Morgunblaðið - 29.08.1992, Page 1

Morgunblaðið - 29.08.1992, Page 1
1 Itlorgmifttatiíti MENNING LISTIR PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS LAUGARDAGUR 29: ÁGÚST 1992 BLAÐn Ono Hakushi (1925-). Blóma- vasi með gulln- um glerungi. Imaizuimi Imaeon tólfti (1897-1975). Rammað- ur diskur úr lituðu postulíni með áttstrendu calico-mynstri. Sýning á hefðbundinni japanskri leirkeragerð 20. aldarí Norræna húsinu Listgripir þeir úr leir sem sýndir eru í Norræna hús- inu eiga það m.a. sameig- inlegt að vera allir unnir á þessari öld og eru gerðir samkvæmt hefðbundnum aðferðum japönskum í leirkera- gerð; hefðirnar ná aldir aftur í tímann og munirnir vitna á hljóðl- átan hátt um langa menningar- sögu. Samt er yfírbragðið ferskt og sýningargripirnir bera með sér einkennilegan blæ nýsköpunar ásamt eldfornu andrúmslofti jap- anskrar menningar. Skyndilega öðlast orðaleppurinn „nútímalist byggð á fornum hefðum" beina og áþreifanlega merkingu. Kristín ísleifsdóttir hefur fyrir hönd Japansk-íslenska félagsins SJÁ BLS. 2 HUGMYNDIR okkar vest- rænna manna um hvað sé list og hvað ekki hafa sjaldnast tekið mið af nota- gildi listaverks eða list- munar. í þeim efnum telj- um við hina hreinu fagur- fræði skera úr um listrænt gildi þó að oft ráði smekk- ur og tíðarandi jafnmiklu og frumleiki eða óvenjuleg sýn listamannsins. Sýning sú sem nú stendur yfir í Norræna húsinu á jap- önskum leirmunum færir okkur heim sanninn um að ólíkir menningarheim- ar leggja ólíkt mat á list- rænt gildi hlutanna. Hve- nær myndi okkur t.d. detta í hug að setja nýlega skreyttan matardisk á listasafn og segja þjóðar- dýrgrip? Hann þyrfti þá að hafa unnið sér það til ágætis, diskurinn sá, að hafa legið í jörð a.m.k. fimm hundruð ár áður en slíkur heiður væri honum gerður. Og er þá ekki ver- ið að heiðra hann fyrir aldurs sakir fremur en list- ræna fegurð? Þjóðminjar fremur en listaverk. TESTOFA OG JAPÖNSK LEIRKER

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.