu foreldrar hans að
senda hann í Lakesideskólann í
Seattle, sem talinn var bestur allra
einkaskóla á svæðinu. Þar var
grunnurinn lagður að lífí tölvusnill-
ingsins Bill Gates.
Undir iok fyrsta árs Bills hjá
Lakesideskólanum, ákváðu skólayf-
irvöld að koma tölvutækninni inn í
kennsluna. En á þeim tíma kostaði
tölva milljónir dollara og ekki á
færi lítilla einkaskóla. Sú leið var
vaiin að kaupa litla fjarvinnsluvél
(teletype machine) og fá aðgang
að PDP-10 millitölvu sem General
Electric átti. Það var einmitt í tölvu-
herbergi Lakesideskólans, sem Bill
Gates hitti Paul Allen, strák sem
var tveimur árum á undan honum
í námi. Sjö árum seinna stofnuðu
þeir saman Microsoft.
Bill Gates varð snemma að mikl-
um tölvugrúskara (eða hakkara).
Hann og Paul Allen eyddu á stutt-
um tíma þeim 3.000 USD, sem
Lakesideskólinn hafði í tölvukostn-
að. Ekki bara það, heldur voru þeir
félagar mjög duglegir við að skjóta
tölvuna niður. Því voru þeir fengnir
í vinnu af Computer Center Corpor-
ation við að fínna villur í stýrikerfi
PDP-10 tölvu fyrirtækisins. í stað-
inn gátu þeir unnið eins mikið og
þeir vildu á tölvunni, þó utan al-
menns vinnutíma. Þar með var bolt-
inn byijaður að rúlla.
Fyrsta launaða verk Bill Gates
og Paul Allen var fyrir TRW, sem
hefur unnið mörg stór verkefni fyr-
ir bandaríska vamarmálaráðuneyt-
ið. Paul Allen hætti í Washington
State University í Pullman og Bill
Gates fékk leyfí til að sleppa einni
önn í Lakesideskóla til að vinna
fyrir TRW. Það var þama, sem
TÖLVUMEISTARAR
stofnendur Microsoft
Gates byijaði að forrita fyrir alvöru
og þá reynslu átti hann eftir að
nota seinna meir hjá Microsoft.
Microsoft verður til
Fyrsta fyrirtækið, sem þeir félag-
ar Gates og Allen komu á fót hét
Traf-O-Data. Traf-O-Data bjó til
búnað til að túlka gögn um umferð-
arþunga yfír í auðskiljanlegt tölu-
legt form. Fyrirtækið þénaði um
USD 20.000 á líftíma sínum, en
varð aldrei neitt sérstakt.
Um haustið 1973 fór Gates í
Harvard. Allen hélt áfram að vinna
að verkefnum fyrir Traf-O-Data,
en lítið gekk. Einn kaldan desember
dag 1974 var Paul Alien að fara
að heimsækja Bill Gates. Á leiðinni
kom hann við í sjoppu og rakst þar
á nýjasta tölublað Popular Electr-
onics. Á forsíðu blaðsins var mynd
af Altair 8080, fyrstu örtölvunni!
Allen keypti blaðið og sýndi Gates
það með þeim orðum að nú gætu
þeir loksins gert eitthvað með
BASIC. Þeir höfðu strax samband
við Ed Roberts, eiganda MITS fyrir-
tækisins, sem framleiddi Altair til
að kynna honum hugmynd þeirra
um BASIC fyrir Altair og fengu
þau skilaboð, að 50 aðrir hefðu
haft samband og að sá, sem kæmi
fyrstur með nothæfa útgáfu af
BASIC fyrir Altair hreppti hnossið.
Þeir félagar lögðu nú nótt við
dag að búa til BASIC fyrir Altair.
Þegar Allen fór að hitta Roberts,
kom í ljós að MITS var lítið meira
en bílskúrsfyrirtæki, en það átti
eftir að breytast. Hjá MITS mataði
Allen Altair tölvuna (þá fyrstu og
einu sem hann hafði unnið á (!))
með BASIC kótanum og prófaði.
Og viti menn, það virkaði fullkom-
lega, öllum á óvart og Paul Allen
■— Bill Gates og Paul Allen
me_st.
í framhaldi af þessu varð Micro-
soft til. Microsoft (stytting- á
„microcomputer software") var
stofnað sumarið 1975, þrátt fyrir
mótmæli frá móður Gates, sem vildi
umfram allt koma í veg fyrir að
hann hætti í Harvard. Upphaflega
átti Gates 60% hlutafjár en Allen
40%. Fyrirtækið var stofnað án yfir-
byggingar og bruðls. Allt miðaðist
við að það kæmist af með sem
minnstu fjármagni í upphafi.
Microsoft í dag
Microsoft 1992 líkist á margan
hátt fyrirtækinu, sem var í Albuqu-
erque 1977. Það speglar nú eins
og þá anda hins unga stjómanda
þess. Þó svo að fyrirtækið hafí
stækkað all mikið, er andinn hinn
sami: vinnuvenjur, ákafinn, álagið,
hugmyndaauðgin og óformlegheitin
voru ofín inn í fyrirtækið í upphafi
og eru þar enn. Fólk klæðir sig eins
og það vill, ákveður eigin vinnutíma
og sinnir utanaðkomandi áhuga-
málum. En það er hluti af liði, fyöl-
skyldu. Það á sameiginleg markmið
og tilgang: leggja hart að sér, búa
til betri hugbúnað og vera best.
Bókin Hard Drive er saga Micro-
soft og Bill Gates, en ekki sögð
eins og hann vildi. Það er ekki allt-
af farið mjúkum höndum um hann
og búast má við að eitthvað sé
ýkt, en flest mun vera satt. Erfítt
er að gera bókinni full skil í stuttri
grein sem þessari, en ég hvet alla
þá, sem áhuga hafa á sögu manns-
ins, sem skapaði Microsoft, að lesa
bókina. Hún kom mér virkilega á
óvart.
Höfundur er töivunarfræðingur.
ERU 0KKAR RESTA AUGLÝSING
Fijárhagsbókhald. Vióskipta- og söiukerfi.
M a rk a ðsk e rfi. Birgóahókhald. / n n ka u pa ke rfi.
Verk og vinnuseðlabókhald. Verkbeiðnibókhald.
Pantana og tilboðskerfi. Fétaga og áskriftarkerfi.
áœtlana og lánadrottnakerfi
HEIMSÓTTU 0KKUR í ÁRMÚLA 38, VIÐ TÖKUM VEL Á MÓTIÞÉR
HUGKORN
I r m ú I a J <V , s i m i V / - 6 <V 0 H 2 6
ý stórglæsileg útgáfa af
forritinu er komin á
Bókhald sem
spararfé
og fyrirhöfn
Vaskhugi hf.
Grensásvegi 13, sími 682680.
Þú ert velkominn til okkar
á Grensásveg 13 eöa
hringdu og við sendum
bækling um hæl.
Sjón er sögu ríkari.
hefðbundins bókhalds
Sér forritiö um að prenta
út reikninga, gíróseöla og
yfirlit, reikna út dráttar-
vexti, skrá stööu ávísana-
heftis og margt fleira.
Fyrirtæki
Nýir eigendur taka við
Rosenthal-versluninni
EIGENDASKIFn urðu nýlega
á verslunni Rosenthal Studio
Line i Ármúla 23. Hinir nyju
eigendur eru hjónin Ársæll Ar-
sælsson og Guðrún Kjartans-
dóttir en þau hafa stundað versl-
unarrekstur um árabil. Rosent-
halverksmiðjurnar eru einkum
þekktar fyrir handunnið gler og
postulin en ekki síður fyrir sam-
starf sitt við ýmsa af þekktustu
hönnuðum heims. Þar á meðal
eru Daninn Björn Wiinblð,
Finnarnir Timo Sarpaneva og
Tapio Virkala, ítalinn Mario
Bellini og Flash Dorothy Hafner
frá Bandaríkjunum.
Síðustu vikur hefur verið unnið .
að breytingum á húsnæði og inn-
réttingum verslunarinnar í Ármúla
og hefur Pétur Birgisson, innan-
húsarkitekt haft umsjón með þeim.
í frétt frá Rosenthal versluninni
segir ennfremur að lögð verði
áhersla á að hafa til sölu nýjar
vörur frá verksmiðjunum hveiju
sinni. Jafnframt sé unnt að panta
hluti í matar- og kaffístell ásamt
því úrvali af hlutum sem er á boð-
stólum. Verslunin hefur einnig á
boðstólum vörur undir heitinu
Thomas sem er ódýrari vara frá
Rosenthal. Hún er opin daglega
frá kl. 9-18 nema á föstudögum
þegar opið er til kl. 19. Þá er jafn-
framt gert ráð fyrir að verslunin
verði opin hluta úr degi á laugar-
dögum.